Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, janúar 31, 2003
 
Jaeja, ta eru Hulda og Munda komnar til okkar. Emelia sotti taer a lestarstodina i gaer, taer tekku hana ekki almennilega tvi hun er komin med nyja klippingu og tvi bidu taer eftir hverri annarri i einhvern tima an tess ad fatta neitt (veit ekki alveg hvi emelia tekkti taer ekki). Svo gerdu taer eitthvad snidugt sem eg veit ekki hvad er og tritludu sidan heim i frabaera Fruängen og emeila eldadi pizzu sem var aldeilis storfin, enda emelia min svo faer og uppskriftin fra Bigganum okkar. Eftir matinn spiludum vid svo audvitad kana, eg tapadi med glanz enda eru Hulda og Munda rosalegir spilarar, med reglur eins og treysta amk 3 a motspilarann og svoleidis. Svefninn eftir kanann gekk ekki alveg nogu vel hja tremur okkar en ein svaf eins og steinn. Eyrnatappakaup eru a dagskra. Eg hlakka allavega rosalega til ad komast heim i fjorid a eftir, vid skrifum nakvaema lysingu a ollu sem vid gerdum eftir helgi.

Af leidbeinandanum minum er tad ad fretta ad eg get ekki sed ad hann hafi hreyft vid bibliunni sinni sidan eg kom hingad, sumse i tvaer vikur. Hun er lika raud og eg helt ad tad maetti ekki. Annars hefur hann verid til frids, svona fyrir utan tad ad hann maetir ogedslega seint sem tidir ad eg tarf ad vera ogedslega lengi herna. En eg tarf ad vera stillt tvi ad tad litur ut fyrir ad strakur sem er i sama programmi og eg i skolanum verdi rekinn af tvi ad leidbeinandinn hans sagdi ljota hluti um hann.

Kleinurnar sem duglega konan min bakadi eru alveg ofsalega godar. Tad aettu allir ad fara ad panta far hingad til ad fa ad smakka a teim.

godar stundir


fimmtudagur, janúar 30, 2003
 
Thvílíkt og annad eins sem madur er nú duglegur. Thegar ég kom heim úr vinnunni í gaer (rúmlega 19), fór ég tvaer ferdir í búdina, Audur var nefnilega ad horfa á Lord of the Rings (the two towers) í vinnu. Ég segi nú ekki ad allt sem ég keypti hafi verid naudsynjavörur en naudsynlegt engu ad sídur thar sem ég bakadi kleinur og aetla ad gera pizzu í kvöld. Thad er thess vegna sem ég er med thetta fallegu sjálfsgagnrýni. Mér finnst nú til daemis fólk haela mér of lítid hérna á sídunni, hvers vegna haldid thid eiginlega ad vid Audur séum med thessa sídu!!! (Thid verdid thá líka ad segja eitthvad fallegt um hana Audi mína, enda ekkert nema gott um hana ad segja!)
Kleinurnar voru dúndurgódar og skora ég á Hrönn ad fara ad nota nýja járnid sitt.


þriðjudagur, janúar 28, 2003
 
Ráðgáta
Einhver er búinn að setja táfýlu í gammósíurnar mínar. Það var svo hrikaleg lykt af gammósíunum í gær að loftið í íbúðinni var nánast mettað og þar sem ég er sko ekki með táfýlu þá hlýtur hún að vera af einhverjum öðrum. Auður kannast ekki við að hafa “setja vonda lykt í gammósíurnar hennar Emelíu” fetish en ég ætla að vaka í nótt og sjá hvað hún gerist, kannski gerir hún þetta í svefni, hver veit.
Vegna lyktarinnar fór ég auðvitað ekki í gammósíunum í vinnuna í dag sem leiddi til þess að ég fraus næstum því á lærunum þegar ég beið úti í 25 mínútur eftir strætó við IKEA.


Veðurfregnir
Stokkhólmur er búinn að vera að reyna að klæða sig í hvítt í allan dag, en það gengur frekar brösulega. Ég spái því samt að það verði örlítill snjór í fyrramálið. Annars horfðum við á veðurfréttirnar áðan. Hinir menntuðu veðurfræðingar spá um 10 gráðu kulda fimmtudag og föstudag. Ef tekið er mið af því hvernig veðrið var í desember í skítakuldanum þá ættu næstu dagar að verða fallegir.


Peningaeyðsla
Ég keypti loksins langþráða hrærivél (Krups) áðan og kostaði hún 1700 SEK svo hún hlýtur að duga oftar en hin, sem kostaði bara 500 SEK og “eyðilagðist” eftir aðra notkun. Þá er eins gott að ég baki minnst einu sinni í viku til að Auður sjái hversu góð fjárfesting þetta er, við höfum nefnilega ekki verið alveg nógu sammála um notagildi hrærivélar á okkar heimili, reyndar höfum við verið á öndverðum meiði.


Á föstudaginn keypti ég mér alveg rosalega flottan trefil, marglitan. Tilgangur bæjarferðarinnar var reyndar líka að kaup trefil og húfu handa Auði en hún er augljóslega orðin svo fín með sig eftir að hún fékk kápuna að hún kaupir sko ekki hvað sem er.


Á laugardaginn fórum við í kynvillingapartý. Stelpurnar tvær, sem við höfum oft spjallað við á djamminu, buðu okkur. Í heildina mættu 13 stelpur og einn strákur og einn klæðskiptingur eða kynskiptingur (hún/hann leit allavega frekar kvenlega út). Það var í fyrsta lagi fínt að fara eitthvert út og tala við einhverja og svo heyrðum við sænsku. Auður var rosalega dugleg að tala sænskuna, hún nýtir sér til hins ýtrasta saklaust fólk sem hún þekkir ekki. Kjöftuðum heilmikið við stelpu sem hafði unnið í Skeljungssjoppunni á Hellu ’96. Hún elskar að sjálfsögðu allt sem er íslenskt og saknar mest ástarpunga og flatkaka. Svo heppilega vill til að við eigum smá flatkökur og svo ætlum við að baka fleiri kleinur á morgun og munum við ábyggilega bjóða þessari nýju kunningjakonu okkar að smakka.


fimmtudagur, janúar 23, 2003
 
Ég hef greinilega thóad med mér ratgen med árunum. Thegar ég faeddist ratadi ég ekkert. Thad hefur eitthvad ad gera med ad fyrstu dagana sjá víst ungabörn ekki mjög vel og audvitad hitt ad thau eru ófaer um ad faera sig milli stada án utanadkomandi hjálpar (nema thá helst ad detta nidur af bordum eda thíumlíku!). Jafnvel thegar ég var tveggja ára ratadi ég lítid. Tví sem ég er ad monta mig af er ad ég nádi í fyrsta skiptid ad fara í gegnum fjórar byggingar á háskólasvaedinu og enda á réttum stad, thad er Levinski´s (thar sem ég kaupi mér af og til hamborgara). Thessi rat”leikur” var sídur en svo audveldur. Svíarnir eru svo háthróadir thessar elskur ad milli thessara fjögurra bygginga (sem liggja í röd med langhlidarnar saman) eru lokadar göngubrýr (úr plasti, svo madur sér út!), allt ad thrár meira ad segja og á mismunandi haedum svo thid sjáid ad thetta var ekki einfalt. Ég keypti mér hamborgara og gékk med hann til baka til ad borda í mötuneytinu í neurokemideildinni minni. Thegar ég opnadi boxid var ég örlítid hissa thar sem vid mér blasti graent tortilla (ekki myglad!), gular baunir, raud sósa og kotasaela . Thar sem thad er langur gangur til Levinski´s (tekur ábyggilega 4 mínútur), ég var hrikalega svöng og átti ad maeta á Journal Club eftir 10 mínútur thá át ég kvikindid en ekki med bestu lyst, thetta var ekki gott. Mér finnst tortilla mjög gott, allavega eins og vid Audur gerum thad og í fyrsta lagi eru kökurnar ljósar á lit en ekki graenar.
Örvaentid eigi thví heima bídur mín kjúklingur í ísskápnum sem ég aetla ad elda í kvöld, ég fae thví eitthvad gott ad borda í dag.


 
Loksins er jólatréd farid úr stofunni. Audur mín tók jólaskrautid af í gaer og hefur greinilega fargad trénu, allavega var thad ekki á sínum stad og thar sem thad fór ekkert lítid fyrir jólatrénu (sérstaklega í litlu íbúdinni okkar) thá eru allar líkur á ad thad sé annars stadar í rúminu. Og af hverju hjálpadi ég ekki til? Ég nennti thví ekki. Sat bara upp í rúmi og sagdi Audi í hvada röd hún átti ad taka hvern hlut af trénu. ”Skipulag” er nefnilega ord sem fadir minn hefur verid ad reyna ad kenna okkur Hauki í mörg ár og núna borgadi thad sig heldur betur. Thad er nefnilega alls ekki sama hvernig skrautid er tekid nidur og pakkad og svo er auveldara ad skipuleggja svona hluti thegar madur horfir á í smá fjarlaegd. Ég er reyndar alveg viss ad ef ég hefdi reynt ad koma med svona fyrirskipanir thá hefdi hefdi tréd endad á sama stad og á englinum (sjá brandara fyrir jól!). Nei, ég var í vinnunni. Núna er ég sem sagt búin ad vinna af mér thennan eina og hálfa dag (og gott betur, á hálfan í vidbót) sem ég aetla ad taka í naestu viku. Vann frá 8:15-23:45 í gaer, 8:15-21 kvöldid ádur og svo bara svona einn og einn klukkutíma í seinustu viku. Ég er sem sagt örlítid syfjud núna.
En ég mun thá moppa í stadinn og skipuleggja hvar á ad geyma jólaskrautid, thad var nefnilega allt beint úr kassanum (eda kössunum öllu heldur).


sunnudagur, janúar 19, 2003
 
Helgin hefur verid ofur roleg hja okkur. Ég var i frii a fostudaginn og svaf til halfthrju (!) sem meira ad segja mer finnst of mikid. Skrifadi adeins i ritgerdinni minni og for svo med lestinni ad hitta Emeliu a JoLo, poolstadnum okkar. Emelia var vitaskuld of sein en eg var undir tad buin. Vid fengum okkur ad borda og spiludum svo af mikilli snilld. Eg atti ad fara i bekkjarparty ta um kvoldid en nennti omogulega (algjör félli) svo vid forum bara heim eftir poolid tvi tar beid okkar gladningur fra Hákoni frabaera. Hann hafdi nefninlega tekid upp hinn snilldarlega tatt popppunkt fyrir okkur og sent okkur. Vid vorum himinlifandi og skemmtum okkur konunglega vid ad horfa a alla taettina i einni bunu. Hakon var meira ad segja svo godur ad hann tok ekki upp auglysingarnar inn i taettinum tannig ad vid turftum ekki einu sinni ad spola. Takk, Takk Hakon okkar!!!

I gaer vöknudum vid um hadegi og lagum upp i rumi ad lesa til rumlega 19. Yndislegt!!! Emelia gerdi rosalegar uppgötvanir tegar hun las ser til um massagreiningar i Instrumental Analysis en ég klaradi naestum bokina "Vonin deyr aldrei" sem eg fekk fra ommu i sandvik i jolagjöf. Ta dröttudumst vid fram ur og forum i budina og a videoleiguna. Eg keypti parmesan thvi eg aetladi ad elda svona pasta med eggjum, beikoni og parmesan handa emeliu. Tad for nu ekki betur en svo ad hun bordadi einn bita og sagdi sidan ad henni taetti parmesan EKKI godur. Greyid turfti ad borda samloku med osti. Svo glaptum vid a imbann og forum ad sofa. frabaert.

I morgun vaknadi emela snemma til ad tvo sokkabuxurnar sinar. Hun sagdi ad tad vaeri komin megn "hitalykt" af sokkahlutanum og hun yrdi ad tvo taer adur en hun faeri i teim ad hitta folk. Tad er nefnilega ekki táfýla af Emeliu, heldur er stundum hitalykt af skonum og sokkunum hennar. Nóg um tad. Vid kurdum semsagt lengilengi og fengum okkur sidan morgunmat og forum i lestinni upp i Stockholms universitetet tar sem emelia vinnur. Hun a nefnilega ad vera med Journal club bradum, tar sem hun mun kynna e-ja vel valda grein fyrir samstarfsfelögum sinum og ég sýndi henni adeins a web of science og tad drasl. Vid erum a leidinni til Hrannar og Georgs en tau bua her rett fyrir aftan SU og aetla ad elda islenskt lambalaeri handa okkur. UMMINAMM!

Annars er eg ad byrja i nyja ykt spennandi verkefninu minu a morgun. Er buin ad vera lesa greinar sem tessi hopur hefur skrifad og tetta hljomar ykt vel. Tad er bara einn galli; leidbeinandinn minn er mjög trúadur, hann er med bibliuna inn a skrifstofunni sinni. Veit ekki alveg hvernig hann mun fíla ad vinna med mer, vona ad hann se stor strakur og finnist einkalif annara ekki koma honum vid en eg veit ekki alveg hvernig eg a ad dila vid hann. Tetta verdur algjörlega misheppnad verkefni ef hann tolir mig ekki, einn i bekknum minum var (liklega) felldur i fyrsta verkefninu af tvi ad honum samdi ekki vid leidbeinendurna. Tad er liklega skynsamlegast ad segja honum ekki ad eg eigi kaerustu fyrst um sinn en tad er bara svo treytandi ad vera i einhverjum feluleik, eg eiginlega nenni tvi ekki. Úff, jaeja tad tydir ekkert ad vera ad velta ser upp ur tessu. Ef einhver er med patentlausn er hun vel tegin.


fimmtudagur, janúar 16, 2003
 
Í gær kenndi ég svíunum í bekknum mínum að spila kana. Þeir voru frekar heillaðir og skipuðu mér að koma með spilin aftur á morgun. Við erum nefnilega að halda fyrirlestra um verkefnin sem við höfum verið að gera sl. 3 mánuði. Allir hafa hálftíma en nota kannski bara 20 mín. Svo eru kaffi og hádegishléin mjög löng þannig að það fara svona 2 klst á dag í hreina bið. Ég sá náttúrulega strax að þetta væri tilvalin tími til að spila kana svo ég fór með spilin mín í skólan í dag. Þeir voru misfljótir að læra, heimski bandaríkjamaðurinn mótmælti hástöfum í 6. umferð þegar við tókum af honum slag sem hann hafði sett ás út í, í annarri sort að vísu, en það var samt ás! Svíarnir voru fínir í kana, en það særði jafnréttishugsjónir þeirra að stokka ekki bunkan til helvítis milli spila. Ef allir fengu góð spil þá var bara fínt að spila upp á 7 og 8.

HB er annars orðin SHB (sæti heimski bandaríkjamaðurinn) því hann gaf okkur myndir sem hann tók af okkur og krökkunum sem við þekkjum í Uppsölum + Hrönn og Georg. Við hittum hann og vini hans nefnilega í gamla uppsala.

btw, fyrirlesturinn minn gekk ágætlega þó ég hafi verið ýkt stressuð og fengið eina heimskulega spurningu (þýðing: ég gat ekki svarað). Prófessorinn minn og leiðbeinandinn sögðust a.m.k. báðir vera mjög ánægðir.


þriðjudagur, janúar 14, 2003
 
Í dag er ég lengi í vinnunni (búin ad vinna 9,5 tíma), er samt alveg ad fara heim. Ástaedan er náttúrulega ad thad er svo gaman í vinnunni og ég er grídarlega gódur starfskraftur og svo er ég ad reyna ad vinna af mér 1,5 dag. Ég aetla nefnilega ad taka mér frí í lok mánadarins thegar heittelskud módir mín og amma mín (audvitad líka heittelskud) aetla ad koma í heimsókn. Thaer koma um hádegisbil fimmtudaginn 30. janúar og fara sunnudaginn 2. febrúar (líklega um morgun, eda hádegi). Ég er búin ad skipuleggja lauslega dagsskrá, meira ad segja hvad ég aetla ad hafa í matinn.


mánudagur, janúar 13, 2003
 
Gifting!!!!
Jaeja, er enginn sem ég thekki á leidinni ad gifta sig. Ha, Sigga. Enginn. Alls enginn. Tharf ég alltaf ad auglýsa ad minnsta kosti tvisvar eftir ad fólk svari okkur forvitnu saensku flickunum (er sem sagt enn ad bída eftir svari frá "fellow men/women").


 
Lifdum smávegins um helgina. Fór med vinnufélögunum á krá á föstudagskvöldid og hitti Audur mig thar. Vid stoppudum ekkert of lengi thví okkur var farid ad langa í pool. Thetta er hid yndaelasta fólk (krakkar) og víludu thad ekkert fyrir sér ad tala ensku nánast allan tímann (thau tala öll mjög góda ensku) thar sem ég skil ekki saensku nógu vel (skildi samt eitt og eitt). Vorum í thrá tíma í pool og fórum svo á Tip Top og vorum til 3, eda thar til stadnum lokadi. Í lestinni vatt sér strákur ad okkur og spurdi á íslensku hvadan vid vaerum eiginlega. Vid héldum ad vid hefdum loksins hitt á Íslending thví hingad til höfum vid hitt ábyggilega 5 Svía sem hafa byrjad ad tala vid okkur íslensku en engan Íslending, en thessi var líka Svíi sem taladi svona líka fína íslensku. Og inn á thessum Tip Top byrjadi stelpan í fatahenginu eitthvad ad tala um mjólk vid okkur og vid höldum ad hún hafi unnid vid ad mjólka á Íslandi, minnid eitthvad ad bregdast okkur.


Á laugardeginum fórum vid í verslunarferd í Kungens Kurva sem er stórt verslunarhverfi í 10 mínútna straetóferd frá okkur. Tilgangurinn var ad fara alveg brjáladar í Computer City thar sem vid keyptum tölvuna okkar í haust, kíkja í IKEA og versla í matinn.
Af hverju aetludum vid ad vera brjáladar í Computer City. Jú, fína, thrádlausa músin okkar er búin ad vera til vandraeda frá upphafi. Hún dettur út af og til og engin ein ákvedin leid til ad laga hana, búnar ad prófa allt. Vid tókum thví músardrusluna med en hefdum getad sleppt thví thar sem vid hefdum nefnilega thurft ad taka lyklabordid (líka thrádlaust) og sendinn med thví thetta er allt still saman. Svo naest thegar vid nennum ad fara í Kungens Kurva thá eigum vid ad geta skipt, jei. AEtludum ad fá Windowsid sem er á tölvunni á disk thví vid fengum thad ekki med thegar vid keyptum hana, eda thad héldum vid en thad á víst ad vera á harda disknum. Vid erum nú ekki alveg tölvufatladar en samt fundum vid nú ekki thetta Windows thegar vid komum heim, thurfum greinilega eitthvad ad spyrja aftur í búdinni! Og svo keyptum vid okkur CD-ROM, eatludum adallega ad kaupa rewritable disk en ekki til. Thetta er thridja búdin sem rewritable diskar eru ófáanlegir, hvad gengur á í Stokkhólmi. Thetta er nú bara farid ad jadrast vid einelti.
Í IKEA keyptum vid rosalega fína innidyramottu og thar sem vid höfum fengid thaer frábaeru fréttir ad tvaer fínar frúr séu vaentanlegar 30. janúar (mamma og amma, vid hlökkum ofbodslega til) thá keyptum vid líka mjög fallega eldhúsljósakrónu sem kostadi 9 SEK, geri adrir betur. Reyndar er ljósakrónan ekkert svo falleg, thetta er meira svona smá djók, vid fundum nefnilega enga krónu og thar sem thessi var svo ódýr thá getum vid bara hent henni thegar vid finnum nýja.

Í gaer budum vid Hrönn og Georg í morgunmat. Ég bakadi bollurnar sem hann Biggi kenndi mér um daginn, thaer hafa aldrei heppnast svona vel hjá mér ádur, litu allar út eins og falleg brjóst!! 20 bjóst á plötu, hvad er fallegra. Kannski 20 brjóst og 10 konur, veit ekki, tharf adeins ad hugsa um thetta.

Lagadi loksins ljósin í loftinu, stytti snúrurnar. Thad thýdir ekkert ad kaupa rándýra og glaesilega eldhúsljósakrónu ef allt í kring er druslulegt :-)


föstudagur, janúar 10, 2003
 
Okei, vid ekki grína med auglýsinguna okkar thann 6. janúar. Vid viljum fá ad vita hver/hverjir/hverjar skrifudu sig sem "fellow men (women)" í gestabókina okkar. Já, og thad strax. Plííííííís.


 
Vid viljum thakka Íslenskum Getraunum voda vel fyrir ad senda okkur áramótakskaupid, vid horfdum á thad í gaer og fannst thad bádum rosalega fyndid. Ég hélt fyrir sýninguna ad ég myndi ekki skilja helminginn af bröndurunum thar sem vid höfum ekki fylgst med neinu á Íslandi sídan í ágúst en svo var ekki, skildum allt (en thad segir kannski svolítid um okkur).


fimmtudagur, janúar 09, 2003
 
Síðasta máltíð litlu íslensku fjölskyldunnar var föstudaginn 3. janúar og höfðum við dýrindis birkireykt SS hangiket sem mamma hennar Auðar sendi okkur. Þetta var vægast sagt rosalega gott, kláruðum seinustu ORA baunadósina með.
Krakkarnir okkar fóru svo um laugardagsmorguninn. Við fylgdum þeim hálfa leið, burðuðumst með aðra töskuna, ekki er hægt að láta það fréttast að tvær fullfrískar láti eina ólétta um það.
Þar sem það hefur ekki gerst í marga mánuði að við Auður værum komnar fram úr fyrir hádegi og hvað þá niður í bæ (það var nú eiginlega bara nótt þar sem klukkan var 9:30) þá ákváðum við að gera eitthvað. Skoðuðum því Ráðhúsið og mæli ég eindregið með þeim túr. Gædinn okkar var svo skemmtileg og hress og sæt að þetta var hverrar krónu virði. Eiginlega vildum við ekkert yfirgefa húsið eftir túrinn þar sem það var svo ógurlega kalt úti. Þar með varð ekkert úr því að við skoðuðum neitt fleira en stukkum inn á fyrsta kaffihús sem við sáum (tilviljun ein að þar var flaggað marglitum fána) og svo heim. Tókum tvær videospólur í leiðinni og keyptum smá nammi (það fást svartir broskallar hérna, þó ekki með broskalli framan á, og er það eina nammið í lausu sem mér finnst eitthvað var í).


þriðjudagur, janúar 07, 2003
 
Gifting
Ég frétti að einhver sem ég þekki sé á leiðinni að gifta sig í sumar en þar sem mér hefur nú ekki verið tilkynnt um það persónulega (og veit því ekki hverju ég á að trúa!) þá býðst viðkomandi að gera það hér og nú.


 
Milli jóla og nýs árs
Milli jóla og nýs árs gerðum við nánst ekkert, slöppuðum eiginlega bara af. Elduðum hangikjöt á jóladag, allt var mjög gott nema hangikjötið mætti hafa verið betra. Keyptum kjötið af íslenskum sjómanni og var það ómerkt en við bjuggumst auðvitað við að fá SS. Bömmer.
Fórum á Lord of the Ring 26. des. Mér fannst hún alveg frábær. Biggi fékk fyrri myndina í jólagjöf og horfðum við á hana kvöldið áður til að rifja aðeins upp. En þessar myndir verður eiginlega að sjá í bíó og alveg pottþétt að við tökum hana þegar hún kemur út á video.
Á laugardeginum 28. des gengum við aðeins um í bænum og hittu síðan Hrönn, Georg og Ron (vinur þeirra) á JoLo poolstofunni okkar. Héldum lítið mót sem ég vann ekki, fleiri upplýsingar óþarfar! Borðuðum öll nema Ron á ágætis stað í Slussen og fórum síðan heim til Hrannar og Georgs. Fengum m.a. góða Nóa&Síríus konfektmola, allir löngu búnir hjá okkur. Þetta kvöld var það eina sem við spiluðum ekki kana enda komum við heim rúmlega 3 um nóttina.


 
Fólk er greinilega eitthvað farið að verða óþolinmótt vegna lítilla skrifa hjá okkur, allavega hrindi einn aðdáandanna í okkur og heimtaði blogg. Við vorum bara svo rosalega uppteknar um jólin að sinn gestunum, en hérna kemur smá.

Gamlárskvöld
Fíni rauði jóladúkurinn okkar smellpassaði á eldhúsborðið eftir þvottinn. Áður náði hann niður á golf svo hann hlýtur ad hafa styst um 40 cm.
Elduðum saman 3 kg önd. Höfðum fyllingu og allt og héldum sko að þetta dygði okkur líka daginn eftir en við kláruðum allt saman. Ég held að það hafi nú ekki verið vegna það að við séum einhver hrikaleg átvögl, innyflin fylgdu með inni í öndinni (hentum þeim eftir smá líffræðitíma) og svo hlýtur þessi að hafa verið mjög stórbeinótt (henni hefur ábyggilega verið strítt af hinum öndunum). Maturinn var geðveikt góður, ég smakkaði meira að segja fyllinguna mamma og hún var góð.
Eftir matinn horfðum við á Cirkus, alveg eins og heima nema að þessi var sænskur og mjög skemmtilegur og flottur. Spiluðum svo kana eins og vanalega og drifum okkur út rétt fyrir miðnætti. Við ætluðum sko að sýna Svíjunum hvernig Íslendingar sprengja gamla árið, við höfðum nefnilega keypt okkur nokkra flugelda og litlar tertur. Í stuttu máli tóku Svíarnir okkur í rassinn. Hverfið okkar er svipað Breiðholtinu, með fullt af blokkum og húsum sem liggja þétt saman svo þetta var langbesta heimaflugeldasýning sem ég hef séð.
Við fögnuðum svo nýja árinu með kampavíni sem í voru gullflögur, sem hefur valdið miklum hægðarvandamálum hjá okkur þar sem ekkert okkar hefur tímt að fara á klósettið!
Og auðvitað spiluðum við kana, til rúmlega 6 um morguninn. Héldum í okkur lífi með nammi, snakki og hvítlauksbrauði sem Bigginn okkar bakaði.
 
Ókei, vid aetlum ad haetta ad kvarta undan kulda í íbúdinni okkar, eda allavega minnka thad adeins. En eftir ad Biggi og Hlín fóru thá hefur greinilega kólnad hjá okkur en thad hefur ekki kólnad úti. Getur verid ad thad hafi stafad svona miklum hita frá theim, vid viljum allavega meina thad. Thad er allavega ekki edlilegt thegar thad er frost á innanverdum útveggnum okkar, ég tók meira ad segja mynd af thví til sönnunar en thar sem ég á bara gamaldags vél (thad er ekki digital) thá verdid thid ad bída.


 
Hlín á afmaeli í dag. Til hamingju gamla. Thetta er alltaf jafn frábaert, Hlín tekur árlega fallid thar sem hún er sú fyrsta okkar sem á afmaeli, og er núna ordin 27 ár. Sméagol bad mig ad skila eftirfarandi: "We congratulate you, master".


mánudagur, janúar 06, 2003
 
Komnar nýjar myndir á Myndahornið undir Jól2002.se og Áramót2002.se og Áramót2002.se


 
Auglýsing
Við auglýsum eftir "fellow men (women)" sem skrifuðu í gestabókina okkar að þau/þær/þeir sakni okkar "very much". Hverjir eru þetta, ég er nefnilega alveg hræðileg í gátum og giski og mjög forvitin. Plíííííííísssss segið mér það.