Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
föstudagur, september 26, 2003
Í gær kom nýi gesturinn okkar, hann Mummi. Hann er að koma til okkar í annað sinn og við hvetjum alla til að taka sér hann til fyrirmyndar. Mummi fór rosa krókaleiðir til okkar, fyrst til london, þaðan til fredrikshavn (eða eitthvað) og þaðan til basel og frá basel til frankfurt og frá frankfurt til stokkhólms. Mummi er svo vanur gestur að við þurftum ekki einu sinni að sækja hann á T-centralen, hann gat bara rölt sér sjálfur í tunnelbanan og tekið lestina til Fruängen. Við hittum hann svo rétt fyrir utan lestarstöðina í fruängen en hann var lagður af stað úr lestinni áður en við komum, alveg sjálfur, rosa duglegur. Við fórum heim og spjölluðum aðeins og fórum svo bara að sofa. Ég bíð enn eftir símtali frá gestinum en hann ætlaði að hringja þegar hann vaknaði. Í kvöld ætlum við á life rokk á einhverri búllu sem vinnufélagi minn mælti með. miðvikudagur, september 24, 2003
Þið eruð þvílíkt heppin í dag!!! Þið getið nefnilega núna séð myndir úr vinnupartýi í sumar. Til að bæta ykkur upp leiðinlegu myndirnar af fólki sem þið hafið aldrei séð þá eru líka myndir af okkur síðan í maí-júní og júní og júlí. Nú er ég loksins komin með ímeil hér í háskólanum. Það er audur@dbb.su.se. Endilega sendið mér skemmtilegan póst um hvað þið eruð að gera í lífinu og hvað ykkur finnst um málefni líðandi stundar og hvernig ykkur líður. Ég er með sjálfvirka stillingu á innboxinu þannig að öllum pósti um lítil börn sem fæddust hálfu ári fyrir tímann og eru þess vegna með krabbamein í nefi og þriðju höndina sem hverfur ef ég forwarda á 30 manns, verður svarað með vírus sem lætur windowsið og dosið og linux og unix og öll stýrikerfi verða að spagettíi. Sama gildir um allan forwardaðan póst sem endar á hótun um að ég muni lenda fyrir þremur vörubílum, hverjum á eftir öðrum e.þ.u.l. ef ég forwarda ekki þessum ákveðna pósti til 30 vina minna. Ég endurtek audur@dbb.su.se. Ég lofa meira að segja að reyna mitt besta til að svara innan viku (sem er mjög metnaðarfullt af mér). Batnandi konu er best að lifa. mánudagur, september 22, 2003
Í dag lít ég soldið út eins og fangi. Auður klippti mig nefnilega í gær og tók nánast allt hárið af mér. Ég er samt þrælánægð með klippinguna, fyrir utan að vera afar þægileg þá er þetta hrikalega vel gert hjá Auði og er ég líklega best klippti fangi í heimi :) Skemmtileg tilviljun að ég opnaði fyrir brúðkaupsmyndamöppu Hlínar og Bigga áðan því þau áttu pappírsbrúðkaup í gær, en enginn mundi víst eftir því að sögn frúarinnar :) Vona að eiginmaðurinn hafi þó ekki klikkað! Dagurinn í dag er all rosalegur. Ekki nóg með að Auður hafi slegið persónulegt met, vaknaði 6:50, nánast ótilneydd til að setja í nokkrar þvottavélar (þessir Svíar eru orðnir það ósvífnir að bóka þvottavélarnar um helgar þegar við ætlum að nota þær), heldur byrjar ný sería af CSI í kvöld. Við stelpurnar vorum búnar að sammælast um að hittast á poolstaðnum okkar eftir vinnu og æfa okkur smá. Þau plön munu haldast en það er pottþétt að við munum ekki koma mínútu of seint heim því við erum allar heilmiklir aðdáendur CSI og munum vera límdar við skjáinn. sunnudagur, september 21, 2003
Loksins drattaðist ég til að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna okkar, en það er fullt eftir. 3 myndir af Týra, afgangurinn af myndunum úr Íslandsferðinni okkar í júní, gömul mynd frá því að ég rakaði á mér hárið, og snjóbrettaferðin okkar með Einari. Á föstudagskvöldið þegar við komum heim úr pool, sáum við tvo héra skjótast yfir gangstéttina rétt við húsið okkar. Eða það héldum við því við höfum oft séð héra í nágrenninu. Þessir hérar voru samt ábyggilega þeir stærstu í heimi og þegar við staðnæmdust og rýndum á dýrin þá komumst við að því að þetta voru líka furðulegustu hérar í laginu; þetta voru nefnilega tvö dádýr. Við stóðum þarna hreyfingarlausar í tvær mínútur og störðum á dýrin, sem störðu á okkur til baka. Að lokum urðu þau leið á að virða þessar mannverur fyrir sér og hoppuðu í burtu. Það er rosalega furðulegt en skemmtilegt að verða var við hin dýrin í skóginum :) |