Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, október 17, 2002
Það er ástæða fyrir því að ég hef ekki skrifað í langan tíma. Ég vildi geta sagt að það væri vegna anna en svo er ekki. Það hefur einfaldlega ekkert gerzt og mér hefur ekki dottið neitt bull í hug. Ég verð þá bara að reyna að teygja lopann. Það er ennþá vesen að fá viðgerðarkalla til að kíkja á viftuna fyrir ofan eldavélina, gera við einn skáp og setja eina hillu í annan skáp. Hringdi í húsvörðinn seinasta mánudag, þar sem hann sagðist ætla að hjálpa mér ef þetta yrði vesen. Hann er búinn að hringja útaf þessu en þeir sem eiga húsið segjast ekkert kannast við neina Magnusdottir. Þeir halda víst að þar með sé þeirra hluta lokið og þeir hafi staðið sig vel, fávitar. Ég lenti reyndar líka í þessu þegar ég hringdi fyrir tveimur vikum. Ég reyndi þá að segja viðkomandi að ég héti Magnusdottir (hinn persónuleikinn minn!) og byggi á þessum stað og gaf henni meira að segja símanúmerið mitt. Ætli það sé ekki þannig að þar sem ég heiti ekki það sama og stendur í þeirra skrá þá hjálpa þeir mér ekki, þó ég búi á viðkomandi stað. Við Auður höldum nefnilega að hérna sé ávallt einungis ein leið og engin önnur. Ef þú ferð ekki nákvæmlega eftir henni þá gerist ekkert, það er ekkert hægt að kanna málið. Við erum skráðar hjá stúdentasamtökunum og borgum leigu mánaðarlega til þeirra en fáum enga hjálp. Það er greinilega einhverjir samskiptaörðuleikar í gangi milli þessara stofnana. Hvert er málið. Maður hefði haldið að þetta ætti að ganga frekar ”smooth”, það hlýtur einhver að leigja íbúð hérna í Stokkhólmi sem einhver annar hefur leigt áður!!!! Og ætti þá að vera skráður. Svíar virðast geta gert mál úr engu. Þeir myndu sko hafa fengið styrk út á að ”Gera úlfalda úr mýflugu” eins og nokkrir spekingar reyndu hérna um árið. Myndin hérna að neðan heitir ”Afar fallegt” og er fundin af mér! Ætlaði bara að leyfa ykkur hinum að njóta hennar líka. |