Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
þriðjudagur, október 01, 2002
Jei, það var hringt í okkur áðan. Við vorum himinlifandi, jafnvel þó viðkomandi héti Anna og við þekkjum ekkert, enda var hún að reyna að selja okkur áskrift af Svenska dagbladet (sem við nískupúkarnir keyptum ekki, lesum bara Metro ókeypis). Auður var stutt í skólanum í dag. Við steinsofnuðum í 2 tíma (sem átti að vera hálftíma lúr) svo ekkert varð úr deginum. Auður var þó dugleg að lesa grein (hún skipaði mér að skrifa það!). Ég er í óða önn að sauma stykkin neðst á sængurverið sem maður notar til að gera slaufu með og loka sængina inni (arhhhh, hvað heitir það Ósk). Þetta tekur allt saman auðvitað miklu lengri tíma þar sem allt þarf að gera í höndum. Ég vissi ekki að ég hefði svona gaman af að sauma, eða væri svona hrikalega klár í því! Ég held að málið sé bara að þegar maður hefur fullt af tíma og engan til að vera með þá loksins drattast maður til að gera eitthvað svona (sem ég hefði aldrei gert á Íslandi, og þá allavega ekki í höndunum). Mér finnst við alltaf vera að elda. Og mér finnst við alltaf vera að tala um hvað við ætlum að elda. Það fer allt of mikill tími í þetta. Ég hef líka svo fáar hugmyndir þar sem ég er nú frekar lítill kokkur, en Auður mín bætir það heldur betur upp. Skv. mínum útreikningum ættu Hlín og Biggi hin nýgiftu að vera komin til nýju heimkynnanna, Köben, þar sem þau áætla að vera í nokkur ár. Til lukku krakkar. |