Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, nóvember 22, 2002
 
Var ad skoda gestabokina okkar (sem ma alveg skrifa oftar i) tar sem e-r mamma í felló var búin ad skrifa. Hugsadi med mer ad tetta vaeri einhvers taeknifotlud mamma sem hefdi aetlad inn a einhverja adra sidu. Liklega kennari sem tok kursin "hvernig a ad fa myndvarpan/videotaekid/skjavarpan til ad bila akkurat tegar tu aetlar ad nota hann i tima" og nu vinnur hun í einhverri félagsmidstod eda hja reykjavikurborg ( sbr. féló). En svo fattadi eg ad tetta er mins eigins mamma sem er alls ekkert taeknifötlud (tratt fyrir ad hafa tekid umraeddan kurs i kenno) sem er nýflutt eins og venjulega. I fyrra var hun mamma i útlöndum, árid tar a undan mamma á kleppi en nú mamma i félagsmidstödinni. Hún býr núna med allt ad fjórum unglingum sem tharf ad kenna adeins a samFélagid, i fyrra bjó hun í bretlandi og árid tar a undan a kleppsvegi.


fimmtudagur, nóvember 21, 2002
 
Undur og stórmerki gerðust. Það kom viðgerðarkall frá Riksbyggen til að kíkja á hitann í íbúðinni okkar og hvað haldiði, nú auðvitað var fínn hiti. Það var það heitt að ég gat verið á bolnum í fyrsta skiptið í tvo mánuði (var nefnilega að vaska upp og þrífa en þurfti að vera í peysu og skyrtu í morgun) en dreif mig að sjálfsögðu í peysu þegar kallinn kom. Hann mældi 21°C alls staðar. Ég sagði auðvitað (á minni frábæru sænsku, því auðvitað talaði þessi ekki ensku, helvítis Svíar!) að það gæti ekki verið, það væri alltaf skítkalt hérna og sérstaklega á kvöldin, það gæti nú ekki verið eðlilegt að þurfa að vera með húfu innandyra. Hann var alveg sammála mér (eins gott fyrir hann!) og ætlar að koma aftur á morgun og skilja eftir hitamæli sem skráir niður kuldann yfir eitthvert tímabil.

Á þriðjudaginn keypti ég gæðahrærivél. Valið stóð á milli 500 SEK (4500 ÍSL) vélar og 2700 og 3000 SEK (24000 og 27000 ÍSL). Auðvitað keypti ég ódýru vélina enda stöndum við nú ekki í miklum bakstri á þessu heimili, það væri bara ágætt að geta þeytt rjóma einhvern tímann!


 
Tessi Íraska var alveg ad gera alla brjálada á saenskunamskeidinu i gaer. Sé fyrir mér ad tetta namskeid muni enda med thvi ad vid tölum saensku med Írönskum hreim en ekki íslensk/dönskum. Allavega, ég var svo pirrud a munnraepunni i henni ad ég vard ad fara i langt heitt bad tegar ég kom heim. Hvad er betra en 40°C heitt bad, raudvinsglas og Sagan om de Två Tornen? Vantadi bara Older med gogga á fónin og Emelíu oní badid, ta hefdi thetta verid fullkomid. Er enn svaka afslöppud eftir allt tetta.


miðvikudagur, nóvember 20, 2002
 
Á mánudaginn þegar við vorum á heimleið stoppaði Auður á Hötorget (útisölutorg) til að kaupa úr handa mér. Þau voru ansi ódýr og ég var búin að ákveða að Auður ætlaði að gefa mér úr í jólagjöf, þannig að ég var ekki viss. Auk þess hefur maður nú smá á tilfinningunni að svona úr endist ekki lengi. Auður ætlaði hins vegar að gefa mér úrið á mánudaginn en ekki í jólagjöf, svo þá sagði ég já. Var heillengi að leita að rétta úrinu (ég er vanalega mjög lengi að velja, nánast hvað sem það er) og fékk kallinn til að stytta það fyrir mig. Við vorum komnar svona 200 metra þegar Auður spurði mig hvað klukkan væri. Nú, ég er ekki búin að vera með úr í tvo mánuði en hef vanalega gsm símann okkar á mér (sem er í leið vekjaraklukkan okkar) og hafði litið á hann svona hálftíma áður og sagði því: “Þegar ég leit seinast á hana var hún hálf fjögur svo ætli hún sé ekki fjögur núna”. Auður horfði smá stund á mig og loksins fattaði ég að ég var með úr, rétti ánægð fram handlegginn og sveiflaði honum að mér. “Hún er stopp”. Fína, nýja klukkan mín var stopp. Við fórum því aftur til kallsins og báðum hann að skipta um batterí. Við bjuggumst við að hann myndi bara öskra á okkur og segja okkur að snáfa í burtu en hann var hinn vingjarnlegasti. Þegar hann rétti mér úrið aftur setti ég það á mig og ætlaði að fara en Auður vildi nú vita hvort það gengi í þetta sinn, en nei, það var stopp. Það var greinilega eitthvað meira en bara batteríið. Aftur var ég heillengi að velja en fann loksins eitt sem ég er nokkuð ánægð með og það gengur ennþá. Auður heldur að það endist í ½ ár en ég hef rosalega trú á því og segi 2 ár, við sjáum hvað setur. Auðvitað mun ég koma með mánaðarlegar fréttir af úrinu. En eitt er víst að ég ætla nú ekki að fara með þetta úr í sturtu, ekki ef ég ætla að láta það endast í 2 ár!


mánudagur, nóvember 18, 2002
 
Það er ennþá svo kalt í íbúðinni okkar að ég stakk upp á því að við myndum hætta að raka á okkur skankana og undir höndunum. Auður tók nokkuð vel í þetta. Við myndum þá í leiðinni spara heilmikinn pening, rakvélablöð eru rándýr. Annars virkar nýja "töfrateppið" okkar þrælvel. Það er nú bara venjulegt ullarteppi en það heldur rosalega vel á okkur hita og fyrir okkur er það gríðarlega góður kostur eins og málum er háttað hérna.


 
Hultur!
Er það ekki miklu betra orð en “óhultur”? Fyrir mér þýðir hultur öruggur. “Hann er hultur fyrir skrímslunum”, eða eitthvað svoleiðis. Ég get eiginlega ekki útskýrt af hverju mér finnst þetta, ég get bara oft ekki munað hvort það er hultur eða óhultur sem er rétta orðið. Ég veit samt vel að “hultur” er ekki til. En það er einmitt það sem ég skil ekki, af hverju hefur maður ó-ið fyrir framan? Stundum þegar maður vill fá lýsingarorð sem þýðir akkúrat öfugt við það sem maður hefur þá bætir maður ó-i fyrir framan. Það meikar því ekki sens að óhultur þýði öruggur, það er svo asnalegt að segja “Þú ert ekki óhultur”, þetta hljómar eins og tvöföld neitun. Fyrir mér hljómar þetta nefnilega eins og “Þú ert óóhultur”. Mér finnst sem sagt að það ætti að vera til orð sem væri öfugt við “óhultur” og það væri orðið “hultur”. Fyrst ég er farin að koma með óskir um breytta íslensku þá get ég alveg eins beðið um það hérna að “hultur” muni þá framvegins þýða öruggur og “óhultur” muni þýða óöruggur. (Takið eftir “öruggur” og “óöruggur”, þau eru andstæð og það er bara bætt ó-i fyrir framan!).


sunnudagur, nóvember 17, 2002
 
Á fimmtudaginn sáum við “Big Daddy” í sjónvarpinu. Aðalleikarinn er Adam Sandler en litli strákurinn er sá sem leikur son hans Ross í Friends, Ben. Við ætluðum ekki að horfa á myndina þar sem við þolum hvorugar Adam Sandler en þar sem það fyrsta sem við sáum var frekar fyndið ákváðum við að horfa smá. Mér fannst myndin mjög fyndin og mæli nokkuð með henni, ég er allavega viss um að Hauki bróður muni finnast hún mjög skemmtileg. Litli strákurinn leikur mjög vel í myndinni og ég get enn hlegið að senunni þegar kall frá Félagsmálastofnun dregur hann út að heimili Adams Sandlers en litli strákurinn veit ekki af hverju hann má ekki lengur búa hjá Sandler og kallar með gráttóni: “But I wipe my own ass”. Ég held þið sjáið ekki alveg hvað er fyndið við þetta nema að horfa á myndina.

Í gær leigðum við "Spiderman" og ekki fannst okkur hún neitt sérstök. Við sáum líka "Birthday Girl" með Nicole Kidman og hún var miklu betri.

Við fengum 4 símtöl í dag; eitt frá hvorri móður og tvö frá Hrönn. Hrönn kom svo í heimsókn (Georg var að læra fyrir próf), það var ofsalega gaman.