Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, nóvember 18, 2002
 
Hultur!
Er það ekki miklu betra orð en “óhultur”? Fyrir mér þýðir hultur öruggur. “Hann er hultur fyrir skrímslunum”, eða eitthvað svoleiðis. Ég get eiginlega ekki útskýrt af hverju mér finnst þetta, ég get bara oft ekki munað hvort það er hultur eða óhultur sem er rétta orðið. Ég veit samt vel að “hultur” er ekki til. En það er einmitt það sem ég skil ekki, af hverju hefur maður ó-ið fyrir framan? Stundum þegar maður vill fá lýsingarorð sem þýðir akkúrat öfugt við það sem maður hefur þá bætir maður ó-i fyrir framan. Það meikar því ekki sens að óhultur þýði öruggur, það er svo asnalegt að segja “Þú ert ekki óhultur”, þetta hljómar eins og tvöföld neitun. Fyrir mér hljómar þetta nefnilega eins og “Þú ert óóhultur”. Mér finnst sem sagt að það ætti að vera til orð sem væri öfugt við “óhultur” og það væri orðið “hultur”. Fyrst ég er farin að koma með óskir um breytta íslensku þá get ég alveg eins beðið um það hérna að “hultur” muni þá framvegins þýða öruggur og “óhultur” muni þýða óöruggur. (Takið eftir “öruggur” og “óöruggur”, þau eru andstæð og það er bara bætt ó-i fyrir framan!).