Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, nóvember 25, 2002
 
Það var fullt um að vera hjá mér seinasta föstudag. Hitamæliskallinn frá Riksbyggen stóð við sín orð og koma með tvo hitamæla, annar fór upp í bókahilluna okkar og hinn á ganginn. Auðvitað stakk ég upp á því við Auði að við myndum hafa örlítil áhrif á niðurstöðurnar og hafa eitthvað kalt við mælana en hún Auður mín vill alltaf vera svo heiðarlega, hún segir að það hafi alltaf borgað sig í hennar tilfelli!!!! Ég banna samt algerlega að hafa baðherbergið opið þegar við erum í sturtu því annar mælanna er einum meter frá baðherberginu.
Ég fór í pool með Georg og húsverðinum hans, Ron Henderson, sem er Skoti og heitir í raun McHendric en það útleggst víst m.a. Henderson á öðrum málum. Ég held við hljótum að hafa tekið upp undir 20 leiki, allavega tapaði ég 5 sinnum fyrir Georg með því að setja hvítu kúluna ofaní þegar ég reyndi við svörtu eða setti svörtu í rangt gat. Hvernig þetta er hægt veit ég ekki, það þarf örugglega snilling til. Auður hitti okkur poolstaðnum og var umsvifalaust rifin úr hinum mest sexý skíðagalla og sett í stuttan þröngan bol og stutt pils og þurfti að öskra öllum stundum “Áfram Emelía”.
Fórum öll á kínverskan stað og mætti Hrönn til okkar. Eftir það fórum við Auður á “Hecktet” (blandaður gay staður) sem var við hliðina á veitingastaðnum. Það var enginn laus stóll þegar við komum en þá var klukkan bara 20. Klukkan 21 var allt troðið þarna inni, enda staðurinn bara opinn til kl. 1. Sæi maður þetta heima!!! Þegar við vorum á leið heim hittum við djammvinkonur okkar sem við kynntumst fyrir 2 mánuðum á “Tip-Top”, önnur er finnsk-sænsk en hin er pólsk, báðar tala þær reiprennandi sænsku. Við fórum því aftur inn Hecktet, dönsuðum þar til staðnum lokaði (alveg þar til honum lokaði, þvílíkir djammarar!!) og vorum svo samferða vinkonum okkar í T-banan. Sú póska talar nánast enga ensku en við skiljum eiginlega allt sem þær segja og svo töluðum við fullt af sænsku, góð æfing fyrir okkur.