Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, október 18, 2002
 
Alveg hræðilegur hlutur gerðist um daginn, það var samt meira hræðileg hugsun.
Seinasta mánudag moppaði ég alla íbúðina (það er alveg ótrúlegt hvað lóin hrannast upp fljótt), gaman, gaman því ég þoli ekki að búa í of skítugri íbúð. Allavega. Tók ég þá ekki eftir einhverjum svörtum nabba rétt hjá útidyrunum í tveggja centimetra hæð. Auðvitað reyndi ég bara að taka þetta með moppunni en þá byrjaði nabbinn að flýja. Þrátt fyrir að ég hafi nú gert mér grein fyrir því að þetta gæti verið eitthvað stórhættulegt þá beygði ég mig niður til að skoða það nánar. Ég útilokaði strax kóngulærnar; þær ættu allar að vera í felum, og ættu líka allar að vera fyrir utan íbúðina mína, auk þess sem ég hef ekkert tekið eftir þeim hérna inni og ég moppa oft. En svo var þetta kóngulóarkvikindi. Hún náði að skjótast undir dýru símasnúruna okkar, sem er negld við vegginn, svo ég ákvað að bíða eftir að Auður kæmi heim. Auður er nefnilega sérlegur kóngulóarfjarlægarinn minn, hún er svo hjartgóð þessi elska að hún hefur mikið fyrir því að elta kvikindin uppi innandyra (þó einungis ef ég bið um það), veiða þau án þess að meiða þau, og sleppa þeim út. Mér vöknar um augun af tilhugsuninni!
Þegar Auður kom heim sagði ég henni frá kóngulóarfundinum og þá sagði hún eitthvað á þessa leið: “Æ, litla greyið var búin að hafa mikið fyrir því að búa sér til heimili og svo kemur þú bara og eyðileggur það”. Ég stóð alveg kyrr í tvær sekúndur og hugsaði með mér að þetta væri rétt, litla greyið, og hvap ég væri vond. Með herkjum náði undirmeðvitundin mín þó að koma mér út úr þessum transi. Ég ákvað þó að gera undantekningu (bara af því að hún er svo lítil og langt frá mér vanalega) og leyfa henni að búa þarna. Auðvitað fylgist ég grant með henni á hverjum degi, ef hún tekur upp á því að stækka óhóflega (og það er ég sem ákveð hvað er óhóflegt og hvað ekki!) eða breiða of mikið úr sér þá verður sko tekið í taumana.
Ég ætla samt að biðja þá sem koma í heimsókn til okkar að gefa henni ekki að borða og helst ekki sýna henni neina athygli því þá espist hún bara upp!