Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, október 09, 2003
Setti inn allar þrjár myndirnar, sem mér hafa borist (Hlín sendi mér), úr gæsuninni hennar Siggu. Sigga, þú manst að þú ætlaðir að senda mér fullt af myndum :) Á þriðjudaginn dissuðum við Unni Maríu (rétt rúmlega eins árs) fyrir að skrá sig ekki í afmælisdagaáminnarann okkar. Það sem við vissum ekki þá en erum núna orðnar öllu vitrari um, er að það er aldurstakmark eins og Byddí benti okkur góðfúslega á. Maður þarf sem sagt að vera orðinn 13 ára til að geta skráð sig í þessu drasli, annars fær maður meldinguna: "Sorry, you must be at least 13 years old to use this service. The US Children's Online Privacy Protection Act requires prior Verifiable Parental Consent before collection of personal information from children.". Þetta er smá snúið mál fyrir okkur Auði þar sem við þekkjum orðið svo marga sem eru undir þessum lögaldri svo við hvetjum alla foreldrana til að senda inn sitt samþykki til þessarar stofnunar í Bandaríkjunum því guð forði okkur frá því að falsa upplýsingar um þessi saklausu fórnarlömb til þess eins að geta verið með í afmælisdagabókinni okkar :) miðvikudagur, október 08, 2003
Við Auður erum búnar að fatta leyndardóma kvenna sem ganga með blæjur. Við höldum sem sagt að þær séu allar svo skeggjaðar að það sé engin leið að koma þeim út nema að hylja vanskapnaðinn. Að öllum líkindum liggur sama ástæða að baki því að þær hylja nánast alla restina af líkamanum. (Úff, eins gott að við þekkjum enga sem bera blæju). Pabbi minn á afmæli í dag, hann er alveg fimmtíu ára. Til hamingju elsku pabbi, við vonum að gjöfin nái að ylja þér að innan sem utan. Það er alveg heillangt síðan (3 vikur ábyggilega) að Auður fékk miða inn um lúguna sem sagði að hún ætti pakka í matvörubúðinni okkar (sem sér um póstinn!!!). Ég fattaði ekkert og var soldið hissa en Auður vissi strax að þetta væri afmælispakki frá pabba hennar og Heiðrúnu. Ég varð síðan steinhissa þegar við opnuðum kassann því þar var ekki bara ammælisgjöf handa Auði heldur líka handa mér. Við fengum báðar bækur og sokka. Auður er byrjuð á sinni en ég get bara lesið eina bók í einu og tækla þessa þegar ég er búin með Harry Potter 3 á sænsku. Takk ofsalega mikið tilvonandi tengdapabbi (eins og skrifað var í ammæliskortið :) ) og Heiðrún. þriðjudagur, október 07, 2003
Jamm. Og reply adressan í nýja pósthólfinu mínu var vitlaus. Er búin að laga það. Adressan mín er audur@dbb.su.se Svona fer fyrir þeim sem gleyma að setja nafnið sitt í afmælisáminnarann okkar. Hún Unnur María átti afmæli 4. okt og fékk enga kveðju á blogginu. Ussussuss. en við óskum henni innilega til hamingju með að vera 1 árs og 3ja daga í dag og hlökkum til að hitta hana um Jólin. Gagnkynhneigðar konur Við höfum fengið að sjá nokkra Bachelorþætti hér, sænska, norska og bandaríska. Eftir það gláp var ég orðin mjög áhyggjufull yfir vestrænum gagnkynhneigðum konum því í þessum þáttum féllu þær allar með tölu kylliflatar fyrir einvíðum piparsveininum og ef hann veitti þeim ekki næga athygli grétu þær næstum úr sér augun, þrátt fyrir örstutt kynni. Maður fékk á tilfinninguna að þær væru alvarlega greindarskertar eða að minnsta kosti á hröðum flótta frá veruleikanum. En nú hefur trú mín á heterópakkinu aukist aftur. Nú er verið að sýna þætti hér sem heita “For Love or Money”, svona týpískan Batchelorþátt þar sem piparsveinninn er fyrst og fremst ríkur og stelpurnar fyrst og fremst mjóar og málaðar. Eða það héldu allir þáttakendur þegar tökur byrjuðu. Þá var stelpunum tillkynnt að sú sem ynni hylli piparsveinsins fengi jafnframt eina milljón dollara en strákgreyinu var ekkert sagt. Á sunnudaginn var nokkrum stelpum sagt að pilla sér og eins og venjulega urðu þær fyrir miklum vonbrigðum en allar hvísluðu til myndavélarinnar: “Það er ekki Rob, ég þekki hann ekki. En ég tapaði milljónkalli” í staðin fyrir “Hann er sálufélagi minn/sá eini rétti fyrir mig/guð, ég lifi þetta ekki af”. Kaldur veruleiki; maður verður ekki ástfangin af Rob eftir nokkra tíma en ein milljón er alltaf ein milljón. Mér var mjög létt, þeim er greinilega viðbjargandi. Önnur tíðindi úr sænsku sjónvarpi eru að í gær var umræðuþáttur þar sem sænskir dragkóngar sátu fyrir svörum. Tvær sætar og svolítið saklausar töffarastelpur með skeggbrodda og reyrð brjóst útskýrðu aðeins hvernig þær gerðu þetta, hversvegna og hvenær. Svo voru þrír “spyrjendur” sem komu með gáfulegar spuningar eins og “Hefurðu ekkert gáfulegra að gera?” “Veistu að þú ert að hæða lífið?” og “Til hvers ertu að þessu? Ég meina dragdrottningar eru fyndnar en þið eruð bara fáránlegar”. Það sem mér fannst merkilegast, fyrir utan það að enginn hafði í raun séð þessi fáránlega leiðinilegu dragkóngashow, er að einn af þessum þremur spyrjendum var dragdrottning sem fannst þetta bara ´ótrolea´ heimskulegt. Hann sagði að hann og dragdrottningavinir hans væru flottir og skemmtilegir og með show sem fólk vill sjá en dragkóngar væru bara stelpur í strákafötum sem enginn hefur áhuga á. Þær útskýrðu að þær væru nú reyndar með show (hef séð slík, mjög skemmtileg) og þá fræddi hann dragkóngana um að streit hommahækjurnar hans myndu sko aldrei vilja sofa hjá þeim, sem þær voru auðvita yfir sig leiðar yfir. Talandi um að standa saman og skilja um hvað málið snýst. djísös. Og hvað er þetta með fólk sem klæðir sig í föt hins kynsins? Af hverju eru allir að æsa sig svona yfir því? Hvaða helvítis máli skiptir það þó að kona setji maskara á efri vörina en ekki augnhárin? Hverjum er ekki sama þó að karlmaður sé í neðripart með einni skálm en ekki tveimur? Hvað er svona hættulegt við dragkónga/drottningar og klæðskiptinga? Bara svona spyr.... mánudagur, október 06, 2003
Það er svo gaman að búa í Svíþjóð ef maður fílar íþróttir. Einhver Svíi sem ég hef aldrei heyrt minnst á áður varð heimsmeistari í einhverjum flokki í glímu og stelpurnar eru komnar í úrslit á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Ég hefði nú horft á leikinn ef hann hefði ekki verið klukkan fjögur í nótt. Úrslitaleikurinn er á mannsæmandi tíma, næsta sunnudag og er alveg öruggt að ég verð fyrir framan sjónvarpið. Þrátt fyrir að Auður sé ekki mikil áhugamanneskja um fótbolta þá held ég að ég nái samt að plata hana til að sitja með mér. sunnudagur, október 05, 2003
Í gær var kanelsnúðadagurinn hérna í Svíþjóð. Við höfum hvorki hugmynd um uppruna dagsins né tilgang nema þá helst að búðareigendur græði meira. Að sjálfsögðu studdum við málstaðinn með að kaupa einn snúð saman sem við kláruðum meira að segja ekki því hann var svo stór, en ágætur var hann. Við erum greinilega orðnar algjörir Svíar, gerum bara nákvæmlega það sem er ætlast til af okkur :) Við gerðum meira nýtt í gær; í fyrsta skiptið síðan við komum hingað keyptum við fisk og elduðum. Við fórum sem sagt í fiskbúðina í Fruängen centrum, bentum á flök sem okkur leist ágætlega á og sögðum að við héldum að við vildum þetta. Afgreiðslumaðurinn sagði að þetta væri þorskur og eftir smá ráðfæringar ákváðum við að kýla á þorskinn. Hann spurði okkur hvort við værum Íslendingar, sem við játtum afar stoltar eins og vanalega, og við sögðum honum að Íslendingar borðuðu yfir höfuð ekki þorsk. Svo reyndum við að útskýra fyrir honum að við borðuðum aðallega ýsu nema að vandamálið var að við vissum ekki hvað ýsa var á sænsku og sögðum að hún hefði svarta rönd á síðunni. Kallinn nefni nokkur nöfn og alltaf sögðum við nei þrátt fyrir í raun að vita ekki hvað ýsa þýddi, ég þóttist samt vera viss um að ég þekkti orðið þegar ég heyrði það. Eftir smá stund missti kallinn allan áhuga á leiknum “Hver er fiskurinn” og hættum við þá. Þar sem ég bjóst ekki við að við kæmum í bráð skellti ég með tveimur flökum af rauðsprettu og spurði að sjálfsögðu síðan hvernig maður ætti eiginlega að elda þessa fiska. Ekki fannst mér svarið merkilegt: Salta og pipra og steikja upp úr raspi, báðar tegundirnar. Þar sem Auði finnst fiskur ekki góður en ég er afar hrifin af honum og þykist nú hafa fylgst með mömmu í gegnum árin þá féll það í minn hlut að elda. Mér fannst hann hins ekkert sérstakur, hvorki vondur né góður, aðallega bara ekkert bragð af honum. Það sem kom hins vegar á óvart var að Auði fannst hann bara ágætur (hún segir þetta ekki bara af því að ég eldaði, við erum afar heiðarlegar hvor við aðra!), einmitt v.þ.a. það var ekkert bragð af honum. Um þrjú leytið um nóttina vöknuðum við við einhverja hringingu. Ég fattaði ekkert hvað þetta var og þar sem hringingin hætti ekki þá stökk ég á fætur. Hringingin virtist eiga uppruna sinn á stofuborðinu okkar og þar sem ég var svo svefndrukkin var engin tenging í hausnum á mér; hvað gæti eiginlega verið að gefa frá sér hringingu á stofuborðinu okkar. Það var ekki fyrr en Auður stökk líka á fætur og kveikti ljósið sem ég sá að það var síminn okkar. Síminn okkar sem hringdi klukkan þrjú um nóttu. Að sjálfsögðu voru einhverjir djammarar þar á ferð, mamma og Inga frænka að hringja úr afmælisveislunni hans pabba og segja mér að það vantaði okkur Auði. Mér þótti afar vænt að fá þessa óvæntu hringingu, ávallt ánægjulegt að fólk sé að hugsa til okkar og vilji njóta nærveru okkar og líka gaman að vera örlítið með í veislunni. Samtalið entist í 53 mínútur og til að halda ekki vöku fyrir Auði fór ég inn á baðherbergi og sat allar mínúturnar á klósettinu, allsnakin. |