Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, desember 18, 2002
 
Seinasta fimmtudagsmorgun í lestinni lentum vid Audur í smávegins atburdi. Audur litla var med kvef alla seinustu viku og thurfti thví oft ad snýta sér og getur madur ekki gert hlé á thví thó madur sé staddur medal fólks í lest. Thegar ferdin var hálfnud var Audur litla thví búin ad ata snýtipappírinn sinn út í hori (ég er viss um ad Audur er hrifin af lýsingunni minni !) og stökk thar af leidandi út á naestu stoppustöd og henti pappírnum í ruslid. Á medan passadi ég saetid hennar og voru vettlingarnir, húfan og trefillinn hennar thar. Haldidi ekki ad thad hafi komid einhver karlskratti og gert sig líklegan til ad setjast í saetid hennar Audar. Ég nádi ekki einu sinni ad segja meira en ”No, it´s” thegar kallinn var búinn ad hlamma sér nidur og thá byrjadi hann ad öskra á mig og ég er ad meina ad öskra. Ég áttadi mig ekki á thví hvort madurinn var ad tala saensku eda thýsku thví ég skildi ekki ord en gerdi rád fyrir thví fyrra thar sem vid erum í Svítjód. Mér vard strax illa vid karlfíflid og svaradi honum: ”I didn´t understand what the fuck you said”. Í thví tekur hann vettlingana, húfuna og trefilinn hennar Audar sem hann hafdi sest ofaná og fleygir theim í átt ad gömlu konunni sem sat á móti mér. Hún var ekki heldur mjög upp med sér vardandi framkomu kallsins og sagdi eitthvad vid hann og audvitad brást hann vid med öskrum sem ég skildi ekkert frekar. Ég skildi thó ad gamla konan sagdi honum ad vinkona mín hefdi setid tharna og ad hún hefdi skotist út ad henda eplakjarna. Annad hvort sá gamla ekki hverju Audur var ad henda eda hún er bara svona kurteis. Allir í lestinni voru audvitad fyrir löngu búnir ad snúa sig úr hálslid til ad kanna hvad gengi eiginlega á. Karlinn thagnadi loksins og thá fór ég ad tala vid Audi um hvers konar helvítis fífl hann vaeri. Thetta er nefnilega ein af theim stundum sem er gott ad kunna íslensku. Thad hefdi nú líka verid voda gott ad kunna saensku svo ég hefdi fyrir thad fyrsta skilid hvad fíflid sagdi og svo getad svarad honum. Svona mínútu sídar stód hann upp eins og ekkert hafdi í skorist og spurdi Audi hinn ljúfasti hvort hún vildi ekki setjast. Audur var svo skíthraedd vid hann ad hún svaradi ekki og stód grafkyrr á sínum stad. Karlinn stód líka. Á endanum fékk ég Audi til ad setjast í saetid thví svona fífl eiga sko ekki ad komast upp med svona dónaskap. Ekki nóg med ad hann hafi verid ruddalegur thá var hann líka ljótur gedsjúklingur og gleraugnaglámur med flöskubotna.
Eftir thessa lífsreynslu höfum vid Audur labbad heim úr vinnunni. Thad tekur reyndar 3 klukkustundir hvora leid en hvad gerir madur ekki fyrir ró og frid!