Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, desember 15, 2003
 
Á laugardaginn opnuðum við jólapakkann hans Valtýrs (sonur Bigga og Hlínar) með honum, þetta var fyrsti jólapakkinn hans í lífinu! Og hann hágrét, eigum helv... góða mynd af því. Ég er nú frekar skeptísk á að hann hafi verið að lýsa yfir óánægju sinni með gjöfina því hann er búinn að leika sér fullt með þetta síðan. Við gáfum honum sem sagt eitthvað hrikalegt þroskaleikfang, fullt af mjúkum kubbum með mismunandi áferð og hljóði sem var meira að segja ætlað 12 mánaða og eldri (skil nú ekki af hverju það var) en hann er bara tæplega 8 mánaða.

Auðvitað versluðum við fleiri jólagjafir í gær, núna eru bara tvær eftir, þvílíkur léttir. Hittum kall á lestarstöðinni, frekar svona óheppinn útlitslega, með sæmilega sítt hár og úfið en samt farið að þynnast, með bumbu og tvær sjáanlegar tennur. Hann byrjaði bara að spjalla við okkur uppúr þurru, spurði okkur (eins og vanalega) hvort við værum Finnar. Hann sagði okkur að hann hefði verið sjómaður (og sýndi okkur tattú því til sönnunar), hann hefði siglt um allan heim og m.a. til Íslands. Auðvitað fylgdi það sögunni að það væri ofsalega auðvelt að fá að sofa hjá íslenskum stelpum, og sænskum, og dönskum og svo sagði hann eitthvað fleira sem ég skildi ekki. Og af því að við vorum með Valtý með okkur þá minnti það hann greinilega á að hann ætti fullt af börnum en hann hefði sko alltaf hætt með kellingunum þegar það kom barn!! Hann var svo ofsalega ánægður með Hlín að hann gaf henni tvisvar svona strákahögg í handlegginn en það sem bjargaði Hlín var að hún hélt í vagninn sem Týri var í (strákurinn vegur tæp 10 kíló). Hrikalega skondin týpa þessi kall.

Í dag löbbuðum við Strikið í skítakulda, sá strax eftir því að hafa gleymt að fara í gammósíurnar. Löbbuðum svo í Tívolíinu þegar það var farið að dimma, mælum hiklaust með því, sérstaklega um jólaleytið en helst ef maður er vel klæddur. Þetta er ofsalega stór garður með fullt af fallegum ljósum út um allt, ekki bara fyrir krakkana :)
Það verður vonandi aðeins spilaður Kani, enn einu sinni, alltaf jafn gaman. En líklega skiptum við út Bigga fyrir Söru á móti því Bigginn okkar er svo duglegur að læra fyrir eðlisfærðipróf sem verður á fimmtudaginn.
Í hádeginu á morgun fljúgum við svo til ÍSLANDS, veeei.