Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, október 04, 2002
 
Í gær fórum við Auður í IKEA og keyptum nokkuð flott hnífaparasett. Það var nú frekar ódýrt (200 SEK), enda hefði það ekki verið keypt annars. Við vorum nú með hnífaparasett, fullt af göfflum og hnífum, tvær stórar skeiðar og ein lítil. Þessu pakkaði ég rakleiðis niður, nema teskeiðinni því það voru engar litlar skeiðar í nýja settinu, þær kaupum við þegar við verðum ríkar, þegar ég er komin með vinnu eins og vanalega. Mikið hrikalega ætlum við að fríka út þegar ég fæ útborgað, þá á sko að kaupa hluti. Nýja hnífaparasettið er eins einfalt og það gerist, bara málmurinn og ekkert flúr eða neitt.

Eiginlega var það neyð sem rak okkur út í þessa rosalegu fjárfestingu, við eigum nefnilega von á matargestum í kvöld og áttum ekki nóg af skeiðum. Þetta er fyrsta fólkið sem kemur í íbúðina okkar sem við bjóðum, erum reyndar búnar að fá símaviðgerðarkallinn tvisvar og aðra viðgerðarkalla þrisvar, en þetta eru formlegir gestir. Buðum Hrönn og hennar manni, Georg. Auður ætlar að elda rétt sem mér finnst alveg rosalega góður og bestur var hann um daginn hérna í Stokkhólmi, en hún er soldið nervus þar sem að Georg er kokkur og þá heldur hún að allt verði misheppnað hjá sér, en ég held nú ekki.
Við eigum ekki einu sinni vínglös svo hvítvíninu verður bara skenkt í fínu H2O glösin okkar (ógó flott glös, bara glær og það stendur H2O stórum stöfum á þeim).