Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, október 17, 2003
 
Ég held að samband kóngulóa og Emelíu sé ávallt að skána. Dr. Phil (ekki sálinn minn heldur sjónvarpskall) segir að þetta komi allt saman með tímanum og maður verði að byrja á því kannski að horfa á það sem maður er hræddur við í sjónvarpinu og svo í raunveruleikanum og svo að prófa það. Ég hef aldrei verið hrædd við að horfa á kóngulær í sjónvarpinu og hef yfirleitt getað virt þær fyrir mér en að hafa þær of nálægt mér hefur bara verið mér um megn en það er einmitt sá partur sem er að skána hjá mér. Þrátt fyrir það þá er ég alls ekki sátt við að þær laumi sér í handklæðið mitt og hangi neðan úr því þegar ég ætla að þurrka mér um hendurnar. Ég skil ekki einu sinni hvernig kvikindið komst alla þessa leið. Verst var auðvitað að þetta hefði getað leitt til að ég missti af nokkrum sekúndum af CSI og þá hefði ég sko ekki veigrað mér við að aflífa hana en eins og vanalega kallaði ég á Auði og bað hana að fjarlægja villidýrið.

Gestirnir okkar komu í gær: Anna Kristín (mamma Auðar), Hrefna (amma Auðar í föðurætt) og Auður (já, rétt getið hjá ykkur, amma Auðar í móðurætt). Auður labbaði með þær smá hring um miðbæinn áður en hún hleypti þeim heim og á meðan við elduðum lognuðust þær allar útaf. Auður var heldur betur rausnarleg í eldamennskunni, ég er viss um að við hefðum meira að segja getað boðið þremur karlmönnum í mat til viðbótar og það hefði hugsanlega verið örlítill afgangur. Það er því steik í morgunmat hjá mér og hádegismat :)
Sméagol lækí ðís gestí því þeir voru til í að spila kana við okkur og voru heldur betur kaldir í sögnunum. En svo fór sem ekki á horfðist að ég vann, tók þær á seinustu tveimur spilunum. Ég vona samt að þær vilji hefna ófaranna í kvöld.


fimmtudagur, október 16, 2003
 
Ávaxtakarfan

Hér í vinnunni hjá mér hefur mikið gengið á sl. tvo mánuði þar sem hópuinn stækkaði tvöfalt á mjög stuttum tíma. Auðvita fór allt í kaos í smátíma, allar vörur kláruðust, öll tæki voru upptekin, glervaran var alltaf skítug og engir pípettuoddar voru átóklaveraðir. Eitt af stóru áhyggjuefnunum var þó að ávaxtakarfan sem yfirmaðurinn kaupir einu sinni í viku handa starfsmönnum var búin eftir 2 daga og við þurftum að þrauka 3 heila vinnudaga án c-vítamíns. Það var mikið rætt um þetta vandamál í kaffi- og matartímum þar sem allir þurftu að segja sína skoðun á málinu og hvernig þeim liði vegna þessa vandamáls, allt á sænska vísu. Verst fór þetta í tvær konur á fimmtugsaldri sem eru fastir starfsmenn hópsins og vinna við að mata róbóta og svoleiðis. Eftir miklar umræður komust þær að niðurstöðu: það verður að panta 2 ávaxtakörfur á viku og hver má bara fá 2 ávexti á dag.
Nú hefur ástandið skánað, glervörunni hefur fjölgað, hópurinn er farin að panta meira af vörum og bókunarlistar frá helvíti eru við allan sameiginlegan útbúnað, nema klósettin, kannski. Ávaxtakörfurnar eru tvær og duga alla vikuna, guði sé lof! Svíarnir eru samt órólegir yfir ávaxtakörfunni og fimtugu konurnar tvær fylgjast með því haukfráum augum hvað hver fær sér marga ávexti. Um daginn var Sue-Li sem byrjaði sem doktorsnemi um leið og ég skömmuð því hún fékk sér þrjá ávexti fyrir hádegi. Svona er þetta í svíþjóð og eins gott að passa sig.


þriðjudagur, október 14, 2003

mánudagur, október 13, 2003
 
Á föstudaginn vorum við bara rólegar og leigðum okkur spólu eftir smá pool. Við tókum "Catch me if you can" og fattaði ég ekki fyrr en við vorum komnar út að hann þarna sem ég þoli hreinlega ekki, Leonardo DiCaprio, var í aðalhlutverki. Ég ákvað samt að reyna að horfa á myndina fyrst ég borgaði fyrir hana og varð bæði og fyrir vonbrigðum. Ég varð hissa á því að strákskrattinn var bara drullugóður í myndinni og var það frekar erfiður biti að kyngja, sem sagt mikil vonbrigði að hann var ekki ömurlegur eins og ég hélt. Við mælum báðar eindregið með myndinni.

Að sjálfsögðu fórum við í pool á laugardaginn, ásamt Hrönn. Við gerum nú fátt annað en að spila pool :) Svo hittum við djammvinkonur okkar, Eweline og Mia, á nýjum gaybar. Ég var staðráðin í að fara heim um hálfellefu, m.a. af því að við vorum með videospoluna á okkur (gleymdum að skila henni), en það endaði sko á allt annan veg, bjórinn var bara svo kaldur!

Ég held að við höfum ekki sofið eins mikið í margar vikur eins og í gær. Vöknuðum samt nógu snemma til að dröslast út í búð og kaupa okkur mars og mjólk, og snakk fyrir fótboltaleikinn. Leikurinn var hörkuspennandi. Eru ekki allir með á nótunum annars að Svíþjóð og Þýskaland kepptu í gær um heimsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna!!!! Ég hélt alveg einlægt með Svíum og Auður fagnaði líka þeirra marki en átti það svo til að skipta yfir á aðrar stöðvar, hvað stöð sem var að mér virtist. Þjóðverjar jöfnuðu og unnu svo með gullmarki í framlengunni. Ég fæ ennþá smá í magann þegar ég hugsa um þennan leik, við vorum alveg að fara yfirum af spenningi og því miður töpuðu Svíar, að sjálfsögðu með dómaraskandal :)