Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, desember 26, 2002
 
Allt hefur gengið gríðarlega vel hjá okkur fjórmenningunum.

Við Auður náðum sem sagt í Bigga og Hlín á T-Centralen á sunnudaginn (22. des). Greyin þurftu að kaupa sér sitt hvort mánaðarkortið í lestirnar því það er bara hægt að fá líka eins daga, þriggja daga og svo stakar ferðir (svona svo þið vitið þegar þið komið til okkar) en þau ætla að vera í tvær vikur.
Á mánudeginum var því ekki til umræðu annað en að nýta þetta kort. Skruppum í bæinn og versluðum nokkrar jólakúlur, jólaseríu og jólatré. Þetta eru nefnilega fyrstu jólin okkar Auðar þar sem við alveg einar og þar af leiðandi eigum við ekkert jóla-neitt. Við Hlín sendum Bigga og Auði heim með allt saman til að ég gæti keypt jólagjöfina handa Auði. Ég vissi vel hvað ég ætlaði að kaupa en vissi bara ekki í hvaða H&M búð það var. Það endaði auðvitað þá þannig að ég þurfti að fara í allar fimm búðirnar í miðbænum þar til ég fann réttu kápuna. Fyrst ég var nýbúin að fá útborgað keypti ég ilmvatn handa Auði og rosalega fína steikarpönnu, auðvitað líka handa Auði!
Þar sem við áttum orðið gríðarlega flott tré og það var Þorláksmessa var okkur ekki til setunnar búið, við stelpurnar skreyttum tréð og höldum því fram að þetta sé flottasta jólatré í heimi. Reyndar þurftum við að bíða örlítið þar til við gátum byrjað þar sem jólaserían sem við keyptum var ekki með straumbreyti og við ekki með neinn lausan straumbreyti (en þó fjóra áfasta snúrum). Við nenntum nú ekki að dröslast í bæinn til að skipta seríunni (þó við höfum verið hundfúlar) því það tekur 30 mínútur hvora leið svo við röltum okkur í hið fína Fruängen Centrum og fundum miklu flottari seríu (og auðvitað miklu dýrari) sem var auk þess seinasta serían í öllu Centrum-inu. Tréð er tveir metrar í þvermál og tekur því heljarinnar pláss og ekki var það mikið fyrir, en það er einmitt á svona stundum sem manni verður hugsað til íslensku spakmælanna “þröngt mega sáttir sitja” og alls þess kjaftæðis. Að sjálfsögðu var tekið í spilin um kvöldið eins og það fyrra, það er regla Kanaklúbbsins að spila við öll tækifæri.