Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, október 18, 2002
 
Alveg hræðilegur hlutur gerðist um daginn, það var samt meira hræðileg hugsun.
Seinasta mánudag moppaði ég alla íbúðina (það er alveg ótrúlegt hvað lóin hrannast upp fljótt), gaman, gaman því ég þoli ekki að búa í of skítugri íbúð. Allavega. Tók ég þá ekki eftir einhverjum svörtum nabba rétt hjá útidyrunum í tveggja centimetra hæð. Auðvitað reyndi ég bara að taka þetta með moppunni en þá byrjaði nabbinn að flýja. Þrátt fyrir að ég hafi nú gert mér grein fyrir því að þetta gæti verið eitthvað stórhættulegt þá beygði ég mig niður til að skoða það nánar. Ég útilokaði strax kóngulærnar; þær ættu allar að vera í felum, og ættu líka allar að vera fyrir utan íbúðina mína, auk þess sem ég hef ekkert tekið eftir þeim hérna inni og ég moppa oft. En svo var þetta kóngulóarkvikindi. Hún náði að skjótast undir dýru símasnúruna okkar, sem er negld við vegginn, svo ég ákvað að bíða eftir að Auður kæmi heim. Auður er nefnilega sérlegur kóngulóarfjarlægarinn minn, hún er svo hjartgóð þessi elska að hún hefur mikið fyrir því að elta kvikindin uppi innandyra (þó einungis ef ég bið um það), veiða þau án þess að meiða þau, og sleppa þeim út. Mér vöknar um augun af tilhugsuninni!
Þegar Auður kom heim sagði ég henni frá kóngulóarfundinum og þá sagði hún eitthvað á þessa leið: “Æ, litla greyið var búin að hafa mikið fyrir því að búa sér til heimili og svo kemur þú bara og eyðileggur það”. Ég stóð alveg kyrr í tvær sekúndur og hugsaði með mér að þetta væri rétt, litla greyið, og hvap ég væri vond. Með herkjum náði undirmeðvitundin mín þó að koma mér út úr þessum transi. Ég ákvað þó að gera undantekningu (bara af því að hún er svo lítil og langt frá mér vanalega) og leyfa henni að búa þarna. Auðvitað fylgist ég grant með henni á hverjum degi, ef hún tekur upp á því að stækka óhóflega (og það er ég sem ákveð hvað er óhóflegt og hvað ekki!) eða breiða of mikið úr sér þá verður sko tekið í taumana.
Ég ætla samt að biðja þá sem koma í heimsókn til okkar að gefa henni ekki að borða og helst ekki sýna henni neina athygli því þá espist hún bara upp!


fimmtudagur, október 17, 2002
 
Ég er nú bara farin að fá á tilfinninguna að ég sé ekki til. Emelía er sú sem skrifar á bloggið, hún skrifar komment undir mínu nafni, hringir í fyrirtæki og stofnanir og segist vera ég. Þetta er svona eins og Söndru Bullock myndin þarna, netið. Einn daginn þegar ég kem heim stendur eitthvað fólk í íbúðinni og spyr hvað ég sé eiginlega að gera heima hjá Auði. Þau eru búin að stela vegabréfinu mínu og ID kortinu sem ég hafði svo mikið fyrir að fá hér, það eina sem ég á til að sanna hver ég er lestarkortið þar sem ég er búin að skrifa nafnið mitt en af því að ég er ekki Andur/Audur/Iydur Magnusdottir/Maknusdottir verð ég handtekin fyrir þjófnað á strætókorti og send heim til íslands en þar sem ég er ekki með vegabréf taka þeir ekki við mér (schengen og allt það) þannig að ég verð flutt í einangrun á Svalbarða þar sem pappírarnir mínir týnast og ég þarf að vinna fyrir mér sem ráðskona hjá eldgömlum bónda sem er tvífari Gísla gamla......
Annars er komið nýtt á Nördahornið


 
Það er ástæða fyrir því að ég hef ekki skrifað í langan tíma. Ég vildi geta sagt að það væri vegna anna en svo er ekki. Það hefur einfaldlega ekkert gerzt og mér hefur ekki dottið neitt bull í hug. Ég verð þá bara að reyna að teygja lopann.

Það er ennþá vesen að fá viðgerðarkalla til að kíkja á viftuna fyrir ofan eldavélina, gera við einn skáp og setja eina hillu í annan skáp. Hringdi í húsvörðinn seinasta mánudag, þar sem hann sagðist ætla að hjálpa mér ef þetta yrði vesen. Hann er búinn að hringja útaf þessu en þeir sem eiga húsið segjast ekkert kannast við neina Magnusdottir. Þeir halda víst að þar með sé þeirra hluta lokið og þeir hafi staðið sig vel, fávitar. Ég lenti reyndar líka í þessu þegar ég hringdi fyrir tveimur vikum. Ég reyndi þá að segja viðkomandi að ég héti Magnusdottir (hinn persónuleikinn minn!) og byggi á þessum stað og gaf henni meira að segja símanúmerið mitt. Ætli það sé ekki þannig að þar sem ég heiti ekki það sama og stendur í þeirra skrá þá hjálpa þeir mér ekki, þó ég búi á viðkomandi stað.
Við Auður höldum nefnilega að hérna sé ávallt einungis ein leið og engin önnur. Ef þú ferð ekki nákvæmlega eftir henni þá gerist ekkert, það er ekkert hægt að kanna málið.
Við erum skráðar hjá stúdentasamtökunum og borgum leigu mánaðarlega til þeirra en fáum enga hjálp. Það er greinilega einhverjir samskiptaörðuleikar í gangi milli þessara stofnana. Hvert er málið. Maður hefði haldið að þetta ætti að ganga frekar ”smooth”, það hlýtur einhver að leigja íbúð hérna í Stokkhólmi sem einhver annar hefur leigt áður!!!! Og ætti þá að vera skráður.
Svíar virðast geta gert mál úr engu. Þeir myndu sko hafa fengið styrk út á að ”Gera úlfalda úr mýflugu” eins og nokkrir spekingar reyndu hérna um árið.

Myndin hérna að neðan heitir ”Afar fallegt” og er fundin af mér! Ætlaði bara að leyfa ykkur hinum að njóta hennar líka.



mánudagur, október 14, 2002
 
Skilaboð til Auðar Beib, bestu vinkonu Hlínar!
Ef þú sendir mér kannski e-mail (sjá á síðunni) svo ég sjái e-mailið þitt þá get ég sent þér nokkrar ábendingar. Ég þekki nefnilega ofsalega kláran strák (Kalla klára) sem svarar öllum mínum bænum, allavega hvað bloggið varðar :-)


sunnudagur, október 13, 2002
 
Í gær hengum við inni allan daginn, lásum og horfðum á sjónvarpið, en um kvöldið fórum við á “Bitch”. “Bitch” er skemmtistaður sem er opinn tvo laugardaga í mánuði og ábyggilega einungis opinn konum, allavega er hugmyndin að þar hittist konur og skemmti sér. Þegar best lét voru örugglega 150 konur þarna og flestar á dansgólfinu. Meira að segja við Auður dönsuðum við nokkur lög, og var það ég sem var dragbíturinn eins og vanalega.
Konurnar voru nú bara alls ekkert of lessulegar. Margar voru með sítt hár og fáar feitar :-)

Vorum líka inni í dag, fyrir utan að skreppa í búðina og videoleiguna. Sáum “American History X” (ég var reyndar búin að sjá hana), sem mér finnst mjög góð, og svo er Edward Norton svo sætur og mikill töffari í henni.