Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, september 30, 2002
 
Hann Ögmundur frændi hennar Auðar á afmæli í dag og er 27 ára. Ég vona að hann hafi ekki stækkað allt of mikið því hann var tæplega 2 metrar fyrir viku síðan. Elsku Ögmundur, við sendum þér okkar bestu afmælis- og stuðkveðjur.

Á laugardaginn fórum við Auður í búðarráp. Röltum m.a. inn í H&M þar sem Auður keypti sér peysu og buxur fyrir afmælispeninginn frá mömmu sinni og Þorvarði.
H&M er almennileg búð. Þegar við komum inn voru tveir alvöru DJ-ar sem sáu um tónlistina og síðar steig á stokk 6 manna hljómsveit.

Og haldiði ekki að við höfum fengið 902 SEK (8100 ÍSL) reikning frá Telía í seinustu viku, og þar af 550 SEK fyrir viðgerðarkallinn sem þurfti að tengja nýja símasnúru. Hringdi í SSSB (stúdentagarðarnir) og þeir sögðu að símasnúrur væru okkar vandamál, þannig væri það í Svíþjóð. Ég ætla sko heldur betur að taka símasnúruna þegar við flytjum!


laugardagur, september 28, 2002
 
Ég er búin að slá metið mitt í minesweeper þrisvar síðan seinast, það er núna 76 sek. Hvernig í ósköpunum þú náðir 36 sek, Ögmundur, og þú nefnir ekki að það hafi verið heppni eins og með 4 sekúndurnar í “beginner”, það skil ég ekki!!!!
Ástæðan fyrir því að ég er í minesweeper er að það er skársti leikurinn á tölvunni. Hann er svona skemmtilega leiðinlegur, allt í lagi í smá stund en svo hallar undan fæti og þá verð ég ógeðslega fúl. Kannski ég kíki einhvern tímann á aðra leiki, takk fyrir ábendinguna Líney. Hins vegar tók ég eiginlega þann pól í hæðina, eða þetta hefur bara þróast þannig, að láta það ekki eftir mér að fara í tölvuleiki. Ég reyni ekkert að leita mér að tölvuleikjum, mig langar að eyða tímanum mínum í eitthvað annað. Eins er með sjónvarpið, horfi á nokkrar þáttaraðir og leigi mér að sjálfsögðu vídeó. Mér finnst dagurinn nefnilega vera allt of stuttur, ég ætla oft að gera eitthvað fullt en næ ekki að gera helminginn, það pirrar mig. Sérstaklega ef maður er í vinnu, þá er ekkert eftir að deginum. En ég þarf víst ekki að hafa áhyggjur af því!
Tölvuleikir eru samt ógeðslega skemmtilegir.

Mér var að berast ábending frá Ingu frænku (móður guðsonar míns). Einhverra hluta vegna telur hún að Hilmar litli sé 3ja ára en ekki 2ja, það leiðréttist því hér með. Auðvitað vissi ég það!!! Ég meina, þetta er nú einu sinni guðsonur minn. Eins og Inga benti réttilega á þá er eins gott að hann er ekki farinn að lesa. Reyndar tel ég að það líði ekki á löngu, guðsonur minn hlýtur að vera undrabarn. Hann er meira að segja orðinn svo stór að hann er byrjaði í leikskóla í ágúst.


fimmtudagur, september 26, 2002
 
Ath, ath, ath!! Merkisfrétt. Var að fá sms frá Byddí brjál, hún er orðin móðir. Hún fæddi dreng kl. 7:44, 13 merkur og 50 cm. Meiriháttar. Til hamingju Byddí og Nonni.

Ég gafst upp á að plasta fína Nóbel plaggatið. Hef bara fundið eina búð sem plastar og þeir senda það til annarrar borgar, eitthvað hlýtur það að kosta (þeir gátu ekki sagt mér það, þurfa að hringja og spurja). Svo ég hengdi það bara beint upp. Ef eitthvað hendir plaggatið, kaupi ég bara nýtt, kostar ekki nema 50 SEK (450 ÍSL).

Búin að vera ofsalega dugleg í dag.
Hlóð inn nýja Office XP pakkanum, það er yndislegt að geta skrifað í Word með enskum leiðbeiningum.
Náði í dragtina hennar Auðar í hreinsun. Sendi Flugleiðum e-mail í gær þar sem ég kvartaði yfir því að taskan mín og fötin hefðu blotnað og lyktað af bjór. Þeir harma þetta mjög og ætla fúslega að borga hreinsunina, þessir öðlingar! Ég mun heldur betur senda þeim reikninginn, maður borgar alveg nógu mikið fyrir flugförin með þeim svo maður þurfi ekki að setja fötin í hreinsun á eftir.
Fór með úrið mitt í athugun. Það er eitthvað búið að haga sér undarlega seinustu vikuna, hægja á sér og stoppa (dugar að berja aðeins í það, þá fer það af stað!). Ekki eiga það að vera batteríin því ég lét skipta fyrir 2 mánuðum. Kallinn ráðlagði mér að kaupa mér nýtt, þetta væri gamalt úr. Það er nú ekkert svo gamalt, ég fékk það í útskriftargjöf 1996 frá Siggu high og Ingimundi. Ég verð greinilega bara að halda áfram að banka í það ef það stoppar, Auður leyfir mér ekki að kaupa neitt dýrt eða óþarfa fyrr en ég er búin að fá vinnu.
Gróðursetti nektarínustein fyrir Auði, hana langar í plöntu. Segi ykkur að sjáfsögðu ávallt nýjustu fréttir af plöntunni.
Þvoði kjól og bol í höndunum.
Gerði við buxur, náttkjól og bol.
Ég verð að telja allt upp svo Auður haldi að ég sé að gera eitthvað þegar hún er í skólanum.


miðvikudagur, september 25, 2002
 
Nýtt á Nördahorninu: Leyndar prósentuútskýringar í Science.


 
Umræðan í kaffitímanum í dag var um tví- og þrívíðar karamellur.
Ef við ættum tvívíðan vin, gæti hann þá borðað karamellurnar sem við myndum bjóða honum? Við teljum að skv. öllu ætti þrívíða karamellan að vera endanleg fyrir tvívíða vininum.
Ef við Auður myndum síðan ýta karamellunni inn í plan tvívíða vinarins í hvert sinn sem hann hefur klárað karamelluna í sínu plani þá ætti það að taka hann óendanlega langan tíma að klára alla þrívíðu karamelluna (að því gefnu að við Auður náum að færa karamelluna óendanlega lítið í einu), þar sem hann getur að sjálfsögðu bara borðað óendanlega þunnar sneiðar í einu. Svo ekki sé minnst á magaverkinn sem hann mun fá við að borða bara karamellu allt sitt líf.
En gætum við borðað karamellu sem tvívíði vinur okkar byði okkur? Auðvitað getum við borðað tvívíða karamellu, hún er hins vegar örlítið öðruvísi á bragðið!!!!


þriðjudagur, september 24, 2002
 
Þau ykkar sem hafa verið að tala inn á talhólfið okkar í gsm símanum eru að eyða ykkar tíma. Við getum ekki hlustað á skilaboðin þar sem við getum ekki hringt úr gsm símanum í talhólfið héðan og Auður er fyrir löngu búin að týna kóðanum sínum. Okkur þætti því vænt um ef þið voruð að segja eitthvað merkilegt að þið senduð okkur e-mail eða bara hringduð í okkur í síma
468-64 66 308 (og 00 fyrst til að hringja út úr Íslandi).


Þegar ég kíkti á orðabækurnar í Mál og Menningu spurði ég hvort þær væru prentaðar í Svíþjóð fyrst þær voru á sænsku að utan. Afgreiðslustúlkan játti því. Þá var augljóst að ég spurði hvort það munaði miklu á bókarverði hér og í Svíþjóð (þ.e. á orðabókunum). “Nei, þær eru ábyggilega svipaðar”, sagði sama afgreiðslustúlka. Nb. hún var ekki ein af þessum ungu afgreiðslustúlkum sem maður gerir strax ráð fyrir að viti ekki neitt, hún var nálægt fertugu svo ósjálfrátt bar ég örlítið traust til hennar sem brast þarna. Ég brosti bara því ég var auðvitað handviss um að þær væru slatta ódýrari í Svíþjóð, prentaðar þar og enginn sendingarkostnaður, og ákvað því að kaupa þær í Svíþjóð. Nú veit ég svarið. Ég rakst á orðabækurnar áðan og kostar Svensk-Islänsk 4800 ÍSL (í stað 7000 ÍSL í M&M) en Islänsk-Svensk 3800 ÍSL (í stað 6000 ÍSL í M&M) sem gerir 8600 ÍSL í stað 13000 ÍSL. Mér finnst þetta ekkert vera svipað verð, svo ef þið eigið leið um í M&M á Laugavegi þá þætti mér vænt um að þið mynduð tilkynna starfsfólkinu þetta svo það verði ekki svona heimskt að eilífu. Kannski þú takir þetta að þér, Ögmundur, þú hefur ábyggilega soltið gaman að því að fá smá útrás (þú varst svo duglegur þegar þú keyptir hamborgarann!).

Sló metið mitt í Röj (minesweeper), það er 87!

Þórir á afmæli í dag og er 25 ára. Innilega til hamingju Þórir.


mánudagur, september 23, 2002
 
Framhald af ferðasögu helgarinnar.

Og btw, stoppaði í sjoppu og fékk mér hálfan líter af kók og er það besta kók sem ég hef fengið í sjoppu, alveg ískalt. Veit ekki hvað sjoppan heitir en hún er fyrir neðan Egil Skallagrímsson og það er ekki Select heldur hin. Þess virði að gera sér ferð.

Komum á áfangastað kl. 16:35. Við sátum á 3. bekk svo við sæjum allt, reyndar vorum við með gleraugu svo sæjum allt í fókus. Þegar við komum inn hneigðum við okkur fyrir brúðgumanum í virðingarskyni fyrir að vera staðráðinn í því að framfylgja ekki þeirri hefð að hann og faðir hans hneigðu sig fyrir hverjum þeim sem kæmi inn. Brúðurin og faðir hennar gengu inn gólfið kl. 17:10. Brúðurin var auðvitað með slör og var í kjól sem var örlítið kremaður á lit og dróst slatti á eftir (veit ekki hvað endinn heitir á kjólamáli), rosalega fallegur. Þetta var fín athöfn og stóð yfir í rúman hálftíma. Já, og þau játtust hvoru öðru. Brúðhjónin voru keyrð í rosalegum BMW að veislunni (sem var í 100 m fjarlægð frá kirkjunni) og beið þá fullt af fólki með hrísgrjón og lét dynja á þeim. Þá fengum við fordrykk og fórum í salinn, sem var fallega skreyttur af starfsfólkinu. Gestir voru rúmlega 60 og veislustjóri var Þór, vinur Bigga. Fengum lunda í sallati og hálfgerðu laufarbrauði í forrétt, undarlega útlítandi réttur en alveg ágætur. Í aðalrétt fengum við rosalega gott lambakjöt og í eftirrétt var brúðartertan (marsipan). Sigga vinkona hélt ræðu þar sem hún sagði smá frá prakkastrikum þeirra Hlínar og var mjög skemmtilegt að hlíða á. Núna ætla ég að reyna að pumpa Siggu um fleiri uppátæki þeirra stalla. Svo plataði Sigga mig að vera með henni í Barbie og Ken leiknum, samt ekki alveg Barbie og Ken því við vorum með myndir en ekki brúður. Myndirnar fann Auður úti í bíl rétt áður og fékk Biggi mynd af Mr Bean og heitri gellu en Hlín fékk mynd af siðprúðri stúlku og nöktum, heitum karli. Vinir Bigga fengu hann svo til að taka tvö lög á gítar uppi á sviði. Svo kom einn með bókina með svörunum við öllum Já og nei spurningum og lét nokkra gesti spyrja um framtíð brúðhjónanna, og svo fengu brúðhjónin sitt hvora spurninguna. Þjónustufólkið stóð sig með algerri prýði, mjög fagleg.

Nú var komið að því að mynda brúðina með nánast öllum viðstöddum og mun ég sýna það síðar. Okkur Auði fannst nú ekki sanngjarnt að Bigginn okkar væri ekki myndaður svo við drógum hann til okkar í nokkrar pósur. Fólk fór að týnast heim rúmlega 21, enda margir sem búa á Akureyri og bara unga fólkið var eftir. Við vorum til rúmlega 23:30. Hlín og Biggi, til hamingju með að vera orðin hjón.

Auður var orðin heltekin af kvefi og svaf frá Borgarnesi, ég hélt fyrir henni vöku þangað til. Og þar sem ég var frekar syfjuð sönglaði ég nánst alla leið í bæinn (eins og við gerðum uppeftir).

Sunnudagurinn:
Náðum þriggja tíma svefni og tókum þá rútuna frá Loftleiðum. Kvöddum fyrst mömmu og pabba. Flugum frá Íslandi kl. 7:40.

Í flughöfninni tókum við eftir ægilega háværum krakka og sagði Auður að það væri alveg týpískt að hann myndi sitja hjá okkur. Svo óheppnar vorum við ekki enda krakkinn of ungur til að vera einn í sæti, svo foreldrar hans voru bara í sætunum beint fyrir aftan okkur og krakkaskrattinn öskraði allt of mikinn hluta leiðarinnar.

Vorum komnar svona 14:30 “heim”. Auður var svo kvefuð og með hausverk að hún steinsofnaði. Já, þannig var nú það.

Mánudagurinn:
Við vöknuðum ekki fyrr en 9:15 en Auður átti að mæta kl. 9 í skólann og það tekur hana klukkutíma að búast og ferðast. Ég stillti vekjaraklukkuna (gsm-inn) samviskusamlega í gær en gleymdi að stilla klukkuna á sænskan tíma svo hún var ekki á leiðinni að hringja fyrr en 9:40, tveimur tímum of seint. Það var síðan allt í lagi því Auður var svo með hausverk allan morguninn og auðvitað kvefið ennþá og hefði ekkert átt að fara í skólann.
Ég náði í eina töskuna okkar á T-centralen, sem við geymdum frá í gær. Ég fór með dragtina hennar Auðar í hreinsun, hún var blaut og lyktaði af bjór þegar ég tók hana upp úr íþróttatöskunni minni í gær. Taskan hefur blotnað milli þess sem ég lét Flugleiði hafa hana á Íslandi og þegar ég tók hana af bandinu í Svíþjóð, svo ég ætla að hringja öskureið í Flugleiði á morgun.
Tók tvær myndir og höfðum það kósí


 
Björn bóndi, öðru nafni Bubbi frændi (eini föðurbróðir minn og býr hann á Vorsabæ 2a á Skeiðum), átti afmæli á laugardaginn. Hann er tveimur árum yngri en pabbi og hlýtur því að vera fæddur 1955 og er þ.a.l. orðinn 47 ára.
Til hamingju með afmælið, Bubbi!
Eigi veit ek hvað hann gerði í tilefni daxins en þeir sem vilja senda honum síðbúna afmæliskveðju geta gert það hérna .

Ég fór ekki í afmælisveislu Björns bónda á laugardaginn heldur í brúðkaup. En byrjum ferðasöguna á byrjun.
Föstudagurinn:
Í flugvélinni las ég að gengi decode hefði aldrei verið lægra, 1.85. Eins gott að við Auður hættum áður en við vorum reknar (það eru einhverjar massauppsagnir í gangi núnar!). Við lentum á Keflavíkurflugvelli um 15:30 og beið pabbi hennar Auðar eftir okkur. Við hittum hann 15:50 og spurði hann hvort við höfðum tafist og nefndi nokkrum sinnum eitthvað “.....hálf....”. Ég skildi ekkert hvað hann var að tala um og hélt að honum hefði leiðst svo í þessar 20 mínútur að ég fór að útskýra að það tók okkur allavega 10 mínútur að komast úr vélinni og labba langa ganginn á vellinum en 10 mínútur hefði ég óútskýrðar. Loksins skildi ég hann. Auður hafði sem sagt boðað grey Magnús kl. 14:30 (hún ruglaðist) svo hann var búinn að bíða í 1 klukkutíma og 20 mínútur. Hann fór þó í heimsókn á meðan. Einnig hittum við kollsterinn á vellinum

Okkur var skutlað beint á Álfhólsveginn þar sem foreldrar mínir búa og þar sem við gistum, enda á ég auðvitað ennþá eitt herbergi þar (og mun alltaf eiga!). Það var rosalega gaman að hitta alla fjölskylduna og leið manni smá eins og maður hefði nú eiginlega ekkert farið, enda bara liðinn mánuður síðan við sáum alla og enn styttra síðan við heyrðum í þeim.
Klukkan 19 vorum við mættar til Magga á Lindargötuna í hamborgara. Maturinn var prýðilegur og greinilegt að ég er orðin minna matvönd en ég var. Þannig er nefnilega að Maggaborgarar eru með eggi og rauðkáli á milli (og hamborgarasósu) og stundum eitthvað meira. Emelía hafði, áður en hún smakkaði Maggaborgara í fyrsta skiptið (á þessu ári), talið sér trú um að borgari sem hún gæti borðað yrði að innihalda kál og hamborgarasósu númer eitt, svo papriku og ost og skinku og gúrku (alls ekki súrar!), en ekki egg né rauðkál (ég borðaði ekki rauðkál fyrr en á þessu ári). Svona líka aðlögun að umhverfinu hlýtur að vera einstök og hvet ég ykkur hin að prófa Maggaborgara, þeir eru góðir, þið bankið bara uppá hjá honum!

Á Lindargötunni voru sem sagt fyrir Maggi og Ögmundur (Ömmi bróðir hennar Auðar) en síðar bættist við annar Ögmundur (Öggi frændi hennar Auðar, bannað að kalla hann Ögga!). Þetta var þrælgaman. Okkur áskotnaðist Office XP pakki (veit ekki hvort ég má segja frá hverjum en þökk til viðkomandi) svo nú fer ég að læra á Power Point og við fáum excel (höfum bara haft eitthvað ömurlegt Works, og á sænsku), og sænska Wordið fer út.

Um 21:45 fórum við í heimsókn til Hlínar og Bigga. Þau höfðu ekkert að gera (enda ekkert merkilegt um að vera í þeirra lífi þessa dagana!) svo Kanaklúbburinn ákvað að hittast og spila. Það var æðislegt að hitta þau, alltaf jafn gaman að hittast og spila, þó ég vinni ekki (Biggi vann). Fórum á Álfhólsveginn 0:30.

Laugardagurinn:
Vöknuðum 8:20, hálftíma á undan klukkunni. Það var margt að gera svo við þurftum að drífa okkur á fætur. Tókum okkur samt auðvitað tíma í að kúra, og tala við mömmu og pabba, sem voru bæði vöknuð á laugardegi!!! Byrjuðum á að fara í Heimilistæki til að skipta vekjaraklukkunni minni, það var “princip” mál. Við vorum nefnilega ekki fyrr komnar til Svíþjóðar fyrir mánuði en helvítis klukkan bilaði. Þetta er Casio touchscreen klukka, alveg ofboðslega góð, og gengur fyrir batteríum (sem ég kýs frekar). Reyndar var þetta önnur vekjaraklukkan mín á einu ári því hin bilaði eftir 5 mánuði en þessi dugði þó í 7. Þeir áttu ekki touchscreen klukkur svo við fengum okkur vasadiskó (gvuð hvað það er eitthvað gamaldags) til að spila sænsku kennsluspóluna okkar og huxanlega einhverjar sem við munum leigja á bókasafninu. Ég spurði náttúrulega hvort þetta væru eitthvað ónýtar klukkur því ég hefði skilað einni fyrir 7 mánuðum og sagði hann að þetta hefði verið göllum sending, eins og maður trúi því. Allavega voru þeir ekki að hafa fyrir því að hætta að selja þessa gölluðu sendingu fyrst ég fékk aðra gallaða 5 mánuðum eftir þá fyrri. Og þegar það var, þá fundum við gallaða klukku í rekkanum hjá þeim og tóku þeir hana ekki frá. Díses.

Náðum í Hrefnu ömmu hennar Auðar á BSÍ kl. 10:30 og fórum í mat til Önnu Kristínar (mömmu Auðar) og Þorvarðar. Þetta var glæsileg vel útilátið, borðið hlaðið brauði og áleggi. Við gáfum Kötu Ilminn í afmælisgjöf (átti afmæli 15. sept, eins og Auður) og Auður fékk fullt af peningum í afmælisgjöf frá mömmu sinni og Þorvarði. Mummi kom í heimsókn. Ég skrapp á Kleppsveginn að ná í tvær töskur og eitt box, sem við áttum eftir að taka út. Ég ætlaði í heimsókn til Byddíar í nýju íbúðina hennar en hún tafðist svo lengi í sónarnum (hún á að eiga eftir 2 vikur, jei) að það gafst því miður ekki tími. Hún verður bara að taka myndir og senda mér. Áætlunin gékk bara vel og var Auður tilbúin kl. 14:35, rosalega sæt, hún er snillingur í að setja upp á sér hárið. Þá skruppum við á Lindargötuna og fór amman með. Kvöddum Magga og fékk Auður hanska í afmælisgjöf frá honum og Heiðrúnu. Svo biðu okkar Svensk-Islänsk og Isländsk-Svensk orðabækur sem Heiðrún vildi af góðmennsku sinni lána okkur, okkur að óvöru. Takk æðislega Heiðrún. Við ætluðum að kaupa okkur Svensk-Islänsk og kostaði hún 7000 kr í Mál og Menningu og hin kostaði 6000 kr, orðabækur eru svo ódýrar.
Brunuðum af stað til Reykholts kl. 15 með smá stoppi í Aktu taktu til að bragða á einni SS.

Set framhaldið á ferðasögunni í kvöld.


fimmtudagur, september 19, 2002
 
Eins mikið og mér fannst Svíarnir vera nískir um daginn þegar ég fór með áldósir í endurvinnslu þá finnst mér í dag þeir vera rausnarlegir. Maður fær 4 SEK (36 ÍSL) fyrir 1.5 L plastgosflösku, 2 SEK (18 ÍSL) fyrir 0.5 L plastgosflösku og 1 SEK fyrir 0.5 L vatnsflösku. Þetta er ekkert smáræði.

Sænskutíminn í gær gékk framar vonum, ég held að þetta sé nú alveg rétta "levelið" fyrir okkur. Ég skildi nánst allt sem kennarinn sagði, hann talar nú skýrar en þeir Svíar sem ég hef heyrt í og soldið hægar en ekki þannig að manni líði eins og smákrakka eða þroskaheftum. Og í dag eyddi ég ábyggilega 2 tímum í að gera verkefni, skrifa orð eftir hljóðritun.

Það er búinn að vera skítakuldi í íbúðinni okkar (sambýlingarnir eru ekki alveg sammála um það) svo ég keypti ofnalykil áðan til að athuga hvort það væri loft inn á ofnunum (og já, ég er búin að prófa að skrúfa upp hitann, ekkert gerist!). Það er víst ekki ástæðan. Þá er bara að spyrja litla bróður á morgun, hann er nú verðandi pípari um jólin.

Á morgun ætlum við að skreppa til Íslands. Við lendum 15:30 á staðartíma og förum aftur á sunnudagsmorgun kl. 7:40. Þetta verður þvílíkt span. Við þurfum að snattast smá, förum í mat til pabba hennar Auðar annað kvöld og mömmu hennar í hádeginu á laugardaginn. En ástæða fararinnar er brúðkaupið hjá Hlín og Bigga á laugardaginn. Já, það er loksins komið að því. Það verður haldið í Reykholti í Borgarfirði og munum við fá Twingoinn hjá mömmu hennar Auðar lánaðann til að komast á áfangastað. Ég veit ekkert hvernig brúðkaupið verður (hef svo sem ekki fengið miklar upplýsingar í þá átt), man ekki einu sinni hvað er í matinn (man þó að það er fullt af áfengum drykkjum í boði, en bílstjórann varðar víst lítið um það) og hver einasta fruma í mér býst við að þetta verði æðislegt.

Ísland, hérna komum við! Guð hvað þetta er hallærislegt, þetta hljómar svo miklu betur á ensku, og jafnvel á sænsku.


miðvikudagur, september 18, 2002
 
Tönnin, sem hefur pirrað mig í 6 ár (sjá fyrri skrif 15. og 16. ágúst), er orðin heil. Meira að segja kulið er nánast horfið. Hin tönnin situr enn við sama keip en það ekki nánda eins slæmt svo ég bíð með að láta kíkja á það.

Ég var ábyggilega eina manneskjan í dúnúlpu í Stokkhólmi í gær en örugglega ekki í dag. Íslenskara hefur veðrið ekki verið síðan að við komum: kuldi og vindur, þetta er æðislegt. Það er þó heiðskýrt svo mögulegt er að það hlýni soldið á eftir.

Það hefur komið smá babb í bátinn varðandi myndirnar af Auði með og í afmælisgjöfunum. Hún er eitthvað að þráast við en ég vona bara að hún sjái ljósið. Ég meina, það er aldrei að vita nema að einhver frægur sjái myndirnar og bjóði henni að leika í myndbandi eða eitthvað svoleiðis. Og ekki veitir okkur af peningum í atvinnuleysinu mínu, kannski ætti ég að íhuga fyrirsætubransann :-) Annars sendi ég 7 umsóknarbréf áðan.

Við fengum forkunnafagra sófann okkar áðan og tilvonandi rúm þeirra sem sjá sér fært að koma í heimsókn. Það þýðir ekkert að lura á þessu bréfi (peningunum) alla ævi, skellið ykkur bara í heimsókn! Sem rúm er sófinn 188 cm x 142 cm. Þeir sem eru lengri en 188 cm þurfa bara að hafa tærnar smá út í loftið, mér skilst samt að það sé afar hollt! Ég skil bara ekkert í því af hverju enginn vildi kaupa þetta þvílíkt fagra og nytsamlega sófarúm. Þetta er alveg tilvalið fyrir óákveðna, allir litir til staðar. Þið fáið deffinetlí mynd síðar og aldrei að vita nema Auður vilji pósa í sófanum (eða rúminu)!

Sófaborðið okkar kom líka. Nú er þetta farið að líkjast heimili.

Í kvöld förum við í fyrsta sænskutímann okkar þar sem lögð er áhersla á talað mál svo þá ættum við að geta kennt Svíunum sænsku í stað enskunnar, ha Bingó.

Og svona fyrir þá sem hafa áhyggjur af okkur hérna í Svíaríki þá höfum við það stórgott og líður báðum vel þrátt fyrir einstaka bölv á bloggsíðunni okkar (aðallega af minni hálfu í garð helvítis Telía). Best væri auðvitað að vera heima nálægt ykkur en þetta er upplifun sem ég sé sko aldeilis ekki eftir og vonandi verður vistin betri með tíð og tíma.

Og helvítis Telía (ætti kannski að skrifast með stórum staf fremst, Helvítis telía, því fyrirtækið heitir þetta í okkar huga!) er með okurverð á ADSL/breiðbandinu. Það kostar 1475 SEK (13.4 þús ÍSL) að fá módem og svo 375 SEK (3400 ÍSL) mánaðarlega. Við vitum enn ekki hvert mánaðarnetgjald í gegnum símasnúruna er hjá okkur (höfum þó taxtann) svo við munum bíða með þessi stórkaup.


 
Stefnumotid mitt i gaer gekk vel. Hun var natturlega ogedslega heppin i pool tannig ad eg vann ekki (i raun var jafntefli, 2-2 hun setti hvitu kuluna nidur i stad teirrar svortu tegar hun var ad reyna ad heilla mig med pool haefileikum. Eg var tháthegar heillud). Poolklubburinn sem vid forum a er svaka flottur, med godum bordum og kulum (kannski tetta eigi heima a poolnorrahorninu) en fullur af karlmonnum a fertugsaldri i vandlega straujudum skyrtum med vel greitt har, tid vitid ungir menn a uppleid. Vid letum tad ekkert a okkur fa og horfdum bara a konurnar i pilukasti.

Forum sidan heim saman og kurdum. Algjort yndi....

I kvold byrjar saenskunamskedid, tannig ad a morgun getum vid keypt is a saensku. jei.


 
For inn a siduna hans Sigga Ponk. OMG hvad madurinn er gafadur! Og hugsandi. Og medvitadur. Svona abyrg samfelagsgagnryni eda eitthvad. Kannski er bannad ad skilgreina skrif anarkista.... Allavegna, Tekkid a tessu.


þriðjudagur, september 17, 2002
 
Takka ollum fyrir afmaeliskvedjurnar, tid erud frabaer! Hakon; svefnsofinn kemur a morgun, vid erum bunar ad kaupa saeng handa ter, tannig ad tu matt koma med risastoran pakka!!!
Pabbi, tu ert ad verda algjor tolvunord, eg bid bara eftir bloggsidunni nuna :-) Haltu endilega afram ad skrifa i gestabokina, tad er svo gaman ad fa kvedju fra ter.

Tad virdist vera e-r oanaegja med kosninguna, held kannski ad eg turfi ad setja gallupform a spurningarnar eda e-d. Sofaspurninginn verdur tekin ut og nidurstodur hennar ekki kynntar. Nordaspurningin verdur lika tekin ut, tvi fullnaegjandi nidurustodur hafa fengist; nord veit allt um e-d sem eiginlega enginn hefur ahuga a og teir eru lika ykt svalir, sem er vitaskuld rett.

Her kemur lysing a (daemigerdu) saensku partyi
Partyid a laugardaginn byrjadi, ja, kl. 17 a svona ratleik sem vid forum i i skatunum tegar vid vorum 12. Sidan var farid i leikinn "finndu kartofluna" og loks i leikinn "gryttu klosettrullunni" . Jaja. Tad var bodid upp a saenskan bjor a medan tannig ad teir sem litu ekki a tetta sem skemmtun heldur kvol gatu linad tjaningar sinar. Undirritud var ad sjalfsogdu ekki i teim hopi. Svo fengum vid ad fara inn og bua til skemmtiatridi. jei. Og svo loksins ad borda. Ad sjalfsogdu voru songtextar a bordum og saenskar drykkjuvisur a dagskranni. Taer eru sko ekkert slor, ekkert "Ad lifid se skalvandi" eda "hae dullia" heldur alvoru visur sem fjalla um alvoru vikinga sem beita alvoru ofbeldi(aetla ekki ad hafa neitt af teim eftir en ein bekkjarsystir min bad veislustjorann vinsamlega ad syngja ekki eina visuna tar sem fallegasta linan var "....raping women..." ). Ad lokum lek svo tolva fyrir dansi og tad var bara ageatt. Heyrdi fullt af godu saensku ponkrokki og tad er alltaf plus. Dansadi alveg gommu. Stundvislega kl. 3 var partyinu lokid og teir fau sem enn voru eftir foru heim med tunnelbananum.

Er nu a leid a stefnumot vid rosalega seata islenska stelpu. Vid aetlum ad fa okkur ad borda og fara sidan i pool. Finnst hun ykt frabaer og vona ad tetta gangi tvi vel.


mánudagur, september 16, 2002
 
Húsmóðirin stóð sig vel í gær. Mín eldaði þriggja rétta máltíð fyrir afmælisbarnið: kjúkling, kartöflur og sósu!! Í eftirmat var stórgóður ís (úr Grillhörnan!!) og að sjálfsögðu súkkulaðisósa. Ég geri mér augljóslega enga grein fyrir því hversu mikinn ís maður borðar, ég keypti 1 líter (eins og frægt er orðið) en við torguðum ekki nema ¼. Þetta er ekkert svo mikið þegar maður huxar um það, en þegar jafnvel ¼ er skipt á tvo diska þá erum við samt að tala um þokkalega hrúgu.

Í afmælisgjöf fékk Auður rosalega fallegan handmálaðan vasa frá ömmu í Sandvík (sem hún málaði sjálf) og fúlgu fjár til að kaupa blóm. Ég er reyndar ansi hrædd um að við þurfum að kaupa nokkra vasa í viðbót ef við eigum að kaupa blóm fyrir alla peningana. Frá mér fékk hún brjóstahaldara og naríur í stíl (mjög smart) og krús með hvítu ávaxtakaramellunum sem Auður tímdi ekki að kaupa sér á föstudaginn. Síðar mun ég setja inn myndir af afmælisbarninu í og með gjafirnar!

Loksins lauk ég við að lesa “PYTHAGORAS’ TROUSERS God, Physics, and the Gender Wars” eftir Margaret Wertheim. Ég fékk þessa bók í útskrifargjöf frá föðursystkinum mínum þegar ég varð tvítug. Þetta er ábyggilega fjórða skiptið sem ég byrja á henni en nú var ég staðráðin í að klára hana, og sé alls ekki eftir því. Þetta er frekar áhugaverð bók þar sem farið er yfir 2500 ára sögu vísindanna, hvernig trúin og vísindin unnu saman og hvernig kynin unnu saman, eða öllu heldur hvernig kynin unnu ekki saman. Það er nefnilega sláandi að lesa um það hvernig konum hefur verið meinaður aðgangur að vísindum í gegnum aldirnar, það er varla að maður trúi þessu. Ég mæli með þessari bók en ég er ansi hrædd um að hún muni ekki hafa sömu áhrif á karla eins og konur.

Nú er það ljóst að við fáum ekki sítengingu fyrir netið í gegnum stúdentasamtökin. Til að það sé mögulegt er nefnilega nauðsynlegt að þeir eigi húsið sem maður býr í, en það á ekki við okkur. Það verður því rándýrt fyrir okkur að vera á netinu.

Og núna er loksins orðið sæmilega fínt hjá okkur. Ég tók alla kassana og setti þá í geymsluna, sumir fullir aðrir tómir. Við eigum engar hillur ennþá til að geyma draslið í svo það verður að bíða betri tíma.


laugardagur, september 14, 2002
 
Á morgun munu Svíar flykkjast á kosningastaði og kjósa um krónprinsessu. Þar sem Auður verður þá 25 ára (eins og núverandi krónprinsessa!) þá er hún loksins hæf sem alvöru prinsessuefni. Núverandi krónprinsessa er verðugur andstæðingur og hefur sigrað allar kosningar hingað til. Fyrir mér skiptir engu hver úrslitin verða, Auður er og verður ávallt prinsessa í mínum huga. And belive me, hún trúir því á köflum sjálf!
En allavega, þið verðið að fylgjast spennt með þessum kosningum. Ég vil nú samt benda óvönum á að kosningarnar eru soldið flóknar, milliniðurstöður eru birtar í formi flokka og nafna sem þið munum lítið eða ekkert kannast við en í lokin er svo allt reiknað út. Ég held nú líka að ef Auður verður kosin þá muni hún hafna titlinum því það gengur frekar illa að reyna að verða doktor og sinna konunglegum skyldum um leið.

Í gærkvöldið fórum við í billjard (hálftímaferðalag með lest eins og vanalega) á JoLo & Co sem er hjá Odenplan. Þetta er afar snyrtilegur staður með 22 billjardborðum og þurfti ég að gerast meðlimur til þess að við fengjum að spila. Núna finnst mér ég ógó merkileg, meðlimur að billjardklúbbi!! Ég mæli allavega með þessum stað, þeir þurrka af glasaborðunum og allt (sem er sko aldeilis ekki alltaf gert á svona stöðum né heldur öllum börum!). Ég var í geðveikum billjardfíling og fóru leikar 4-1 fyrir mig.

Eftir verslunarferðina í gær ætlaði ég að kaupa 1 L af ís úr vél í Grillhörnan, sem er nokkurs konar Óla Prik staður (sem við Sigga og Ingimundur fórum oft á í menntó; ódýrir hamborgarar + franskar + kók). Ég segi náttúrulega á ensku að ég vilji 1 L af ís. Ég sé að kallinn stimplar inn óvenju lágt verð fyrir ísinn svo ég endurtek að ég vilji 1 líter af ís. Hann horfir smá á mig, svo ég segi þetta nokkrum sinnum í viðbót: One liter of ice, one liter. Á meðan er ég að velta fyrir mér hvort “líter” skiljist ekki á sænsku, ég meina við erum með “líter” á íslensku og ekki vöðum við í tökuorðum. Ég hélt að hann skildi ekki “one liter” svo ég bendi á ½ lítra kókpappaglas og segi “half liter”. “Oh, you want cola?”, segir hann. Ég kem honum í skilning um að ég vilji nú ekki kók heldur ís. Þá þarna rann upp fyrir mér að þau eiga ekki eins lítra umbúðir fyrir ís, í raun eiga þau bara pínkulítil box sem taka ábyggilega 0.1 líter. Pabbi hans var nú farinn að blanda sér í málið sem og konan hans. Nú sýndist mér að þau skildu loksins hvað ég vildi og buðust þá til að láta mig hafa ísinn í tveimur ½ lítra kókpappaglösum. Ég var auðvitað sátt við það, skiptir ekki öllu. En þá var ekki til nóg af ís í vélinni. Ég sagðist bara ætla að koma síðar en spurði svona af rælni hvað 1 líter myndi kosta. Þá horfði hann á mig og yppti öxlum, en eftir að hafa ráðfært sig við pabba sinn þá gáfu þeir mér upp verð. Hann hefur greinilega aldrei selt neinum 1 líter af ís. Hér í Svíþjóð eru greinilega staðlar sem á ekki fyrir neina muni að fara útfyrir, annars ertu greinilega talinn geðveikur (allavega var það “look-ið” sem ég fékk). En þetta er ábyggilega allt í lagi því þar sem ég er geðveik þá var ég svo “beyond” það að vera ókurteis að það er ekki hægt að reiðast mér, ég hef afsökun!
Ég fór áðan og fékk þá 1 líter af ís í tveimur ½ lítra kókpappaglösum, og ekkert vesen. Já ég er sko búin að temja Svíana!

Eins og þið sjáið þá er heilmikið um að vera fyrir atvinnulausa aumingja og þreyttar húsmæður.

Ég er ein heima núna, Auður er í bekkjarparýi, sem byrjaði kl. 17!!!!


föstudagur, september 13, 2002
 
Hluta af deginum eyddi ég í að kaupa afmælisgjöf handa Auði, hún á afmæli á sunnudaginn sem og systir hennar, Kata. Ég keypti ..... og ..... og ....., en þið megið ekki segja!

Ykkur að segja þá fær maður mismunandi gjald fyrir gosumbúðir, frá 0.5-2.0 SEK. Ég komst að þessu þegar ég fór með allar bjórdósirnar sem Auður hefur verið að þamba úr, hún er greinilega orðin ansi drykkfeld.

Það rignir almennilega hérna, ekkert verið að tvínóna við þetta. Það kom alveg rosaleg rigning áðan sem stóð stutt yfir, ég fíla það, maður þarf þá ekki að hanga inni allan daginn. Reyndar var hávaðinn svo mikill að við vöknuðum af síðdegislúrnum!


fimmtudagur, september 12, 2002
 
Takk Finnbogi fyrir að kynna okkur fyrir hinu undursamlega Marabou súkkulaði, ég held að við séum háðar því. Það er samt alveg pottþétt að það verður eingöngu keypt Nóa & Síríus konfekt fyrir jólin, það er best. Samt aukast alltaf möguleikarnir að við kaupum einn kassa af Marabou, þ.e.a.s. ef þeir eru með konfekt.

Ekki gekk heldur í dag að kaupa eldhúsborðið og stólana. Jysk býður nefnilega stækkanlegt borð (þá hæfilegt fyrir 4, um jólin t.d.!!) og tvo stóla á 600 SEK (5400 ÍSL). Ég er búin að fara alloft í Jysk. Fyrstu tvö skiptin var þetta uppselt. Næst áttu þeir bara stóla en engin borð. Og núna áðan áttu þeir bara borð en enga stóla! Loksins buðust þeir til að setja mig á lista og munu þeir hringja þegar þetta kemur, í næstu viku. Við erum fátækar og neyðumst því til að bíða, á meðan verður litli kollurinn okkar bara að duga sem borð.

Og svo hérna ein kveðja: Hún átti afmæli um daginn, hún átti afmæli um daginn, hún átti afmæli hún amma mín, hún átti afmæli um daginn!!!!!
Amma á Grænó (Grænuvöllum 2 á Selfossi) átti afmæli seinasta þriðjudag og varð 73 ára, til hamingju elsku amma.


miðvikudagur, september 11, 2002
 
Við erum komnar með tölvu, keyptum hana seinasta fimmtudag, og loksins komnar með nettengingu. Til þess að allir geti öfundað okkur af fínu tölvunni okkar þá ætla ég að segja ykkur frá aðalatriðunum:

HP Pavilion 471
Processor: AMD Athlon ZP 2000+ (1.66 GHz)
Innraminni: 512 MB DDR
Harður diskur: 120 GB
CD brennari: 24x/10x/40x
DVD-16 með CD
Grafík: 64 MB nVidia GeForce4 MX 440
56K V90 moden ásamt 10/100 networkcard
Þráðlaus mús og þráðlaust lyklaborð
Hljóð: Creative Soundblaster Live 5.1
17” TCO-99 skjár með hátölurum
Microsoft Windows XP ásamt Works 6.0 og Word 2002
4 x USB tengi

Þetta hlýtur að vera besta tölva í heimi því nánast allt er á sænsku. Hún kostaði 14 þúsund SEK sem jafngildir 126 þúsund ÍSL.
Í leiðinni keyptum við tölvuborð (auðvitað í IKEA) á 495 SEK, mjög flott, með skáp fyrir allavega 30 geisladiska og hillu fyrir fullt af bókum. Við settum tölvuborðið saman inni í litlu kompunni þar sem við héldum að það kæmist ekki inn um dyrnar. En nú hef ég gert vísindalega mælingu á þessu, borðið er 60 cm á dýpt en dyrnar eru 61 cm á breidd svo það ætti að vera leikur einn að koma borðinu út þegar við flytjum.

Auður fékk síma eftir smá streð en svo þurfti fávitasímafyrirtækið að senda viðgerðarkall eftir allt saman og það tók 5 daga þrátt fyrir að þeir sögðust ætla að senda hann eftir 1 dag, óþolandi svona stórfyrirtæki. Svo tók það hann 2 daga að komast að vandamálinu og gera við það. Fíflið X (sem heitir Åselund, btw) hefur klippt á símasnúruna. Hver tilgangurinn með því var er ómögulegt að segja enda er hann fífl! Símanúmerið okkar er 08-64 66 308 þegar hringt er innan Svíþjóðs en 468-64 66 308 þegar þið öll heima á Íslandi ætlið að bjalla (þið þurfið auðvitað fyrst að hringja út úr Íslandi!).

Fyrir viku hitti Auður eina Íslendinginn sem við þekkjum í Stokkhólmi (og reyndar bara einu manneskjuna yfir höfuð, fyrir utan skólafélaga Auðar), Hrönn efnafræðing. Þetta var þvílík tilviljun þar sem Auður fór í ranga byggingu og allt. Til að ég fræði ykkur um allt það sem ég veit um veru Hrannar hér í Stokkhólmi þá er hún í umhverfisefnafræði, hún ætlar sem sagt að bjarga heiminum síðar. Mér sýnist að ég þurfi nú að afla mér fleiri upplýsinga um hana, allir þeir sem vita eitthvað um Hrönn geta sent mér e-mail!!!

Og þá er það að reyna að fá ID kort hérna. Það fær maður hjá þeim banka sem maður er í viðskiptum við. Maður kemur með mynd af sér (með hvítum bakrunni) og personbevis (sem inniheldur sænska persónunúmerið manns sem maður fær hjá skattinum) og passann. Þetta gerði Auður allt saman en svo drulla þeir út úr sér að það þurfi einhver sem er með ID kort að koma með henni til að bera kennsl á hana. Svo þarf viðkomandi að kvitta á blað og gefa upp símanúmerið sitt. Hvað er það með þessa Svía, þurfa þeir að flækja allt, eru þeir yfir aðra hafnir! Síðan hvenær er vegabréf ekki nóg, vegabréfin okkar eru tekin gild um allan heim, meira að segja hjá geðsjúklingunum í Bandaríkjunum. Þessi ID kort hljóta þá að vera fullkomnustu kort í heimi, maður ætti því greinilega að geta gengið beint inn í Bandaríkin með þau! En hvað ef maður þekkir engan í Svíþjóð?

Þegar það kemur að peningamálum þá finnst manni nú Svíar vera soldið eftirá. Auður fær eitt kort fyrir bankareikninginn sinn til að taka út úr sérstökum bankomat (ekki mynd né nafn á kortinu) en getur ekki notað það í búðum. Og til að nota kreditkortið sitt þarf hún að framvísa ID kortinu. Svo eru bankarnir opnir 10-15 með endalausum biðröðum.

Reynitrén hérna eru rosalega flott, með rosalega mikið af berjum. Nú væri gott að eiga túttubyssu. Kannski ég bendi krökkunum hérna á það, einn gúmmíhanskinn eyðilagðist einmitt hjá mér um daginn!

Maður er enn ekki viss hvort það sé að koma haust eða sumar. Það hefur ringt tvisvar síðan við komum og stóðu bæði skiptin stutt yfir. Annars hefur nánast alltaf verið sól, og ekki fer mikið fyrir vindkviðunum en sem betur fer kemur af og til þægilegur andvari.


 
Nýtt á nördahorninu!!!


 
Power point f. byrjendur frh. HG! (herregud) Simakallinn let loksins sja sig i gaer en tad kom i ljos ad hann getur ekki gert vid simann okkar. Nefnilega ad tengja snuruna aftur, sem eg imynda mer ad se ekki mjog flokid. Helv.... telia.
Hitti eina islendinginn sem eg tekki i stokkholmi um daginn, alveg typiskt. Tad er Hrönn superefnafraedingur sem er ad laera umhverfisefnafraedi vid Stokkholmshaskola. Gaman ad tvi.

Nu liggja fyrir fjorar pantanir a svefnsofanum. Vid hofum tegar tekid vid einni pontun a vorönn tannig ad nu er um ad gera ad melda sig.

Erum bunar ad horfa fullt a saenskt sjonvarp. Tad er reyndar eins og islenska sjonvarpid, utibu fra bandariska fjolmidlamarkadnum en madur laerir fullt af bloti a tvi ad lesa textann.

meira i naesta tima

am


þriðjudagur, september 10, 2002
 
Er i eins leidilegum tolvutimum og teir gerast. Powerpoint f. byrjendur. OMG!!!!!!


föstudagur, september 06, 2002
 
Jaja. Nu eigum vid tolvu. Nu erum vid med frabaert rum og sjonvarp og fullt af eldhusdoti. en enginn simi. Telia er heimsku fyrirtaeki sem aetti ad leggja af. Vid fengum numer en tad virkar ekki. Omurlega hallo. Tad attti ad koma vidgerdarmadur i gaer, emelia beid eftir honum allan daginn en hann kom aldrei.

Vid latum ykkur vita tegar vid faum numer svo alltir geti hringt i okkur, vonandi er tad komid i lag nuna.
skrifa tegar vid erum komnar med internettenginu heima. jei

am


þriðjudagur, september 03, 2002
 
Sko ykkur ad segja thá gekk thridja bónunin mín á stofunni nokkud vel. Madur á bara ad hlýda Auju sinni!! Gólfid er nánast fullkomid, madur getur thó ekki gert betur en efni leyfa í byrjun.

Núna vitum vid hvar thvottahúsid er og ad hverju litli lásinn (+ lykill) er. Thetta er svona lás til ad bóka thvottaherbergi, madur laesir lásnum á bókunartöflu á vidkomandi dag og vidkomandi klukkutíma (madur faer 3 tíma í einu). Ég thvodi 3 vélar í gaer og setti allt í thurrkara thrátt fyrir ad enginn bolanna maetti í raun fara. Ég er nú bara nýbyrjud sem húsmódir og hef thví aldrei notad thurrkara, og af hverju má ekki allur thvotturinn fara í turrkara thar sem hann má nú fara í tvottavélina á einhverjum hita! Ég vildi nú fyrir alla muni ekki eydileggja öll fötin okkar svo ég lét fyrst á laegsta hitann (40 C, finn ekki grádu merkid!) og thar af leidandi tók thetta mig óra tíma. Eftir 2 tíma var ég ordin frekar frökk og setti thad sem eftir var bara á haesta hita (70 C), og thad kom í gódu lagi út. Madur verdur ad prófa til ad vera viss, kannski er ég búin ad lesa einum of mikid af Feynman sem er btw mjög skemmtileg lesning. Vá, thurrkarar eru snilld, samtals tók thad mig thá 5 klst ad tvo og turrka 3 vélar, thad mun reyndar taka styttri tíma naest thví nú thori ég ad skella thessu öllu inn á haesta hita. Ef einvherjir sem hafa reynslu á thurrkurum hafa einhver thurrkararád til mín thá endilega látid í ykkur heyra.

Brádum líkur vindsaengur tímabilinu, bara ein nótt enn. Dótid okkar kemur sem sagt á morgun, jibbí.

Okei, Svíar eru fávitar. Vid erum enn ad reyna ad fá síma. Vid fórum á föstudagin og thessi kona sem afgreiddi okkur kunni nú í fyrsta lagi ekki ensku. Hún skrádi inn nafnid hennar Audar og heimilisfang, svona allt thetta edlilega, og svo vildi hún fá nafnid á theim sem bjó í íbúdinni á undan okkur (sem ég aetla ad kalla í thessari sögu X). Vid vissum thad audvitad ekki (og vitum ekki enn!!!!!!), nafn vidkomandi var ekki á lúgunni okkar eda neitt. Nú thá gátum vid ekki fengid síma. Vid reyndum ad segja henni ad vid hefdum aldrei fengid ad vita X en vid byggjum á 1. haed og ad íbúdin okkar vaeri númer 105. Nei, nei, hana vardar víst ekkert um hvar vid búum, bara hver X er. Ég var hoppandi af braedi thegar vid fórum út úr helvítis búdinni (Telia) thví ég tholi ekki heimskuleg kerfi, okkur og thá aetti ekki ad varda fyrir rassgat hver X er heldur bara íbúdarnúmer. Thetta eru nú meiru asnarnir og asnakerfi sem their hafa. Án X geta their ekki tengt símanúmerid okkar strax í gegnum tölvur, fávitar. Ég er sem sagt ekki ennthá búin ad ná mér. Vid gátum ekki komist ad thessu á föstudaginn thví SSSB (stúdentasamtökin sem vid leigjum íbúdina af) lokar á hádegi og thetta gerdist eftir hádegi og var heldur ekki til koma mér í betra skap. Audur reyndi sem sagt í gaer ad fá upplýsingar úr SSSB. Vidkomandi vissi ekki einu sinni af hverjum their voru ad leigja íbúdirnar, hálfvitar. Audur thurfti thví ad fara heim og finna eitthvad nafn hjá póstkössunum sem aetti ad segja hver vaeri med húsid. Svo ég hrindi ádan í vidkomandi nafn en eftir langa stund og mörg samtöl fékk ég nú samband vid annad fyrirtaeki sem á víst ad vera med húsid. Ekki hef ég ennthá verid svo heppin ad komast ad X thví sá sem ég tharf víst ad tala vid er ekki vid. Vid skulum rétt vona ad hann verdi thad á eftir. Nú skil ég vel af hverju fólk verdur brjálad og sprengir hluti í loft upp, thetta er ábyggilega fólk sem hefur reynt ad búa í Svíthjód. Ad thad skuli vera svona mikid mál ad fá símanúmer. Thad var meira ad segja ekkert mál ad fá skattkort ádan, labbadi inn med nýja persónunúmerid mitt (sem ég fékk sent eftir ad hafa bedid um thad hjá skattinum um daginn) og ekkert mál, en símanúmer, nei.

Og thad er heldur ekki audvelt ad fá tölvu. Vid fórum loksins og aetludum ad kaupa tölvu sem okkur leist rosalega vel á. Afgreidslumadurinn athugadi hvort hún vaeri til. Bingo. En thegar vid aetludum ad kaupa hana thá var hún ekki til. Eftir símamálid thá var ég nú bara róleg útaf thessu (en Audur ekki). Thó var ég nú smá pirrud, thad fylgir nefnilega Works med tölvunni (á saensku!) og vildi Audur vita hvort thar vaeri Excel. Afgreidslumadurinn sagdi ad thar vaeri eitt sem vaeri alveg eins og Excel. Audur prófadi smá og var ekki alveg sátt, thá sagdi hann ad hann kynni ekkert á thetta, Audur hélt áfram ad prófa og thá sagdi hann ad thetta vaeri kannski ekki alveg eins og Excel, og svo endadi fíflid á ad segja ad kannki vaeri thetta bara ekkert eins og Excel. Svo thegar hann komst loksins ad thví ad tölvan var ekki til thá var ég bara róleg, alveg búin. Hann sagdi okkur samt (thessi elska) ad thad kaemi nánast eins tölva á thridjudaginn (í dag) og thar sem thad er útsala thá thyrfti ég ad koma kl. 10 thegar thad opnadi. Thad gerdi ég, maetti í morgun og fékk thessa tölvu á vagninn minn og prentara (thví hann var ódýr og tölvan var mun ódýrari en vidkomandi afgr. madur sagdi okkur á lau.). Their eru med skilti í loftinu um ad fólk megi borga án vaxta á alllt ad 24 mánudum og vid höfdum spurt strákinn á laugardaginn út í thetta og hann stadfesti, thví vid thrúdum thessu audvitad ekki strax. Svo thad aetladi ég ad gera í morgun. Neibb. Thá kom upp úr krafsinu ad ég tharf ad vera med vinnu og tharf ad gefa upp árslaunin mín. Ég er ekki komin med vinnu enn svo ég gat ekki keypt tölvuna á thessu mánadargreidslum. Ég sagdi honum audvitad ad ég aetti fullt af peningum og gaeti borgad helminginn af tölvunni núna (er bara ekki med meira inn á debetkortinu mínu, allt inn á sameiginlega kortinu okkar sem Audur er med á sér thví ég átti ad geta keypt tölvuna á nokkrum mánudum!!!!), nei, gengur ekki thví ég er ekki med vinnu, og thá meina their saenska vinnu. Ég spurdi hvort Audur maetti kaupa tölvuna á mánadargreidslum, hún vaeri í skóla en fengi borgad, nei, hún er ekki med vinnu (thó faer hún mánadarlegar greidslur!). Ég efa stórlega ad thessi tölva verdi til á eftir, their voru bara med 20 stykki en líklega dröslumst vid thangad til ad kanna og borgum thá beint út. Vid erum samt ekki einusinni vissar um ad vid getum greitt tölvuna med kortinu okkar í einni greidslu, vid getum allavega ekki tekid út nema 30-40 thúsund af hverju korti og okkur hefur virst sem thetta sé í raun svona bankautomat thegar vid borgum í sumum verslunum (thurfum PIN númer til ad borga), vid thurfum thá bara ad taka öll kortin okkar med. 3 debetkort og tvö kreditkort, kannski thad virki.

Allavega, til ad vera ekki bara neikvaed thá dáist ég af hversu há mörg trjáanna eru. Alls stadar eru tré og sér madur ekkert fyrir theim, en thau eru stór og falleg, eitthvad sem vid aetlum ad sýna tilvonandi landslagsarkitektinum okkar!

Okkur lídur bara annars ágaetlega. Erum ad elda fullt í pinkulitla pottinum okkar, kótilettur á laugardaginn (mjög gódar) sem Audur eldadi og kjötbollur í asískri sósu (reyndar Uncle Ben´s) sem ég eldadi.

Er á netkaffinu enn einu sinni svo thetta er búid ad kosta heilmikid. Svo bless í bili