Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, desember 28, 2002
 
Aðstandendur Jól2002.se þakka velgjörðarmönnum sínum á Íslandi fyrir þeirra framlag og óska þeim um leið gleðilegs nýs árs.


 
Núna líður okkur vel. Við svindluðum á risafyrirtæki í dag, El Giganten (heitir Elko heima). Mér tókst nefnilega fyrir tveimur vikum að eyðileggja hrærivélina okkar, festi viskustykki snilldarlegi í tannhjólinu sem snéri skálinni og snérist hún ei meir. Þetta var svo hræðilega vanbúin vél, það var ekkert lok svo ég þurfti að nota viskustykki með fyrrgreindum afleiðingum.
Ég held ávallt eftir kvittunum svo í gær og í dag bjuggum við til sögu um að við hefðum keypt hrærivélina handa okkur í jólagjöf og svo hefði hún nú bara ekki virkað þegar til kastanna kom. En því miður þurfum við ekkert að segja þegar við skiluðum vélinni. Og við fengum meira að segja peninginn til baka, afar skrítið.
Keyptum áramótamatinn okkar (ætlum að hafa önd) og flugelda í leiðinni.


 
Öll jólin hefur unglingahljómsveitin “Búdrýgindi” ómað úr græjunum okkar. Hákon gaf okkur Auði þennan disk og er hann alveg frábær, allir að drífa sig út núna og kaupa hann. Meðlimir Búdrýgindi eru úr Kópavogsskóla og unnu Músiktilraunir 2002.


 
Halló allir tölvunördar. Okkur langar að vita hvar á að tússa CD-ROM sem eru með tölvuvörn, er það á röndinni?


 
Aðfangadagur
Hlín var enn alveg að farast yfir að fá ekki að opna pakkana og allir voru þokkalega spenntir yfir matnum. Biggi sá um steikina (reyktur, danskur hamborgarhryggur sem hjónin drösluðust með til okkar á bakinu), Hlín sá um brúnuðu kartöflurnar, Auður sá um sósuna og ég sá um eftirréttina. Ég varð auðvitað að gera möndlugrautinn hennar mömmu, hann heppnaðist þrælvel en ég gleymdi bæði möndlunni og möndlugjöfinni. Náði að redda mér með hnétu og íslensku nammi, Auður fékk svo möndluna. Borðuðum inni í stofu og var ofsalega fallega dúkað og rómantískt hjá okkur. Maturinn var hrikalega góður og borðuðu allir á sig gat og var ekki pláss fyrir eftirréttinn (súkkulaðimús) fyrr en þremur tímum síðar. Við vorum svo ofsalega íslensk, ætluðum fyrst að byrja að borða kl. 18 að staðartíma en seinkaði soldið og náðum messunni frá ruv.is í gegnum netið í lokin. Auðvitað var ekkert okkar að hlusta á þessa messu og slökktum mjög fljótlega en þetta er hefðin.
Vegna alls umstangsins um daginn var Hlín hin rólegasta, hún steingleymdi pökkunum. Þetta var alveg eins og heima, einn (ég) sem las á einn pakka í einu og rétti viðkomandi. Við fengum fullt af nytsamlegum gjöfum. Það er greinilegt að fólk hefur verið að lesa kvartanirnar okkar á blogginu því við fengum fern vettlingapör, fern ullarsokkapör og hitateppi. Ætli ég telji bara ekki allt upp. Frá Hauki bróður fengum við Hagkaupsbækurnar eftir Jóa Fel (Brauðréttir og Kökubók), lampa frá mömmu og pabba, bækur frá Önnu Kristínu og Þorvarði, bók og flugdisk (CD-ROM “Á flugi yfir Íslandi”) frá Magga og Heiðrúnu, hitateppi frá Hlín og Bigga, jólaspilastokk frá Önnu Snædísi, ullarsokka og vettlinga frá ömmu og afa á Vorsó, bók og skeiðar og gaffla í settið hennar Auðar frá ömmu hennar í Sandvík, jólahandklæðasett og bókina “Land” frá ömmu Auðar í Hveró (sem býr samt á Selfossi núna), bók frá systkinum Auðar, og svo skrautepli og dagatal frá Ósk og Ingvari (með 13 myndum af Unni Maríu, nýju stelpunni þeirra). Allar gjafirnar eru rosalega flottar. Ég gaf Auði kápu og hún gaf mér gítar. Þetta er fyrsti gítarinn minn, jeiiii.

Auður er rosalega klók kona. Þegar ég opnaði jólapakkann minn frá henni brá mér soldið því þar voru bara gömlu íþróttabuxurnar mínar og miði sem á stóð “Hoppaðu upp og lokaðu augunum”. Ég var enn svo hissa en dröslaðist á fætur og var þá allt í einu gítar fyrir framan mig. Hún hafði geymt gítarinn í rúma viku í geymslunni okkar og hafði meira að segja skipt um lás og allt og var því alltaf hin liðlegasta að stökkva og ná í eitthvað í geymslunni þegar þurfti, mér þótti það auðvitað ekkert grunsamlegt at the time en ég mun hafa vökul augu með stelpunni í framtíðinni.

Kanaklúbburinn fékk svo jólaspilastokk frá Siggu og var sko spilað langt fram á nótt, ég vann ábyggilega!!


 
Jæja, núna eru komnar alveg gríðarlega flottar jólamyndir af okkur í Jól2002.se
og Jól2002.se frh


fimmtudagur, desember 26, 2002
 
Allt hefur gengið gríðarlega vel hjá okkur fjórmenningunum.

Við Auður náðum sem sagt í Bigga og Hlín á T-Centralen á sunnudaginn (22. des). Greyin þurftu að kaupa sér sitt hvort mánaðarkortið í lestirnar því það er bara hægt að fá líka eins daga, þriggja daga og svo stakar ferðir (svona svo þið vitið þegar þið komið til okkar) en þau ætla að vera í tvær vikur.
Á mánudeginum var því ekki til umræðu annað en að nýta þetta kort. Skruppum í bæinn og versluðum nokkrar jólakúlur, jólaseríu og jólatré. Þetta eru nefnilega fyrstu jólin okkar Auðar þar sem við alveg einar og þar af leiðandi eigum við ekkert jóla-neitt. Við Hlín sendum Bigga og Auði heim með allt saman til að ég gæti keypt jólagjöfina handa Auði. Ég vissi vel hvað ég ætlaði að kaupa en vissi bara ekki í hvaða H&M búð það var. Það endaði auðvitað þá þannig að ég þurfti að fara í allar fimm búðirnar í miðbænum þar til ég fann réttu kápuna. Fyrst ég var nýbúin að fá útborgað keypti ég ilmvatn handa Auði og rosalega fína steikarpönnu, auðvitað líka handa Auði!
Þar sem við áttum orðið gríðarlega flott tré og það var Þorláksmessa var okkur ekki til setunnar búið, við stelpurnar skreyttum tréð og höldum því fram að þetta sé flottasta jólatré í heimi. Reyndar þurftum við að bíða örlítið þar til við gátum byrjað þar sem jólaserían sem við keyptum var ekki með straumbreyti og við ekki með neinn lausan straumbreyti (en þó fjóra áfasta snúrum). Við nenntum nú ekki að dröslast í bæinn til að skipta seríunni (þó við höfum verið hundfúlar) því það tekur 30 mínútur hvora leið svo við röltum okkur í hið fína Fruängen Centrum og fundum miklu flottari seríu (og auðvitað miklu dýrari) sem var auk þess seinasta serían í öllu Centrum-inu. Tréð er tveir metrar í þvermál og tekur því heljarinnar pláss og ekki var það mikið fyrir, en það er einmitt á svona stundum sem manni verður hugsað til íslensku spakmælanna “þröngt mega sáttir sitja” og alls þess kjaftæðis. Að sjálfsögðu var tekið í spilin um kvöldið eins og það fyrra, það er regla Kanaklúbbsins að spila við öll tækifæri.


laugardagur, desember 21, 2002
 
Ég veit ég sendi mörgum ykkar þennan brandara í fyrra, en það eru alltaf líkur á að aðrir séu eins gleymnir og ég og svo finnst mér hann bara svo fyndinn.

Santa and the Angel

Not long ago and far away, Santa was getting ready for his annual trip...but there were problems everywhere. Four of his elves got sick, and the trainee elves did not produce the toys as fast as the regular ones so Santa was beginning to feel the pressure of being behind schedule.
Then Mrs... Claus told Santa that her Mom was coming to visit. This stressed Santa even more. When he went to harness the reindeer, he found that three of them were about to give birth and two had jumped the fence and were out, heaven knows where to. More Stress! Then when he began to load the sleigh, one of the boards cracked and the toy bag fell to the ground and scattered the toys.
Totally frustrated, Santa went into the house for a cup of coffee and a shot of whiskey. When he went to the cupboard, he found the elves had hit the liquor and there was nothing to drink. In his frustration, he dropped the coffee pot and it broke into hundreds of little pieces all over the kitchen floor. He went to get the broom and found that mice had eaten the straw it was made from.
Just then the doorbell rang and Santa cussed on his way to the door. He opened the door and there was a little angel with a great big Christmas tree. The angel said: "Where would you like to put this tree fat man?"
And that my friend is how the little angel came to be on top of the Christmas tree.


 
Núna er sunnudagurinn 7. desember, sem er soldið skemmtileg tilhuxun því við Auður erum einmitt búnar að vera að ræða tímaflakk í tvo daga og það þarf kannski ekki að taka það fram að við erum ekki alveg sammála! En allavega, það er sunnudagurinn 7. desember.
Við þremenningarnir (ég, Auður og Hákon) vöknuðum frekar snemma m.v. að það var sunnudagur. Hákon þurfti að ná flugvélinni heim og fylgdum við honum að rútunni. Við Auður drifum okkur svo í fyrirlestrarsalinn Aula Magna í Stockholms Universitetet og hlýddum á Nóbelsverðlaunahafana í efnafræði 2002. Fyrirlestrarnir voru að sjálfsögðu misáhugaverðir, tveir skemmtilegir (Bandaríkjamaðurinn og Þjóðverjinn) en einn frekar óskiljanlegur (Japaninn). Bandaríkjamaðurinn og Þjóðverjinn voru fyndnir og sögðu skemmtilega frá og Þjóðverjinn reif meira að segja af sér beltið og notaði sem módel fyrir prótein. Japaninn var hins vegar eins og maður hafði kannski hugsað sér fólk frá hans heimshluta, hann útskýrði ofaní kjölinn aðferðina sem hann var verðlaunaður fyrir og var sko örugglega ekkert að skafa af því og það var ekki mjög fyndið! Auk þess talaði hann með þessum hrikalega hreim með fyndum japönkum áherslum sem var ekki til að auka skilninginn.
Við mæltum okkur mót við Þorvarð, sambýlismann Önnu Kristínar (móður Auðar). Hann var á leið til Brussel á fund og ákvað að millilenda í Stokkhólmi til að láta okkur hafa fullt af pökkum, Þorvarður er voða góður maður. Honum varð að sjálfsögðu boðið í litla kotið okkar og gátum við boðið honum upp á kleinur og kaffi, voða íslenskt eitthvað. Við fengum fullt af jólapökkum og er engu líkara en hérna búi fjórir smákrakkar. Einnig fylgdu með venjulegar gjafir. Ég er búin að sjá það að þegar allt er á botninn hvolft þá græðum við ábyggilega á því að hafa flutt út :-) Fengum flatkökur, laufabrauð, reyktan silung og harðfisk frá ömmu Auðar í Sandvík. Frá mömmu hennar Auðar fengum við birkireykt SS hangikjöt og jóladagatal með fullt af pökkum á. Ég persónulega borða ekki flatkökur nér reyktan fisk en harðfisk get ég sko étið og hlakka þvílíkt til hangikjötsins, maður treystir SS vörunum til að standa fyrir sínu. Við erum búnar að opna fullt af dagatalinu og höfum við alltaf fengið íslenskt nammi (himneskt alveg) og eitt jólaskraut.

Í sömu viku bárust okkur pakkar frá Magga (pabba Auðar) og Ósk (frænku minni og vinkonu Auðar) og sendu þau líka fullt af íslensku nammi. Fólk er svo gott við okkur, kærar þakkir allir saman.


 
Í gærkveldið var okkur boðið í slátur til Hrannar og Georgs. Slátrið smakkaðist mjög vel en þetta er ábyggilega fyrsta skiptið sem ég drekk kók með slátri, kók bara rúlar. Auður var ekki eins hrifin enda er slátur ekki á listanum yfir uppáhaldsrétti, meira svona á hinum listanum! En kvöldið var þrælfínt.


fimmtudagur, desember 19, 2002
 
Það er föstudagurinn 5. desember.
Eftir vinnu dreif ég mig á Scandia hótel til að hitta Auði. Hún var svo ofsalega dugleg og áhugasöm um cyclodextrin (sem hún vann með í Haga) að hún þáði samstundis boð Prófessors Þorsteins (yfirmaður hennar úr Haga) á cyclodextrin ráðstefnu. Þarna hitti ég nokkra mjög merkilega menn innan cyclodextrin geirans. Við tókum svo Hákon Hrafn (sem vann með Auði) og Kristmund (sem vinnur í Karolinska Institutet) með okkur í mat og pool á JoLo. Hákon fékk svo að sjálfsögðu að gista hjá okkur því hann var með fullt af gjöfum. Mamma mín hafði nefnilega ákveðið að nýta Hákon alveg til hins ýtrasta, hann kom með litla tösku með sínu nauðsynlegasta dóti og svo stóra íþróttatösku með gjöfum frá mömmu og pabba, Hauki bróður og ömmu&afa í sveitinni. Ég hafði nefnt það við mömmu að Hákon kæmi til okkar og að hún gæti sent hann með eitthvað smotterí sem við gleymdum í haust eins og sængurföt og skóhornið sem Ósk frænka gaf okkur í jólagjöf. Þar sem það var ekkert pláss í íþróttatöskunni (vegna jólapakkaflóðsins) tók Hákon skóhornið með í handfarangur. Hann var hins vegar stoppaður við gegnumlýsinguna og þurfti að skilja skóhornið eftir því það er að sjálfsögðu stórhættulegt vopn og með því gæti hann skaðað aðra farþega! Skóhornsins mátti hans svo vitja á heimleiðinni en það gagnast okkur Auði nú lítið.
Auðvitað voru ekki bara jólagjafir í pokahorninu heldur líka venjulegar gjafir sem mátti opna strax. Við fengum jólasvuntur af því að við ætluðum að vera svo duglegar að baka, jólapottaleppa, æðislega flotta jóladúka á eldhúsborðið og stofuborðið, alls konar dropa fyrir baksturinn (kardimommu-, sítrónu- og vanilludropa), Nóakonfekt, jólakrans og súkkulaðidagatal.
Já, það koma að því að foreldrar mínir teldu mig nógu stóra til að gefa mér aftur súkkulaðidagatal. Það átti víst nefnilega að hafa verið þannig að þegar ég var lítil þá át ég úr öllu dagatalinu í einu og eftir það fékk ég ekki súkkulaðidagatal heldur bara myndadagatal. Ég meina, hvaða krakki gerir þetta ekki!!! Það hefur setið svo lengi í mér að hafa ekki fengið súkkulaðidagatal eins og hinir krakkarnir en það er allt batnað núna.
Við hengdum auðvitað jólakransinn á útidyrahurðina en vorum greinilega ekki alveg nógu klárar því daginn eftir lá kransinn á gólfinu og hafði hausinn á öðrum elgnum brotnað af. Við áttum sem betur fer einhvers konar alheimslím og límdum hausinn aftur á, hann er alveg eins og nýr.
Það gengur hratt á Nóakonfektið enda alltaf jafn gott, sumar tegundir hverfa þó fyrr en aðra, nánast bara gestamolarnir orðnir eftir.


 
Ég er ansi hrædd um að efnin sem ég er að vinna með séu ekkert rosalega heilsusamleg. Flest efnanna eru svo rafmögnuð að það er nánast engin leið að ná þeim úr glösunum og þar af leiðandi þyrlast þau soldið og ég anda þeim greinilega að mér. Allavega er ég búin að vera með hausverk í allan dag og ég fæ aldrei hausverk nema daginn eftir mikla drykkju sem á btw ekki við núna.


 
Finnst ég heyra smá óánaegju med ímeilframmistödu mina. Tegar eg var yngri reyndi eg ad eiga pennavini eins og adrar fyrirmyndarstulkur sem söfnudu frimerkjum og voru i skatunum. Tad gekk yfirleitt vel framan af, eg fekk oft bref fra nyjasta pennavini minum en svo for theim ad faekka og tegar ar var lidid an tess ad eg fengi bref afskrifadi eg vidkomandi sem pennavin. Var frekar ful yfir tessu en kannski var astaedan su ad eg var aegilega lot vid ad skrifa til baka og tad tydir vist litid ad aetlast bara til ad fa bref en skrifa engin. Mer finnst samt réttlatur kvóti ad adrir skrifi mér 3-4 bréf tegar eg skrifa eitt. Tad gerist nefnilega aldrei merkilegt hjá mér en allir hinir virdast alltaf hafa fra einhverju ad segja. En nú lofa ég bót og betrun, ég lofa ad skrifa ykkur öllum fullt af bréfum og aetli ég verdi ekki bara ad skálda fréttir til ad gera tau spennandi.


miðvikudagur, desember 18, 2002
 
Seinasta fimmtudagsmorgun í lestinni lentum vid Audur í smávegins atburdi. Audur litla var med kvef alla seinustu viku og thurfti thví oft ad snýta sér og getur madur ekki gert hlé á thví thó madur sé staddur medal fólks í lest. Thegar ferdin var hálfnud var Audur litla thví búin ad ata snýtipappírinn sinn út í hori (ég er viss um ad Audur er hrifin af lýsingunni minni !) og stökk thar af leidandi út á naestu stoppustöd og henti pappírnum í ruslid. Á medan passadi ég saetid hennar og voru vettlingarnir, húfan og trefillinn hennar thar. Haldidi ekki ad thad hafi komid einhver karlskratti og gert sig líklegan til ad setjast í saetid hennar Audar. Ég nádi ekki einu sinni ad segja meira en ”No, it´s” thegar kallinn var búinn ad hlamma sér nidur og thá byrjadi hann ad öskra á mig og ég er ad meina ad öskra. Ég áttadi mig ekki á thví hvort madurinn var ad tala saensku eda thýsku thví ég skildi ekki ord en gerdi rád fyrir thví fyrra thar sem vid erum í Svítjód. Mér vard strax illa vid karlfíflid og svaradi honum: ”I didn´t understand what the fuck you said”. Í thví tekur hann vettlingana, húfuna og trefilinn hennar Audar sem hann hafdi sest ofaná og fleygir theim í átt ad gömlu konunni sem sat á móti mér. Hún var ekki heldur mjög upp med sér vardandi framkomu kallsins og sagdi eitthvad vid hann og audvitad brást hann vid med öskrum sem ég skildi ekkert frekar. Ég skildi thó ad gamla konan sagdi honum ad vinkona mín hefdi setid tharna og ad hún hefdi skotist út ad henda eplakjarna. Annad hvort sá gamla ekki hverju Audur var ad henda eda hún er bara svona kurteis. Allir í lestinni voru audvitad fyrir löngu búnir ad snúa sig úr hálslid til ad kanna hvad gengi eiginlega á. Karlinn thagnadi loksins og thá fór ég ad tala vid Audi um hvers konar helvítis fífl hann vaeri. Thetta er nefnilega ein af theim stundum sem er gott ad kunna íslensku. Thad hefdi nú líka verid voda gott ad kunna saensku svo ég hefdi fyrir thad fyrsta skilid hvad fíflid sagdi og svo getad svarad honum. Svona mínútu sídar stód hann upp eins og ekkert hafdi í skorist og spurdi Audi hinn ljúfasti hvort hún vildi ekki setjast. Audur var svo skíthraedd vid hann ad hún svaradi ekki og stód grafkyrr á sínum stad. Karlinn stód líka. Á endanum fékk ég Audi til ad setjast í saetid thví svona fífl eiga sko ekki ad komast upp med svona dónaskap. Ekki nóg med ad hann hafi verid ruddalegur thá var hann líka ljótur gedsjúklingur og gleraugnaglámur med flöskubotna.
Eftir thessa lífsreynslu höfum vid Audur labbad heim úr vinnunni. Thad tekur reyndar 3 klukkustundir hvora leid en hvad gerir madur ekki fyrir ró og frid!


þriðjudagur, desember 17, 2002
 
Jeminn eini. Vid eigum thad eiginlega ekki skilid ad kallast bloggarar, ég hef allavega ekki skrifad neitt ad viti sídan 5. des sem thýdir ad ég hef frá alveg óheyrilega mörgu ad segja.

Besta ad byrja á thví sem er hvad naest í tíma, thad er heitu fréttunum, hinar eru hvort ed er allar svo gamlar ad thaer eru ordnar skítkaldar!

Í thrár vikur höfum vid hlakkad til ad Biggi og Hlín koma til okkar föstudaginn 20. des en á sunnudaginn breyttist planid örlítid. Thau koma til okkar en ekki fyrr en á sunnudaginn 22. des ef Hlín hefur tekist ad panta flug. Helvítis flugfélagid sem thau áttu pantad hjá er víst stórskuldugt og neita their sem fljúga fyrir thá ad fljúga um jólin.

Seinasta laugardag vorum vid Audur og Hrönn med jólaglögg og budum hinum helmingnum af Íslendingafélaginu okkar, thad er Uppsalalidinu. Sigrún komst ekki en Snaevar, Arna og Karvel komu. Georg var einnig fjarverandi en alls ekki fjarri gódu gamni thví hann var í gufu med 18 stelpum í skólaferd.
Ég smakkadi nú ekki jólaglöggid (finnst jólaglögg mjög vont) en bordadi ad sjálfsögdu thetta fína lasagna sem Audur bjó til og svo eftirréttinn minn. Eftirrétturinn átti ad vera svona djúsí marens og rjómi og ávextir (fékk uppskrift frá mömmu um daginn) en thar sem ég er frekar óvön í eldhúsinu og fylgi thví uppskriftunum vanalega í hvívetna thá var soldid fátaeklegt úrval af ávöxtum. Thad áttu sem sagt ad vera jardaber, bláber, kíwi og vínber en thar sem thad er ekki jardaberja- og bláberjatíd thá voru bara kíwí og vínber, en ég bjó thó til thennan rétt.
Audvitad var farid í pictionary, höfudborgin gegn sveitalubbunum. Höfudborgarbúarnir voru betri í ad tjá sig med blýantinum en hinir med líkamanum enda líklega theirra tjáningarform ekki enn farid ad thróast út í skrifmál. Sveitalubbunum var mikid í mun ad vinna og nádu ad túlka nidurstöduna 1:1 einhvern veginn sér í vil. Thad skiptir hins vegar ekki máli hvort andstaedingurinn er varla farinn af byrjunarreitinum thegar madur vinnur, thad skiptir bara máli ad madur vinnur! Thad urdu thó engin handalögmál, allir voru vinir.
Eftir leikraenu tilburdina voru sveitalubbarnir of threyttir til ad fara heim og fengu their ad gista í fína sófanum okkar og á vindsaenginni gódu. Hrönn skokkadi hins vegar heim til sín, eda allavega í lestina.
Uppvaskid eftir matarbodid var alveg ógurlegt. Vid eigum nú ekki svo mikid leirtau ennthá svo skáparnir voru galtómir, engir diskar og engin hnífapör eftir.
Morguninn eftir var Audur afar módurleg og eldadi beikon og egg ofaní alla. Karvel litli fékk svo piparkökur í nesti en thaer gleymdust víst kvöldid ádur.


mánudagur, desember 16, 2002
 
Ég er líka snillingur!!! Ég kann að kópera frá templeitinu í Nördahorninu og peista í templeitið í Svíþjóðarferð og þá virkar Tjáðu þig linkurinn.
Btw, þeir sem náðu þessu ekki alveg nógu vel þá er ég Emelía snillingur.


 
Ok með hjálp Finnboga ofur- og yfirsnilla tókst mér að henda út þessum ömurlegu merkingum sem komu á hverjum pósti en ég hef enn ekki getað gert við tjáningarlinkinn. Allir sem eitthvað hafa að segja eru hvattir til að skrifa í gestabókina. Allar ábendingar um tjáningarlinka eru vel þegnar. Hann var þannig að hann virkaði ekki, sumsé, "Tjáðu þig" var á síðunni en ekki hægt að velja það. Nú birtist hann ekki einu sinni þó linkurinn sé í templatinu. grrr... 
arrrrrrgggghhhh!!!!!


sunnudagur, desember 15, 2002
 
Bloggid er i algjöru hassi, erum ad reyna ad laga tad, kunnum bara ekkert a svona drasl


fimmtudagur, desember 05, 2002
 
Vil bara bæta aðeins við laufabrauðsfrásögnina hennar Auðar og verður það líklega bara sjálfshól. Við byrjuðum sem sagt kl. 19 og héldum fljótlega að við myndum einungis fá 15 kökur þar sem fletjararnir skáru allt of stór stykki í hvert skipti. Fletjararnir voru sem sagt ég og Georg. Ég ákvað að hjálpa Georg að til að drífa þetta leiðindarfletjunarverk áfram svo við gætum hjálpað stelpunum að skera út. Þær reyndust hins vegar hinar mestu hjálparhellur og náðist eiginlega ekki að hlaðast upp mikið af kökum og í lokin fékk ég að skera út eina köku. Þá var allt heila klabbið steikt og stóð ég eins móðir mín á hverju ári með tvo gaffla og snéri öllum kökunum. Munurinn var þó að ég hafði einn til að setja kökurnar ofaní pottinn og annan til að pressa þær á eftir en mamma gerir þetta vanalega ein, mér finnst ég samt þvílík hetja og reyndar við öll. Þetta var aðeins meira verk en ég hafði búist við enda hef ég ekki (og enginn hinna reyndar) hnoðað og flatt út og steikt, bara skorið. Öllu(m) var lokið rúmlega 12 og öll íbúðin lyktaði af steikingarfýlu en það ánægjulega við þetta allt saman er að laufabrauðið smakkast vel og auðvitað voru bara spiluð jólalög þessa 5 tíma. Kökurnar reyndust svo um 40.

Við sáum þennan fína breska dýralífsþátt áðan þar sem eitthvert hundkvikindi hafði ekki haft lyst á matnum sínum í fjóra daga og fundu þeir út að það væri vegna tannpínu. Þeir rifu úr honum fjórar tennur og hreinsuðu eitthvað hinar og hann var hinn frískasti á eftir. Mér datt þá í hug að kannski myndi ég fá bót meina minna (hinnar þrálátu tannpínu) ef ég mætti á dýraspítala og byrjaði að ýlfra og láta illa. Auður hefur meira að segja boðist til að fara með mig (væntanlega í bandi), segja að ég heiti Snoppa og að hún sé eigandinn. Þessum læknum myndi ábyggilega vegna mun betur en hinum hefðbundu tannlæknum enda geng ég ekki heil til skógar enn.


 
Emelia er svo upptekin i vinnunni, hun er nuna a einhverjum leynifundi sem fer fram i nidurgrofnu herbergi einhversstadar a stokkholmssvaedinu. Hun var leidd tangad med bundid fyrir augun eftir ad menn med simasnuru ur eyranu, engan hals og enga efri vör leitudu ad hljodnemum a henni. Tannig ad eg verd ad taka ad mer ad segja frettirnar i tetta skipti

Hronn og Georg komu til okkar a thridjudaginn. Mikil spenna og eftirvaenting la i loftinu thvi vid aetludum ad reyna ad baka laufabraud. Vid vorum ekki alveg viss um ad haefileikar okkar naedu inn a tetta svid tannig ad vid héldum kannski ad tetta taekist ekki alveg. Vid byrjudum a thvi ad borda og reyna ad peppa hvert annad upp. Hronn og Emelia thurftu sidan ad hlaupa ut i bud eftir meira hveiti thvi uppskriftin sem vid vorum med var eitthvad dularfull (1L mjolk a moti 1 kg hveiti). Taer keyptu fullt af nammi og ta gatum vid byrjad. Emelia og Georg flottu ut og vid Hronn skarum. Tar sem listraenir haefileikar og frumleiki er af skornum skammti hja mer var eg andlaus eftir tvaer kokur. En einhvernvegin gekk tetta og vid gerdum 40-50 kökur. Vid notudum bara einhverja venjulega djupsteikingaroliu tar sem vid finnum ekki palmin feiti hér. Georg tok kokurnar upp og setti i pottin, emelia sneri teim og tok upp ur, eg kramdi taer og Hronn radadi teim i fallegan turn. Vid erum rosalegt laufabraudstím. Laufabraudid smakkadist sidan bara naestum alveg eins og laufabraudid hennar ommu og vid vorum afar anaegd med nidurstoduna.

I gaer skropudum vid emelia i halfum saenskutima og forum a Bond. Veit ekki hvad skal segja, skemmtilega hallaerisleg, bara bond mynd eins og hinar, fullt af graejum og konum sem hafa tannig eiginleika ad einginn biogestur hefur sed eda heyrt um tannig graejur eda konur adur. En thegar vondi kallin er naestum buin ad framkvaema átreidjös ívil planid sitt geta engar graejur eda konur bjargad okkur, onei, bond er sa eini sem haegt er ad treysta a.


 
I kosninguna eru nu komnar tvaer aleitnar spurningar sem áridandi er fyrir alla sem fylgjast med ad svara.

Tad er audvelt ad gera upp hug sinn vardandi fyrri spurninguna en seinni spurningin er eitthvad sem vid turfum hjalp vid. Vid vinnum badar i nordurhluta stokkholms en buum i sudurhlutanum tannig ad vid erum 40 min a leid i skola/vinnu tannig ad okkur langar sma ad flytja naer, auk tess sem leigan a stadnum tar sem vid erum er mjog ha og okkur verdur kannski sagt upp i vor. Hins vegar er ibudin okkar rosalega fin, med nyju parketi og nyju eldhusi, hverfid er rolegt og tad er sma skogur fyrir aftan husid okkar, rosa saetur. "Midbaerinn" okkar er lika alveg passlega mikill skitapleismidbaer. Svo er ógedslega leidinlegt ad flytja.


mánudagur, desember 02, 2002
 
Mamma hringdi á laugardaginn, og vakti okkur en það var vel þegið því klukkan var 11. Hún var búin að kjafta í 3 mínútur við Auði þegar hún fattaði að hún var ekki að tala við mig. Mín eigin móðir þekkir mig ekki!!! Ég var reyndar bara nokkuð ánægð að hún vildi líka tala við mig :-)
Fórum í verslunarferð, pöntuðum miða á Bondinn næsta miðvikudag, keyptum trekt (nauðsynlegt að eiga eina), fiskispaða sem verður eiginlega bara kleinuspaði hjá okkur, keyptum svo fullt í matinn (fundum m.a. súrmjólk sem heitir víst gr äddfil á sænsku). Afar nauðsynlegt ferð fyrir tilvonandi kleinugerð.
Horfðum bara á sjónvarpið, m.a. á “Talented mr. Ripley” sem er alveg ofboðslega langdregin og leiðinleg mynd sem meira að segja fegurð Jude Law nær ekki að yfirgnæfa.
Hlín hringdi um kvöldið og kjaftaði heillengi, þau eru búin að panta flug til okkar 20. des og fara aftur 4. jan. Jibbbbbí, þetta verða æðisleg jól.

Þá var það kleinugerðin. Þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum kleinur en að sjálfsögðu höfum við báðar “fengið” að snúa hjá mömmu eða ömmu. Kleinurnar heppnuðust hrikalega vel. Ég fattaði þó þegar ég var búin að hnoða degið að mamma hefur kardimommudropa en ég hafði greinilega gleymt að skrifa það niður, það fást hvort eð er engir dropar í okkar búðum (hvað ætli rónarnir hérna geri) en kleinurnar eru samt alveg ágætar, næst ætla ég samt að hafa dropana með (vonandi sendir mamma mér eina flösku!).
Kleinubaksturinn tók þvílíkt á svo við þurftum að leggja okkur í 2 tíma á eftir.

Fyrsti vinnudagurinn í dag fór bara í að lesa og reikna út og svoleiðis. Á morgun á ég að byrja á peptíð synthesu en eins og þið vitið þá má ég ekki segja neitt nákvæmar.

Keypti AbSlider áðan. Hann kostaði svo lítið og það er eitthvað farið að hrúgast á magann svo ég ætla að athuga hvort ég endist eitthvað í þessu, sakar ekki að prófa.