Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, nóvember 14, 2002
Eitt vantaði í frásögnina hennar Auðar. Við bárum hilluna, borðið og stólana beint inn í íbúðina um stofudyrnar. Það var í mesta lagi opið í 5 mínútur en þegar ég lokaði var stærðarinnar kónguló rétt fyrir innan gaflinn. Hún var með fjögurra centimetra langar lappir, þ.e. 32 cm í heild, og nokkuð stóran búk. Hún var næstum því jafn stór og hestur, kannski var þetta bara Sleipnir gamli! Auðvitað hleypti Auður henni út. Ég er rosalega ánægð með nýja IKEA dótið okkar, það er ekkert smá flott. Í dag hef ég verið að reyna að fylla bókahilluna okkar en það gengur ekki alveg nógu vel, við erum greinilega ekki með of margar bækur með okkur eins og við héldum í fyrstu. Bókahillan er þvílík snilld. Þegar ég var að setja hana saman hélt ég að fyrsta hillan sem ég tók upp væri gölluð, það hafði verið sagað af vinstra horninu. Ég var náttúrulega alveg brjáluð, þetta var bara týpískt fyrir Svíana, alltaf verið að gera okkur erfitt fyrir og hrekkja okkur. Mig dauðlangaði að fara og skipta henni en auðvitað nennti ég því ekki. Síðar tók ég eftir því að fleiri hillur voru “gallaðar”, en þá er þetta smá pláss fyrir snúrur sem gerir okkur kleyft að hafa t.d. einn hátalarann okkar í hillunni, það er voða smart. |