Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, nóvember 17, 2002
 
Á fimmtudaginn sáum við “Big Daddy” í sjónvarpinu. Aðalleikarinn er Adam Sandler en litli strákurinn er sá sem leikur son hans Ross í Friends, Ben. Við ætluðum ekki að horfa á myndina þar sem við þolum hvorugar Adam Sandler en þar sem það fyrsta sem við sáum var frekar fyndið ákváðum við að horfa smá. Mér fannst myndin mjög fyndin og mæli nokkuð með henni, ég er allavega viss um að Hauki bróður muni finnast hún mjög skemmtileg. Litli strákurinn leikur mjög vel í myndinni og ég get enn hlegið að senunni þegar kall frá Félagsmálastofnun dregur hann út að heimili Adams Sandlers en litli strákurinn veit ekki af hverju hann má ekki lengur búa hjá Sandler og kallar með gráttóni: “But I wipe my own ass”. Ég held þið sjáið ekki alveg hvað er fyndið við þetta nema að horfa á myndina.

Í gær leigðum við "Spiderman" og ekki fannst okkur hún neitt sérstök. Við sáum líka "Birthday Girl" með Nicole Kidman og hún var miklu betri.

Við fengum 4 símtöl í dag; eitt frá hvorri móður og tvö frá Hrönn. Hrönn kom svo í heimsókn (Georg var að læra fyrir próf), það var ofsalega gaman.