Svíþjóðarferð |
|||||||||
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
laugardagur, nóvember 16, 2002
Óheppni minni var ekki lokið eftir þennan skemmtilega og ókeypis sightseeing-túr í strætónum í gær. Mælti mér mót við Auði á Universitetet lestarstöðinni kl. 19 og þaðan ætluðum við að fara í bekkjarpartýið. Ég ætlaði að taka strætó frá Karolinska (ekki búin að gefa strætóana upp á bátinn!) að Universitetet en fékk þá flugu í höfuðið að Auður ætlaði að hitta mig á næstu lestarstöð (St. Ericsplan), ég veit ekkert af hverju ég hélt það. Þegar þangað var komið mundi ég nú samt að svo var ekki, þannig að ég ákvað að taka lestina að Universitetet. Allt gékk ágætlega þar til við komum að lestarstöðinni næst á undan Universitetet, þá babblaði lestarstjórinn eitthvað í hátalarkerfið og allir yfirgáfu lestina og auðvitað fylgdi ég bara á eftir. Hann hélt áfram að babbla en það hjálpaði mér nú ekki mikið, ég skildi ekkert það sem hann sagði. Þar sem ég var eiginlega orðin sein nú þegar að hitta Auði (og ég veit hvað það fer í taugarnar á henni) þá bankaði ég í næstu konu og spurði hana á ensku hvert væri málið. Ég bjóst reyndar ekki við því að ég fengi mikla hjálp frá konunni þar sem það er mín reynsla að eldri konur hérna tali ekki mikla ensku. Fyrsta lukkan mín þann daginn var sem sagt að konan var áströlsk og skildi sænsku, og var þvílíkt til í að hjálpa mér í þokkabót. Það var sem sagt eitthvað vesen með lestarnar og þær voru ekki á leiðinni að ganga þessa leið í einhvern tíma. Kommon, ég átti eina lestarstöð eftir. En ljósið í myrkrinu (að þeirra mati allavega) var að eftir 40 mínútur átti að vera strætó fyrir þá sem ætluðu á endstöðina. Ég sagði konunni hvert ég var að fara. Einhver (ekki sænsk) stúlka heyrði okkur tala um Universitetet og bættist í bjargarhóp þeirra áströlsku. Uppi á yfirborðinu áttu samt að vera strætóar sem gengu sínar venjulegu leiðir og ætlaði ég bara að finna út hvern ég þurfti að taka. Eftir smá stund kom sú ástralska hlaupandi og kallandi: “Ég veit hvaða strætó á að taka, það er númer 640”. Gæfan var heldur betur farin að snúast mér í hag. Við náðum strætónum (eftir þónokkra bið) og svo sagði sú ástralska okkur hvar við áttum að fara út og í hvaða átt við áttum að labba. Ég kom því ekki nema 40 mínútum of seint á lestarstöðina í Universititete, en Auður vissi vel hver ástæðan var svo hún beið bara hin rólegasta. Þetta var ágætis bekkjarpartý, fínt að fá að tala við einhverja. föstudagur, nóvember 15, 2002
Smá grín fyrir helgina. Thetta sendi hann Kalli mér eitt sinn, mér finnst thad allavega ógedslega fyndid. The United Airline's passenger cabin was being served by an obviously gay flight attendant who seemed to put everyone into good mood as he served them food and drinks. As the plane prepared to descend, he came swishing down the aisle and announced to the assengers,"Captain Marvey has asked me to announce that he'll be landing the big scaryplane shortly, lovely people, so if you could just put up your trays that would be super." On his trip back up the aisle, he noticed that a well dressed, rather exotic looking woman hadn't moved a muscle. "Perhaps you didn't hear me over those big brute engines. I asked you to raise your trazy-poo so the main man can pitty-pat us on the ground." She calmly turned her head and said, "In my country, I am called a Princess. I take orders from no one." To which the flight attendant replied, without missing a beat, "Well, sweet-cheeks, in my country, I'm called a Queen, so I outrank you. Put the tray up, Bitch Ég fékk sama texta og Mummi en ég er samt minni geek. Ég er bara ekki nörd eftir allt saman.
Take the Polygeek Quiz at Thudfactor.com Eins og einn efnafraedikennari í HÍ ordadi svo vel: "Thetta er í áttina, bara alveg í hina áttina" thegar einn nemanda hans var ad reyna ad svara spurningu frá honum. Thad er einmitt thad sem "kom fyrir" mig ádan. Ég tók lestina eins nálaegt Karolinska Institutet og ég gat og svo átti ég ad taka straetó númer 3. Ég gerdi thad thó thad staedi ekki endilega thad sama á honum og vanalega, nú stód Södersjukhuset en vanalega stendur Karolinska sjukhuset. Ég veit ad their straetóar sem hafa sama númer fara sama hring svo ég ákvad bara ad taka thennan, ég bjóst vid ad hann taeki örtlítinn aukahring og svo kaemi ég til Karolinska Institutet. En nei. Hann tekur frekar svona risastóran eda risastaerstan hring ádur. Leidin sem nr. 3 fer líkist 8 í laginu og ég byrjadi á samskeytum lykkjanna. Ég fór alla nedri lykkjuna og svo rétt inn á efri lykkjuna og thá var ég komin til Karolinska Institutet. Thessi leid tók ekki nema eina klukkustund og 20 mínútur sem tekur 5 mínútur frá samskeytunum ef madur tekur straetóinn sem gengur í gagnstaeda átt (og hann er merktur Karolinska sjukhuset)!!!! Thegar ég var á áfangastad straetósins (Södersjukhuset) var ég hálfnud heim til okkar! Allir fóru út tharna en ég sat áfram thví ég vissi ad thessi straetó myndi allavega enda thar sem ég byrjadi ferdina. Thetta var lokastoppistöd svo bílstjórinn bad mig ad fara út. Ég labbadi svona 20 skref ad naesta straetóskýli og beid í hálfa mínútu eftir straetó nr. 3 sem nú var merktur Karolinska Institutet og thad var nákvaemlega sami straetó og ég var í og med sama bílstjóra! Af hverju mátti ég thá ekki sitja áfram í straetónum? Og thegar ég aetladi ad kaupa mér kók var sjoppan í Karolinska lokud. Ohhhh, og thá thurfti ég ad drekka bjór med matnum (aedislegt lasagna sem Audur bjó til í gaer), og mér sem thykir áfengi med mat frekar vont. Já ég var med fullan poka af bjór med mér, vid Audur erum nefnilega á leid í partý hjá bekknum hennar, ég vona svo heitt ad thad verdi leikir :-) Tetta er nu svindltest. Eg er seminord skv thvi. djö....
Take the Polygeek Quiz at Thudfactor.com fimmtudagur, nóvember 14, 2002
Eitt vantaði í frásögnina hennar Auðar. Við bárum hilluna, borðið og stólana beint inn í íbúðina um stofudyrnar. Það var í mesta lagi opið í 5 mínútur en þegar ég lokaði var stærðarinnar kónguló rétt fyrir innan gaflinn. Hún var með fjögurra centimetra langar lappir, þ.e. 32 cm í heild, og nokkuð stóran búk. Hún var næstum því jafn stór og hestur, kannski var þetta bara Sleipnir gamli! Auðvitað hleypti Auður henni út. Ég er rosalega ánægð með nýja IKEA dótið okkar, það er ekkert smá flott. Í dag hef ég verið að reyna að fylla bókahilluna okkar en það gengur ekki alveg nógu vel, við erum greinilega ekki með of margar bækur með okkur eins og við héldum í fyrstu. Bókahillan er þvílík snilld. Þegar ég var að setja hana saman hélt ég að fyrsta hillan sem ég tók upp væri gölluð, það hafði verið sagað af vinstra horninu. Ég var náttúrulega alveg brjáluð, þetta var bara týpískt fyrir Svíana, alltaf verið að gera okkur erfitt fyrir og hrekkja okkur. Mig dauðlangaði að fara og skipta henni en auðvitað nennti ég því ekki. Síðar tók ég eftir því að fleiri hillur voru “gallaðar”, en þá er þetta smá pláss fyrir snúrur sem gerir okkur kleyft að hafa t.d. einn hátalarann okkar í hillunni, það er voða smart. I gaer forum vid og keyptum bokahilluna og bordid og stolana sem vid aetludum ad kaupa a laugardaginn. Um tima leit ut fyrir ad vid yrdum ad fara heim med tetta allt i straeto tvi IKEA tekur 600 SEK f. ad senda manni drasl, sem vid tímdum audvitad ekkert ad borga (ok, ég tímdi thvi ekki) og gellan i IKEA sagdi okkur ad leigublilar gaetu tekid mest 180 cm langa pakka en hillan er 192. Eftir ad hafa radfaert okkur vid serlega radgjafa okkar (Hronn og Georg) i tvi ad dila vid Svia akvadum vid ad kanna tetta med leigubil nanar. Bilstjorarnir fyrir utan IKEA voru hinir vingjarnlegstu, sogdu, "ekkert mal" og skelltu 192 cm longu hillunni okkar i skottid asamt bordinu+ stolunum og 4 tungum innkaupapokum ur smart (stormarkadurinn okkar). Sidan pokkudu teir okkur ofan a allt saman og keyrdu okkur heim f. 160 SEK!!!! Hehe, vid graeddum sumse 440 sek sem eru 10 klst. i pool, 22 bjorar a studenta bar i Uppsala (toluvert faerrri a venjulegum borum) eda 12 kilo af nautahakki. Vid vorum rosa stoltar af okkur. Eftir saenskunamskeidid okkar (tessi Iraska var bara med skarra moti, enda sagdi kennarinn nokkrum sinnum "Bara hlusta" adur en hun gat byrjad og einu sinni "Leila, bara hlusta") hofumst vid handa vid ad setja dotid saman. Vid gerdum samning adur en vid sprettum kossunum upp; Emelia átti ad stjorna og eg myndi gera allt sem hun segdi. Mín reynsla af samsetningu IKEA vara med lýdraedislegum adferdum er nefninlega su ad hillan/bordid/skapurinn endar vitlaust samansett og teir sem unnu lýdraedislega saman ad samsetningunni raedast ekki vid i nokkra tugi klukkustunda a eftir. Tannig ad eg tok throskaskref og sagdi "Tu matt rada." Emelia flytti ser natturulega ad taka vel i tad og stjornadi med miklum glaesibrag og eg hlyddi med tilthrifum. Nidurstadan vard su bokahillan okkar, bordid og allir 4 stolarnir eru fullkomlega sett saman og vid Emelia erum jafnvel betri vinkonur nuna en fyrir IKEA samansetningu. þriðjudagur, nóvember 12, 2002
Ætla að læða inn einum brandara sem Solla frænka sendi mér á seinasta ári. A man goes to the forest for a bear hunting weekend. The first day he walks around the forest and spots a bear so he says to himself ' right, I'm going to kill my first bear of the weekend' and he shoots it but after he does this the bear walks off & disappears & a minute later somebody is tapping on his shoulder - it is the bear he just shot. The bear says,'because you tried to shoot me I'm gonna teach you a lesson you won't forget, I'm gonna fuck you up the arse'. The next day the man walks in the woods again and is determined to shoot the bear dead for what he did yesterday. He sees the bear, takes one shot & thinks the bear is dead, but again it walks up & disappears and later he feels somebody tapping on his shoulder - it's the bear again, who Fucks him up the arse again. The following day the man walks, very painfully, into the woods again with a much bigger shotgun. He sees the bear, takes a good long aim & shoots the bear this time the bear stays still for a while and the man thinks 'great - it's dead'. However, the bear gets up after a while & disappers and then the man feels tapping on his shoulder again. It's the bear again and he says 'Hey, you don't really come here for the hunting do you?' Það byrjaði að snjóa hjá okkur um helgina, og ekki hlýnaði við það. Það liggur smá snjór yfir öllu saman sem fær mig til að hlakka enn meira til jólanna. Ég svaf loksins út, til hálf eitt, en það hef ég ekki gert í margar vikur, þ.e.a.s. á virkum degi. Ég er nefnilega búin að vera svo dugleg undanfarið, vakna með Auði og hangi á netinu í Karolinska Institutet allan daginn. Í dag varð ég hins vegar að vera heima þar sem ég bjóst jafnvel við símhringingu. Ég veit núna að það var greinilega bara stjarnfræðilega fáránlega óskhyggja. Ég hringdi nefnilega í gær enn einu sinni í húsvörðinn okkar og bað hann að hringja í einhvern útaf hitanum í íbúðinni og sagði honum að ég yrði heima í dag. Auðvitað hefur enginn hringt. Ég hringdi því í SSSB (stúdentaíbúðarleigan) og sagðist vingjarnlega konan ætla að hringja og tala við mig innan fárra daga. Ég varð mjög glöð að heyra það. Það virðist sem ég falli alltaf fyrir þessum brandara hjá Svíunum: “Já, já, við munum hringja í þig”. En þessi sagðist lofa að hringja í mig. Hún heyrði greinilega að ég var ekki alveg nógu ánægð með þetta. Það er eins gott að það verði hlýrra hjá okkur um jólin því ekki getum við boðið vanfærri konu upp á þetta! Í dag tók ég aðeins til og þvoði þrjár þvottavélar. Mér þykir svo gaman að þvo, henda í þurrkara og brjóta saman. Í alvöru. Kannski er það bara því ég þarf ekki að gera það nema á eins og hálfs vikna fresti. Fengum bref fra Studentagardafiflunum sem legja okkur iskoldu og randyru ibudina okkar. Their leigja hana af eigandanum og legja okkur hana sidan a okurverdi. E-r nefnd er buin ad urskurda um ad their megi ekki lata tha sem bua i svona ibudum sem their aframleigja borga miklu meira heldur en tha sem bua i ibudum sem fiflin eiga sjalfir. Tvi aetla fiflin ad segja upp ollum sem bua i svona aframleigdum ibudum af thvi ad theim finnst svo orettlatt ad lata alla studenta borga svipada leigu. Tvi verdur okkur kannski hent ut i vor, nema thessi nefnd skipti um skodun og segi ad thad se allt i lagi ad lata okkur borga svona mikid. Leigan er svona ha hja okkur thvi thad er svo mikill kostnadur hja studentagordunum i stjornun og skipulagningu, skv. theim. Skv. minni reynslu felst thessi stjornun i thvi ad taka numer thess sem fremstur er i bidrodinni og setja thad a netid. Studentar thurfa sjalfir ad fylgjast med thvi hvort theirra numer se komid upp og melda sig innan viku til studentagardanna og koma og undirrita samning. Their geta lika sent ther samninginn eftir ad studnetinn og thegar thu hefur undirritad hann faerdu lykla ad ibudinni. Eg bad tha um ad senda minn samning til islands en their sendu hann tvisvar i ibudina okkar i svithjod. Sem vid vorum ekki med adgang ad. Nokkrum vikum seinna föttudu their ad thegar eg bad um samininginn i posti til islands tha vildi eg fa hann til islands og byrjudu ad senda hann thangad. Their fengu hann audvitad i hausinn aftur med "return to sender" og hringdu radvilltir i heim til okkar og sogdust ekki geta sent okkur samninginn, thad hlyti ad vera eitthvad ad heimilisfanginu. Tha vorum vid bunar ad vera i ibudinni i meira en manud. Thegar vid vorum i stridinu vid telia reyndi eg ad hringja i studentagardanna til ad fa ad vita hver aetti bygginguna sem ibudin er i og thau gatu ekki einu sinni sagt mer thad. Thessi stjornun kostar okkur amk 10.000 isl a manudi. Tarf ad fara ad pina frumur am mánudagur, nóvember 11, 2002
Rádgáta á Nördahorninu Vid Audur yrdum afar thakklátar ef einhver gaeti hjálpad okkur med paelingar úr seinasta CSI thaetti sem vid sáum. Kíkid inn á nördahornid. sunnudagur, nóvember 10, 2002
Í gær skelltum við Auður okkur í Kungens Kurva, sem er verslunarsvæði, ekki svo langt frá okkur. Byrjuðum í IKEA, kíktum svo í Heron city (þar er aðallega risa bíó og veitingastaðir), og í Jysk (Rúmfatalagerinn). Okkur leist svo miklu betur á allt í IKEA að við drifum okkur þangað aftur. Keyptum alveg fullt: Teskeiðar, kodda (fyrir næturgestina), vínglös, lítið borð, skóhillu, mæliskeiðar (því mín ætlar að vera svo dugleg í bakstrinum!), pastasigti, og hálfgerðan písk (í eldhúsið!). Allt draslið er náttúrulega svo nauðsynlegt að það var rifið úr umbúðunum og tekið í notkun. Litla borðið settum við í hornið við hliðina á röndótta sófanum okkar. Auður tók svo fínu græjurnar okkar loksins upp úr kassanum og prýða þær borðið. Við ætluðum að kaupa bókahillu, og eldhúsborð og stóla en eldhúsborðið og stólarnir er ekki til í augnablikinu. Það kostar 595 SEK (5400 ÍSL) að láta IKEA senda manni þetta heim og það tekur 2 vikur. Við ætlum því að reyna að fara tvær ferðir í strætó með dótið, sjáum hvernig það gengur því bókahillan er ansi massív. Ath. Það eru komnar nýjar myndir á myndahorninu, myndir af okkur í Stokkhólmi frá ágúst til október. Í gærkveldið skruppum við til Hrannar og Georgs. Hjá þeim var líffræðipar, Stefán og María, en þau eru skiptinemar í eitt ár. Þau eru bæði í M.Sc. námi, hann í rykmýi en hún í skordýrum. Skemmtilegt kvöld. |