Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, desember 28, 2002
 
Aðfangadagur
Hlín var enn alveg að farast yfir að fá ekki að opna pakkana og allir voru þokkalega spenntir yfir matnum. Biggi sá um steikina (reyktur, danskur hamborgarhryggur sem hjónin drösluðust með til okkar á bakinu), Hlín sá um brúnuðu kartöflurnar, Auður sá um sósuna og ég sá um eftirréttina. Ég varð auðvitað að gera möndlugrautinn hennar mömmu, hann heppnaðist þrælvel en ég gleymdi bæði möndlunni og möndlugjöfinni. Náði að redda mér með hnétu og íslensku nammi, Auður fékk svo möndluna. Borðuðum inni í stofu og var ofsalega fallega dúkað og rómantískt hjá okkur. Maturinn var hrikalega góður og borðuðu allir á sig gat og var ekki pláss fyrir eftirréttinn (súkkulaðimús) fyrr en þremur tímum síðar. Við vorum svo ofsalega íslensk, ætluðum fyrst að byrja að borða kl. 18 að staðartíma en seinkaði soldið og náðum messunni frá ruv.is í gegnum netið í lokin. Auðvitað var ekkert okkar að hlusta á þessa messu og slökktum mjög fljótlega en þetta er hefðin.
Vegna alls umstangsins um daginn var Hlín hin rólegasta, hún steingleymdi pökkunum. Þetta var alveg eins og heima, einn (ég) sem las á einn pakka í einu og rétti viðkomandi. Við fengum fullt af nytsamlegum gjöfum. Það er greinilegt að fólk hefur verið að lesa kvartanirnar okkar á blogginu því við fengum fern vettlingapör, fern ullarsokkapör og hitateppi. Ætli ég telji bara ekki allt upp. Frá Hauki bróður fengum við Hagkaupsbækurnar eftir Jóa Fel (Brauðréttir og Kökubók), lampa frá mömmu og pabba, bækur frá Önnu Kristínu og Þorvarði, bók og flugdisk (CD-ROM “Á flugi yfir Íslandi”) frá Magga og Heiðrúnu, hitateppi frá Hlín og Bigga, jólaspilastokk frá Önnu Snædísi, ullarsokka og vettlinga frá ömmu og afa á Vorsó, bók og skeiðar og gaffla í settið hennar Auðar frá ömmu hennar í Sandvík, jólahandklæðasett og bókina “Land” frá ömmu Auðar í Hveró (sem býr samt á Selfossi núna), bók frá systkinum Auðar, og svo skrautepli og dagatal frá Ósk og Ingvari (með 13 myndum af Unni Maríu, nýju stelpunni þeirra). Allar gjafirnar eru rosalega flottar. Ég gaf Auði kápu og hún gaf mér gítar. Þetta er fyrsti gítarinn minn, jeiiii.

Auður er rosalega klók kona. Þegar ég opnaði jólapakkann minn frá henni brá mér soldið því þar voru bara gömlu íþróttabuxurnar mínar og miði sem á stóð “Hoppaðu upp og lokaðu augunum”. Ég var enn svo hissa en dröslaðist á fætur og var þá allt í einu gítar fyrir framan mig. Hún hafði geymt gítarinn í rúma viku í geymslunni okkar og hafði meira að segja skipt um lás og allt og var því alltaf hin liðlegasta að stökkva og ná í eitthvað í geymslunni þegar þurfti, mér þótti það auðvitað ekkert grunsamlegt at the time en ég mun hafa vökul augu með stelpunni í framtíðinni.

Kanaklúbburinn fékk svo jólaspilastokk frá Siggu og var sko spilað langt fram á nótt, ég vann ábyggilega!!