Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
föstudagur, desember 05, 2003
Mig langaði bara að þakka stelpunum (Auði og Hrönn) fyrir kökurnar í gær, þær voru rosalega góðar og því þykir mér leiðinlegt að hafa ekki átt neinn þátt í þessu :) En djöfull eru Tolkien aðdáendur geðveikir, allavega hérna í Stokkhólmi. Það er mánuður síðan að einhverjir unglingar tjölduðu fyrir utan bíóhúsið/in til að vera fyrstir til að kaupa miða á þriðju myndina. Mér þykir svo sem ekkert að því að vera í svona röð í einn dag, fræðilega séð. Ein helgi er allt of langt og hvað þá einn mánuður. Og biðinni er ekki lokið því miðarnir koma ekki út fyrr en næsta mánudag. Mér finnst nú að þessir krakkar ættu frekar að nýta tímann sinn í að fara á Nóbelsfyrirlestrana sem eru einnig á mánudaginn. fimmtudagur, desember 04, 2003
Í gær stóð ég sveitt í eldhúsinu frá sex til hálfellefu. Ég var nú aðalega sveitt af því að hlaupa fram og til baka í búðina því ég gleymdi alltaf einhverju. Í kvöld er semsagt saumó hjá Íslenskum kerlingum í stokkhólmi og við Emelía og Hrönn bjóðum í kvöld. Ég var svo rosalega dugleg, bakaði baileys-ostaköku, heitt brauð með sólþurkuðum tómötum (btw af hverju heita þeir sólþurkaðir? skiptir það einhverju máli? Af hverju ekki bara skorpinir tómatar í olíu?), fetaosti og sveppum og síðan drullukökuna hennar Emelíu. Emelía sveikst undan merkjum, var í vinnunni til hálftólf að skrifa þessa fíflagrein sem þessi hálfvitaprófessor er að neyða hana í að klára. Svo keyptum við piparkökur og hrönn ætlar að baka eitthvað líka þannig að greyin ættu að hafa eitthvað að snæða. Ef það verða afgangar getum við svo reynt að neyða þeim oní gestina í jólaglöggi íslendingafélagsins "uppsala-stokkhólmur/lífefnafræði-efnafræði: tveir heimar mætast" en það er einmitt á laugardaginn. vúhú. bara 1 dagur og 1 vika þar til við leggjum af stað heim. vúhú miðvikudagur, desember 03, 2003
Þakka hlý orð í garð nefsins míns. Legg samt áherslu á að það ER skakkt og eins og það sé brotið en svona er bara ég og það verður að hafa það. Nú eru bara 2 dagar og vika þar til við fljúgum til Köben. við hlökkum ægilega til að hitta Hlín, Bigga og Týra litla. Kanaklúbburinn hefur ekki komið saman í marga mánuði og er ekki laust við að alvarlegra fráhvarfseinkenna sé farið að gæta. Svo eru tæpar tvær vikur í að við komum til íslands og við hlökkum líka rosalega mikið til þess, að hitta alla og jólast og svona. Við hlökkum líka til að losna við helv. svíana í mánuð því þeir eru farnir að fara enn meira í skapið á okkur, þó sérstaklega mér. Helv. skríar mánudagur, desember 01, 2003
Finnbogi á afmæli í dag. Hann byrjaði afmælisdaginn í svefnsófanum okkar Emelíu og fór síðan í lúxusflug Flugleiða til Íslands. Hann var nebbla á ráðstefnu í Uppsala á fimmtudag og föstudag og var síðan í stokkhólmi um helgina. Á föstudaginn fékk hann tæpt kíló af rosagóðum bamba í mallann sinn hjá Hrönn og Georg. Aumingja Finnbogi þurfti að fara með okkur emelíu í jólaverslunarleiðangur á laugardeginum en um kvöldið horfðum við á special extended version af Two Towers. Verð að segja að ég skil ekki af hverju Peter vinur okkar Jackson valdi að klippa úr þessa kafla því þeir voru margir hverjir frekar afgerandi fyrir söguþráðinn og það hvernig maður skildi persónurnar. Eftir metnætursvefn hjá gestinum að hans sögn hittum við Hrönn og Georg á Vín og sprítsafninu í stokkhólmi og skoðuðum þar ýmislegt áhugavert. Finnbogi fylgdi svo hrönn og Georg heim til þeirra en ég fór í vinnuna :( Gesturinn skilaði sér ekki fyrr en um miðja nótt eftir strætóhremmingar. Til hamingju með afmælið, Finnbogi og takk fyrir heimsóknina. |