Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, desember 05, 2002
Vil bara bæta aðeins við laufabrauðsfrásögnina hennar Auðar og verður það líklega bara sjálfshól. Við byrjuðum sem sagt kl. 19 og héldum fljótlega að við myndum einungis fá 15 kökur þar sem fletjararnir skáru allt of stór stykki í hvert skipti. Fletjararnir voru sem sagt ég og Georg. Ég ákvað að hjálpa Georg að til að drífa þetta leiðindarfletjunarverk áfram svo við gætum hjálpað stelpunum að skera út. Þær reyndust hins vegar hinar mestu hjálparhellur og náðist eiginlega ekki að hlaðast upp mikið af kökum og í lokin fékk ég að skera út eina köku. Þá var allt heila klabbið steikt og stóð ég eins móðir mín á hverju ári með tvo gaffla og snéri öllum kökunum. Munurinn var þó að ég hafði einn til að setja kökurnar ofaní pottinn og annan til að pressa þær á eftir en mamma gerir þetta vanalega ein, mér finnst ég samt þvílík hetja og reyndar við öll. Þetta var aðeins meira verk en ég hafði búist við enda hef ég ekki (og enginn hinna reyndar) hnoðað og flatt út og steikt, bara skorið. Öllu(m) var lokið rúmlega 12 og öll íbúðin lyktaði af steikingarfýlu en það ánægjulega við þetta allt saman er að laufabrauðið smakkast vel og auðvitað voru bara spiluð jólalög þessa 5 tíma. Kökurnar reyndust svo um 40. Við sáum þennan fína breska dýralífsþátt áðan þar sem eitthvert hundkvikindi hafði ekki haft lyst á matnum sínum í fjóra daga og fundu þeir út að það væri vegna tannpínu. Þeir rifu úr honum fjórar tennur og hreinsuðu eitthvað hinar og hann var hinn frískasti á eftir. Mér datt þá í hug að kannski myndi ég fá bót meina minna (hinnar þrálátu tannpínu) ef ég mætti á dýraspítala og byrjaði að ýlfra og láta illa. Auður hefur meira að segja boðist til að fara með mig (væntanlega í bandi), segja að ég heiti Snoppa og að hún sé eigandinn. Þessum læknum myndi ábyggilega vegna mun betur en hinum hefðbundu tannlæknum enda geng ég ekki heil til skógar enn. Emelia er svo upptekin i vinnunni, hun er nuna a einhverjum leynifundi sem fer fram i nidurgrofnu herbergi einhversstadar a stokkholmssvaedinu. Hun var leidd tangad med bundid fyrir augun eftir ad menn med simasnuru ur eyranu, engan hals og enga efri vör leitudu ad hljodnemum a henni. Tannig ad eg verd ad taka ad mer ad segja frettirnar i tetta skipti Hronn og Georg komu til okkar a thridjudaginn. Mikil spenna og eftirvaenting la i loftinu thvi vid aetludum ad reyna ad baka laufabraud. Vid vorum ekki alveg viss um ad haefileikar okkar naedu inn a tetta svid tannig ad vid héldum kannski ad tetta taekist ekki alveg. Vid byrjudum a thvi ad borda og reyna ad peppa hvert annad upp. Hronn og Emelia thurftu sidan ad hlaupa ut i bud eftir meira hveiti thvi uppskriftin sem vid vorum med var eitthvad dularfull (1L mjolk a moti 1 kg hveiti). Taer keyptu fullt af nammi og ta gatum vid byrjad. Emelia og Georg flottu ut og vid Hronn skarum. Tar sem listraenir haefileikar og frumleiki er af skornum skammti hja mer var eg andlaus eftir tvaer kokur. En einhvernvegin gekk tetta og vid gerdum 40-50 kökur. Vid notudum bara einhverja venjulega djupsteikingaroliu tar sem vid finnum ekki palmin feiti hér. Georg tok kokurnar upp og setti i pottin, emelia sneri teim og tok upp ur, eg kramdi taer og Hronn radadi teim i fallegan turn. Vid erum rosalegt laufabraudstím. Laufabraudid smakkadist sidan bara naestum alveg eins og laufabraudid hennar ommu og vid vorum afar anaegd med nidurstoduna. I gaer skropudum vid emelia i halfum saenskutima og forum a Bond. Veit ekki hvad skal segja, skemmtilega hallaerisleg, bara bond mynd eins og hinar, fullt af graejum og konum sem hafa tannig eiginleika ad einginn biogestur hefur sed eda heyrt um tannig graejur eda konur adur. En thegar vondi kallin er naestum buin ad framkvaema átreidjös ívil planid sitt geta engar graejur eda konur bjargad okkur, onei, bond er sa eini sem haegt er ad treysta a. I kosninguna eru nu komnar tvaer aleitnar spurningar sem áridandi er fyrir alla sem fylgjast med ad svara. Tad er audvelt ad gera upp hug sinn vardandi fyrri spurninguna en seinni spurningin er eitthvad sem vid turfum hjalp vid. Vid vinnum badar i nordurhluta stokkholms en buum i sudurhlutanum tannig ad vid erum 40 min a leid i skola/vinnu tannig ad okkur langar sma ad flytja naer, auk tess sem leigan a stadnum tar sem vid erum er mjog ha og okkur verdur kannski sagt upp i vor. Hins vegar er ibudin okkar rosalega fin, med nyju parketi og nyju eldhusi, hverfid er rolegt og tad er sma skogur fyrir aftan husid okkar, rosa saetur. "Midbaerinn" okkar er lika alveg passlega mikill skitapleismidbaer. Svo er ógedslega leidinlegt ad flytja. mánudagur, desember 02, 2002
Mamma hringdi á laugardaginn, og vakti okkur en það var vel þegið því klukkan var 11. Hún var búin að kjafta í 3 mínútur við Auði þegar hún fattaði að hún var ekki að tala við mig. Mín eigin móðir þekkir mig ekki!!! Ég var reyndar bara nokkuð ánægð að hún vildi líka tala við mig :-) Fórum í verslunarferð, pöntuðum miða á Bondinn næsta miðvikudag, keyptum trekt (nauðsynlegt að eiga eina), fiskispaða sem verður eiginlega bara kleinuspaði hjá okkur, keyptum svo fullt í matinn (fundum m.a. súrmjólk sem heitir víst gr äddfil á sænsku). Afar nauðsynlegt ferð fyrir tilvonandi kleinugerð. Horfðum bara á sjónvarpið, m.a. á “Talented mr. Ripley” sem er alveg ofboðslega langdregin og leiðinleg mynd sem meira að segja fegurð Jude Law nær ekki að yfirgnæfa. Hlín hringdi um kvöldið og kjaftaði heillengi, þau eru búin að panta flug til okkar 20. des og fara aftur 4. jan. Jibbbbbí, þetta verða æðisleg jól. Þá var það kleinugerðin. Þetta er í fyrsta skiptið sem við gerum kleinur en að sjálfsögðu höfum við báðar “fengið” að snúa hjá mömmu eða ömmu. Kleinurnar heppnuðust hrikalega vel. Ég fattaði þó þegar ég var búin að hnoða degið að mamma hefur kardimommudropa en ég hafði greinilega gleymt að skrifa það niður, það fást hvort eð er engir dropar í okkar búðum (hvað ætli rónarnir hérna geri) en kleinurnar eru samt alveg ágætar, næst ætla ég samt að hafa dropana með (vonandi sendir mamma mér eina flösku!). Kleinubaksturinn tók þvílíkt á svo við þurftum að leggja okkur í 2 tíma á eftir. Fyrsti vinnudagurinn í dag fór bara í að lesa og reikna út og svoleiðis. Á morgun á ég að byrja á peptíð synthesu en eins og þið vitið þá má ég ekki segja neitt nákvæmar. Keypti AbSlider áðan. Hann kostaði svo lítið og það er eitthvað farið að hrúgast á magann svo ég ætla að athuga hvort ég endist eitthvað í þessu, sakar ekki að prófa. |