Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, desember 19, 2002
Það er föstudagurinn 5. desember. Eftir vinnu dreif ég mig á Scandia hótel til að hitta Auði. Hún var svo ofsalega dugleg og áhugasöm um cyclodextrin (sem hún vann með í Haga) að hún þáði samstundis boð Prófessors Þorsteins (yfirmaður hennar úr Haga) á cyclodextrin ráðstefnu. Þarna hitti ég nokkra mjög merkilega menn innan cyclodextrin geirans. Við tókum svo Hákon Hrafn (sem vann með Auði) og Kristmund (sem vinnur í Karolinska Institutet) með okkur í mat og pool á JoLo. Hákon fékk svo að sjálfsögðu að gista hjá okkur því hann var með fullt af gjöfum. Mamma mín hafði nefnilega ákveðið að nýta Hákon alveg til hins ýtrasta, hann kom með litla tösku með sínu nauðsynlegasta dóti og svo stóra íþróttatösku með gjöfum frá mömmu og pabba, Hauki bróður og ömmu&afa í sveitinni. Ég hafði nefnt það við mömmu að Hákon kæmi til okkar og að hún gæti sent hann með eitthvað smotterí sem við gleymdum í haust eins og sængurföt og skóhornið sem Ósk frænka gaf okkur í jólagjöf. Þar sem það var ekkert pláss í íþróttatöskunni (vegna jólapakkaflóðsins) tók Hákon skóhornið með í handfarangur. Hann var hins vegar stoppaður við gegnumlýsinguna og þurfti að skilja skóhornið eftir því það er að sjálfsögðu stórhættulegt vopn og með því gæti hann skaðað aðra farþega! Skóhornsins mátti hans svo vitja á heimleiðinni en það gagnast okkur Auði nú lítið. Auðvitað voru ekki bara jólagjafir í pokahorninu heldur líka venjulegar gjafir sem mátti opna strax. Við fengum jólasvuntur af því að við ætluðum að vera svo duglegar að baka, jólapottaleppa, æðislega flotta jóladúka á eldhúsborðið og stofuborðið, alls konar dropa fyrir baksturinn (kardimommu-, sítrónu- og vanilludropa), Nóakonfekt, jólakrans og súkkulaðidagatal. Já, það koma að því að foreldrar mínir teldu mig nógu stóra til að gefa mér aftur súkkulaðidagatal. Það átti víst nefnilega að hafa verið þannig að þegar ég var lítil þá át ég úr öllu dagatalinu í einu og eftir það fékk ég ekki súkkulaðidagatal heldur bara myndadagatal. Ég meina, hvaða krakki gerir þetta ekki!!! Það hefur setið svo lengi í mér að hafa ekki fengið súkkulaðidagatal eins og hinir krakkarnir en það er allt batnað núna. Við hengdum auðvitað jólakransinn á útidyrahurðina en vorum greinilega ekki alveg nógu klárar því daginn eftir lá kransinn á gólfinu og hafði hausinn á öðrum elgnum brotnað af. Við áttum sem betur fer einhvers konar alheimslím og límdum hausinn aftur á, hann er alveg eins og nýr. Það gengur hratt á Nóakonfektið enda alltaf jafn gott, sumar tegundir hverfa þó fyrr en aðra, nánast bara gestamolarnir orðnir eftir. |