Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, nóvember 28, 2002
 
Ég lýsi hér með eftir Sigríði Björk Halldórsdóttur. Ef einhver sér eða heyrir í Sigríði Björk er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að biðja hana að senda mér e-mail og segja mér einhverjar fréttir af sér, sinni fjölskyldu og auðvitað einhverjar kjaftasögur! Það eru miklar líkur á að Sigríði Björk sé haldið í gíslingu og hafi þar af leiðandi með engu móti getað sent mér e-mail. Allir eru því hvattir að hafa upp á stúlkukindinni.


 
Við gerðum alveg meidjör innkaup áðan. Við kláruðum allar jólagjafirnar til Íslands, keyptum líka lítið strauborð, smá jólaskraut og dömubindi (þ.e. hálsbindi). Þegar við fórum á árshátíð deCODE í apríl gerðum við dauðaleit að svona hálsbindum en fundum hvergi og svo finnur maður þetta þegar maður er ekkert að leita og það í öðru landi. Já, og svo fann ég svona tæki til að taka hnökra af fötum, ég er búin að vera að óska mér í mörg ár að þetta sé til og svo ramba ég bara á þetta, auðvitað keypti ég það.
Við erum greinilega alltaf að rekast á celebið. Núna var dökkhærða stelpan sem lék annað aðalhlutverkanna í “Fucking Åmål” að versla í Åléns tveimur metrum frá mér, ég þekkti hana strax, ég hef svo næmt auga fyrir fræga fólkinu! Hún var með lítinn krakka í kerru, þær eru kannski búnar að ættleiða saman!


 
Já, sko, nýja vinnan mín. Ég held ad ég thurfi ekkert ad maeta í vinnuna, ég er nógu ánaegd ad vera komin med eina.
Audur taladi sem sagt vid prófessorinn sem hún er ad gera verkefni hjá núna (hún á eftir 2 vikur) og hann vantadi einmitt einhvern til ad gera 6 mánada verkefni. Mín maetti í vidtal til hans á thridjudaginn og fékk vinnuna. Thad var nú engin samkeppni og hann virtist bara vera búinn ad ákveda fyrirfram ad ég aetladi ad gera thetta verkefni. Ég veit ekkert mikid um verkefnid sjálft ennthá, thad er samt um Cell Penetrating Peptides (CPPs) og thessi prófessor er víst búinn ad vera díla vid thetta í mörg ár, thetta er víst frekar heitt efni. Fyrsta vikan fer í ad smída peptíd manually, naesta vika med taeki og svo man ég ekkert hvad ég á ad gera thridju vikuna en ég byrja naesta mánudag. Prófessorinn er Eisti og vinna nokkrir Eistar hjá honum en einnig nokkrir Svíar, hann er med hátt í 10 PhD nema hjá sér sem er nokkud gott.
Mér finnst samt thad sem ég fékk ad heyra afar spennandi. Ég hef líka oft verid ad pumpa Audi (verkefnid hennar er um CPPs) og hvetja hana áfram thví ég hef allan tíman haft mikinn áhuga á verkefninu hennar, henni thykir thad hins vegar frekar leidinlegt.
Ef prófessorinn faer meiri styrk eftir thessa 6 mánudi thá er möguleiki ad ég geti haldid áfram. Thetta er samt ágaetis fyrirkomulag, eda eins og hann ordadi thad: ”Eggala süllama ri beddana sollana, geppata ki strollaba ro drissaka”, sem ég kýs ad útleggja á íslensku: ”Ef thér líkar ekki hérna eftir thessa 6 mánudi geturdu haett og ef okkur líkar ekki vid thig thá spörkum vid thér út”. Eistneska hljómar alveg eins og finnska en their skilja víst ekkert sín á milli.
Thetta er háleynilegt og tharf ég ad skrifa undir thagnareid, their sögdu ad ég maetti ekki einu sinni segja mömmu minni frá thví sem ég geri í verkefninu en ég held ad hún verdi bara nokkud sátt vid thad!


 
Thurfti aftur a badi ad halda i gaer eftir saenskutima. I tetta skipti var tad alveg fullkomid :-)))))))))


miðvikudagur, nóvember 27, 2002
 
Í gær fékk ég vinnu.
Við Auður fórum á “Harry Potter og leyniklefinn” og fannst okkur báðum myndin vera mjög skemmtileg. Auðvitað er þetta soldið meira fyrir yngra fólkið (svona undir fertugu!) en hún hafði allavega oft tilætluð áhrif á Auði, mér brá bara í þau skipti sem Auður kipptist við af hræðslu. Þessi mynd er miklu, miklu skemmtilegri en fyrri myndin, okkur fannst hún ekki skemmtileg, kannski höfum við eitthvað misskilið hana!

Ég fékk smá flashback í gær þegar ég var stödd í jólabúð hjá Hötorget, ég sá englaspil. Heima hjá mér hefur englaspil verið á jólunum síðan ég man eftir mér. Mamma tók þetta upp á hverju ári upp fyrir okkur systkinin en seinustu ár hefur þetta verið fyrir pabba því við hin höfum engan áhuga á þessu og þess vegna (þó eftir langa umhuxun) ákvað ég að kaupa ekki eitt stykki.
Þau ykkar sem eru að velta fyrir ykkur hvað í helv... englaspil er þá er það í stuttu máli fullt af málmi. Sem sagt diskur neðst og þar eru fjögur statíf fyrir lítil kerti, breið stöng í miðjunni og á henni hanga vindmylluspaðar sem eru í sama plani og diskurinn. Í spöðunum hanga þrír englar og neðan úr þeim hangir svona þriggja centimetra löng mjó stöng. Heita loftið frá kertunum sér svo um að snúa vinmylluspöðunum en við það slást mjóu stangirnar á englunum í tvær bjöllur sem eru út frá breiðu stönginni. Efst trjónir svo engill. Kannast ekki einhverjir við svona?
Auðvitað hlaut þessi snilldarvara að vera sænsk: “A Genuine Swedish Product”.


 
Þegar ég var á leið í búðina á mánudaginn sá ég íkorna. Ég held bara að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég sé íkorna. Ég hægði því á mér og fylgdist með honum klifra upp í tré og stökkva milli trjágreina, tré úr tré. Þessi dýr eru greinilega mjög fim og afar létt því oft fór hann nánast út á enda trjágreinanna þar sem þær eru það grannar að þær svigna ábyggilega undan laublöðunum á sumrin. Hann virtist vera að drífa sig eitthvert, kannski var þetta ekki venjulegur íkorni, kannski var þetta super-squirrelgirl á leið að bjarga einhverjum íkornastrák. Leiðir okkar lágu ekki lengi saman svo ég veit ekkert um framhaldið.

Á sunnudaginn bakaði ég púðursykursmarensköku og hún heppnaðist algjörlega. Ég kann sem sagt bara að baka tvær kökur en þessi hefur bara heppnast einu sinni hjá mér áður, af ábyggilega 10 skiptum. Af hverju var ég að baka, jú, við Auður fórum í saumaklúbb á mánudaginn, til Hrannar. Þar mættu 16 íslenskar kellingar, milli 24 og svona 45. Ég mætti líka með heimtilbúnar karamellur, sem slógu auðvitað í gegn. Ein spurði mig hvað væri í þeim en ég sagði að mætti ekki segja því um fjölskylduleyndarmál væri að ræða. Þá byrjaði önnur að telja upp: “Bíddu er ekki sykur, rjómi og síróp og eitthvað”. Ég varð rosalega hissa, ég hélt að enginn í heiminum kynni að búa til svona karamellur nema föðurfjölskyldan mín, en þær virtust margar kannast við þetta úr sinni æsku, sú sem spurði mig var meira að segja með tveggja centimetra ör á hendinni eftir karamellubakstur í æsku.
Allavega, þetta voru mjög hressar kellur. Því sem við Auður tókum strax eftir var að nánast allar eru hérna til að mennta sig eða útaf sinni vinnu, þ.e. kallarnir þeirra eru fylgifiskar þeirra en ekki öfugt eins og manni finnst oftast vera málið, við vorum mjög hissa og ánægðar með þessa þróun. Svo hálftíma síðar fattaði ég að ég er fylgifiskur!!!
Núna getum við farið að spila jólalög, Hrönn skrifaði fyrir okkur “Pottþétt jól” og skannaði meira að segja og prentaði út í lit fram- og bakhliðina á disknum svo hann lítur alveg út eins og keyptur. Þetta er sem sagt eini jóladiskurinn okkar, enda hefur nú ekki skort jólalögin í útvarpinu í desember á Íslandi!

Ef eitthvert ykkar hefur verið að velta því fyrir sér hvort kökuform rygði auðveldlega þá get ég svarað því fyrir ykkur: Já.
Ef maður skilur kökuformin sín eftir í vatni í cirka 6 tíma, hver sem ástæðan er (btw, ég gleymdi þeim!), þá myndast margir ryðblettir. Hins vegar er mögulegt að þvo blettina af, eins ótrúlegt og það hljómar. Ekki veit ég hvort það eigi einungis við um glæný form sem hafa aldrei verið notuð, þið verðið bara að prófa!


mánudagur, nóvember 25, 2002
 
Það var fullt um að vera hjá mér seinasta föstudag. Hitamæliskallinn frá Riksbyggen stóð við sín orð og koma með tvo hitamæla, annar fór upp í bókahilluna okkar og hinn á ganginn. Auðvitað stakk ég upp á því við Auði að við myndum hafa örlítil áhrif á niðurstöðurnar og hafa eitthvað kalt við mælana en hún Auður mín vill alltaf vera svo heiðarlega, hún segir að það hafi alltaf borgað sig í hennar tilfelli!!!! Ég banna samt algerlega að hafa baðherbergið opið þegar við erum í sturtu því annar mælanna er einum meter frá baðherberginu.
Ég fór í pool með Georg og húsverðinum hans, Ron Henderson, sem er Skoti og heitir í raun McHendric en það útleggst víst m.a. Henderson á öðrum málum. Ég held við hljótum að hafa tekið upp undir 20 leiki, allavega tapaði ég 5 sinnum fyrir Georg með því að setja hvítu kúluna ofaní þegar ég reyndi við svörtu eða setti svörtu í rangt gat. Hvernig þetta er hægt veit ég ekki, það þarf örugglega snilling til. Auður hitti okkur poolstaðnum og var umsvifalaust rifin úr hinum mest sexý skíðagalla og sett í stuttan þröngan bol og stutt pils og þurfti að öskra öllum stundum “Áfram Emelía”.
Fórum öll á kínverskan stað og mætti Hrönn til okkar. Eftir það fórum við Auður á “Hecktet” (blandaður gay staður) sem var við hliðina á veitingastaðnum. Það var enginn laus stóll þegar við komum en þá var klukkan bara 20. Klukkan 21 var allt troðið þarna inni, enda staðurinn bara opinn til kl. 1. Sæi maður þetta heima!!! Þegar við vorum á leið heim hittum við djammvinkonur okkar sem við kynntumst fyrir 2 mánuðum á “Tip-Top”, önnur er finnsk-sænsk en hin er pólsk, báðar tala þær reiprennandi sænsku. Við fórum því aftur inn Hecktet, dönsuðum þar til staðnum lokaði (alveg þar til honum lokaði, þvílíkir djammarar!!) og vorum svo samferða vinkonum okkar í T-banan. Sú póska talar nánast enga ensku en við skiljum eiginlega allt sem þær segja og svo töluðum við fullt af sænsku, góð æfing fyrir okkur.


sunnudagur, nóvember 24, 2002
 
Jæja, loksins. Við fundum Hrafninn flýgur (Korpen flyger) og horfðum á hana í gær. Það sem kom okkur á óvart var að hún var bara alls ekkert leiðinleg og ekki svo hallærisleg. Núna vitum við sem sagt allt um “Tungur knífur” eins og Svíarnir segja og ættum að geta uppfrætt McDonald’s vini okkar. Í byrjuninni á myndinni segir aðalpersónan (Gestur): “Þungur hnífur!” og þá er honum svarað með “Hnífurinn á að vera þungur”. Stuttu síðar segir Gestur við sama mann: “Þungur hnífur?” þegar kallinn getur ekki lyft hnífnum upp því Gestur særði hann á hægri hendinni. Svo í lok myndarinnar segir Gestur við Þórð: “...og hnífarnir of þungir” og svo segir Gestur við systur sína: “...og alla þungu hnífana”. Það er sem sagt minnst 5 sinnum á þunga hnífa í myndinni. Þar hafið þið það. Og ef einhverjir í Stokkhólmi vilja leigja myndina þá fæst hún í Casa Blanca á Sveavägen.


föstudagur, nóvember 22, 2002
 
Var ad skoda gestabokina okkar (sem ma alveg skrifa oftar i) tar sem e-r mamma í felló var búin ad skrifa. Hugsadi med mer ad tetta vaeri einhvers taeknifotlud mamma sem hefdi aetlad inn a einhverja adra sidu. Liklega kennari sem tok kursin "hvernig a ad fa myndvarpan/videotaekid/skjavarpan til ad bila akkurat tegar tu aetlar ad nota hann i tima" og nu vinnur hun í einhverri félagsmidstod eda hja reykjavikurborg ( sbr. féló). En svo fattadi eg ad tetta er mins eigins mamma sem er alls ekkert taeknifötlud (tratt fyrir ad hafa tekid umraeddan kurs i kenno) sem er nýflutt eins og venjulega. I fyrra var hun mamma i útlöndum, árid tar a undan mamma á kleppi en nú mamma i félagsmidstödinni. Hún býr núna med allt ad fjórum unglingum sem tharf ad kenna adeins a samFélagid, i fyrra bjó hun í bretlandi og árid tar a undan a kleppsvegi.


fimmtudagur, nóvember 21, 2002
 
Undur og stórmerki gerðust. Það kom viðgerðarkall frá Riksbyggen til að kíkja á hitann í íbúðinni okkar og hvað haldiði, nú auðvitað var fínn hiti. Það var það heitt að ég gat verið á bolnum í fyrsta skiptið í tvo mánuði (var nefnilega að vaska upp og þrífa en þurfti að vera í peysu og skyrtu í morgun) en dreif mig að sjálfsögðu í peysu þegar kallinn kom. Hann mældi 21°C alls staðar. Ég sagði auðvitað (á minni frábæru sænsku, því auðvitað talaði þessi ekki ensku, helvítis Svíar!) að það gæti ekki verið, það væri alltaf skítkalt hérna og sérstaklega á kvöldin, það gæti nú ekki verið eðlilegt að þurfa að vera með húfu innandyra. Hann var alveg sammála mér (eins gott fyrir hann!) og ætlar að koma aftur á morgun og skilja eftir hitamæli sem skráir niður kuldann yfir eitthvert tímabil.

Á þriðjudaginn keypti ég gæðahrærivél. Valið stóð á milli 500 SEK (4500 ÍSL) vélar og 2700 og 3000 SEK (24000 og 27000 ÍSL). Auðvitað keypti ég ódýru vélina enda stöndum við nú ekki í miklum bakstri á þessu heimili, það væri bara ágætt að geta þeytt rjóma einhvern tímann!


 
Tessi Íraska var alveg ad gera alla brjálada á saenskunamskeidinu i gaer. Sé fyrir mér ad tetta namskeid muni enda med thvi ad vid tölum saensku med Írönskum hreim en ekki íslensk/dönskum. Allavega, ég var svo pirrud a munnraepunni i henni ad ég vard ad fara i langt heitt bad tegar ég kom heim. Hvad er betra en 40°C heitt bad, raudvinsglas og Sagan om de Två Tornen? Vantadi bara Older med gogga á fónin og Emelíu oní badid, ta hefdi thetta verid fullkomid. Er enn svaka afslöppud eftir allt tetta.


miðvikudagur, nóvember 20, 2002
 
Á mánudaginn þegar við vorum á heimleið stoppaði Auður á Hötorget (útisölutorg) til að kaupa úr handa mér. Þau voru ansi ódýr og ég var búin að ákveða að Auður ætlaði að gefa mér úr í jólagjöf, þannig að ég var ekki viss. Auk þess hefur maður nú smá á tilfinningunni að svona úr endist ekki lengi. Auður ætlaði hins vegar að gefa mér úrið á mánudaginn en ekki í jólagjöf, svo þá sagði ég já. Var heillengi að leita að rétta úrinu (ég er vanalega mjög lengi að velja, nánast hvað sem það er) og fékk kallinn til að stytta það fyrir mig. Við vorum komnar svona 200 metra þegar Auður spurði mig hvað klukkan væri. Nú, ég er ekki búin að vera með úr í tvo mánuði en hef vanalega gsm símann okkar á mér (sem er í leið vekjaraklukkan okkar) og hafði litið á hann svona hálftíma áður og sagði því: “Þegar ég leit seinast á hana var hún hálf fjögur svo ætli hún sé ekki fjögur núna”. Auður horfði smá stund á mig og loksins fattaði ég að ég var með úr, rétti ánægð fram handlegginn og sveiflaði honum að mér. “Hún er stopp”. Fína, nýja klukkan mín var stopp. Við fórum því aftur til kallsins og báðum hann að skipta um batterí. Við bjuggumst við að hann myndi bara öskra á okkur og segja okkur að snáfa í burtu en hann var hinn vingjarnlegasti. Þegar hann rétti mér úrið aftur setti ég það á mig og ætlaði að fara en Auður vildi nú vita hvort það gengi í þetta sinn, en nei, það var stopp. Það var greinilega eitthvað meira en bara batteríið. Aftur var ég heillengi að velja en fann loksins eitt sem ég er nokkuð ánægð með og það gengur ennþá. Auður heldur að það endist í ½ ár en ég hef rosalega trú á því og segi 2 ár, við sjáum hvað setur. Auðvitað mun ég koma með mánaðarlegar fréttir af úrinu. En eitt er víst að ég ætla nú ekki að fara með þetta úr í sturtu, ekki ef ég ætla að láta það endast í 2 ár!


mánudagur, nóvember 18, 2002
 
Það er ennþá svo kalt í íbúðinni okkar að ég stakk upp á því að við myndum hætta að raka á okkur skankana og undir höndunum. Auður tók nokkuð vel í þetta. Við myndum þá í leiðinni spara heilmikinn pening, rakvélablöð eru rándýr. Annars virkar nýja "töfrateppið" okkar þrælvel. Það er nú bara venjulegt ullarteppi en það heldur rosalega vel á okkur hita og fyrir okkur er það gríðarlega góður kostur eins og málum er háttað hérna.


 
Hultur!
Er það ekki miklu betra orð en “óhultur”? Fyrir mér þýðir hultur öruggur. “Hann er hultur fyrir skrímslunum”, eða eitthvað svoleiðis. Ég get eiginlega ekki útskýrt af hverju mér finnst þetta, ég get bara oft ekki munað hvort það er hultur eða óhultur sem er rétta orðið. Ég veit samt vel að “hultur” er ekki til. En það er einmitt það sem ég skil ekki, af hverju hefur maður ó-ið fyrir framan? Stundum þegar maður vill fá lýsingarorð sem þýðir akkúrat öfugt við það sem maður hefur þá bætir maður ó-i fyrir framan. Það meikar því ekki sens að óhultur þýði öruggur, það er svo asnalegt að segja “Þú ert ekki óhultur”, þetta hljómar eins og tvöföld neitun. Fyrir mér hljómar þetta nefnilega eins og “Þú ert óóhultur”. Mér finnst sem sagt að það ætti að vera til orð sem væri öfugt við “óhultur” og það væri orðið “hultur”. Fyrst ég er farin að koma með óskir um breytta íslensku þá get ég alveg eins beðið um það hérna að “hultur” muni þá framvegins þýða öruggur og “óhultur” muni þýða óöruggur. (Takið eftir “öruggur” og “óöruggur”, þau eru andstæð og það er bara bætt ó-i fyrir framan!).


sunnudagur, nóvember 17, 2002
 
Á fimmtudaginn sáum við “Big Daddy” í sjónvarpinu. Aðalleikarinn er Adam Sandler en litli strákurinn er sá sem leikur son hans Ross í Friends, Ben. Við ætluðum ekki að horfa á myndina þar sem við þolum hvorugar Adam Sandler en þar sem það fyrsta sem við sáum var frekar fyndið ákváðum við að horfa smá. Mér fannst myndin mjög fyndin og mæli nokkuð með henni, ég er allavega viss um að Hauki bróður muni finnast hún mjög skemmtileg. Litli strákurinn leikur mjög vel í myndinni og ég get enn hlegið að senunni þegar kall frá Félagsmálastofnun dregur hann út að heimili Adams Sandlers en litli strákurinn veit ekki af hverju hann má ekki lengur búa hjá Sandler og kallar með gráttóni: “But I wipe my own ass”. Ég held þið sjáið ekki alveg hvað er fyndið við þetta nema að horfa á myndina.

Í gær leigðum við "Spiderman" og ekki fannst okkur hún neitt sérstök. Við sáum líka "Birthday Girl" með Nicole Kidman og hún var miklu betri.

Við fengum 4 símtöl í dag; eitt frá hvorri móður og tvö frá Hrönn. Hrönn kom svo í heimsókn (Georg var að læra fyrir próf), það var ofsalega gaman.


laugardagur, nóvember 16, 2002
 
Óheppni minni var ekki lokið eftir þennan skemmtilega og ókeypis sightseeing-túr í strætónum í gær. Mælti mér mót við Auði á Universitetet lestarstöðinni kl. 19 og þaðan ætluðum við að fara í bekkjarpartýið. Ég ætlaði að taka strætó frá Karolinska (ekki búin að gefa strætóana upp á bátinn!) að Universitetet en fékk þá flugu í höfuðið að Auður ætlaði að hitta mig á næstu lestarstöð (St. Ericsplan), ég veit ekkert af hverju ég hélt það. Þegar þangað var komið mundi ég nú samt að svo var ekki, þannig að ég ákvað að taka lestina að Universitetet. Allt gékk ágætlega þar til við komum að lestarstöðinni næst á undan Universitetet, þá babblaði lestarstjórinn eitthvað í hátalarkerfið og allir yfirgáfu lestina og auðvitað fylgdi ég bara á eftir. Hann hélt áfram að babbla en það hjálpaði mér nú ekki mikið, ég skildi ekkert það sem hann sagði. Þar sem ég var eiginlega orðin sein nú þegar að hitta Auði (og ég veit hvað það fer í taugarnar á henni) þá bankaði ég í næstu konu og spurði hana á ensku hvert væri málið. Ég bjóst reyndar ekki við því að ég fengi mikla hjálp frá konunni þar sem það er mín reynsla að eldri konur hérna tali ekki mikla ensku. Fyrsta lukkan mín þann daginn var sem sagt að konan var áströlsk og skildi sænsku, og var þvílíkt til í að hjálpa mér í þokkabót. Það var sem sagt eitthvað vesen með lestarnar og þær voru ekki á leiðinni að ganga þessa leið í einhvern tíma. Kommon, ég átti eina lestarstöð eftir. En ljósið í myrkrinu (að þeirra mati allavega) var að eftir 40 mínútur átti að vera strætó fyrir þá sem ætluðu á endstöðina. Ég sagði konunni hvert ég var að fara. Einhver (ekki sænsk) stúlka heyrði okkur tala um Universitetet og bættist í bjargarhóp þeirra áströlsku. Uppi á yfirborðinu áttu samt að vera strætóar sem gengu sínar venjulegu leiðir og ætlaði ég bara að finna út hvern ég þurfti að taka. Eftir smá stund kom sú ástralska hlaupandi og kallandi: “Ég veit hvaða strætó á að taka, það er númer 640”. Gæfan var heldur betur farin að snúast mér í hag. Við náðum strætónum (eftir þónokkra bið) og svo sagði sú ástralska okkur hvar við áttum að fara út og í hvaða átt við áttum að labba. Ég kom því ekki nema 40 mínútum of seint á lestarstöðina í Universititete, en Auður vissi vel hver ástæðan var svo hún beið bara hin rólegasta.
Þetta var ágætis bekkjarpartý, fínt að fá að tala við einhverja.


föstudagur, nóvember 15, 2002
 
Smá grín fyrir helgina. Thetta sendi hann Kalli mér eitt sinn, mér finnst thad allavega ógedslega fyndid.

The United Airline's passenger cabin was being served by an obviously gay flight attendant who seemed to put everyone into good mood as he served them food and drinks. As the plane prepared to descend, he came swishing down the aisle and announced to the assengers,"Captain Marvey has asked me to announce that he'll be landing the big scaryplane shortly, lovely people, so if you could just put up your trays that would be super."
On his trip back up the aisle, he noticed that a well dressed, rather exotic looking woman hadn't moved a muscle. "Perhaps you didn't hear me over those big brute engines. I asked you to raise your trazy-poo so the main man can pitty-pat us on the ground."
She calmly turned her head and said, "In my country, I am called a Princess. I take orders from no one." To which the flight attendant replied, without missing a beat, "Well, sweet-cheeks, in my country, I'm called a Queen, so I outrank you. Put the tray up, Bitch


 
Ég fékk sama texta og Mummi en ég er samt minni geek. Ég er bara ekki nörd eftir allt saman.

You are 14% geek
OK, so maybe you ain't a geek. You do, at least, show a bit of interest in the world around you. Either that, or you have enough of a sense of humor to pick some of the sillier answers on the test. Regardless, you're probably a pretty nifty, well-rounded person who gets along fine with people and can chat with just about anyone without fear of looking stupid or foolish or overly concerned with minutiae. God, I hate you.

Take the Polygeek Quiz at Thudfactor.com



 
Eins og einn efnafraedikennari í HÍ ordadi svo vel: "Thetta er í áttina, bara alveg í hina áttina" thegar einn nemanda hans var ad reyna ad svara spurningu frá honum.
Thad er einmitt thad sem "kom fyrir" mig ádan. Ég tók lestina eins nálaegt Karolinska Institutet og ég gat og svo átti ég ad taka straetó númer 3. Ég gerdi thad thó thad staedi ekki endilega thad sama á honum og vanalega, nú stód Södersjukhuset en vanalega stendur Karolinska sjukhuset. Ég veit ad their straetóar sem hafa sama númer fara sama hring svo ég ákvad bara ad taka thennan, ég bjóst vid ad hann taeki örtlítinn aukahring og svo kaemi ég til Karolinska Institutet. En nei. Hann tekur frekar svona risastóran eda risastaerstan hring ádur. Leidin sem nr. 3 fer líkist 8 í laginu og ég byrjadi á samskeytum lykkjanna. Ég fór alla nedri lykkjuna og svo rétt inn á efri lykkjuna og thá var ég komin til Karolinska Institutet. Thessi leid tók ekki nema eina klukkustund og 20 mínútur sem tekur 5 mínútur frá samskeytunum ef madur tekur straetóinn sem gengur í gagnstaeda átt (og hann er merktur Karolinska sjukhuset)!!!!
Thegar ég var á áfangastad straetósins (Södersjukhuset) var ég hálfnud heim til okkar! Allir fóru út tharna en ég sat áfram thví ég vissi ad thessi straetó myndi allavega enda thar sem ég byrjadi ferdina. Thetta var lokastoppistöd svo bílstjórinn bad mig ad fara út. Ég labbadi svona 20 skref ad naesta straetóskýli og beid í hálfa mínútu eftir straetó nr. 3 sem nú var merktur Karolinska Institutet og thad var nákvaemlega sami straetó og ég var í og med sama bílstjóra! Af hverju mátti ég thá ekki sitja áfram í straetónum?
Og thegar ég aetladi ad kaupa mér kók var sjoppan í Karolinska lokud. Ohhhh, og thá thurfti ég ad drekka bjór med matnum (aedislegt lasagna sem Audur bjó til í gaer), og mér sem thykir áfengi med mat frekar vont. Já ég var med fullan poka af bjór med mér, vid Audur erum nefnilega á leid í partý hjá bekknum hennar, ég vona svo heitt ad thad verdi leikir :-)


 
Tetta er nu svindltest. Eg er seminord skv thvi. djö....
You are 29% geek
You are a geek liaison, which means you go both ways. You can hang out with normal people or you can hang out with geeks which means you often have geeks as friends and/or have a job where you have to mediate between geeks and normal people. This is an important role and one of which you should be proud. In fact, you can make a good deal of money as a translator.

Normal: Tell our geek we need him to work this weekend.


You [to Geek]: We need more than that, Scotty. You'll have to stay until you can squeeze more outta them engines!


Geek [to You]: I'm givin' her all she's got, Captain, but we need more dilithium crystals!


You [to Normal]: He wants to know if he gets overtime.

Take the Polygeek Quiz at Thudfactor.com



fimmtudagur, nóvember 14, 2002
 
Eitt vantaði í frásögnina hennar Auðar. Við bárum hilluna, borðið og stólana beint inn í íbúðina um stofudyrnar. Það var í mesta lagi opið í 5 mínútur en þegar ég lokaði var stærðarinnar kónguló rétt fyrir innan gaflinn. Hún var með fjögurra centimetra langar lappir, þ.e. 32 cm í heild, og nokkuð stóran búk. Hún var næstum því jafn stór og hestur, kannski var þetta bara Sleipnir gamli! Auðvitað hleypti Auður henni út.

Ég er rosalega ánægð með nýja IKEA dótið okkar, það er ekkert smá flott. Í dag hef ég verið að reyna að fylla bókahilluna okkar en það gengur ekki alveg nógu vel, við erum greinilega ekki með of margar bækur með okkur eins og við héldum í fyrstu.
Bókahillan er þvílík snilld. Þegar ég var að setja hana saman hélt ég að fyrsta hillan sem ég tók upp væri gölluð, það hafði verið sagað af vinstra horninu. Ég var náttúrulega alveg brjáluð, þetta var bara týpískt fyrir Svíana, alltaf verið að gera okkur erfitt fyrir og hrekkja okkur. Mig dauðlangaði að fara og skipta henni en auðvitað nennti ég því ekki. Síðar tók ég eftir því að fleiri hillur voru “gallaðar”, en þá er þetta smá pláss fyrir snúrur sem gerir okkur kleyft að hafa t.d. einn hátalarann okkar í hillunni, það er voða smart.


 
I gaer forum vid og keyptum bokahilluna og bordid og stolana sem vid aetludum ad kaupa a laugardaginn. Um tima leit ut fyrir ad vid yrdum ad fara heim med tetta allt i straeto tvi IKEA tekur 600 SEK f. ad senda manni drasl, sem vid tímdum audvitad ekkert ad borga (ok, ég tímdi thvi ekki) og gellan i IKEA sagdi okkur ad leigublilar gaetu tekid mest 180 cm langa pakka en hillan er 192. Eftir ad hafa radfaert okkur vid serlega radgjafa okkar (Hronn og Georg) i tvi ad dila vid Svia akvadum vid ad kanna tetta med leigubil nanar. Bilstjorarnir fyrir utan IKEA voru hinir vingjarnlegstu, sogdu, "ekkert mal" og skelltu 192 cm longu hillunni okkar i skottid asamt bordinu+ stolunum og 4 tungum innkaupapokum ur smart (stormarkadurinn okkar). Sidan pokkudu teir okkur ofan a allt saman og keyrdu okkur heim f. 160 SEK!!!! Hehe, vid graeddum sumse 440 sek sem eru 10 klst. i pool, 22 bjorar a studenta bar i Uppsala (toluvert faerrri a venjulegum borum) eda 12 kilo af nautahakki. Vid vorum rosa stoltar af okkur.

Eftir saenskunamskeidid okkar (tessi Iraska var bara med skarra moti, enda sagdi kennarinn nokkrum sinnum "Bara hlusta" adur en hun gat byrjad og einu sinni "Leila, bara hlusta") hofumst vid handa vid ad setja dotid saman. Vid gerdum samning adur en vid sprettum kossunum upp; Emelia átti ad stjorna og eg myndi gera allt sem hun segdi. Mín reynsla af samsetningu IKEA vara med lýdraedislegum adferdum er nefninlega su ad hillan/bordid/skapurinn endar vitlaust samansett og teir sem unnu lýdraedislega saman ad samsetningunni raedast ekki vid i nokkra tugi klukkustunda a eftir. Tannig ad eg tok throskaskref og sagdi "Tu matt rada." Emelia flytti ser natturulega ad taka vel i tad og stjornadi med miklum glaesibrag og eg hlyddi med tilthrifum. Nidurstadan vard su bokahillan okkar, bordid og allir 4 stolarnir eru fullkomlega sett saman og vid Emelia erum jafnvel betri vinkonur nuna en fyrir IKEA samansetningu.


þriðjudagur, nóvember 12, 2002

 
Ætla að læða inn einum brandara sem Solla frænka sendi mér á seinasta ári.

A man goes to the forest for a bear hunting weekend.
The first day he walks around the forest and spots a bear so he says to himself ' right, I'm going to kill my first bear of the weekend' and he shoots it but after he does this the bear walks off & disappears & a minute later somebody is tapping on his shoulder - it is the bear he just shot. The bear says,'because you tried to shoot me I'm gonna teach you a lesson you won't forget, I'm gonna fuck you up the arse'.
The next day the man walks in the woods again and is determined to shoot the bear dead for what he did yesterday. He sees the bear, takes one shot & thinks the bear is dead, but again it walks up & disappears and later he feels somebody tapping on his shoulder - it's the bear again, who Fucks him up the arse again.
The following day the man walks, very painfully, into the woods again with a much bigger shotgun. He sees the bear, takes a good long aim & shoots the bear this time the bear stays still for a while and the man thinks 'great - it's dead'. However, the bear gets up after a while & disappers and then the man feels tapping on his shoulder again. It's the bear again and he says 'Hey, you don't really come here for the hunting do you?'


 
Það byrjaði að snjóa hjá okkur um helgina, og ekki hlýnaði við það. Það liggur smá snjór yfir öllu saman sem fær mig til að hlakka enn meira til jólanna.
Ég svaf loksins út, til hálf eitt, en það hef ég ekki gert í margar vikur, þ.e.a.s. á virkum degi. Ég er nefnilega búin að vera svo dugleg undanfarið, vakna með Auði og hangi á netinu í Karolinska Institutet allan daginn. Í dag varð ég hins vegar að vera heima þar sem ég bjóst jafnvel við símhringingu. Ég veit núna að það var greinilega bara stjarnfræðilega fáránlega óskhyggja. Ég hringdi nefnilega í gær enn einu sinni í húsvörðinn okkar og bað hann að hringja í einhvern útaf hitanum í íbúðinni og sagði honum að ég yrði heima í dag. Auðvitað hefur enginn hringt. Ég hringdi því í SSSB (stúdentaíbúðarleigan) og sagðist vingjarnlega konan ætla að hringja og tala við mig innan fárra daga. Ég varð mjög glöð að heyra það. Það virðist sem ég falli alltaf fyrir þessum brandara hjá Svíunum: “Já, já, við munum hringja í þig”. En þessi sagðist lofa að hringja í mig. Hún heyrði greinilega að ég var ekki alveg nógu ánægð með þetta.
Það er eins gott að það verði hlýrra hjá okkur um jólin því ekki getum við boðið vanfærri konu upp á þetta!

Í dag tók ég aðeins til og þvoði þrjár þvottavélar. Mér þykir svo gaman að þvo, henda í þurrkara og brjóta saman. Í alvöru. Kannski er það bara því ég þarf ekki að gera það nema á eins og hálfs vikna fresti.


 
Fengum bref fra Studentagardafiflunum sem legja okkur iskoldu og randyru ibudina okkar. Their leigja hana af eigandanum og legja okkur hana sidan a okurverdi. E-r nefnd er buin ad urskurda um ad their megi ekki lata tha sem bua i svona ibudum sem their aframleigja borga miklu meira heldur en tha sem bua i ibudum sem fiflin eiga sjalfir. Tvi aetla fiflin ad segja upp ollum sem bua i svona aframleigdum ibudum af thvi ad theim finnst svo orettlatt ad lata alla studenta borga svipada leigu. Tvi verdur okkur kannski hent ut i vor, nema thessi nefnd skipti um skodun og segi ad thad se allt i lagi ad lata okkur borga svona mikid. Leigan er svona ha hja okkur thvi thad er svo mikill kostnadur hja studentagordunum i stjornun og skipulagningu, skv. theim. Skv. minni reynslu felst thessi stjornun i thvi ad taka numer thess sem fremstur er i bidrodinni og setja thad a netid. Studentar thurfa sjalfir ad fylgjast med thvi hvort theirra numer se komid upp og melda sig innan viku til studentagardanna og koma og undirrita samning. Their geta lika sent ther samninginn eftir ad studnetinn og thegar thu hefur undirritad hann faerdu lykla ad ibudinni. Eg bad tha um ad senda minn samning til islands en their sendu hann tvisvar i ibudina okkar i svithjod. Sem vid vorum ekki med adgang ad. Nokkrum vikum seinna föttudu their ad thegar eg bad um samininginn i posti til islands tha vildi eg fa hann til islands og byrjudu ad senda hann thangad. Their fengu hann audvitad i hausinn aftur med "return to sender" og hringdu radvilltir i heim til okkar og sogdust ekki geta sent okkur samninginn, thad hlyti ad vera eitthvad ad heimilisfanginu. Tha vorum vid bunar ad vera i ibudinni i meira en manud.
Thegar vid vorum i stridinu vid telia reyndi eg ad hringja i studentagardanna til ad fa ad vita hver aetti bygginguna sem ibudin er i og thau gatu ekki einu sinni sagt mer thad.

Thessi stjornun kostar okkur amk 10.000 isl a manudi.

Tarf ad fara ad pina frumur

am


mánudagur, nóvember 11, 2002
 
Rádgáta á Nördahorninu
Vid Audur yrdum afar thakklátar ef einhver gaeti hjálpad okkur med paelingar úr seinasta CSI thaetti sem vid sáum. Kíkid inn á nördahornid.


sunnudagur, nóvember 10, 2002
 
Í gær skelltum við Auður okkur í Kungens Kurva, sem er verslunarsvæði, ekki svo langt frá okkur. Byrjuðum í IKEA, kíktum svo í Heron city (þar er aðallega risa bíó og veitingastaðir), og í Jysk (Rúmfatalagerinn). Okkur leist svo miklu betur á allt í IKEA að við drifum okkur þangað aftur. Keyptum alveg fullt: Teskeiðar, kodda (fyrir næturgestina), vínglös, lítið borð, skóhillu, mæliskeiðar (því mín ætlar að vera svo dugleg í bakstrinum!), pastasigti, og hálfgerðan písk (í eldhúsið!). Allt draslið er náttúrulega svo nauðsynlegt að það var rifið úr umbúðunum og tekið í notkun. Litla borðið settum við í hornið við hliðina á röndótta sófanum okkar. Auður tók svo fínu græjurnar okkar loksins upp úr kassanum og prýða þær borðið.
Við ætluðum að kaupa bókahillu, og eldhúsborð og stóla en eldhúsborðið og stólarnir er ekki til í augnablikinu. Það kostar 595 SEK (5400 ÍSL) að láta IKEA senda manni þetta heim og það tekur 2 vikur. Við ætlum því að reyna að fara tvær ferðir í strætó með dótið, sjáum hvernig það gengur því bókahillan er ansi massív.

Ath. Það eru komnar nýjar myndir á myndahorninu, myndir af okkur í Stokkhólmi frá ágúst til október.

Í gærkveldið skruppum við til Hrannar og Georgs. Hjá þeim var líffræðipar, Stefán og María, en þau eru skiptinemar í eitt ár. Þau eru bæði í M.Sc. námi, hann í rykmýi en hún í skordýrum. Skemmtilegt kvöld.


fimmtudagur, nóvember 07, 2002
 
Rétt til getid, ég er enn einu sinni í Karolinska. Thad er bara svo mikid á netinu, ég held ég sé ekki einu sinni hálfnud!

Loksins er búid ad selja Ford drusluna okkar, thad er ekki búid ad taka neinn smá tíma. Fólk er bara leidinlegt ad hafa ekki viljad hann fyrr og ekki borgad eins mikid og vid vildum. Og ekki hef ég mikid álit á thessum bílasölunáungum í Brimborg. Thegar ég lét bílinn inn gaf ég vidkomandi sölumanni upp fullt af upplýsingum sem hann skrádi í tölvuna, sagdi honum ad vetrardekkin vaeru í skottinu og ad allir pappírar vaeru í bílnum, en samt thurftu their ad hringja í pabba nokkrum sinnum til ad spyrja hann út í thetta allt saman sem thurfti svo ad hringja í mig. Pabbi sá nefnilega um thetta fyrir mig, thar sem ég er stödd í rassgati.
Í thakklaetisskyni sendi ég mömmu og pabba til Prag í morgun og verda thau fram á sunnudag. Yfirskin ferdarinnar er árshátíd vinnunni hans pabba.

Um helgina aetlum vid Audur thví ad fara ad versla; eldhúsbord og stóla (jólin eru á naesta leyti og vid eigum von á fyrirferdarmiklum gestum!), kodda (fyrir alla gestina sem aetla ad gista hjá okkur), bókahillu (flestar bókanna eru í kassa í geymslunni), lítid hornbord fyrir graejurnar, og teppi (thad er ennthá skítakuldi inni hjá okkur, og fer sko ekki hlýnandi). Ég aetla líka ad suda um ad kaupa teskeidar (eigum bara eina, thad er pirrandi thar sem ég er forfallinn Nesquikisti) og kannski smá skilrúm svo gestirnir okkar verda ekki feimnir thegar their gista hjá okkur, thad er nefnilega bara eitt "stórt" herbergi/stofa. Svo langar mig líka í hraerivél thar sem ég aetla ad vera dugleg ad baka fyrir jólin. Ég er viss um ad mamma hlaer af thessu, ég hef nú aldrei verid mjög hjálpleg í jólabakstrinum og eiginlega bara reynt ad koma mér undan thví. Sem betur fer var ég nú alltaf í prófum fyrir jólin, sú afsökun er gód og gild. Ég á ekki einu sinni eina uppskrift af jólakökum, verd greinilega ad spjalla vid múttu.
Annars býd ég mig fram sem sérlegan smakkara. Ef einhver hefur áhyggjur af thví hvernig jólasmákökurnar séu á bragdid thá getur sá og hinn sami einfaldlega sent nokkrar til mín og ég sendi svo svar um hael.

Um helgina verdum vid Audur líka ad kaupa nokkra jólapakka. Jólapakkarnir og jólamaturinn og jólagestirnir er thad sem ég hugsa stödugt um thessa daga. Thad tekur nefnilega 4 vikur fyrir Íslandspóst ad senda pakka til nordurlandanna og thá skiptir engu hvort thad sé Graenland eda Finnland, en Faereyjar taka bara 1 viku! Heimskulegt. Thannig ad vid verdum ad fara ad drífa í thessu. Aldrei fyrr hefur hugurinn verid í thessum thönkum fyrir midjan desember. Ég hef heldur aldrei thurft ad paela neitt í jólamatnum, mamma sér alltaf um thad, madur maetir bara kl. 18 vid matarbordid á adfangadag og thá er allt tilbúid. En núna er thetta allt ödruvísi. Sem betur fer verdum vid thó fjögur um thetta, thad er, ég tharf thá ekki ad sjá ein um eldamennskuna enda myndi thad nú ekki boda mjög gott.
Mér sýnist nú ad vid aetlum samt ekki ad yfirgefa matarvenjur maedra okkar, hamborgarhryggur er sem sagt planid. Vid aelum sídan ad kaupa malt og appelsín af íslenskum sjómanni hérna í Stokkhólmi, og thid getid rétt ímyndad ykkur ad thad kostar sitt. Vid erum einnig ad paela ad kaupa hangikjöt af honum, fyrir jóladag eda annan í jólum. Aetli thad verdi svo bara ekki önd á gamlárs, ég vaeri thó líka til í kalkún, thetta er allt saman á samningastigi.
Ég er ordin glorhungrud af ad huxa um thennan gaedamat, svo bless í bili.



þriðjudagur, nóvember 05, 2002
 
Ég er búin ad vera á netinu í Karolinska sídan snemma í morgun.
Lenti í einhverju veseni ádan, allt í einu (alveg satt) opnadist einhver sída med "Nude Celeptrities" og ég get ekki lokad henni. Med sídunni opnudust tvaer adrar sídur sem ég get heldur ekki lokad. Jaeja, ég fer brádum ad haetta hvort ed er. Thid tharna tölvusnillingar, hvernig lokar madur svona sídum. Ég get ekki heagri smellt á Ikonid nedst á skjánum, thad gerist ekkert, og svo er enginn kross í horninu!!!! Thá er greinilega bara eitt haegt í stödunni, og thad er ad skoda myndirnar!

Annars rakst ég á 3 fínar myndir ádan, ekki inni á ofangreindri sídu heldur thegar ég var ad leita ad laginu "All the things she said" med T.A.T.U. (mjög flott lag og finnst á http://www.musicmass.com/, í boxi til haegri). Hún Britney lítur nú bara alls ekkert svo illa út, greyid. Ég held nú ad hún Electra hafi eitthvad misskilid brjóststaerd sína. Veit ekki deili á thessum ungu stúlkum, gaetu verid tatu stúlkurnar, thetta líkist annarri (thessari stutthaerdu) en ekki hinni (hún er med hrokkid hár í myndbandinu, en thad getur nú breyst snögglega).

Um helgina sáum vid einhvern saenskan unglingathátt thar sem prófadir voru hitabrúsar frá thremur framleidendum. Kannad var hversu vel their héldu hita, hversu audvelt var ad thvo thá med venjulegum uppthvottabursta, og hversu vel their stódust skriddrekapróf. Eihver búdareigandi hélt thví nefnilega fram ad brúsarnir sem hann seldi tholdu ad vera keyrdur yfir af skriddreka, en annad kom á daginn. Enginn brúsanna tholdi skriddrekayfirvöltun. Krakkarnir fóru thví í búdina og kvörtudu og fengu endurgreitt. Snilld. Látid ekki plata ykkur svona, prófid hitabrúsana ykkar!


sunnudagur, nóvember 03, 2002
 
Loksins gerðist eitthvað hjá okkur, en ekki bara af sjálfu sér, þetta var skipulagt.
Í gærmorgun vöknuðum við kl. 7:50. Til að þið sjáið öll sömul þvílíkt afrek þetta var þá vil ég minna ykkur á að í gær var laugardagur, sem sagt frídagur, og við vöknuðum snemma, jafn snemma og á virkum dögum!!!! Eru allir að ná þessu. Og það hlaut að vera tilhlýðileg skýring á því að við fórum fram úr. Við vorum búnar að mæla okkur mót við Hrönn og Georg á T-centralnum rúmlega 9 því saman ætluðum við að skreppa til Uppsala og hitta aðra skólafélaga úr HÍ. Mættum 10:20 til Uppsala en þar sem lestarferðin (sem tók 40 mín) hafði gengið svo vel (við kjöftuðum nefnilega svo mikið) þá steingleymdum við að hringja í Snævar og Sigrúnu og mæla okkur mót. Gerðum það og biðum á McDonald’s á meðan. Hittum svo Snævar, Sigrúnu, Örnu og Karvel. Það var nú ekki amalegt að vera með 1 “guide” á mann til að lóðsa okkur. Þetta hljóta að vera æfðir leiðsögumenn því þau létu okkur þramma alveg heilmikið og vissu ofsaleg mikið.
Sáum dómkirkjuna, en hún á að vera stærsta kirkjan á norðurlöndum og þau vildu líka halda því fram að hún væri elst. Kirkjan var mjög flott, úr múrsteinum að utan og með fullt af útskotum að innan. Þarna fer fram konungskrýningin og eru nokkrir konungar og aðalsmenn grafnir þarna.
Fórum á safn (Museum of Medical History) og sáum kattasýningu, víkingadót, kóngadót, og krufningasal. Krufningasalurinn er byggður upp eins og hringleikahús, en þar krufði einhver víst frægur læknir á 17. öld útigangsmenn og seldi aðgang. Krufningarnar fóru einungis fram á nóttunni því það þótti ekki sæma að gera það á sama tíma og kirkjan (stóra dómkirkjan) var opin, en kirkjan stendur 100 metrum frá. Á veggjunum hanga 5 gömul landakort og m.a. eitt kort af Íslandi. Okkur er því gert ansi hátt undir höfði þar sem ekkert hinna kortanna sýndi eitt land.
Fórum í gamla Uppsala, þar sem Uppsala var í gamla daga, það er svona úthverfi af Uppsala í dag. Skoðuðum þar kirkju og löbbuðum í kringum nokkra hóla þar sem kóngar voru grafnir í gamla daga, og við erum ekki tala um neina smá hóla og ekkert smá gamla daga, og það var alveg fullt af þeim. Það er búið að eyðileggja það sem var inni í sumum hólanna og á krufningalæknirinn frægi frá 17. öld (vísindamaður þess tíma) sökina. Hann gróf draslið út og er ekki vitað hvað varð um það, sem er frekar sorglegt því ég get nú ekki ímyndað mér hvaða upplýsingar hann hefur getað fengið út úr þessum haugum á þeim tíma nema að það stæði nafn viðkomandi kóngs skýrum stöfum einhvers staðar.
Fórum svo heim í fína íbúð Snævars og Sigrúnar þar sem var borðað og kjaftað, horft smá á Svía vinna Íslendinga í handbolta (eins og vanalega) og fór Staffan Olsson “yfirsvíagrýla” þar fremstur í flokki. Tókum síðan sænskt pictionary, þ.e. orðin voru á sænsku en auðvitað þýddum við þau yfir á íslensku. Náðum ekki að klára spilið þar höfuðborgarfólkið þurfti að drattast heim en við Auður vorum alveg á leiðinni að vinna!
Frábær dagur, hlakka til að hitta þau næst og er það áætlað laugardaginn 14. des þar sem við ætlum að hafa jólaglögg.

Mamma hringdi áðan, og vakti okkur, það þarf nú eiginlega ekki að taka það fram lengur! Það voru nú ekki miklir fréttaflutningar en það er alltaf svo gaman að heyra í henni, hún verður síðan að fara að drífa sig hingað og draga pabba með.

Inga frænka er með afmælisveislu (af því hún er orðin svo gömul muniði!) í dag. Ég veit bara ekkert hvar veislan er en þið ættuð að geta fundið Ingu í símaskrá Selfoss og hringt í hana! Góða skemmtun.