Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, október 27, 2002
 
Byddí brjál og Árni Jökull, nýji strákurinn hennar, áttu afmæli í gær. Byddí varð 26 en Árni Jökull eins mánaða. Til hamingju bæði tvö.

Hringdi í mömmu í gærkvöldi, bara til að spjalla. Konan hefur svo mikið að gera að ég þurfti að elta hana um allt Ísland og fann hana loksins í húsi á Selfossi (hjá Sollu móðursystur). Þær systurnar voru nefnilega svo hörkuduglegar, ruddust á föstudaginn inn á Grænuvelli 3 á Selfossi (headquarters Grænuvallarættarinnar, þar búa amma og afi) og rumpuðu slátrinu af.

Fórum á skemmtistaðinn Bitch í gærkveldið, Bitch átti að ég held 8 ára afmæli. Að sjálfsögðu var margt um konuna. Staðurinn tekur 650 manns og við áætlum því að þarna hafi verið um 600 kellur. Það vakti athygli hjá okkur að þarna voru 5 í pilsi og þar af 4 í stuttu pilsi, m.a. Auður. Auk þess var ein í stuttu pilsi og buxum innan undir, en það telst ekki með. Af þessum 600 konum voru því tæplega 1 % í pilsi, sem er jafn mikið og t.d. fólk sem þjáist af geðklofa. Þar sem grunnástandsklæðnaður þessa hóps af konum er fyrst og fremst buxur þá er spurning hvort þessar 1 % sem klæða sig í pils séu í raun klæðskiptingar! Grunnástandsklæðnaður karlmanna er nefnilega líka buxur en ef þeir voga sér að fara út á djammið í pilsi þá eru þeir augljóslega klæðskiptingar.

Fórum á McD á leið heim. Við stóðum í röðinni og kjöftuðum þegar e-r strákur, sem var greinilega að hlusta á okkur, sagði: “Hokkolat”. Svíar bera súkkulaði svona fram, svo ég sagði bara: “Nej, inte hokkolat”. Eftir smá stund endurtók hann þetta og ég svaraði honum eins, skildi ekkert hvað drengurinn var að rugla. Við hliðina á okkur fóru einhverjir aðrir strákar að hlusta á okkur og spurðu svo hvort við værum íslenskar og við játtum því. Þá sagði vitleysingurinn “Hokkolat” í þriðja skiptið. Strákarnir við hliðina á okkur sögðu þá við hann: “Þær eru íslenskar, ekki finnskar”. Fyrst vitleysingurinn hélt að við værum finnskar þá hef ég ekki hugmynd um hvað þetta “Hokkolat” á að þýða. Þessir við hliðina á okkur voru greinilega afar heillaðir af að við vorum íslenskar og fengum við að heyra “Finnbogadóttir” og “Tungur knífur”. Annar þeirra var greinilega vel að sér í “Hrafninn flýgur” því hann fór með örlitla senu: “Gestur har drepit Þórð, met thessum kníf. Tetta er tungur knífur”. Þessi ungi maður er betur að sér í þessari mynd en nokkur Íslendingur ábyggilega. Hann sagði okkur að hann hefði lengið leitað þessarar myndar, hann elskaði hana en skildi bara ekki af hverju hún fengist ekki á videoleigum. Við sögðum bara: “Ye, we wonder why!”. Annars erum við Auður orðnar frekar spenntar að sjá þessar blessuðu mynd, við verðum að sjá þessa senu, ég meina, ungt fólk hérna kann línu úr myndinni, þetta hefur greinilega haft mikil áhrif á þau. Ég tel að myndin hafi í raun verið leynilegur áróður Davíðs Oddsonar, og tókst augljóslega snilldarlega að heilaþvo ungmenni heillrar þjóðar!
Okkur fannst þetta bara gaman, þetta er annað skiptið sem við förum á þennan McD stað og í bæði skiptin fer einhver að tala við okkur í röðinni um “Tungur knífur”, magnað.