Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, nóvember 10, 2002
 
Í gær skelltum við Auður okkur í Kungens Kurva, sem er verslunarsvæði, ekki svo langt frá okkur. Byrjuðum í IKEA, kíktum svo í Heron city (þar er aðallega risa bíó og veitingastaðir), og í Jysk (Rúmfatalagerinn). Okkur leist svo miklu betur á allt í IKEA að við drifum okkur þangað aftur. Keyptum alveg fullt: Teskeiðar, kodda (fyrir næturgestina), vínglös, lítið borð, skóhillu, mæliskeiðar (því mín ætlar að vera svo dugleg í bakstrinum!), pastasigti, og hálfgerðan písk (í eldhúsið!). Allt draslið er náttúrulega svo nauðsynlegt að það var rifið úr umbúðunum og tekið í notkun. Litla borðið settum við í hornið við hliðina á röndótta sófanum okkar. Auður tók svo fínu græjurnar okkar loksins upp úr kassanum og prýða þær borðið.
Við ætluðum að kaupa bókahillu, og eldhúsborð og stóla en eldhúsborðið og stólarnir er ekki til í augnablikinu. Það kostar 595 SEK (5400 ÍSL) að láta IKEA senda manni þetta heim og það tekur 2 vikur. Við ætlum því að reyna að fara tvær ferðir í strætó með dótið, sjáum hvernig það gengur því bókahillan er ansi massív.

Ath. Það eru komnar nýjar myndir á myndahorninu, myndir af okkur í Stokkhólmi frá ágúst til október.

Í gærkveldið skruppum við til Hrannar og Georgs. Hjá þeim var líffræðipar, Stefán og María, en þau eru skiptinemar í eitt ár. Þau eru bæði í M.Sc. námi, hann í rykmýi en hún í skordýrum. Skemmtilegt kvöld.