Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, ágúst 28, 2003
Fékk sendar þrjár myndir frá pabba áðan, af guðsyni okkar með nýja fótboltann sinn sem hann fékk í afmælisgjöf frá pabba. Nýbúin með fyrirlesturinn. Þetta gekk nokkuð vel, reyndar alveg eins og ég var búin að vona. Lykillinn að velgengninni var meðvituð afstressun. Vanalega þegar ég held fyrirlestra þá verð ég svo hrikalega stressuð að ég byrja að svitna og kólna og verð gjörsamlega skrjáfþurr í munninum. Núna var ég því í peysu til að halda á mér hita og líka til þess að það sæist nú ekki ef líkami minn tæki upp á því að svitna og svo var ég með vatnsglas á borðinu. Það sem skipti líklega mestu máli var að ég vissi hvað ég ætlaði að segja og var búin að gera mjög fínar síður í Power Point, auk þess sem ég virkjaði öndunartækni fyrir viku. Það er þá vonandi að ég fari að sofa betur :) Fyrir ykkur áhugasömu þá talaði ég um grein þar sem notuð var Fluorescence Correlation Spectroscopy aðferð. Ástæðan fyrir því er að ég er að byrja að vinna með kalli sem mun mæla nokkur efnanna minna með þessari aðferð. Ég verð að sjálfsögðu að segja nokkur orð um seinasta laugardag á Íslandi, Sigga og Gilli giftu sig nefnilega. Við vorum ekki á staðnum, vorum búnar að afboða okkur fyrir mörgum mánuðum þar sem við vissum að við færum til Íslands í júní og desember og hefðum ekki efni á fleiri ferðum. Við vorum samt með fulltrúa í veislunni; Hlín og Bigga. Það sem ég veit um brúðkaupið er bara það sem brúðurin fyrrverandi hefur sagt mér á msn-inu en ég vonast til að fá ýtarlegri upplýsingar bráðlega :) Þau virðast hafa játast hvoru öðru, allavega skunduðu þau og allir gestirni í veislu á eftir. Þetta var víst alveg frábær dagur að mati Siggu. Í veislunni voru engir leikir en nokkrar ræður, aðallega kjaftaglaðir ættingjar nýju eiginkonunnar. Einnig voru slides sýningar og systir Gísla samdi lag handa þeim sem hún söng og spilaði. Um miðnætti fóru hjónin í brúðarsvítu á hótel Esju og vöknuðu timbruð daginn eftir. Ég hef ekki hugmynd um brúðkaupsgjafirnar nema þá sem við Auður, Hlín og Biggi gáfu þeim; sósuskál með litlum píski og lítilli ausu og nýstárlega kaffikönnu (eitthvað rosaleg flott danskt merki). miðvikudagur, ágúst 27, 2003
Í gær var rosalegur dagur hjá mér í vinnunni. Eg fekk rosalega góðar niðustöður sem sýndu að það sem ég er búin að dunda mér við sl. 2 mánuði hefur virkað. jei. Við erum búnar að fá frábær fréttir, fáum fullt af heimsóknum næstu tvo mánuði. líka jei. Annars er Emelía rosa duglega að undirbúa fyrirlesturinn sinn sem hún á að vera með á morgun og ég fæ víst að hlusta á hann í kvöld. þriðjudagur, ágúst 26, 2003
Abbsakið fallegu lesendur, það er búið að vera allt of mikið að gera í vinnunni, hef bara ekki fundið tíma til að skrifa. Núna er eitt ár og 5 dagar síðan við Auður fluttum til Svíþjóðar (fluttum 21. ágúst). Við héldum nú ekki neitt uppá það en erum ennþá afar ánægðar með flest allt. Um helgina (að öllum líkindum 23. ágúst, man aldrei hvort það er 23. eða 24.) átti guðsonur minn hann Hilmar afmæli, til hamingju kútur! Hann varð fjögurra ára og eltist því um 2 ár á einu ári, ég sagði nefnilega í fyrra að hann væri tveggja ára. Börn eru soldið ný fyrirbæri fyrir mér en ég held að ég sé farin að vera nokkuð góð í að sjá aldur og svoleiðis. Ef þau eru ekki farin að labba þá eru þau yngri en eins árs. Ef þau eru ekki farin að tala mjög mikið þá eru þau eins til tveggja ára. Og svo sé ég heilmikinn stærðarmun á þriggja ára og tólf ára. Þetta er sem sagt allt í góðum málum hjá mér. Um daginn fórum við Auður í stórmarkaðinn, með fallega ömmu-“shoppingvagnen” okkar, og keyptum massamikið inn til að spara fyrir heimilið. Ekkert nýtt svo sem. En þegar við komum út sáum við hundaskít sem hreyfði sig. Ég vil taka það fram að ég legg það ekki á vana minn að grandskoða allan skít sem verður á minni leið (ekki bara af því að það tæki of mikinn tíma) en ég stóðst ekki þennan skít því ég sá fyrir mér frægð og frama og að ég þyrfti aldrei að vinna framar. Ég var næstum því meira að segja reiðubúin til að taka hann upp með berum höndunum. Til þess kom þó ekki og mér til mikillar gremju reyndist þetta svo bara vera brúnn, risa snígill, án húss og þar af leiðandi alveg eins útlítandi og skítur. Ég segi nú bara: Greyið hann! |