Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, október 21, 2002
 
Ég drap gæludýrið!!!!
Ég veit, ég er vond. Nýbúin að hæla sjálfri mér fyrir þvílíka manngæsku og svo bara BAMM. Reyndar var það meira svona HOCCCCHLLL, ég sturtaði nefnilega greyinu niður klósettið. Ég var að taka til, sópa og svona, sá ekki kóngulóna og hélt þá að hún væri farin eða eitthvað svo ég sópaði í horninu hennar. Hún var víst ekki farin og byrjaði að hlaupa um gólfið og það vil ég ekki. Hún mátti vera þarna með því skilyrði að hún héldi sig í horninu, og þar sem hún braut skilmálana þá sópaði ég henni í fægiskófluna og henti í klósettið. Ég fékk örlítið samviskubit, hún var svo lítil. En hins vegar gerði ég annarri kónguló greiða áðan. Sú var á göngu yfir stofugólfið, ábyggilega 6 sinnum stærri en gæludýrið. Ég ákvað að þar sem ég var með fægiskófluna á mér þá gæti ég nú alveg eins skutlað kóngulónni í skófluna og hent henni út eins og að kremja hana með skóflunni, og það gerði ég. Mér finnst við kóngulærar því vera kvittar. Hvað allar hinar kóngulærnar sem ég hef drepið varðar, þá er það í fortíðinni!