Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, desember 17, 2002
 
Jeminn eini. Vid eigum thad eiginlega ekki skilid ad kallast bloggarar, ég hef allavega ekki skrifad neitt ad viti sídan 5. des sem thýdir ad ég hef frá alveg óheyrilega mörgu ad segja.

Besta ad byrja á thví sem er hvad naest í tíma, thad er heitu fréttunum, hinar eru hvort ed er allar svo gamlar ad thaer eru ordnar skítkaldar!

Í thrár vikur höfum vid hlakkad til ad Biggi og Hlín koma til okkar föstudaginn 20. des en á sunnudaginn breyttist planid örlítid. Thau koma til okkar en ekki fyrr en á sunnudaginn 22. des ef Hlín hefur tekist ad panta flug. Helvítis flugfélagid sem thau áttu pantad hjá er víst stórskuldugt og neita their sem fljúga fyrir thá ad fljúga um jólin.

Seinasta laugardag vorum vid Audur og Hrönn med jólaglögg og budum hinum helmingnum af Íslendingafélaginu okkar, thad er Uppsalalidinu. Sigrún komst ekki en Snaevar, Arna og Karvel komu. Georg var einnig fjarverandi en alls ekki fjarri gódu gamni thví hann var í gufu med 18 stelpum í skólaferd.
Ég smakkadi nú ekki jólaglöggid (finnst jólaglögg mjög vont) en bordadi ad sjálfsögdu thetta fína lasagna sem Audur bjó til og svo eftirréttinn minn. Eftirrétturinn átti ad vera svona djúsí marens og rjómi og ávextir (fékk uppskrift frá mömmu um daginn) en thar sem ég er frekar óvön í eldhúsinu og fylgi thví uppskriftunum vanalega í hvívetna thá var soldid fátaeklegt úrval af ávöxtum. Thad áttu sem sagt ad vera jardaber, bláber, kíwi og vínber en thar sem thad er ekki jardaberja- og bláberjatíd thá voru bara kíwí og vínber, en ég bjó thó til thennan rétt.
Audvitad var farid í pictionary, höfudborgin gegn sveitalubbunum. Höfudborgarbúarnir voru betri í ad tjá sig med blýantinum en hinir med líkamanum enda líklega theirra tjáningarform ekki enn farid ad thróast út í skrifmál. Sveitalubbunum var mikid í mun ad vinna og nádu ad túlka nidurstöduna 1:1 einhvern veginn sér í vil. Thad skiptir hins vegar ekki máli hvort andstaedingurinn er varla farinn af byrjunarreitinum thegar madur vinnur, thad skiptir bara máli ad madur vinnur! Thad urdu thó engin handalögmál, allir voru vinir.
Eftir leikraenu tilburdina voru sveitalubbarnir of threyttir til ad fara heim og fengu their ad gista í fína sófanum okkar og á vindsaenginni gódu. Hrönn skokkadi hins vegar heim til sín, eda allavega í lestina.
Uppvaskid eftir matarbodid var alveg ógurlegt. Vid eigum nú ekki svo mikid leirtau ennthá svo skáparnir voru galtómir, engir diskar og engin hnífapör eftir.
Morguninn eftir var Audur afar módurleg og eldadi beikon og egg ofaní alla. Karvel litli fékk svo piparkökur í nesti en thaer gleymdust víst kvöldid ádur.