Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, október 22, 2003
 
Í gær gleymdi ég kjuðanum mínum í lestinni. Hann sat ægilega stilltur á milli okkar emelíu og lét ekki frá sér bofs þegar ég fór út án hans. Ég var auðvitað niðurbrotin þegar ég fattaði þetta, kjuðinn minn er svo æðilsegur. Hringdi í lestarfyrirtækið og fyllti út eyðublað á netinu hjá tapað-fundið deild fyrirtækisins. Var í öngum mínum allan daginn, skammaði bakteríurnar, sparkaði geðvonskulega í tækin og gaf vinnufélögunum illt auga. Svo um fimmleitið fékk ég bréf frá tapað-fundið: kjuðinn minn var ekki tapaður heldur fundinn!!! Ég flýtti mér auðvita að sækja hann ásamt Emelíu og Hrönn. Kjuðinn var rosa glaður að sjá mig og ég held að hann hafi fyrirgefið mér strax því hann stóð sig ágætlega um kvöldið. En eftir þetta hef ég afsalað mér mínum rétti til sjálfsæðrar hugsunar, ábyrgðar og ákvaraðanatöku yfir til Emelíu. Hún samdi því þetta ljóð fyrir mína hönd um það hvernig mér leið að hafa týnt kjuðanum mínum. Það heitir Stuð býr í Guði, elsku kjuði og er innblásið af tveimur textabrotum Megasar, "....Guð býr í gaddavírnum, amma..." og "....þó að þú gleymir Guði, þá gleymir guð ekki þér.."

Stuð býr í Guði, elsku kjuði

Í morgun var ég í stuði
elsku kjuði
svo lentirðu í miklum hremmingum
og ég hélt þú værir hjá Guði
En svo varstu ekki hjá Guði
elsku kjuði
og því er ég aftur í stuði


 
Nú er kominn vetur hjá okkur, það snjóaði fullt í nótt og smá í morgun. Ég hef hann reyndar grunaðan um að hafa komið í bæinn fyrir tveimur vikum, það er sko búinn að vera skítakuldi hérna, en það er fyrst núna sem hann er sjánalegur. En það er bara gaman að því, allavega var afar fallegt veður í Stokkhólmi seinasta vetur.


þriðjudagur, október 21, 2003
 
Á sunnudeginum var bara að kveðja gestina. Amma í Sandvík var alveg óð í að kaupa sér hnökrabanann eftir feyknarsýningu hjá mér á föstudaginn, enda ekkert venjulegt tæki. Ég stökk því í búð búðanna (Åliéns) og var gestur númer fjögur, það gerist varla nörralegra en að bíða í röð fyrir utan einhverja svona búð. Fyrir þau ykkar sem eruð spennt fyrir bananum þá er nóg eftir í Åliéns :)
Þar sem við vorum komnar í bæinn á hreint ótrúlegum tíma, snemma á sunnudagsmorgni, þá gengum við smá um og náði ég að plata Auði inn í Duka. Henni finnst ekkert mikið skemmtilegra að hanga í Duka en í ótrúlegu búðinni; maður á bara að fara inn í búðir til að kaupa það sem maður hefur í huga, ekki að hanga í þeim að óþörfu bara til að skoða :) Allavega, ég held barasta að ég hafi fundið tilvonandi sparidiskastellið mitt í Duka; hvítur diskur, aðeins stærri en venjulegir matardiskar, frekar grunnur og með svona 8 mm silfurrönd með kantinum, heitir Frederik. Og það góða við þetta allt saman var að Auður var sammála mér, enda ekta diskar til að bera fram fallegan mat því hann nýtur sín svo vel með hvítan bakgrunn.


 
Merkisdagur í dag, allavega fyrir Brynjar Daða sem er 102 ára skv. afmælisdagakerfinu okkar. Til hamingju litli kútur!

Á laugardaginn bakaði ég bollur í morgunmat, alltaf verið að reyna að koma sér í mjúkinn :) Við yngri stelpurnar fórum aðeins í “bæinn”, þ.e. í Fruängen centrum. Að sjálfsögðu nýtti ég tækifærið og skoðaði í ótrúlegu búðinni, fann að vanda fullt af skemmtilegu dóti og keypti nokkra snaga (eðlur í mismunandi lit) með sogskálum fyrir handklæði inn á baði (auðvelt að færa þegar við fáum smáfólk í heimsókn) og þessa glæsilegu, grænu regnhlíf því ætlunin var að skila regnhlífinni sem seinustu gestir gleymdu. Svo fórum við í alvöru bæinn því hinar ætluðu að bjóða okkur í mat. Það voru smá dropar og því allir með regnhlífar. Alllir voru svo fínir, sem þýðir að ég var sko ekki með bakpokann minn heldur svörtu handtöskuna mína og geymdi því regnhlífina í skauti mér, undir töskunni. Svo dettur mér það snjallræði í hug að skjótast út og henda tyggjóinu mínu áður en lestin fer, er auðvitað löngu búin að gleyma renghlífinnni sem ég sé allt í einu þjóta á gólfið, renna akkúrat að opinu milli lestarinnar og brautarpallsins (ca 10 cm), nákvæmlega langsum eins og opið, og detta ofaní. Ég var að vonum afar svekkt enda einungis þriggja klukkustunda gömul regnhlíf í minni eigu. Manni dettur auðvitað ekki hug fyrir sitt litla líf að reyna að að ná einhverju sem dettur þarna á milli, nema þá helst þegar lestin er farin en það stóð ekki til boða því við ætluðum með þessari lest. Ég varð því að láta mér nægja að horfa smá stund á hana og setjast svo. Við löbbuðum aðeins um bæinn til að drepa tímann og sáum fullt nýtt, vorum nefnilega með nýju túristabókina okkar með. Maturinn var alveg yndislegur á flottum veitingastað með skemmtilegum konum. Allir drifu sig svo heim til að spila, seinasti sjéns gestanna til að vinna, sem og varð raunina; Anna Kristín sagði þennan líka rosalega kana í næstsíðasta spili sem gerði útaf við þetta. Sé ekkert eftir að tapa fyrir svona leikmanni :)


mánudagur, október 20, 2003
 
Nú hefur ýmislegt hent og reyndar sumt ekki.
Á föstudaginn létum við Auður loksins verða að því að reyna að fá mér sænskt ID kort og leysa út ávísunina frá sænska skattinu. Já, ég fékk soltla upphæð til baka frá skattinum fyrir einum og hálfum mánuði því ég borgaði skatt í desember á seinasta ári. Það sem var samt furðulegt við þetta var að ég fékk meira til baka en ég borgaði og fór það eftir því hversu lengi maður hafði búið í Svíþjóð á seinasta ári, hlómar svona eins og persónuafsláttur á Íslandi. Að sjálfsögðu fórum við í næsta banka en þar sem ég var ekki í viðskiptum við þá þá átti að kosta 75 SEK (750 ÍSL) að skipta ávísuninni. Halló!!! Og ekki gat ég heldur fengið ID kort af sömu ástæðu. Ég blótaði sæska kerfinu á íslensku og fór auðvitað út. Eitthvað virtist bankastarfsmaðurinn hafa skilið því hann fór eitthvað að babbla að víst væru þeir vondir! Við drifum okkur þá í banka sem ég var í viðskiptum við og byrjuðum á því að bíða í hálftíma. Svo komst ég að því að ég er ekkert viðskiptavinur bankans, fékk bara einu sinni launin mín borguð inná reikning hjá Háskólanum hjá þessum banka. Ég slapp þó við að borga gjaldið fyrir að skipta ávísuninni, kellingin (sem var hundleiðinleg btw) vorkenndi mér greinilega. Í þessum banka er gjaldið bara 40 SEK!!! Afar einkennilegt að það sé mismunandi gjald. En ID kortið fékk ég heldur ekki þarna.

Kellurnar (mömmuna og ömmurnar) fóru í bæinn til að skoða Stadshuset (ráðhúsið) en töfðust svo ógurlega í útifatamarkaðnum hjá Indverjunum í Fruängen centrum að þær misstu af lóðsuðum ferðum um ráðhúsið. Á einni lestarstöðinni voru þær stoppaðar af konu með blindrastaf sem spurði þær til vegar en ekki tókst betur upp hjá þeim en svo að á endanum þurftu þær að fylgja konunni eftir til að þær sjálfar kæmust rétta leið :)
Þær voru dauðþreyttar þegar við hittum þær og notuðu seinustu orkuna til að leita að sallatskál og tveimur minni og sallatáhöldum til að gefa okkur, alveg hrikalega flott. Eftir það fórum við beint heim og elduðum bixímat úr afgangnum frá deginum áður og var aftur afgangur. Að sjálfsögðu var aftur tekinn kani og vann Auður húsfreyja í þetta sinn, með miklum yfirburðum.