Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
sunnudagur, nóvember 24, 2002
Jæja, loksins. Við fundum Hrafninn flýgur (Korpen flyger) og horfðum á hana í gær. Það sem kom okkur á óvart var að hún var bara alls ekkert leiðinleg og ekki svo hallærisleg. Núna vitum við sem sagt allt um “Tungur knífur” eins og Svíarnir segja og ættum að geta uppfrætt McDonald’s vini okkar. Í byrjuninni á myndinni segir aðalpersónan (Gestur): “Þungur hnífur!” og þá er honum svarað með “Hnífurinn á að vera þungur”. Stuttu síðar segir Gestur við sama mann: “Þungur hnífur?” þegar kallinn getur ekki lyft hnífnum upp því Gestur særði hann á hægri hendinni. Svo í lok myndarinnar segir Gestur við Þórð: “...og hnífarnir of þungir” og svo segir Gestur við systur sína: “...og alla þungu hnífana”. Það er sem sagt minnst 5 sinnum á þunga hnífa í myndinni. Þar hafið þið það. Og ef einhverjir í Stokkhólmi vilja leigja myndina þá fæst hún í Casa Blanca á Sveavägen. |