Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, desember 23, 2003
 
Nú er vika síðan við komum til Íslands. Við lentum í sniffhundi (hann þefaði nú frekar lengi á Auði) og þurftum að renna töskunum í gegnum skannann. Auðvitað brunuðum við strax í Keflavík og fengum okkur pylsur (og ég kókómjólk með) og svo stoppuðum við í Bónus í Hafnarfirði til að kaupa fullt af íslensku nammi.
Daginn eftir fórum við austur í 7 heimsóknir til ættingja. Ég er svo ánægð með að við Auður skulum eiga ættingja á sama stað; á Selfossi og nágrenni.

Síðan erum við búnar að slæpast og hitta fólk. Fórum í árlega efnafræðipartýið í fyrsta árs efnafræðistofunni upp í háskóla á laugardaginn, það var hrikalega gaman. Ætluðum nú bara aðeins að kíkja en enduðum auðvitað niðrí bæ með hinum gömlu nemendunum.

Sunnudagurinn var hrikalegur, þvílíkan hausverk er ég ekki viss um að ég hafi nokkurntímann áður upplifað en Íbúfen er undralyf :) Um kvöldið komu mamma mín og pabbi í mat til Önnu og Þorvarðar, ofsalega góður og ofurfínn matur; hvítlauksristaður humar í forrétt, nautakjöt í aðalrétt og jólaísinn frá Kjörís í eftirrétt (hann er mjög góður á bragðið og með súkkulaðistjörnum í, jibbí).

Í gær vöknuðum við fyrir hádegi því það var sammælst um það í efnafræðipartýinu að hittast í hádeginu, auðvitað varð Stællinn fyrir valinu. Eftir það tókum við út labið hjá Baldri en hann vinnur hjá prófessori Jóni Karli Friðriki Geirssyni sem er gamli meistarinn okkar Auðar, Mumma og Líneyjar. Það höfðu orðið þvílíkar breytingar á, heldur betur til batnaðar (prófessor Jón er greinilega heldur betur að fara yfirum í kaupgleði eftir að hann varð fimmtugur!) og Baldur á hrós skilið fyrir að halda labinu eins og við skildum við það; merkin fram :) Við Auður og Hrönn gátum nú ekki setið á okkur og skruppum aðeins í pool. Við vorum alveg látnar afskiptalausar, enda fórum við á gæðastaðinn í Lágmúla. Við Auður fórum nefnilega með Mumma í seinustu viku á Hverfisgötuna og vorum ekki búin að spila lengi þegar strákur á næsta borði bauðst til að hjálpa Auði við að raða upp kúlunum. Auður hváði bara og aftur segir hann "á ég að sýna þér hvernig á að raða upp kúlunum", "á ég að sýna þér hvernig á að raða þeim rétt upp". Við vorum nú ekkert yfir okkur hrifnar af þessari truflun sem við báðum alls ekkert um og þóttumst nú vel kunna að raða upp kúlunum í 14-1 (sem við vorum að spila þá) og sögðum soldið efins "raða upp kúlunum í 14-1?". "Ha", segir strákurinn. Við endurtökum bara það sem við sögðum og aftur hváir strákurinn og segist ekki skilja hvað við segjum. Við segjum "14-1" og aftur segir hann "ég skil ekkert hvað þið eruð að segja" og hröklast yfir á sitt borð. Ég þóttist vita að Auði fannst þetta alveg jafn fyndið og mér að einhver strákur ætlaði að reyna að heilla aumingja stelpurnar (einu stelpurnar í salnum, btw!) en neyddist til að fara til að gera sig ekki að meira fífli en við vorum afar kurteisar að halda andlitinu og springa ekki úr hlátri, bara svo honum liði ekki of illa. En þetta er soldið dæmigert þegar stelpur eru að spila pool hvað strákunum finnst þeir oft nauðbeygðir að hjálpa, meina eflaust hið besta með þessu öllu saman, greyin.

Í gær fór Auður austur í pakkaferð með mömmu sinni en ég fór í stórgóðan kjúlla hjá mömmu og í heimsókn til mömmu og pabba Siggu high ásamt Þóri. Í dag fór Auður aftur austur, núna með pabba sínum (þvílík vandræði að eiga tvær fjölskyldur!). Ég fór hins vegar í heimsókn til Byddíar, Nonna og Árna Jökuls (varð nú var við það að móðir hans kallar hann nú oftast bara Árna!), sem er orðinn hrikalega stór strákur og mikið duglegur að rífa og tæta. Svo fór ég í skötu til mömmu. Já, ég get vel borðað skötu og finnst hún barasta allt í lagi, gaman að vera með. En það var samt farið í árlegu átveisluna á Pizza Hut, fór með Auði, pabba, Hauki, Össa, Gilla og Bellu. Ég varð alls ekki hissa þegar við Auður fengum pizzuna okkar, hún var sem sagt ekki rétt, við fengum litla pizzu í stað miðstærðar og svo vantaði svörtu ólífurnar á helminginn (en það skipti reyndar ekki miklu). Við fengum því að borða litlu pizzuna og fengum svo miðstærðina síðar (sem er að mestu leyti í morgunmat) og þurftum bara að borga fyrir litla pizzu, þvílíkt heppnar, aldrei höfum við grætt á mistökum Pizza Hut í Stokkhólmi!!!!!