Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, október 31, 2002
 
Komnir nokkrir nýir brandarar á Nördahornid, afskaplega fyndnir!


 
Og áfram nídist ég á gódmennsku Karolinska.
Kíkid á minnstu vefsídu í heimi.


miðvikudagur, október 30, 2002
 
Ég er naestum thví handviss um ad Inga födursystir mín eigi afmaeli í dag og er hún thá ordin hundgömul, 40 ára. Til hamingju elsku Inga!


 
Hérna er linkur fyrir thá sem elska ketti. Nú getid thid flutt köttinn ykkar (eda hvada kött sem er ef thví er ad skipta) á einfaldan hátt!

Ég er sem sagt stödd í tölvuverinu í Karolinska Instututet ad misnota adstödu Audar, aetla ad vera á netinu í allan dag, og allt ókeypis, jei.


þriðjudagur, október 29, 2002
 
Hey, frábært að fá kveðju frá Lottu og Sirru í gestabókina. Velkomnar á klakann, eða öllu heldur til hamingju með að vera komnar á klakann, get víst ekki boðið ykkur mikið velkomnar.


 
Úff, skrifaði fullt í gær á makkanum upp í skóla og getiði bara hvað (nei, aldrei þessu vant fraus helvítið ekki) það er ekki hægt að gera post eða post and publish á makkanum, nema kannski með e-rjum shortköttkís og krókaleiðum sem ég kann ekki, fjandinn hafi það þetta er makki!!!! Tapaði semsagt öllu draslinu og varð þvílíkt geðvond og fráhverf tölvum í einn sólarhring (sá síðan að það er ekki hægt að kenna öllum tölvum um það hvernig makkar eru (sorrý hákon!)) og er núna að skrifa á fína fullkomna pésann okkar Emelíu.

Það sem ég vildi sagt hafa í gær var að Ömmi uppáhaldsbróðir minn var í Stokkhólmi á ráðstefnu um helgina og við hittum hann á laugardaginn og fórum með hann í mjög sænskt pool (venjulegt pool í svíþjóð, fyrir þá sem eru að pæla). Hann var afar verðugur andstæðingur held hann hafi sett 5 eða 6 kúlur niður í röð í einum leiknum. Bróðir minn, sko!!! Þessi ráðstefna sem hann var á var á vegum norrænu ráðherranefndarinnar, ungt fólk á norðurlöndunum og lýðræði eða eitthvað svoleiðis??? Hann segir okkur kannski frá því síðar, en bráðabirgðaniðurstaða eftir 3 daga skilst mér að hafi verið þær að svíar skilja ekki dani og öfugt. Svo þurfti hann að drífa sig að ná skipinu til Helsinki, þau áttu að vera 15 klst. að sigla, held þau hafi verið látin róa sjálf! Semsagt, alveg frábært og við hlökkum ógó til þegar Ömmi kemur aftur í heimsókn.


mánudagur, október 28, 2002
 
Ég er hinn mikli veiðimaður. Hafið ekki áhyggjur, ég er enn ekki orðin geðveik. Í dag veiddi ég heljarinnar kónguló. Ég var að hafa brauðið mitt til þegar ég tók eftir þessari kónguló við hliðina á hendinni á mér, uppi á eldhússkenknum við hliðina á ísskápnum. Auðvitað stökk ég afturábak, eins langt og ég gat, sem er nú ekki nema 1 meter því gegnt er hinn skenkurinn með vaskinum og öllu tilheyrandi (smá útidúr, þið fáið að sjá myndir af eldhúsinu eftir 2 vikur!). Ætli það sé einhvers staðar keppt í afturábaklangstökki!!
Allavega. Lausaganga kóngulóa er stranglega bannaðar á mínu heimili, svo ég greip glas og ætlaði að skella yfir hana. Haldiði ekki að kvikindið hafi þá hreyft sig og tekið á rás, yfir ísskápinn. Ég fékk gæsahúð mánaðarins, það er alveg nóg að þær hreyfi sig þá fæ ég gæsahúð. Mér hryllir þó alltaf meira að vita að þær eru hérna inni heldur en að reyna að veiða þær, svo ég náði í Rambó hnífinn minn og ennisbandið og þá gékk þetta eins og í sögu. Ég hafði þó ekki kjark í mér að renna blaði undir og henda henni út því ef hún slyppi út þá myndi hún detta á lappirnar á mér eða hlaupa eftir hendinni á mér og yfir andlitið og svo upp í mig. Ég tek það fram að á föstudaginn horfðum við á kóngulóarmynd í sjónvarpinu og þaðan hef ég þessar paranoiulýsingar (Auður reyndi nokkrum sinnum að banna mér að horfa á myndina en ég taldi að ég mundi ekki bíða skaða). Ég var samt nógu stór til að stríða smá. Í hvert sinn sem ég fór inn í eldhús athugaði ég hvort kóngulóin væri ekki örugglega enn í glasinu (eins og hún myndi lyfta glasinu upp og hlaupa burt!) og svo hreyfði ég það smá til að pirra hana. Ég veit að það er ljótt að stríða (allavega ljótt að stríða Auði!) en ég er að vona að ef ég get fengið mig til að horfa á kóngulær í svona mikilli nálægð án þess að þær geti stokkið á mig (og upp í mig og allt það) þá lagist ég kannski með aldrinum. Æ, ég veit samt ekki.
Aujan mín henti svo kóngulónni út þegar hún kom. Henni fannst hún samt svo ógeðsleg að það var með herkjum að hún tæki verkið að sér.

Undur og stórmerki gerðust. Það kom viðgerðarkall til mín. Hann leit á viftuna, hún á að vera svona, óskaplega hljóðlát (ekki rafmagnsvifta) og með örlitlu sogi! Hann ætlar síðan að hafa samband við aðra kalla útaf hitanum (eða öllu heldur kuldanum) og einhverjum skáp sem er ómögulegt að opna nema hafa skúffuna fyrir neðan opna!

Og svo kom kall frá Riksbyggen (eigendur íbúðarinnar okkar) til að mæla radon. Ég veit ekki hvort maður á að vera hræddur eða þakklátur. Hann var að mæla fyrir ríkið, og fékk ég örlitlar upplýsingar upp úr honum, ekki mjög ræðinn á sænskunni og talaði litla ensku. Hann fór hann að tala um cesium frá Tjernóbyl, en það var einungis til að koma mér á rétta sporið að ég held, svo ég skildi hvað radon væri!!! Ég tel nefnilega að hann hafi haldið að ég vissi ekkert hvað radon væri því hann skildi ekki nú í fyrsta lagi ekki orðið “radon” þegar ég bar það fram, hálfvitar þessir Svíar. Ég spurði auðvitað hvort þetta radon kæmi frá Tjernóbyl en hann kvað svo ekki vera og þá fór hann að tala eitthvað um byggingar og brýr og dæmi, ég skil nú ekki alveg hvað hann var að tala um. Hann skildi svo eftir dós merkta “Electret radon monitor” sem þeir ná í næsta föstudag. Hann var einnig með rosalegan mæli og kvað mig ekki vera í hættu.

Og svo græddum við Auður einn klukkutíma. Svíar skiptu nefnilega úr sumartíma í vetrartíma í dag, en það vissum við ekki. Auður mætti því kl. 8 í “vinnuna” í morgun, klukkutíma fyrr en vanalega.

Viðburðarríkur dagur í dag.


sunnudagur, október 27, 2002
 
Byddí brjál og Árni Jökull, nýji strákurinn hennar, áttu afmæli í gær. Byddí varð 26 en Árni Jökull eins mánaða. Til hamingju bæði tvö.

Hringdi í mömmu í gærkvöldi, bara til að spjalla. Konan hefur svo mikið að gera að ég þurfti að elta hana um allt Ísland og fann hana loksins í húsi á Selfossi (hjá Sollu móðursystur). Þær systurnar voru nefnilega svo hörkuduglegar, ruddust á föstudaginn inn á Grænuvelli 3 á Selfossi (headquarters Grænuvallarættarinnar, þar búa amma og afi) og rumpuðu slátrinu af.

Fórum á skemmtistaðinn Bitch í gærkveldið, Bitch átti að ég held 8 ára afmæli. Að sjálfsögðu var margt um konuna. Staðurinn tekur 650 manns og við áætlum því að þarna hafi verið um 600 kellur. Það vakti athygli hjá okkur að þarna voru 5 í pilsi og þar af 4 í stuttu pilsi, m.a. Auður. Auk þess var ein í stuttu pilsi og buxum innan undir, en það telst ekki með. Af þessum 600 konum voru því tæplega 1 % í pilsi, sem er jafn mikið og t.d. fólk sem þjáist af geðklofa. Þar sem grunnástandsklæðnaður þessa hóps af konum er fyrst og fremst buxur þá er spurning hvort þessar 1 % sem klæða sig í pils séu í raun klæðskiptingar! Grunnástandsklæðnaður karlmanna er nefnilega líka buxur en ef þeir voga sér að fara út á djammið í pilsi þá eru þeir augljóslega klæðskiptingar.

Fórum á McD á leið heim. Við stóðum í röðinni og kjöftuðum þegar e-r strákur, sem var greinilega að hlusta á okkur, sagði: “Hokkolat”. Svíar bera súkkulaði svona fram, svo ég sagði bara: “Nej, inte hokkolat”. Eftir smá stund endurtók hann þetta og ég svaraði honum eins, skildi ekkert hvað drengurinn var að rugla. Við hliðina á okkur fóru einhverjir aðrir strákar að hlusta á okkur og spurðu svo hvort við værum íslenskar og við játtum því. Þá sagði vitleysingurinn “Hokkolat” í þriðja skiptið. Strákarnir við hliðina á okkur sögðu þá við hann: “Þær eru íslenskar, ekki finnskar”. Fyrst vitleysingurinn hélt að við værum finnskar þá hef ég ekki hugmynd um hvað þetta “Hokkolat” á að þýða. Þessir við hliðina á okkur voru greinilega afar heillaðir af að við vorum íslenskar og fengum við að heyra “Finnbogadóttir” og “Tungur knífur”. Annar þeirra var greinilega vel að sér í “Hrafninn flýgur” því hann fór með örlitla senu: “Gestur har drepit Þórð, met thessum kníf. Tetta er tungur knífur”. Þessi ungi maður er betur að sér í þessari mynd en nokkur Íslendingur ábyggilega. Hann sagði okkur að hann hefði lengið leitað þessarar myndar, hann elskaði hana en skildi bara ekki af hverju hún fengist ekki á videoleigum. Við sögðum bara: “Ye, we wonder why!”. Annars erum við Auður orðnar frekar spenntar að sjá þessar blessuðu mynd, við verðum að sjá þessa senu, ég meina, ungt fólk hérna kann línu úr myndinni, þetta hefur greinilega haft mikil áhrif á þau. Ég tel að myndin hafi í raun verið leynilegur áróður Davíðs Oddsonar, og tókst augljóslega snilldarlega að heilaþvo ungmenni heillrar þjóðar!
Okkur fannst þetta bara gaman, þetta er annað skiptið sem við förum á þennan McD stað og í bæði skiptin fer einhver að tala við okkur í röðinni um “Tungur knífur”, magnað.


föstudagur, október 25, 2002
 
Kæra tengdamóðir!
Slóðin til Unnar Maríu er www.barnaland.is/barn/8338


 
Jaeja, aftur kominn á exelnámskeidid. Núna er hann ad kenna okkur um databasa sem er allt í lagi. Verd ad deila med ykkur lítilli sögu úr verkefninu mínu frá í gaer. Tad er nefnilega svona kökukaffi á fimmtudögum hjá teim og svoleidis heitir fika. Hann Samir leidbeinandinn minn var ordinn voda svangur um fjögurleytid og ég vildi spyrja hann á minni frábaeru saensku hvort hann hefdi ekki fengid sér kaffipásu en ég rugladist pínulitid og spurdi hann hvort hann hefdi ekki fengid sér fitta/fita (er ekki viss á stafsetn.) og tad tydir dálítid afar óskemmtilegt, nefninlega dónalegt nafn á kvenkyns kynfaerum. Honum fannst tetta rosalega fyndid, og kalladi tetta audvitad yfir labid (en tordi ekki ad segja fitta sjálfur, auminginn) og tá gátu allir gladst yfir heimska útlendingnum sem veit ekki muninn á kaffitíma og dónaskap. Ég lít svo á ad ég hafi glatt annad fólk fyrir naestu vikur med tessu og aetla tvi ad vera skapvond allan nóvember.


miðvikudagur, október 23, 2002
 
Komin aftur. Ég er á exel námskeidi sem átti ad vera advanced. Hann er búin ad kenna okkur hvernig madur á ad leggja saman og margfalda og ad madur á ekki ad stimpla inn allar tölur sjálfur, heldur vísa í reitina. blaaaaa......

Ömmi saeti bró hringdi í gaer. Hann er á leidinni til stokkhólms á fimmtudagskvöldid og vid aetlum ad hittast á laugardaginn. Hann er ad fara á rádstefnu sem er mjög pökkud. Á laugardaginn hefur hann 2 tíma sem hann á ad nota í ad kynna sér áhugaverda stadid í Stokkhólmi og hann mun audvita kynna sér hvad Auja sys og emelía hafa upp á ad bjóda.

Var ad skoda heimasiduna hennar Unnar Maríu litlu. Hún er alveg rosalega saet, hún er á barnaland.is ef tid viljid kíkja á hana.

Jamm, fórum á nýjan pool stad á sunnudaginn af tví ad Jo-lo okkar var lokadur. Tessi var líka ágaetur, ekki eins uppalegur og JoLo. Held ég fíli JoLo samt betur tví bordin eru betri en tar og svo faer madur ekki coffee-shoop-í-amsterdam flash back af tví ad spila á JoLo.
Á eftir förum vid emelía á saenskunámskeidid okkar. Kennarinn okkar er voda fínn en bekkjarfélagarnir ekki. Eda meira svona einn bekkjarfélagi. Tad er kona frá Írak sem getur ekki haldid sér saman í 5 mínútur. Ef ad kennarinn spyr ad einhverju svarar hún alltaf, hvort sem hún veit svarid eda ekki og hvort sem ad kennarinn var ad spyrja bekkinn eda e-rn ákvedin nemanda, annan en hana. Og svo apar hún allt upp eftir kennaranum tegar hann er ad leyfa okkur ad heyra hvernig á ad segja ordin tannig ad madur heyrir ekkert nema Íraskan framburd. arg. Veit ekki hvort ég hef tolinmaedi í tad eftir tennan exel kúrs


 
Í gaer gerdi ég stórhaettulega hluti á labinu (rannsóknarstofunni). Ég turfti ad nota rosalega sterka sýru (HF) til ad laga peptidid sem ég var ad búa til. Ef madur andar gufunni ad sér eydast í manni lungun og ef madur faer tessa sýru á sig fer hún inn ad beini og étur tad upp. Mjög haettulegt, tannig ad ég er algjör nördahetja núna, lifdi tetta af. Sjúff mar... Tarf ad bítta um tölvu


mánudagur, október 21, 2002
 
Ég drap gæludýrið!!!!
Ég veit, ég er vond. Nýbúin að hæla sjálfri mér fyrir þvílíka manngæsku og svo bara BAMM. Reyndar var það meira svona HOCCCCHLLL, ég sturtaði nefnilega greyinu niður klósettið. Ég var að taka til, sópa og svona, sá ekki kóngulóna og hélt þá að hún væri farin eða eitthvað svo ég sópaði í horninu hennar. Hún var víst ekki farin og byrjaði að hlaupa um gólfið og það vil ég ekki. Hún mátti vera þarna með því skilyrði að hún héldi sig í horninu, og þar sem hún braut skilmálana þá sópaði ég henni í fægiskófluna og henti í klósettið. Ég fékk örlítið samviskubit, hún var svo lítil. En hins vegar gerði ég annarri kónguló greiða áðan. Sú var á göngu yfir stofugólfið, ábyggilega 6 sinnum stærri en gæludýrið. Ég ákvað að þar sem ég var með fægiskófluna á mér þá gæti ég nú alveg eins skutlað kóngulónni í skófluna og hent henni út eins og að kremja hana með skóflunni, og það gerði ég. Mér finnst við kóngulærar því vera kvittar. Hvað allar hinar kóngulærnar sem ég hef drepið varðar, þá er það í fortíðinni!


sunnudagur, október 20, 2002
 
Í gær fórum við Auður á Hötorget og keyptum sængurgjafir handa Unni Maríu og Árna Jökli, æðislega sætt en við megum ekki segja strax (við sendum pakkana örugglega ekki fyrr en um jólin).

Svo fórum við til Hrannar og Georgs. Við erum bara komnar með matarboðsáskrift hjá þeim. Fengum Tacco eða Fajitas eða hvað þetta heitir allt saman, allavega mjög gott og þá skiptir svo sem ekki máli hvaða nafn þetta ber. Í eftirrétt fengum við aðra útgáfu af heilsusamlegu hafrabökunni, núna með eplum, einnig mjög gott, og þvílíkt saðsamt.
Það var hlustað á tónlist og kjaftað, og ég vann!!!

Í dag á afi minn á Vorsabæ afmæli. Ég veit að hann les ekki bloggið (fer ekki í tölvur yfir höfuð) en engu að síður: Til hamingju með áttatíuogeins árs afmælið. Vá, það er mikið.

Á morgun á lítill vinur minn, Brynjar Daði, eins árs afmæli. Til hamingju sæti!
Hann var hins vegar svo sniðugur að halda upp á það í gær. Hann vissi náttúrulega að það væri meiri líkur á að fólk kæmist ef hann byði þeim á laugardegi heldur en mánudegi.

Áðan fórum við í billiard með Hrönn og Georg, og spiluðum í rúma 2 tíma. Ég held bara að allir hafi næstum því unnið alla. Síðan héldu þreyttu, duglegu íþróttagarparnir á kínverskan veitingastað og belgdu sig út.


föstudagur, október 18, 2002
 
Alveg hræðilegur hlutur gerðist um daginn, það var samt meira hræðileg hugsun.
Seinasta mánudag moppaði ég alla íbúðina (það er alveg ótrúlegt hvað lóin hrannast upp fljótt), gaman, gaman því ég þoli ekki að búa í of skítugri íbúð. Allavega. Tók ég þá ekki eftir einhverjum svörtum nabba rétt hjá útidyrunum í tveggja centimetra hæð. Auðvitað reyndi ég bara að taka þetta með moppunni en þá byrjaði nabbinn að flýja. Þrátt fyrir að ég hafi nú gert mér grein fyrir því að þetta gæti verið eitthvað stórhættulegt þá beygði ég mig niður til að skoða það nánar. Ég útilokaði strax kóngulærnar; þær ættu allar að vera í felum, og ættu líka allar að vera fyrir utan íbúðina mína, auk þess sem ég hef ekkert tekið eftir þeim hérna inni og ég moppa oft. En svo var þetta kóngulóarkvikindi. Hún náði að skjótast undir dýru símasnúruna okkar, sem er negld við vegginn, svo ég ákvað að bíða eftir að Auður kæmi heim. Auður er nefnilega sérlegur kóngulóarfjarlægarinn minn, hún er svo hjartgóð þessi elska að hún hefur mikið fyrir því að elta kvikindin uppi innandyra (þó einungis ef ég bið um það), veiða þau án þess að meiða þau, og sleppa þeim út. Mér vöknar um augun af tilhugsuninni!
Þegar Auður kom heim sagði ég henni frá kóngulóarfundinum og þá sagði hún eitthvað á þessa leið: “Æ, litla greyið var búin að hafa mikið fyrir því að búa sér til heimili og svo kemur þú bara og eyðileggur það”. Ég stóð alveg kyrr í tvær sekúndur og hugsaði með mér að þetta væri rétt, litla greyið, og hvap ég væri vond. Með herkjum náði undirmeðvitundin mín þó að koma mér út úr þessum transi. Ég ákvað þó að gera undantekningu (bara af því að hún er svo lítil og langt frá mér vanalega) og leyfa henni að búa þarna. Auðvitað fylgist ég grant með henni á hverjum degi, ef hún tekur upp á því að stækka óhóflega (og það er ég sem ákveð hvað er óhóflegt og hvað ekki!) eða breiða of mikið úr sér þá verður sko tekið í taumana.
Ég ætla samt að biðja þá sem koma í heimsókn til okkar að gefa henni ekki að borða og helst ekki sýna henni neina athygli því þá espist hún bara upp!


fimmtudagur, október 17, 2002
 
Ég er nú bara farin að fá á tilfinninguna að ég sé ekki til. Emelía er sú sem skrifar á bloggið, hún skrifar komment undir mínu nafni, hringir í fyrirtæki og stofnanir og segist vera ég. Þetta er svona eins og Söndru Bullock myndin þarna, netið. Einn daginn þegar ég kem heim stendur eitthvað fólk í íbúðinni og spyr hvað ég sé eiginlega að gera heima hjá Auði. Þau eru búin að stela vegabréfinu mínu og ID kortinu sem ég hafði svo mikið fyrir að fá hér, það eina sem ég á til að sanna hver ég er lestarkortið þar sem ég er búin að skrifa nafnið mitt en af því að ég er ekki Andur/Audur/Iydur Magnusdottir/Maknusdottir verð ég handtekin fyrir þjófnað á strætókorti og send heim til íslands en þar sem ég er ekki með vegabréf taka þeir ekki við mér (schengen og allt það) þannig að ég verð flutt í einangrun á Svalbarða þar sem pappírarnir mínir týnast og ég þarf að vinna fyrir mér sem ráðskona hjá eldgömlum bónda sem er tvífari Gísla gamla......
Annars er komið nýtt á Nördahornið


 
Það er ástæða fyrir því að ég hef ekki skrifað í langan tíma. Ég vildi geta sagt að það væri vegna anna en svo er ekki. Það hefur einfaldlega ekkert gerzt og mér hefur ekki dottið neitt bull í hug. Ég verð þá bara að reyna að teygja lopann.

Það er ennþá vesen að fá viðgerðarkalla til að kíkja á viftuna fyrir ofan eldavélina, gera við einn skáp og setja eina hillu í annan skáp. Hringdi í húsvörðinn seinasta mánudag, þar sem hann sagðist ætla að hjálpa mér ef þetta yrði vesen. Hann er búinn að hringja útaf þessu en þeir sem eiga húsið segjast ekkert kannast við neina Magnusdottir. Þeir halda víst að þar með sé þeirra hluta lokið og þeir hafi staðið sig vel, fávitar. Ég lenti reyndar líka í þessu þegar ég hringdi fyrir tveimur vikum. Ég reyndi þá að segja viðkomandi að ég héti Magnusdottir (hinn persónuleikinn minn!) og byggi á þessum stað og gaf henni meira að segja símanúmerið mitt. Ætli það sé ekki þannig að þar sem ég heiti ekki það sama og stendur í þeirra skrá þá hjálpa þeir mér ekki, þó ég búi á viðkomandi stað.
Við Auður höldum nefnilega að hérna sé ávallt einungis ein leið og engin önnur. Ef þú ferð ekki nákvæmlega eftir henni þá gerist ekkert, það er ekkert hægt að kanna málið.
Við erum skráðar hjá stúdentasamtökunum og borgum leigu mánaðarlega til þeirra en fáum enga hjálp. Það er greinilega einhverjir samskiptaörðuleikar í gangi milli þessara stofnana. Hvert er málið. Maður hefði haldið að þetta ætti að ganga frekar ”smooth”, það hlýtur einhver að leigja íbúð hérna í Stokkhólmi sem einhver annar hefur leigt áður!!!! Og ætti þá að vera skráður.
Svíar virðast geta gert mál úr engu. Þeir myndu sko hafa fengið styrk út á að ”Gera úlfalda úr mýflugu” eins og nokkrir spekingar reyndu hérna um árið.

Myndin hérna að neðan heitir ”Afar fallegt” og er fundin af mér! Ætlaði bara að leyfa ykkur hinum að njóta hennar líka.mánudagur, október 14, 2002
 
Skilaboð til Auðar Beib, bestu vinkonu Hlínar!
Ef þú sendir mér kannski e-mail (sjá á síðunni) svo ég sjái e-mailið þitt þá get ég sent þér nokkrar ábendingar. Ég þekki nefnilega ofsalega kláran strák (Kalla klára) sem svarar öllum mínum bænum, allavega hvað bloggið varðar :-)


sunnudagur, október 13, 2002
 
Í gær hengum við inni allan daginn, lásum og horfðum á sjónvarpið, en um kvöldið fórum við á “Bitch”. “Bitch” er skemmtistaður sem er opinn tvo laugardaga í mánuði og ábyggilega einungis opinn konum, allavega er hugmyndin að þar hittist konur og skemmti sér. Þegar best lét voru örugglega 150 konur þarna og flestar á dansgólfinu. Meira að segja við Auður dönsuðum við nokkur lög, og var það ég sem var dragbíturinn eins og vanalega.
Konurnar voru nú bara alls ekkert of lessulegar. Margar voru með sítt hár og fáar feitar :-)

Vorum líka inni í dag, fyrir utan að skreppa í búðina og videoleiguna. Sáum “American History X” (ég var reyndar búin að sjá hana), sem mér finnst mjög góð, og svo er Edward Norton svo sætur og mikill töffari í henni.


laugardagur, október 12, 2002
 
Um kaffileytið í gær hittumst við Auður á Poolstofunni okkar, JoLo. Tókum 4 leiki og var jafnt, 2-2. Fórum þá í miðbæinn til að drepa tímann því það voru tæpir 2 tímar þar til við áttum að vera mættar á lestarstöðina hjá Hrönn og Georg, þau buðu okkur nefnilega í mat. Við fórum og keyptum vínflösku til að taka með okkur. Reyndar fórum við og tókum miða, það er nefnilega þetta biðraðakerfi í öllum ÁTVR hérna. Það voru 64 á undan okkur og fjórir afgreiðslumenn. Við röltum þá um í nokkuð stórum markaði sem var í kjallara hjá Hötorget (undir bíóinu og fullt af veitingastöðum). Þarna rakst ég á sölubás sem sérhæfði sig í furðulegum ávextum, ábyggilega 15 tegundir. Ég get að sjálfsögðu ekki nefnt einn einasta á nafn, en ég þarf að komast að þessu. Ég get varla einu sinni lýst þeim!
Keyptum okkur franskar og kók á McD og pantaði ég á sænsku (rosa erfitt!). Svo keypti ég blý, á sænsku. Maður verður einhvern tímann að byrja.

Hrönn beið okkar á lestarstöðinni, enda vissum við ekkert hvar þau áttu heima. Reyndar veit ég ekki enn hvert heimilisfangið þeirra er, en ég rata þangað. Þau eru með alveg risastóra íbúð, 55 fm. Eins furðulegt og það er, þá er þeirra íbúð einungis 10 fm stærri en okkar en lítur út fyrir að vera næstum því tvöfalt stærri. Ég var nú bara smá svekkt yfir því hvað okkar íbúð er eitthvað asnalega hönnuð, og ég sem er svo ánægð með hana. Þeirra íbúð er miklu gáfulegri. Það er t.d. ekki mjög gáfulegt að þegar maður er með eitt herbergi sem þjónar tilgangi sem svefnherbergi og stofa, þannig að maður býst þá við að einungis 1-2 geti búið þarna, að þá sé eldhús sem rúmar 12 manna fjölskyldu. Hver er tilgangurinn! Þeirra eldhús er lítið og nett og svo er eldhúsborðið í stofunni, sem ég fíla geðveikt. Svo er baðherbergið okkar stærra og gæti plássið líka verið sparað þar. Kannski ætti ég að reyna fyrir mér sem arkitekt! Þau eru með risastórt svefnherbergi. Og tölvan þeirra þjáist ekki af innilokunarkennd eins og okkar, tölvuherbergið er mjög stórt.
Þetta er sum sé skemmtileg íbúð. Ég læt teikningar af íbúðinni fylgja með síðar!!!
Já, og svo borga þau 10 þúsund ÍSL lægri leigu og eru við skólann sinn en við í 40 mín fjarlægð.
Ég er hins vegar enn ánægð með okkar, hún er lítil og sæt, og dýr og skítköld.

Allavega. Fengum þennan fína fiskrétt, ég var rosalega ánægð þar sem ég hef ekki fengið fisk síðan við komum hingað, og þetta var meira að segja íslenskur fiskur. Svo fengum við mjög góðan eftirrétt og hrikalega hollan, heitur réttur með rabbabara og haframjöli.

Þegar ég mætti á svæðið var mér soltið mál að pissa, ekkert merkilegt svo sem með það. Ég labbaði auðvitað beint inn á baðherbergið, leit við en sá enga hurð. Ég var nú það hissa að ég leit í kringum mig, eins og ég byggist við að finna hurð bak við klósettið eða eitthvað, veit ekki, maður er nú ekki alltaf að hugsa rökrétt. Leit aftur í dyrnar, ennþá engin hurð sjáanleg. Ég hugsaði með mér: “Jæja, það verður bara að hafa það. Þau eru greinilega bara mjög frjálsleg með sínar klósettvenjur, og ég veit að þau hafa oft fengið gesti, svo aðrir hafa örugglega pissað hérna fyrir opnum dyrum svo ég geri það bara líka”. Mig dauðlangaði nú að vita hvað gestirnir gera þegar þeir þurfa að gera eitthvað annað en pissa!
Þvottavélin þeirra er fyrir framan postulínið og skyggir því vel á útsýni stofugestanna inn á klósettið. Mér fannst þetta fín hönnun hjá þeim, það besta sem maður gat gert ef maður ætlaði ekki að hafa hurð, svona fyrir feimnu gestina allavega. Þrátt fyrir að vera búin að sannfæra mig um að þetta væri hið eðlilegasta mál, gat ég ekki pissað nema að halda fyrir eyrun og þannig útiloka að það væri virkilega fólk frammi sem gæti heyrt í mér. Ég vissi samt vel að þeim var alveg sama því þetta voru þeirra venjur! Jæja, þetta gékk vel.
Síðar, þegar ég sat í stofunni með fínt útsýni að baðherberginu, fór Auður að klóið. Hún labbaði að baðherbergið, tók í hurð sem var alveg upp við vegginn, fór inn á bað og lokaði að sér. Mér var starsýnt á þetta, alveg eins og hún hefði dregið fíl upp úr pípuhatti. Hvaðan kom þessi hurð eiginlega?
Ég held að málið sé að hurðin sé samlit veggnum (væruð þið til í að segja mér það, Hrönn og Georg) og svo sést ekkert í hana þegar maður hefur strunsað inn á baðherbergið í þungum þönkum (ábyggilega minesweeper) og snýr sér við.
Mikið var ég fegin, þegar ég sagði þeim frá nýju reynslunni minni af “þeirra” klósettvenjum, að þau væru ekki alveg svona skrítin að hafa ekki klósetthurð. En mér fannst þetta hins vegar hinn eðlislegasti hlutur at the time.


föstudagur, október 11, 2002
 
Minesweeper is out!
Það er góð ástæða fyrir því að ég hef ekki gefið mér tíma í að fara í tölvuleiki í nokkur ár, ég verð stjörnuvitlaus. Ég er svo kappsöm, alltaf að reyna að bæta metin, mín og annarra. Eftir nokkra leiki (svona 30) í minesweeper á dag verkjar mig í löngutöng (er ábyggilega komin með liðagigt af elli!) og svo hugsa ég stöðugt um þennan leik, og það er sko ekkert grín. Allan helvítis daginn sé ég borðið fyrir mér með fullt af tölum og fullt af óopnuðum reitum og svo klikka ég á nokkra o.s.frv. Það er hrikalega pirrandi og þessvegna ætla ég að hætta að spila hann.
Svona var það líka þegar ég spilaði Tetris fyrir mörgum árum, og þegar ég spilaði Packman fyrir enn fleiri árum.
Mig langar samt í minesweeper núna! En af fenginni reynslu veit ég að ég sakna þess ekkert eftir nokkra daga, þetta er bara enn einn tölvuleikurinn og það er miklu skemmtilegra að gera eitthvað örlítið meira uppbyggjandi og gefandi.


fimmtudagur, október 10, 2002
 
Nýtt met í minesweeper: 58.
Núna er ég farin að prófa aðferðina hans Ögmundar (double klikkið, Líney), sem allir aðrir nota ábyggilega hvort eða er. Það er ekki eins skemmtilegt því maður þarf ekki að hugsa eins mikið, en gaman að því engu að síður.


miðvikudagur, október 09, 2002
 
Glóðvolgt met í minesweeper: 70.

Og fyrir þig, Sigga. Ég hringdi í Byddí í gær til að spyrjast fyrir um litla piltinn. Hann verður skírður eftir mánuð en þau hafa nefnt hann Árna Jökul, mér líst vel á það. Hann fæddist með dökkt hár og brún augu, alveg eins og Nonni er. Allt heila klabbið tók 4 tíma og fékk hún meira að segja far með sjúkrabíl.


þriðjudagur, október 08, 2002
 
Pabbi minn á afmæli í dag, hann er 49 ára svo það styttist í stórafmæli. Litla prinsessan þín óskar þér innilega til hamingju með daginn.

Auður er alveg hrikalega dugleg. Um helgina kláraði hún Harry Potter 3 á sænsku. Hún var búin að lesa nr. 3 tvisvar áður á ensku svo hún vissi út á hvað hún gékk, það hjálpaði smá. Auður er sko ædolið mitt.

Nýt met í minesweeper: 72.


sunnudagur, október 06, 2002
 
Afsakið að ég skrifaði ekki í gær eins og Auður lofaði, við horfðum á sjónvarpið og tókum tvær spólur svo það var enginn tími. Sáum “A beautiful mind” sem okkur finnst báðum mjög góð og stórskemmtileg, og “Liberty stands still” sem var allt í lagi, góð ádeila samt á frjálshyggjuvopnalög Bandaríkjanna.

Í gær fórum við Auður í smá skoðunarferð. Fórum í 50 mínútna siglingarferð (með bátnum Prins Carl Philip, byggður 1901) frá Stadshusbron í miðbænum til Drottningholm. Í Drottningholm er nefnilega höll þar sem konungsfjölskyldan hefur haft aðsetur síðan 1981. Byrjuðum á því að skoða garðinn fyrir aftan höllina. Þvílík stærð á einum garði, hann var líka nokkuð flottur, allt gert út á samhverfuna. Mörg trjáanna eru frá 17. öld.
Höllin var byggð frá 1662 af þáverandi drottningu (Hedvig Eleonora) og lítur rosaleg flott út að innan. Ég var strax heilluð af öllum marmaranum, gólf og allir veggir og handrið úr marmara. “Þvílíkt veldi sem hefur verið á konungsfjölskyldunni”, hugsaði ég. Svo fór örlítill glansi af þessu þegar nær var komið, þá er ekki einn einasti veggur eða handrið úr marmara, þetta eru allt úr við og allt saman handmálað. Fyrst fannst mér þetta vera algjört plat en svo óx virðingin upp úr öllu valdi, þvílík vinna sem hefur farið í að handmála þetta og svo er þetta svo hrikalega vel gert að það er ekki fyrr en maður er kominn alveg ofaní veggina sem maður sér að þetta er málað. Ég meina, veggirnir eru ábyggilega 6-8 metrar, það er alveg fullt af herbergjum og svo eru allavega 2 hæðir (einungis aðgangur að tveimur hæðum fyrir almenning), og allt er þetta handmálað. Þetta er náttúrulega bara geggjun. Ég spurði eina sem vinnur þarna út í þetta og hún sagði að í gamla daga hafi þeir haft gaman af að plata augað. Svo spurði ég aðra þarna hvort konungsfjölskyldan byggji í alvöru í höllinni því okkur Auði finnst nú sá hluti sem við fengum að skoða ekkert allt of vistlegur fyrir nútímafólk. Júbb, þau búa þarna á veturna, auðvitað í hluta sem er ekki til sýnis. Þar er blandað saman gömlum og nýjum stíl. Þau mega ekki breyta veggjunum neitt en mega hafa nýlega húsgögn. En á sumrin eru þau oft í annarri höll, eða öðrum höllum, þau hafa úr 10 höllum í Stokkhólmi að velja.
Ókei, núna var konungsfjölskyldufýsn minni soltið svalað, búin að koma á stað sem þau búa virkilega á.
Við vorum á rölti frá höllinni, á malarvegi sem liggur að (og frá!) höllinni, þegar grænleitur jeppi kom brunandi fyrir aftan okkur. Við glottum og sögðum: “Þarna kemur hún”, og áttum við Viktoríu krónprinsessu. En nei, þetta var ekki hún. Það ætlaði hins vegar að detta af okkur andlitið þegar við sáum að þetta var yngsta konungsbarnið, Madeleine prinsessa sem var ein í bíl, brosandi og kjaftandi í gsm (og ekki handfrjálsan!). Þarna brunaði hún tveimur metrum frá okkur. Okkur fannst þetta brjálæðislega fyndið. Bara einhverjir Íslendingar í venjulegri túristaskoðun og eru nánast keyrðir niður af Madeleine prinsessu. Og þetta er alveg satt. Ég á svo eftir að lifa lengi á þessu, ég hef svo mikinn áhuga á konungsfjölskyldum.
Svona til að fræða ykkur aðeins, þá er Madeleine prinsessa fædd 1982 í Drottningholm höll.


laugardagur, október 05, 2002
 
Osk og Ingvar eru buin ad eignast litla stelpu, til hamingju krakkar. Eg er natturulega mjog stolt af teim og hlakka ykt til ad fa myndir.

Ekki aftengjast, tad koma rosalegar frettir a bloggid a eftir, Ovaentir atburdir i lifi Audar og Emeliu i konungsrikinu Svitjod!!! En fyrst tetta:

Hronn efnafraedingur og Georg madurinn hennar komu i mat til okkar i gaer. Vid vildum endilega hitta tau en eg var dalitid stressud ad bjoda teim i mat tvi emelia var buin ad segja mer ad hann vaeri kokkur. En svo herti eg upp hugann og akvad bara ad elda eitthvad sem eg hafdi oft eldad adur, smurostapasta. Eg var viss um ad hann myndi koma med athugasemdir um of mikid/litid saltad/sodid pasta, of steikta sveppi, of sodna sosu, illa skorid graenmeti eda lelegt og osmekklegt val a vini med tvi ad segja "tetta er rosalega gott, en..." eda "veistu, ad tegar tu.... ta er best ad...." eda eitthvad svona. Og svo naest tegar vid myndum bjoda teim i mat myndu tau segja "eigum vid ekki bara ad panta pizzu". Eg vandadi mig tess vegna aegilega. Svo koma tau og eg set pastad yfir (til ad tad se orugglega nysodid tegar kokkurinn smakkar tad) og klara sosuna. Emelia skemmtir gestunum a medan en kemur inn i eldhus tegar eg er ad brydja tuttugustu pastaslaufuna til ad vera viss um ad pastad verdi nakvaemlega "aldentei" og hun hvislar ad mer "eg tarf ad segja ter dalitid a eftir". Eg fae panik kast. Hann bordar orugglega ekki pasta eins og svo margir karlmenn ("hvar er maturinn?"). Allt onytt, eg er buin ad kludra tessu. Jaeja. Ekkert vid tvi ad gera, ber bara fram matinn. Emelia glottir. "jaeja georg, segdu Audi nu hvernig ter finnst pastad sodid". Eg reyni ad gefa henni hatursfullt augnarrad en hun glottir bara til Hrannar. "eeeh"segir kokkurinn ognvaenlegi " eeeh, eg er ekki kokkur sko!" Eftir allar ahyggjurnar ta er hann bara venjulegur madur eins og vid hin.

Tau eru buin ad bua herna i svitjod i eitt ar og vita tvi ymislegt gagnlegt um Svia. Tetta vard mjog skemmtilegt kvold eftir allt saman og vid hlokkum til ad fa tau i heimsokn naest.


föstudagur, október 04, 2002
 
Komnar nokkrar nýjar myndir undir Ýmislegt, Guðsonurinn og Útilega í Þjórsárdal (12-14)-07-02.


 
Alveg frábærleg liðlegheit hérna. Maður þarf greinlega helst að kunna sænsku til að geta talað við fólk í fyrirtækjunum sem við þurfum nauðsynlega að hringja í. Ég hringdi áðan útaf nokkrum atriðum í íbúðinni, viftan yfir eldavélinni virkar ekki og það vantar eina hillu í skáp í eldhúsinu, og konan talaði ekki ensku. Ég vildi auðvitað sleppa vel og spurði hvort ég gæti fengið að tala við einhvern sem talar ensku. Nei það var ekki hægt, það talar enginn ensku á þessum stað! Ég var búin að undirbúa mig í seinustu viku (ég hrindi nefnilega á sama stað í seinustu viku útaf því sama en ekkert hefur gerst) og fletti öllu upp á sænsku, ég held meira að segja að ég hafi borið þetta allt nokkuð rétt fram í þetta skiptið. En það var ekki allt, það er kannski nokkuð auðvelt að buna út úr setningum sem maður hefur flett upp í orðabók en svo svaraði auðvitað konan og þá þurfti ég að skilja hana, það gékk ágætlega þó ég hafi þurft að hvá nokkrum sinnum.
Ég er því fullnuma í sænsku!

Minesweeper 75. Ég er búin að komast að því að ástæðan fyrir því hvað ég er léleg í minesweeper er að ég nota engin trikk, ég ýti á alla reitina sjálft, en mér finnst ég samt nokkuð góð.

Bjó til eggjasúpu í gær. Hún var nú ekki eins góð og hjá mömmu, annars eru svo mörg ára síðan ég smakkaði hana síðast að ég er ekki alveg viss. Verst var “stífþeytta” eggjahvítan ofaná. Við erum ekki með neinn þeytara svo ég prófaði að þeyta þetta í höndunum, þetta leit ágætlega út en var frekar vont því þetta var svo hrikalega loftkennt. En það skipti litlu, eggjahvítan er bara hálfgert skraut. Auður smakkaði á þessu og varð södd, henni fannst súpan ekki góð.


 
Í gær fórum við Auður í IKEA og keyptum nokkuð flott hnífaparasett. Það var nú frekar ódýrt (200 SEK), enda hefði það ekki verið keypt annars. Við vorum nú með hnífaparasett, fullt af göfflum og hnífum, tvær stórar skeiðar og ein lítil. Þessu pakkaði ég rakleiðis niður, nema teskeiðinni því það voru engar litlar skeiðar í nýja settinu, þær kaupum við þegar við verðum ríkar, þegar ég er komin með vinnu eins og vanalega. Mikið hrikalega ætlum við að fríka út þegar ég fæ útborgað, þá á sko að kaupa hluti. Nýja hnífaparasettið er eins einfalt og það gerist, bara málmurinn og ekkert flúr eða neitt.

Eiginlega var það neyð sem rak okkur út í þessa rosalegu fjárfestingu, við eigum nefnilega von á matargestum í kvöld og áttum ekki nóg af skeiðum. Þetta er fyrsta fólkið sem kemur í íbúðina okkar sem við bjóðum, erum reyndar búnar að fá símaviðgerðarkallinn tvisvar og aðra viðgerðarkalla þrisvar, en þetta eru formlegir gestir. Buðum Hrönn og hennar manni, Georg. Auður ætlar að elda rétt sem mér finnst alveg rosalega góður og bestur var hann um daginn hérna í Stokkhólmi, en hún er soldið nervus þar sem að Georg er kokkur og þá heldur hún að allt verði misheppnað hjá sér, en ég held nú ekki.
Við eigum ekki einu sinni vínglös svo hvítvíninu verður bara skenkt í fínu H2O glösin okkar (ógó flott glös, bara glær og það stendur H2O stórum stöfum á þeim).


miðvikudagur, október 02, 2002
 
ÉG ELDAÐI, ég eldaði kínverskan rétt áðan, og það í fyrsta skiptið. Auðvitað fékk ég nákvæmar leiðbeiningar frá Auði, en samt, þetta tókst bara vel.

Ég er nokkuð viss um að Bertmann hafi átt afmæli um daginn, í september, alveg örugglega tuttugasta og eitthvað. Allavega, til hamingju Berti! Berti litli varð 25 ára.

Og svo kemur risastór afmæliskveðja til nánast allra á heimilinu hennar Ingu frænku, þau eiga flest (allavega 2/3) afmæli í október og nóvember en ég veit bara ekki hvenær.
Auðvitað væri einfaldast að óska öllum til hamingju með afmælið næstu 100 árin en það er ekki eins gaman.

Í dag keypti ég keðju og setti í stað bandsins sem var á tappanum í baðinu. Það er nú bara plein heimskulegt að hafa band í baðkari, enda var bandið alveg hryllilega skítugt þegar ég þreif baðið í seinustu viku (og ekki af því að við Auður erum svona skítugar, það var svona þegar við komum). Mér hefði nú ekki tekist að festa keðjuna nema fyrir nýju, fínu töngina sem ég keypti (á 20 SEK). Ég er fastagestur í “Ótrúlegu búðinni” á torginu (Früengen centrum) rétt hjá okkur. Keypti í leiðinni tvær litlar plastdollur, ég er svo hrifin af plastdollum, þá er maður ekki stöðugt að eyða plastpokum, smá umhverfisvænna til langs tíma litið.
Keypti líka stálnagla, sem líta út fyrir að vera stálnaglar. Ég keypti nefnilega stálnagla um daginn, til að hengja mynd upp í eldhúsinu (þar er steyptur veggur), og bognuðu þeir, þeir voru líka heldur of langir. Ég var því vongóð áðan með litlu, nýju stálnaglana. En mér tókst nú að beygla einn. Gatið á veggnum er frekar ljótt, en mér tókt að lokum að reka einn nagla þokkalega langt inn, allavega hangir myndin ennþá uppi.

Svo var auðvitað sami myndaskapurinn í mér, svo ég segi sjálf frá. Ég keypti tölu og setti á buxurnar hennar Auðar, og svo kláraði ég að sauma og hengja á sængurverið dæmið neðst á sængurverinu sem maður bindur slaufuna með.
Ég er búin að vera að hugsa soldið, af hverju ég er svona klár í saumaskapnum og þá rann upp fyrir mér að það er alls ekki mér að þakka, ég fæ þetta allt saman beint frá báðum ömmum mínum sem eru báðar afar lagnar í höndum. Önnur (amma á Grænó) er núverandi myndlistakona, ekki mjög þekkt ennþá en við erum með málverk upp á vegg hjá okkur eftir hana, og hefur unnið sem saumakona í áratugi. Hin (amma á Vorsó) er allt mögulegt, prjónakona, saumakona, glerlistakona, glermálari, just name it. Ég held að ég hafi fengið hæfileikana með líkama og sál, með genunum auðvitað og svo af því að ég heiti nú eftir þeim báðum, Emelía Guðrún. Amma á Vorsó heitir Emelía en amma á Grænó heitir Ingimunda Guðrún.

Mamma hringdi áðan til að láta mig hafa uppskrift sem ég bað um, æðislega sætt af henni. Ég ætla því að prófa á morgun að búa til eggjasúpu, rosalega góð og var einn uppáhalds eftirmaturinn minn þegar ég var yngri.


þriðjudagur, október 01, 2002
 
Jei, það var hringt í okkur áðan. Við vorum himinlifandi, jafnvel þó viðkomandi héti Anna og við þekkjum ekkert, enda var hún að reyna að selja okkur áskrift af Svenska dagbladet (sem við nískupúkarnir keyptum ekki, lesum bara Metro ókeypis).

Auður var stutt í skólanum í dag. Við steinsofnuðum í 2 tíma (sem átti að vera hálftíma lúr) svo ekkert varð úr deginum. Auður var þó dugleg að lesa grein (hún skipaði mér að skrifa það!).
Ég er í óða önn að sauma stykkin neðst á sængurverið sem maður notar til að gera slaufu með og loka sængina inni (arhhhh, hvað heitir það Ósk). Þetta tekur allt saman auðvitað miklu lengri tíma þar sem allt þarf að gera í höndum. Ég vissi ekki að ég hefði svona gaman af að sauma, eða væri svona hrikalega klár í því! Ég held að málið sé bara að þegar maður hefur fullt af tíma og engan til að vera með þá loksins drattast maður til að gera eitthvað svona (sem ég hefði aldrei gert á Íslandi, og þá allavega ekki í höndunum).

Mér finnst við alltaf vera að elda. Og mér finnst við alltaf vera að tala um hvað við ætlum að elda. Það fer allt of mikill tími í þetta. Ég hef líka svo fáar hugmyndir þar sem ég er nú frekar lítill kokkur, en Auður mín bætir það heldur betur upp.

Skv. mínum útreikningum ættu Hlín og Biggi hin nýgiftu að vera komin til nýju heimkynnanna, Köben, þar sem þau áætla að vera í nokkur ár. Til lukku krakkar.