Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, nóvember 27, 2002
 
Þegar ég var á leið í búðina á mánudaginn sá ég íkorna. Ég held bara að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég sé íkorna. Ég hægði því á mér og fylgdist með honum klifra upp í tré og stökkva milli trjágreina, tré úr tré. Þessi dýr eru greinilega mjög fim og afar létt því oft fór hann nánast út á enda trjágreinanna þar sem þær eru það grannar að þær svigna ábyggilega undan laublöðunum á sumrin. Hann virtist vera að drífa sig eitthvert, kannski var þetta ekki venjulegur íkorni, kannski var þetta super-squirrelgirl á leið að bjarga einhverjum íkornastrák. Leiðir okkar lágu ekki lengi saman svo ég veit ekkert um framhaldið.

Á sunnudaginn bakaði ég púðursykursmarensköku og hún heppnaðist algjörlega. Ég kann sem sagt bara að baka tvær kökur en þessi hefur bara heppnast einu sinni hjá mér áður, af ábyggilega 10 skiptum. Af hverju var ég að baka, jú, við Auður fórum í saumaklúbb á mánudaginn, til Hrannar. Þar mættu 16 íslenskar kellingar, milli 24 og svona 45. Ég mætti líka með heimtilbúnar karamellur, sem slógu auðvitað í gegn. Ein spurði mig hvað væri í þeim en ég sagði að mætti ekki segja því um fjölskylduleyndarmál væri að ræða. Þá byrjaði önnur að telja upp: “Bíddu er ekki sykur, rjómi og síróp og eitthvað”. Ég varð rosalega hissa, ég hélt að enginn í heiminum kynni að búa til svona karamellur nema föðurfjölskyldan mín, en þær virtust margar kannast við þetta úr sinni æsku, sú sem spurði mig var meira að segja með tveggja centimetra ör á hendinni eftir karamellubakstur í æsku.
Allavega, þetta voru mjög hressar kellur. Því sem við Auður tókum strax eftir var að nánast allar eru hérna til að mennta sig eða útaf sinni vinnu, þ.e. kallarnir þeirra eru fylgifiskar þeirra en ekki öfugt eins og manni finnst oftast vera málið, við vorum mjög hissa og ánægðar með þessa þróun. Svo hálftíma síðar fattaði ég að ég er fylgifiskur!!!
Núna getum við farið að spila jólalög, Hrönn skrifaði fyrir okkur “Pottþétt jól” og skannaði meira að segja og prentaði út í lit fram- og bakhliðina á disknum svo hann lítur alveg út eins og keyptur. Þetta er sem sagt eini jóladiskurinn okkar, enda hefur nú ekki skort jólalögin í útvarpinu í desember á Íslandi!

Ef eitthvert ykkar hefur verið að velta því fyrir sér hvort kökuform rygði auðveldlega þá get ég svarað því fyrir ykkur: Já.
Ef maður skilur kökuformin sín eftir í vatni í cirka 6 tíma, hver sem ástæðan er (btw, ég gleymdi þeim!), þá myndast margir ryðblettir. Hins vegar er mögulegt að þvo blettina af, eins ótrúlegt og það hljómar. Ekki veit ég hvort það eigi einungis við um glæný form sem hafa aldrei verið notuð, þið verðið bara að prófa!