Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, september 23, 2002
 
Björn bóndi, öðru nafni Bubbi frændi (eini föðurbróðir minn og býr hann á Vorsabæ 2a á Skeiðum), átti afmæli á laugardaginn. Hann er tveimur árum yngri en pabbi og hlýtur því að vera fæddur 1955 og er þ.a.l. orðinn 47 ára.
Til hamingju með afmælið, Bubbi!
Eigi veit ek hvað hann gerði í tilefni daxins en þeir sem vilja senda honum síðbúna afmæliskveðju geta gert það hérna .

Ég fór ekki í afmælisveislu Björns bónda á laugardaginn heldur í brúðkaup. En byrjum ferðasöguna á byrjun.
Föstudagurinn:
Í flugvélinni las ég að gengi decode hefði aldrei verið lægra, 1.85. Eins gott að við Auður hættum áður en við vorum reknar (það eru einhverjar massauppsagnir í gangi núnar!). Við lentum á Keflavíkurflugvelli um 15:30 og beið pabbi hennar Auðar eftir okkur. Við hittum hann 15:50 og spurði hann hvort við höfðum tafist og nefndi nokkrum sinnum eitthvað “.....hálf....”. Ég skildi ekkert hvað hann var að tala um og hélt að honum hefði leiðst svo í þessar 20 mínútur að ég fór að útskýra að það tók okkur allavega 10 mínútur að komast úr vélinni og labba langa ganginn á vellinum en 10 mínútur hefði ég óútskýrðar. Loksins skildi ég hann. Auður hafði sem sagt boðað grey Magnús kl. 14:30 (hún ruglaðist) svo hann var búinn að bíða í 1 klukkutíma og 20 mínútur. Hann fór þó í heimsókn á meðan. Einnig hittum við kollsterinn á vellinum

Okkur var skutlað beint á Álfhólsveginn þar sem foreldrar mínir búa og þar sem við gistum, enda á ég auðvitað ennþá eitt herbergi þar (og mun alltaf eiga!). Það var rosalega gaman að hitta alla fjölskylduna og leið manni smá eins og maður hefði nú eiginlega ekkert farið, enda bara liðinn mánuður síðan við sáum alla og enn styttra síðan við heyrðum í þeim.
Klukkan 19 vorum við mættar til Magga á Lindargötuna í hamborgara. Maturinn var prýðilegur og greinilegt að ég er orðin minna matvönd en ég var. Þannig er nefnilega að Maggaborgarar eru með eggi og rauðkáli á milli (og hamborgarasósu) og stundum eitthvað meira. Emelía hafði, áður en hún smakkaði Maggaborgara í fyrsta skiptið (á þessu ári), talið sér trú um að borgari sem hún gæti borðað yrði að innihalda kál og hamborgarasósu númer eitt, svo papriku og ost og skinku og gúrku (alls ekki súrar!), en ekki egg né rauðkál (ég borðaði ekki rauðkál fyrr en á þessu ári). Svona líka aðlögun að umhverfinu hlýtur að vera einstök og hvet ég ykkur hin að prófa Maggaborgara, þeir eru góðir, þið bankið bara uppá hjá honum!

Á Lindargötunni voru sem sagt fyrir Maggi og Ögmundur (Ömmi bróðir hennar Auðar) en síðar bættist við annar Ögmundur (Öggi frændi hennar Auðar, bannað að kalla hann Ögga!). Þetta var þrælgaman. Okkur áskotnaðist Office XP pakki (veit ekki hvort ég má segja frá hverjum en þökk til viðkomandi) svo nú fer ég að læra á Power Point og við fáum excel (höfum bara haft eitthvað ömurlegt Works, og á sænsku), og sænska Wordið fer út.

Um 21:45 fórum við í heimsókn til Hlínar og Bigga. Þau höfðu ekkert að gera (enda ekkert merkilegt um að vera í þeirra lífi þessa dagana!) svo Kanaklúbburinn ákvað að hittast og spila. Það var æðislegt að hitta þau, alltaf jafn gaman að hittast og spila, þó ég vinni ekki (Biggi vann). Fórum á Álfhólsveginn 0:30.

Laugardagurinn:
Vöknuðum 8:20, hálftíma á undan klukkunni. Það var margt að gera svo við þurftum að drífa okkur á fætur. Tókum okkur samt auðvitað tíma í að kúra, og tala við mömmu og pabba, sem voru bæði vöknuð á laugardegi!!! Byrjuðum á að fara í Heimilistæki til að skipta vekjaraklukkunni minni, það var “princip” mál. Við vorum nefnilega ekki fyrr komnar til Svíþjóðar fyrir mánuði en helvítis klukkan bilaði. Þetta er Casio touchscreen klukka, alveg ofboðslega góð, og gengur fyrir batteríum (sem ég kýs frekar). Reyndar var þetta önnur vekjaraklukkan mín á einu ári því hin bilaði eftir 5 mánuði en þessi dugði þó í 7. Þeir áttu ekki touchscreen klukkur svo við fengum okkur vasadiskó (gvuð hvað það er eitthvað gamaldags) til að spila sænsku kennsluspóluna okkar og huxanlega einhverjar sem við munum leigja á bókasafninu. Ég spurði náttúrulega hvort þetta væru eitthvað ónýtar klukkur því ég hefði skilað einni fyrir 7 mánuðum og sagði hann að þetta hefði verið göllum sending, eins og maður trúi því. Allavega voru þeir ekki að hafa fyrir því að hætta að selja þessa gölluðu sendingu fyrst ég fékk aðra gallaða 5 mánuðum eftir þá fyrri. Og þegar það var, þá fundum við gallaða klukku í rekkanum hjá þeim og tóku þeir hana ekki frá. Díses.

Náðum í Hrefnu ömmu hennar Auðar á BSÍ kl. 10:30 og fórum í mat til Önnu Kristínar (mömmu Auðar) og Þorvarðar. Þetta var glæsileg vel útilátið, borðið hlaðið brauði og áleggi. Við gáfum Kötu Ilminn í afmælisgjöf (átti afmæli 15. sept, eins og Auður) og Auður fékk fullt af peningum í afmælisgjöf frá mömmu sinni og Þorvarði. Mummi kom í heimsókn. Ég skrapp á Kleppsveginn að ná í tvær töskur og eitt box, sem við áttum eftir að taka út. Ég ætlaði í heimsókn til Byddíar í nýju íbúðina hennar en hún tafðist svo lengi í sónarnum (hún á að eiga eftir 2 vikur, jei) að það gafst því miður ekki tími. Hún verður bara að taka myndir og senda mér. Áætlunin gékk bara vel og var Auður tilbúin kl. 14:35, rosalega sæt, hún er snillingur í að setja upp á sér hárið. Þá skruppum við á Lindargötuna og fór amman með. Kvöddum Magga og fékk Auður hanska í afmælisgjöf frá honum og Heiðrúnu. Svo biðu okkar Svensk-Islänsk og Isländsk-Svensk orðabækur sem Heiðrún vildi af góðmennsku sinni lána okkur, okkur að óvöru. Takk æðislega Heiðrún. Við ætluðum að kaupa okkur Svensk-Islänsk og kostaði hún 7000 kr í Mál og Menningu og hin kostaði 6000 kr, orðabækur eru svo ódýrar.
Brunuðum af stað til Reykholts kl. 15 með smá stoppi í Aktu taktu til að bragða á einni SS.

Set framhaldið á ferðasögunni í kvöld.