Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
föstudagur, september 12, 2003
Í gær var ég bara heima allan daginn. Lá uppi í rúmi með tærnar upp í loft og glápti á imbann, tvær bíómyndir og svo kíkti ég af og til á fréttirnar af leitinni að morðingja Önnu Lindh. Eldaði lasagna fyrir gestina sem fékk misjafnar móttökur og síðan tjillaði ég bara heima á meðan þau fóru í pool. fimmtudagur, september 11, 2003
Svíar eru að alveg miður sín þessa stundina þar sem utanríkisráðherrann þeirra, Anna Lindh, dó í morgun eftir að hafa verið stungin í verslunarmiðstöð í miðbænum í gær. Lögreglan hefur enn ekki handsamað gjörningsmanninn. Það er ekki bara vegna þess að Anna Lindh var mjög vinsæll stjórnmálamaður sem Svíar eru leiðir heldur líka vegna sjálfsins. Svíar eru nefnilega afar líkir Íslendingum að því leiti að þeir eru afar stolltir af landi og þjóð og trúa því innilega að hér sé best að lifa (þó þeir geti nú kvartað nógu andskoti mikið!) og þar af leiðandi skilja þeir einfaldlega ekki hvernig þetta gat gerst. Ég er jafnvel viss um að nokkrir Íslendingar yrðu leiðir og hissa ef okkar utanríkisráðherra yrði drepinn. En að öllu léttara hjali. Ég er enn ekki búin að nefna það einu orði að Brynís Rut (aka. Byddí brjál) gifti sig seinasta laugardag prýðispiltinum Jóni Brynjari (aka. Nonni). Byddí, sem framvegis verður auðvitað ekki kölluð neitt annað en frú Byddí brjál, var hrikalega ánægð með daginn. Svo ég vitni í frúnna: “Við fengum fínt veður og kirkjan var falleg, brúðarvöndurinn líka og múnderingin hennar Bryndísar var fullkomin. Ekki skemmdi fornbíllinn sem við fengum í aksturinn milli staða fyrir heldur!!”. Við sendum ykkur hjartanlegar hamingjuóskir frá Stokkhólmi. Í gær tók ég mér frí í vinnunni til að lóðsa gestina aðeins um Stokkhólm. Við gengum heilmikið um miðbæinn til að þau gætu séð um sig sjálf í dag, ég get nefnilega ekki tekið allt of marga daga frí. Greyin voru ávallt afar þreytt og þurfti oft að taka pásur. Veðrið var nú ekki alveg eins og ég hafði beðið um fyrir gestina, það var nánast stormur hérna á sænskum skala, en meðan hann helst þurr þá er ég sátt. Fórum á uppáhaldsveitingastaðinn minn, Pizza Hut. Auður var heima þar sem hún varð meira veik í gær og er meira að segja heima í dag. Eftirá spiluðum við smá pool og fórum síðan heim í kana, nammiát og bjórdrykkju. Ótrúlegt nokk þá vann Haukur, og ég sem var til í að veðja 1000 SEK fyrirfram að hann kynni ekki einu sinni kana, sem betur fer tók enginn veðmálinu :) miðvikudagur, september 10, 2003
Í gær komu gestirnir okkar. Við vorum voða glaðar að fá þau og ekki minna glaðar þegar þeir sýndu allt íslenska nammið sem þau komu með. Emelía er í fríi í dag og þau ætluðu víst að skoða sig um hér. Ég hefði átt að vera heima, ég er gangandi vírusframleiðsluvél og ætla að vera heima á morgun í rúminu. Á næstu dögum fáið þið að vita hvað við gerum skemmtilegt með nýju fínu gestunum okkar þriðjudagur, september 09, 2003
Jamm, nú er ég loksins komin til baka eftir kennslu og sumarbústaðaferð. Ég var bara að fylgjast með labi sem ég á að kenna í nóvember. Var satt að segja smá hneyksluð á því hvað nemendur hér eru dekraðir; verklegt virðist snúast um það að kennarinn réttir nemendunum nokkrar lausnir og segir blandiði þessu saman og hitið og búið. Ussususs Sumarbústaðurinn var svona vinnuferð sem er árleg í hópnum mínum. 25 af 28 mættu og allir áttu að halda fyrirlestur um verkefnin sín, eftir hádegi á fimmtudegi. Það fór náttúrulega langt fram úr áætlun þar sem allir héldu að þeir gætu fengið nokkrar aukamínútur. Ég talaði næstsíðust og allir voru í brjáluðu stuði til að hlusta. En það var allt í lagi. Um kvöldið var svo Kräftskiva eða ferskvatnsrækjuveisla. Nokkur úr hópnum höfðu farið daginn áður upp í sumarbústaðin og lagt búr í vatnið rétt hjá til að veiða rækjuna. Veiðin var alls 16 rækjur en sem betur fer voru svíarnir við öllu búnir og höfðu keypt fullt af rækjum (tyrkneskar party rækjur, til að vera nákvæm) í bænum áður en haldið var af stað. Auðvita var svo partý á eftir þar sem gamla fólkið týndist inn að sofa smátt og smátt og ég var auðvitað með þeim síðustu í rúmið. Eftir 3ja tíma svefn var yfirmaðurinn með 2 klst. fyrirlestur sem ég skildi svona minnihlutann af og svo var það bara skúraskrúbbabóna og heim til stokkhólms. Það sem ég lærði á ferðinni: ekki drekka folköl til hálf sex, vakna klukkan 9 og fara síðan á fyrirlestur og þregslast loks í aftursætinu á gömlum sítróen með bilaða dempara í 2 tíma á holóttri sænskri hraðbraut. |