Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, apríl 28, 2004
 
Var víst búin að lofa USA-ferðasögu. Eftir 13 klst flug með tveggja tíma millilendingu í Chigaco lenti ég á flugvelli Salt Lake City. Var smá stressuð í vegabréfsskoðuninni af því að ég hélt að Bandaríkjamenn væru algjörlega búnir að missa vitið öryggisráðstöfunum en kallinn í vegabréfseftirlitinu leit varla á mig. Síðan biðum við, ég og sænskur aðstoðarprófessor sem vinnur í sama húsi og ég en er í öðrum hóp og m.a. öðrum háskóla, eftir rútu sem átti að flytja okkur á hið rómaða skíðasvæði Snowbird þar sem ráðstefnan var haldin. Við sátum inni á flugvelli í sænsku vetrarfötunum okkar og nenntum ekki út. Þegar rútan kom og við loks dulluðumst út var glaðasólskin og örugglega 20°C hiti! Bílstjórinn okkar var rosa vinalegur eins og allir ameríkanar og mér fannst að ég hefði kannski haft rangt fyrir mér með þá. Hvað er að því að brosa og spjalla við ókunnuga? Þessi hugsun entist í svona 10 mínútur eða þar til bílstjórinn var næstum búin að drepa okkur úr leiðindum með kjaftagangi um Salt Lake og umhverfið og að þetta eða hitt væri “...the best/larges/most beautiful/fastest in the world” ákvað ég að ég hefði haft rétt fyrir mér frá byrjun; bandaríkjamenn eru pirrandi.

Hótelið okkar var rosa fínt skíðahótel og ég var í herbergi með labfélaga mínum á sjöundu hæð. Þar sem ENGINN í ameríku notar stiga varð ég að taka lyftuna allann tímann og það gekk bara vel. Þarna um kvöldið voru tveir mjög áhugaverðir fyrirlestrar, m.a. nóbelsverðlaunahafi. Ég var þá orðin nokkuð löskuð af flugþreytu, hungri og almennri þreytu því klukkan var orðin fimm um nótt hjá mér. Fór samt með labfélögum mínum sem komu ekki með sama flugi og ég, að borða. Þeir gerðu ekkert smá mikið grín að mér því ég var hálfstjörf. Fór beint í bólið eftir matinn, reyndi að hringja í Emelíu fyrst en þar sem símakortið mitt var svo heimskulegt að maður þurfti að setja 4x quarters til að geta notað það, hringdi ég úr herbergissímanum. Það var ákvörðun sem ég sá eftir, enda álagningin á hótelsímtöl vel útilátin.

Daginn eftir í viðbjóðslega morgunmatnum (brauð drekkt í sírópi, ristaðbrauð en engin ostur og dísætar möffins) hitti ég Palla. Jíbbíjei. Hann var þreyttur eins og aðrir evrópubúar á ráðstefnunni en sætur og hress að venju. Eftir fyrirlestra morgunsins, sem voru hundleiðinlegir bioinformatics fyrirlestrar, fóru ég og Palli og tvær stelpur af labinu mínu, þær Sue-Li og Ulrika (herbergisfélaga minn) að borða og síðan í heita pottinn á “Spa” hótelsins. Heiti potturinn var á þakinu en afgirtur þannig að þar var ekkert rok. mmmm það var ljúft, þó ég hafi setið þarna á næronum og hlýrabol, sem er fyrir svíunum næstum jafnslæmt og að skíða í skíðagalla. Palli var þvílíkt hitt strax og stelpurnar hlógu að næstum öllu sem hann sagði. Ég hypjaði mig úr heita pottinum þegar félagar mínir fóru að spjalla við mann sem kallaði sig “a red neck called Tyrone”, ömurlegan loðinn gamlan suðurríkjabúa með tagl. Mér er illa við ókunnuga. Það kom síðan í ljós þegar ég hitti Palla, Sue-Li og Ulriku að þau höfðu ekkert fílað hann heldur, en kunna bara ekki að láta það í ljós. Ég bauðst til að kenna þeim morðaugnaráðið sem ég nota til að losna við ókunnuga en þau neituðu öll. Skil ekki af hverju.....

Fyrirlestrar kvöldsins voru afar skemmtilegir og eftir þá fengum við kvöldmat: risastóra kartöflu með sósu og grænmeti. Við vorum líka með póstersessjón og fullt af fólki kom og vildi kynna sér það sem við erum að gera. Einhver ljóshærður Cambridge þjóðverji fór síðan að angra okkur Palla og ég held að Palli hafi séð eftir því að hafa ekki lært morðaugnaráðið þegar hann fékk tækifæri til. Eftir postersessjónina fórum við öll,s.s. hópurinn minn og Palli á barinn á efstu hæð hótelsins og spjölluðum. Mig hafði svimað allan daginn og leið eins og ég næði ekki andanum og þorði því varla að drekka bjór en eftir hálfa flösku var gólfið hætt að hreyfast og eftir heila var eins og ég væri með súrefniskút. Þannig að ef þið eruð í andnauð í 2500m hæð; drekka bjór. Við Palli vorum síðust út af barnum en það var bara til að halda reppi um brjálað Íslendinga, við fórum c.a. 15 min á eftir hinum.

Skrifa meira síðar....


 
Setti inn nokkra Elvisa, þ.e. teiknimyndasöguna sem birtist ? Metroinu okkar. Setti mínar frábæru þýðingar við nokkrar myndanna og eftir það ættuð þið að vera fullfær um að skilja restina :)


þriðjudagur, apríl 27, 2004
 
Jæja, já. Íbúðin okkar er í rúst. Það eru kassar og föt og drasl útum allt. Emelía er samt undarlega róleg yfir þessu og í morgun þegar lítil sæt könguló skreið á milli tánna á henni sagði hún bara “Æ, æ þarna er könguló”. Held að Emelía sé á róandi og hafi ekki sagt mér frá því.

Fórum annars í pooltíma í gær sem var sæmilega heppnaður. Lærðum nýja hundleiðinlega æfingu sem ég gat ekkert í og ætla að reyna núna á eftir.

Málið með skemmdarverkin í deildinni minni er orðið svaka löggu- og fréttamál. Skemmdarverkið sem ég vissi ekki hvað var fyrir páska fólst víst í að skemmdarvargurinn skrúfaði frá gaskrönunum á einhverjum löbum og það eina sem hefði þurft til þess að rosa sprenging hefði orðið var að kveikja á eldspýtu, t.d. til að starta búnsenbrennaranum e.þ.u.l. Doltið skerí. Þetta var á forsíðu metrósins í morgun og í hádegisfréttunum á miður gáfulegum útvarpsstöðum í dag.


mánudagur, apríl 26, 2004
 
Hérna kemur aðeins rólegri pistill frá mér.
Skrifuðum undir íbúðarsamninginn í seinustu viku. Við erum sem sagt að flytja á Thunbergsgatan 9, 121 37 Johanneshov. Þetta er alls ekki stafsetningarvilla, gatan heitir Thunbergsgatan en ekki Þunbersgatan, bara til að hafa allt á hreinu. Ég er nefnilega alls ekki viss um að okkur bærist póstur sem væri með Þ í stað Th. Okkur leist báðum mun betur á íbúðina í þetta sinn og hlökkum mikið til að fá að hýsa þarna gesti. Árlegu haustgestirnir okkar geta farið að panta sér far því í íbúðinni er hægt að spegla sig hátt og lágt í eina og sama speglinum.
Það eru bara 2 og ½ vika þar til við flytjum. Díses, allt of nálægt. Við byrjuðum því að pakka niður í gær (þ.e. Auður, ég var að vaska upp sem er líka mjög mikilvægt). Sem betur fer eigum við engin ósköp af dóti og svo ætla Hrönn og Georg að hjálpa okkur að bera. Við leigjum sendiferðabíl sem við þurfum síðan að keyra sjálfar, kúlt.

Auður fékk sem sagt að segja upp íbúðinni sem við höfum núna (sem við leigjum af stúdentasamtökunum) þannig að við afhendum hana 15. maí. Konan sem talaði við Auði (sú sama og talaði við mig) sagði að hún hefði ekki treyst mér þegar ég kom og vildi segja upp íbúðinni, ég hefði litið grunsamlega út, ég hefði m.a. brosað of mikið. Halló, síðan hvenær brosi ég það mikið að það er glæpsamlegt!!!! Þessi kona er bara fífl. Og að láta sér detta í hug að segja þetta í stað þess bara að þegja og bera fyrir sig að reglurnar séu svona. Sem gjöf frá stúdentasamtökunum fékk Auður lítinn bækling um hvernig á að þrífa íbúðina, svona tips sem eru engin fjandans tips heldur fyrirskipanir því ef maður þrífur ekki þar sem þeir segja þá þarf maður að borga bætur. Allavega þarf maður að þrífa bókstaflega hátt og lágt. Loftið, veggina, gólfið, undir baðinu (sem er á fótum en ekki svona steypt og einangrað eins og á Íslandi), milli glugganna (Svíar eru með tvöfalda glugga og rimlagardínur á milli, mjög sniðugt), bakvið eldavélina og bakvið ísskápinn. Svo sem allt í lagi nema að við höfum ekki alveg hugmynd um hvernig við eigum að drösla eldavélinni og ísskápnum fram, þar sem bæði tækin eru nýþung og engin leið að ná taki í neitt til að draga þetta fram auk þess sem bæði smellpassa í innréttinguna. Þurfum víst aðeins að hugsa málið.

Í öðrum fréttum: Hann Valtýr okkar í Köben átti afmæli á laugardaginn og Baldur Bragi (mastersnemi hjá Meistara Jóni sem var prófessorinn minn á Íslandi) átti afmæli á fimmtudaginn. Þeir urðu nú álíka gamlir að hluta til; 1 árs og 31 árs. Til hamingju strákar.


föstudagur, apríl 23, 2004
 
Óréttlæti heimsins, hluti tólf.

Ég var alveg sjóðandi í gær. Fyrst lísti enn einn karlkyns vinur minn frati á femínista enn einu sinni en sem betur fer var ég upptekin í vinnunni svo ég hafði ekki tíma til að skrifa enn einu sinni pirringspistil um jafnrétti og baráttu fyrir því. Það er ástæða fyrir því að kvenkyns ungabörn eru send heim af fæðingardeildinni með bleikar húfur. Ræddi jafnréttismál við hommahatarann sem vinnur með mér um daginn en hann er sannfærður um það að á kynjunum sé sá grundvallarmunur sem réttlæti t.d. launamismun og val karla í ábyrgðarstöður. Hann gat samt ekki nefnt nein dæmi um störf sem konur gætu ekki unnið, nema það að bera áburðarpoka. Hvað er svona merkilegt við það?
Síðan fékk ég tímaritið “Kom ut” sent heim í gær sem er fréttablað samtakanna hér. Þar las ég grein sem varð til þess að ég sauð aftur upp úr. Nú á að leyfa lesbískum konum í staðfestri samvist Svíþjóð að fá gjafasæði á sjúkrahúsi og barnið sem fæðist í kjölfarið verður sjálfkrafa löglegt barn móður sinnar, þ.e. þeirra sem ekki fæðir það. Jíbbíjei hugsaði ég náttúrulega, loksins loksins. En það var auðvita ekki svo gott. Konur í staðfestri samvist hafa lægri forgang að gjafasæði en heterópakkspör þannig að þær þurfa að bíða miklu lengur eftir sæði en heterópakkið. M.v. kerfið hér í svíþjóð þar sem ég þurfti að bíða í fjóra mánuði eftir að láta taka fæðingarblett, þrátt fyrir tilvísun frá heimilislækni, verður þetta líklega til þess að lesbískar konur þurfa að bíða í einhver ár eftir sæðinu. Þá eiga þær orðið enn erfiðara með að eignast börn og þar sem þær geta bara fengið að reyna þrisvar er þetta nokkuð vonlaust. Rökin fyrir lægri forgangi eru að lesbíur eru ekki haldnar neinum sjúkdómi sem gerir það að verkum að þær geta ekki eignast börn saman. Það er nefnilega það. Ef mínar heimildir eru réttar þá er heldur ekkert að 1/3 þeirra para sem leita sér hjálpar við barnleysi, þau einfaldlega geta ekki eignast börn saman og það er ekki hægt að útskýra það á neinn annan hátt. Ekki er þeim hent aftast í röðina og sagt; “Tja, þú hefur val, finndu þér einhvern annan til að eignast börn með.” Við þurfum svo auðvita ekki að velta því neitt fyrir okkur hversu framarlega í röðina kona í staðfestri samvist sem vegna einhvers sjúkdóms á erfitt með að eignast börn, kemst. Ekki neitt framar.
Raunveruleg ástæða fyrir forgangsröðuninni er auðvita sú að stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfsfólk er með nákvæmlega sömu skoðun og flestir aðrir í samfélaginu: “Ég er ekkert á móti samkynhneigðum, þeir mega sko alveg gifta sig” (frjálslyndisandvarp) “en það er ekki heppilegt fyrir börn að alast upp hjá tveimur konum/körlum” (áhyggjusvipur). Sem er búllsjitt sem ég nenni ekki einu sinni að ræða. Samtökin NARTH (national association for the research and treatment og homosexuallity) geta ekki einu sinni snúið rannsóknarniðurstöðum um börn samkynhneigðra sér í hag og þurfa að grípa til meðaltala um sjálfsvíg, geðsjúkdóma og fíkniefnanotkun meðal samkynhneigðra almennt til að reyna að sýna að samkynhneigðir foreldrar séu verri. Eini mælanlegi munurinn á börnum samkynhneigðra og ósamkynhneigðra er að börn samkynhneigðra hafa frekar prófað að sofa hjá sama kyni. Sem er reyndar stór mínus í augum NARTH.
Það að börnin verði síðan sjálfkrafa börn móður sinnar, að frumættleiðing þurfi ekki að fara fram er auðvita líka skilyrðum og útúrsnúningum háð. Það gerist bara ef hægt er að sanna að barnið hafi komið undir á Sjúkrahúsi Svíþjóðar og hvergi annars staðar. Konur sem leita sér hjálpar hjá útlenskum sæðisbönkum eða fá sæði frá vini sínum þurfa að sækja um frumættleiðingu eftir að barnið er fætt. Það gildir auðvita ekki um heterópakk; eignist gift kona barn er það bara sjálfkrafa barn mannsins hennar, hvaðan sem hún fékk sæðið. Pappírsvinnan í kringum frumættleiðingar er auðvitað í ætt við Ástrík og þrautirnar tólf, og krakkinn búin að vera til í marga mánuði ef ekki ár þegar hann er loksins barn beggja foreldra sinna. Grrrrrr........
Skilaboðin eru sumsé þessi. Við sjáum að það er smá óréttlátt að þið sem borgið jafnmikin skatt til samfélagsins fáið ekki það sama frá samfélaginu og aðrir en af því að við erum fordómafull svín ætlum við að gera ykkur eins erfitt fyrir og frekast er unnt að nýta ykkur þá þjónustu sem aðrir hafa fullan rétt til.


fimmtudagur, apríl 22, 2004
 
Mjög stutt um þetta útlendingafrumvarp. Ætla ekki að tjá mig rosalega mikið þar sem ég veit ekki nógu mikið um málið en Halló! Hvert er vandamálið? Það er ekki eins og fólk liggi á dyrabjöllunni hjá útlendingaeftirlitinu til að komast inn í landið. Hver vill búa á pínulítilli rokrassgatseyju þar sem aldrei er gott veður, allir bæir eru bölvuð krummaskuð, enginn talar við þá sem ekki tilheyra fjölskyldu eða nánasta vinahóp nema eftir 4 bjóra (og þá oft á nótunum “mig hefur alltaf langað til að sofa hjá svartri”), þeir sem ekki tala tungumál innfæddra fullkomlega geta bara átt von á vinnu sem er langtum verri en það sem menntun þeirra og reynsla bíður upp á og þar sem tungumálið er þar að auki ómögulegt að læra. Að flytja til Íslands er eins og að flytja til Grænlands eða Færeyja. Við erum tæplega þrjúhundrað þúsund. Þrjúhundrað þúsund, pælum aðeins í þessu. Við þurfum fleira fært fólk í samfélagið til að geta færst fram á við. Það gengur ekki að byggja afkomum heillar þjóðar þó lítil sé á einum atvinnuvegi. Við þurfum nýjar leiðir og nýja möguleika. Málamyndunarhjónabönd myass! Það hefur kannski gerst þrisvar á þrjátíuárum á Íslandi og þá í einhverjum öfgatilfellum þar sem útlendingurinn á nákomna á íslandi sem hann vill vera nálægt en getur ekki gifst. Fólk vill ekkert flytja til Ísland, ekki einu sinni þeir sem hafa verið ofsóttir í sundursprengdum austurevrópuríkjum vilja vera á Íslandi. Því miður. Ísland er frábært, best í heimi en við verðum að taka hausinn út úr rassinum á okkur og gera okkur grein fyrir að við erum bara þrjú hundrað þúsund með þá skoðun.
Það alvarlegasta í þessu frumvarpi er heimild lögreglunnar til að riðjast inn til fólks án dómsúrskurðar ef það liggur undir grun um málamyndunarhjónaband. Síðan hvenær var það að giftast útlendingi til að veita honum Íslenskan ríkisborgararétt (eða það að giftast til að fá landvistarleyfi) meiri glæpur en morð, fíknefnaviðskipti og fjársvik, þar sem lögreglan þarf dómsúrskurð fyrst til að gera húsleit hjá fólki? Reyndar er það afar undarlegt líka að gera atvinnurekendur sem nýta sér pappírslausa innflytjendur til að vinna illa borguð skítastörf sem enginn annar vill, stikkfrí.
Og btw, það dettur engum í hug að Ísfirðingar séu almennt verra fólk ef Ísfirðingur verður Reykvíkingi að bana í sambandi við einhver miður heiðarleg viðskipti. Það eru enginn rök fyrir því að dæma sex milljarða útlendinga sem glæpamenn af því að nokkrir, í samstarfi við Íslendinga, reyndu að flytja hingað fíkniefni.
Ég nenni ekki einu sinni að tala um það að útlendingar steli vinnunni frá Íslendingum, það er svo heimskulegt. Ef útlendingur utan evrópusambandsins er búin að redda sér vinnu á Íslandi þarf fyrst að bjóða hana örðum Íslendingum og atvinnurekandinn þarf að færa góð rök fyrir því af hverju hann vill ráða útlendinginn frekar en Íslending. Ef hann getur það ekki missir útlendingurinn vinnuna.
The take home message: Ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn einu sinni enn, fíflin ykkar!


miðvikudagur, apríl 21, 2004
 
Eg er komin aftur til Sverige. thad var dalitid skrytid ad lenda, madur var ad koma heim en samt ekki. Ekkert hraun, engin thoka, enginn sem sagdi velkominn heim.

Radstefnan sem eg var a var storfin, afar ahugaverd. Hun var haldin i 2000m haed ca, a skidasvaedi og loftid var afar thunnt. Eg var heillengi ad venjast thvi. Eg for tvisvar a skidi, i agaetu faeri fyrsta daginn og storfinu hinn. Segi meiri ferdasogu sidar thegar eg er ekki svona djéttlöggud. Thad var frabaert ad hitta Emeliu mina aftur og vid kurdum bara allan gaerdaginn naestum. alveg frabaert


mánudagur, apríl 19, 2004
 
Hérna eru 3 myndir sem pabbi sendi mér fyrir stuttu.


sunnudagur, apríl 18, 2004
 
Ég sé að Bjössi á afmæli í dag og er 26 ára. Innilega til hamingju Bjössi! Ég sé það núna að það munar í raun ekki svo mörgum árum á okkur og okkur krökkunum fannst þegar við kynntumst þér :)

Komnar nokkrar nýjar myndir: vinnupartý hjá mér seinasta nóvember, vinnupartý hjá mér seinasta febrúar og Köben seinustu jól.


 
Ég er búin að senda inn skattaskýrsluna mína, gerði það á netinu í seinustu viku. Svíar elska mig svo mikið að þeir ætla að borga mér smá til baka. Ég tók síðan eftir auglýsingu áðan þar sem stóð að það er hægt að senda inn skattskýrsluna sína á fjóra vegu: 1) í gegnum netið, 2) með því að hringja, 3) með því að senda sms og 4) með gamaldags aðferðinni, þ.e. að með venjulegum pósti. Mér fannst þetta soldið magnað. Fólk ætti því ekki að hafa neina afsökun fyrir því að senda ekki inn skattaskýrsluna. Það að geta hringt eða sent sms þykir mér merkilegast en að sjálfsögðu fá allir senda kóða í pósti til að hver sem er geti ekki bara hringt og sagst vera einhver annar. Svíarnir eru með þetta á hreinu. Er allt þetta mögulegt á Íslandi?

Á föstudeginum horfðum við á video í vinnunni. Prófessorinn minn keypti nýjustu myndina með Woody Allen, Anything else. Myndin var þrælskemmtileg eins og flestar þær myndir sem ég hef séð með Woody. Eftirá ætlaði ég nú bara að fara í pool og hafa það huggulegt heima, ein, en plönin breyttust aðeins því fólkið ætlaði út að borða. Fyrst drukku þau öll fullt af kampavíni og berjum (ekki ég því mér þykir kampavín vont) í boði prófessorsins, hann elskar kampavín og nýtir sér hina og þessa áfanga til að fagna. Borðuðum á pólskum stað, ágætur staður (soldið ömmulegur) með djassi. Ekki var ég nú samt beint hrifin af matnum og var sú eina. Fólkið var farið að halda að það væri eitthvað að mér; líkaði ekki kampavín, drakk bara kók með matnum og svo fannst mér maturinn ekki góður. Súrkál með öllum réttum. Afgangurinn var svo löðrandi í fitu að ég gafst upp eftir 1/3, vegna klígjutilfinningu. Vegna þessa snéri ég mér að bjórnum, maður verður alltaf saddur af honum :)
Fórum síðan á einhverja krá þar sem prófessorinn dældi í okkur bjór, pantaði alltaf 10 bjóra í einu þrátt fyrir að við værum nú bara 6. Honum fannst ekki taka því að panta færri þar sem þetta var nú einu sinni lítill bjór!
Eftir að einum af okkur var hent út fyrir ölvun (ekki ég og ekki prófessorinn því hann var farinn) fóru ég og tveir af strákunum heim til mín og hlustuðum á geisladiska. Allir geisladiskarnir voru dregnir úr skápnum en svo hlustuðum við nú bara mest á Abba Gold. Vona bara að nágrannarnir fíli Abba, er annað hægt!
Strákarnir sváfu síðan saman í sófanum. Annar (aðstoðarprófessor við deildina, bara þrítugur samt) fór snemma um morguninn þegar konan hans hringdi í hann því hann gleymdi að segja henni að hann ætlaði að gista (tunnelbanan gékk nefnilega ekki svona seint um nóttina). Hinn fékk nú að sofa aðeins lengur og fékk síðan morgunmat með því skilyrði að hann spilaði við mig Sequence.
Ég var dauðfegin að hafa fengið strákana heim því ég er yfirleitt skíthrædd að ganga heim til mín á nóttunni þar sem það er nokkuð dimmt og enginn á ferli til að bjarga manni.


föstudagur, apríl 16, 2004
 
Við fengum okkur nýtt sænskt gsm númer fyrir rúmlega viku þar sem við finnum einfaldlega ekki það sem við áttum fyrir. Það hefur týnst þegar við fórum til Íslands um jólin. Við grátum það samt ekki því nýja númerið er miklu einfaldara, ábyggilega auðveldast í heimi á eftir 1234567 og svo einfalt að ég man það án nokkurra vandræða: 073-9693963.
Það þýðir samt yfirleitt ekki að reyna að ná í okkur í þennan síma því hann er oftast bara heima enda stór og þungur. Ég er þó með hann á mér meðan Auður er í burtu, svo núna er tækifærið fyrir ykkur að hringja.

Og svo á Ásta María frænka hennar Auðar í móðurætt afmæli á morgun og verður 24 ára. Við óskum þér að sjálfsögðu til hamingju með þennan unga aldur.


fimmtudagur, apríl 15, 2004
 
Og fyrir ykkur sem vitið ekki hvernig á að bera fram þessi skrítnu hljóð í sænsku þá segir maður SKÄRMARBRINK með rangæískum framburði í byrjun orðsins (þ.e. HV-ið), Ä-ið er í rauninni hljóð á milli A og E (mjög erfitt fyrir okkur að bera fram í byrjun) og mið R-ið er frekar hljóðlaust. Ef maður ætti að skrifa þetta á íslensku nákvæmlega eins og þetta er sagt þá myndi það vera cirka HVERMABRINK. Svo byrjið að æfa ykkur!


 
Það er að sjálfsögðu ekki sjálfgefið að það sé auðvelt að segja upp íbúðinni sem við höfum. Við leigjum sem sagt af stúdentasamtökunum í Stokkhólmi og er Auður leigjandi númer eitt og sú sem skrifaði undir samninginn en ég er leigjandi númer tvö. Það er einungis leigjandi númer eitt sem getur sagt upp samningnum, skiljanlega þar sem viðkomandi skrifar undir. Það komst sem sagt á hreint í seinustu viku að við gætum fengið þessa nýju íbúð og þá þyrftum við að segja núverandi íbúð upp annað hvort fyrir 15. þessa mánaðar eða 1. næsta mánaðar. Við kusum að segja henni upp fyrir 15. því maður er með eins mánaðar uppsagnarfrest og við kærum okkur ekki um að borga fyrir tvær íbúðir í hálfan mánuð, eða í einn einasta dag ef því er að skipta.

Þar sem Auður fór til Bandaríkjanna á þriðjudagsmorgun gafst henni ekki tími til að fara til stúdentasamtakanna og segja upp íbúðinni þar sem það hefur verið lokað yfir páskana. Hún skrifaði því uppsagnarbréf sem ég fór með í gær. Þegar stúdentasamtakakonan dróg fram upprunalega samninginn bar undirskriftunum ekki nógu vel saman og hún hafði fullan skilning á því að undirskriftir fólks breyttust með árunum. Ég skil hins vegar ekkert í fyrri undirskriftinni því hún var vel læsileg sem er ekki einkenni undirskriftanna hennar Auðar. Mig grunar að Auður hafi (kannski fyrir tillstillan mín) skrifað extra vel undir samninginn, þetta var nú einu sinni það fyrsta sem hún skrifaði undir í Svíþjóð.

Þar sem samtökin vilja auglýsa íbúðina um leið og þeir geta, þ.e. þann 16., þá gat það ómögulega gengið að í raun værum við búnar að segja íbúðinni upp og Auður myndi síðan staðfesta það í næstu viku þegar hún kemur. Það finnst mér soldið skrítið í ljósi þess að það er mikill skortur á íbúðum fyrir stúdenta í Stokkhólmi og þ.a.l. þurfa íbúðirnar aldeilis ekki að standa auðar og enn síður íbúðin okkar sem er svokölluð “sista minuten”, sem þýðir að íbúðin er auglýst eftir klukkan 18 einhvern dag og 9 daginn eftir hringir fólk sem vill íbúðina og þær eru alltaf farnar á innan við 5 mínútum, Auður hefur oft hringt.
Kellingin þóttist skilja vandamálið mitt og sagði að ef Auður gæti sent fax frá Bandaríkjunum til hennar þar sem stæði að hún vildi í raun segja upp íbúðinni og eitthvað svona. Undirskrift væri ekki nauðsynleg!!!

Ég hringdi í kellinguna áðan og þá hafði hún fengið faxið frá Auði. Faxið gat hún ekki tekið gilt þar sem það kom ekki fram á því hvaðan það kæmi, þ.e. úr hvaða símanúmeri (hef ekki hugmynd af hverju). Og svo stóð ekki á faxinu að ég hefði komið í gær með bréf sem Auður væri samþykk. Það var sem sagt ekki nóg að Auður skrifaði á faxið að hún vildi segja upp íbúðinni sinni og skrifaði undir ásamt kennitölu. Nei, nei, það sannaði ekkert fyrir þessari konu. Það var á þessum tímapunkti sem ég sprakk, hvurnig í fjandanum á fax að sanna eitt né neitt í raun. Það að þessari kellingu berist fax þar sem stendur að Auður sé samþykk bréfinu sem ég kom með í gær og samþykk því að ég hafi birst með bréfið sannar ekkert að Auður sé sá sem hafi faxað þetta og sé sammþykk öllu saman. Og það að þetta standi á faxinu sannar ekkert frekar að það sé Auður sem skrifar þetta heldur en þegar hún skrifaði “bara” á venjulegan pappír að hún vildi segja þessari fjandans íbúð upp og gæfi upp kennitöluna sína og undirskrift. Það er náttúrulega frekar duló að ekkert faxnúmer hafi staðið á faxinu en það sannar samt ekkert að Auður hafi skrifað faxið, það myndi hins vegar hins vegar passar betur við það að ég sagði kellingunni að Auður væri í Bandaríkjunum.
Allt í einu varð mögulegt (eftir að ég æsti mig) að óformlega séum við búnar að segja upp íbúðinni og þegar Auður kemur til þeirra í næstu viku og staðfestir söguna sé þetta orðið formlegt og við getum yfirgefið íbúðina fyrir 15. næsta mánaðar.

Sem sagt alveg eins og ég vildi í byrjun en bara með fullt af sænsku veseni sem fer hrikalega í taugarnar á mér.


miðvikudagur, apríl 14, 2004
 
Arna er orðin svo spennt yfir flutningunum okkar að ég þori ekki annað en að skrifa nýja heimilisfangið stórum stöfum: SKÄRMARBRINK númer eitthvað, þriðja hæð, farið fram hjá dádýrinu (allavega var dádýr þarna fyrir utan húsið þegar við vorum að skoða íbúðina). Staðurinn er á grænu lestarlínunni, 4. stöð frá Slussen og því mun nær miðbænum en Fruängen. Og hérna er kort af tunnelbanalínunum í Stokkhólmi svo þið getið glöggvað ykkur betur á þessu öllu saman og komið í heimsókn. Ekki væri ég hissa þó að Arna muni birtast á tröppunum hjá okkur. Það er þó ólíklegt að hún verði fyrsti gesturinn því við erum búnar að pína Hrönn og Georg til að hjálpa okkur að flytja. Reyndar bauð Hrönn sig fram því henni þykir svo óskaplega gaman að flytja og þetta sagði hún sjálf. Já og svo bauð hún fram Georg.

Ég er ansi hrædd um að ömmur okkar komi ekki til með að muna nýja heimilisfangið (Frúarengi muna þær allar) og enginn mun geta borið þetta fram en það skiptir engu máli. Ég lofa að komast að húsnúmerinu bráðlega (kannski Auður viti það) því ég á að skrifa undir leigusamninginn í vikunni.

Allt er annars klappað og klárt varðandi þetta. Húsvörðurinn eða húseigandinn (allavega hæstráðandi) er búinn að fletta mér upp og kanna hvort ég sé glæpamaður því auðvitað vill hann ekki leyfa hverjum sem er að búa þarna. Við erum sem sagt að fara að leigja þessa íbúð í eitt ár af strák sem vinnur með Auði og þessi strákur er með leigusamning fyrir íbúðina en það virðist vera í góðu lagi að leigja áfram til einhvers (ekki glæpamanns þó) í eitt ár því hæstráðandi fær upplýsingar um leigendaskipti og gerður er samningur. Reglurnar segja að þetta sé í lagi í eitt ár en samt sé möguleiki á framlengingu.
Ég veit nú ekki hvort hæstráðandi hafi farið eftir öllum leikreglum, allavega hefur hann fengið upplýsingar um tekjurnar mínar einhvers staðar því hann nefndi við strákinn að ég hefði nú lágar tekjur en strákurinn benti honum á að ég væri á svokölluðu stipendium, sem má útleggjast “styrkur” á íslensku en ekki þannig styrkur að ég þurfi nokkurn tímann að borga hann til baka heldur í þeim skilningi að ég borga ekki skatt af honum og þá birtast engar upplýsingar um styrkinn á skattastkýrslunni minni. Hins vegar vann ég hérna í Háskólanum fyrstu 5 mánuði seinasta árs (byrjaði ekki sem doktorsnemi fyrr en seinasta júní) og borgaði því skatt í þá 5 mánuði og það birtist á skattaskýrslunni. Mig grunar sem sagt að þessi hæstráðandi hafi einhvern veginn fengið þær upplýsingar og fundist ég fá lág laun, þ.e. of lág laun til að geta borgað af íbúðinni. En sá misskilningur var leiðréttur. Og hvað veit hæstráðandi nema að ég sé bara það rík að ég þurfi ekki að vinna. Allavega fannst mér þetta óþarfa hnýsni og reyndar ótrúlegt ef þetta er löglegt.


 
Jæja, ég lifði nóttina af og Auður er líka á lífi því hún hringdi í mig í morgun frá hótelinu.

Ég gleymdi alltaf að segja að á miðvikudeginum eftir páska bjó ég til fullt af vatnsdeigsklöttum, annað árið í röð. Þar sem ég nota uppskrift frá mömmu hefði maður getað ímyndað sér að baksturinn gengi betur en vanalega þar sem maður hefur fullan aðgang að uppsprettunni (“the source”). En neeeeei, aldeilis ekki. Ég var orðin langt leidd í samsæriskenningum, að húsmæður gæfu ekki upp nákvæma uppskrift til að aðrir gætu ekki fylgt þeim auðveldlega eftir, svona eins og vísindamenn gera í greinunum sínum. Ekki varð ég beint glaðari þegar Hrönn prófaði síðan helgina eftir og ekkert mál fyrir Jóni Pál.
Hins vegar tókst mér loksins að gera þessar fjandans bollur (3 vikum eftir bolludag), þær voru alveg þrælfínar í útliti, þrívíðar og allt og góðar á bragðið. Ég vissi að ég gæti þetta, þó það væri ekki fyrr en í 7. skiptið. Ætli málið sé ekki bara að fylgja uppskriftunum nákvæmlega :)

Já og fyrst ég minntist á Jón Pál. Þegar við Auður vorum á Íslandi um jólin þá fórum við á Þorláksmessu á Pizza Hut eins og við ræddum hérna um daginn (fyrir tæpum 4 mánuðum). Með í för voru pabbi og Haukur, Össi (maður Kötu frænku) og hans börn, Bella og Gilli. Eitthvað varð okkur Auði á að segja “ekkert mál fyrir Jón Pál”, svona eins og maður gerir, eða það héldum við. Það er samt kannski ekkert venjulegt fólk sem segir þetta heldur gamalt fólk því krakkarnir (Bella og Gilli) komu lengst ofan af fjöllum þegar við sögðum þetta. Ég get svo svarið það, okkur Auði hefur nú liðið aðeins eldra eftir þetta. En er það satt, þekkja krakkar undir 18 ára ekki til þessa orðatiltækis!!!


þriðjudagur, apríl 13, 2004
 
Ertu þá farin
Ertu þá farin frá mér
Hvar ertu núna
Hvert liggur þín leið

Auður fór sem sagt í morgun til útlandsins. Hún á fyrir höndum sér heillangt ferðalag, um 14 tíma flug til að komast til Salt Lake í Utah í Bandaríkjunum þar sem hún verður á ráðstefnu. Í raun skiptir engu máli hvað hún er að fara að gera, bara að hún verður allt of lengi burtu frá mér! Og ég sem er ennþá soldið myrkfælin og býst yfirleitt við því að innbrotsþjófur bíði eftir mér þegar ég kem ein heim og muni drepa mig. Svo held ég líka alltaf að Auður og reyndar allir aðrir sem ég þekki muni deyja í flugslysi. Báðar hugmyndirnar eru allavega slæmar.

En afmælispartýið á laugardaginn var þrælskemmtilegt, við vorum seinastar út, auðvitað. Við erum reyndar örlítið hissa á að okkur sé boðið í þessi partý hjá poolkennurunum okkar því það virðist sem engum öðrum af nemendunum sé boðið, allavega mæta þeir þá ekki. En við höfnum ekki partýi og okkur var meira að segja boðið í annað partý hjá þeim eftir 2 vikur þar sem við ætlum að byrja á að skoða fullt af myndum frá Íslandi því kona eins kennarans (Henke, sem er heimsmeistari í hjólastóla 8-ball og 9-ball) fór þangað fyrir nokkrum árum. Við hljótum bara að vera svona skemmtilegar.


laugardagur, apríl 10, 2004
 
Ég er í deild í háskólanum sem heitir Department of biochemistry and biophysics. Flestir í deildinni nema structural biochemistry anginn, minn angi, eru staðsettir á sjálfu háskólasvæðinu í forljótri en mjög prakískri byggingu. Við í mínum hóp höfum lengi verið alveg hundfúl yfir því að þurfa að vinna lengst í burtu frá öllum hinum í deildinni því við höfum ýmislegt að sækja til deildarinnar, m.a. fyrirlestra.
En nú erum við guðslifandi fegin að vera ljótu börnin, falin langt í burtu frá öllum hinum. Það er nefnilega einhver eða einhverjir sem hafa undanfarnar vikur unnið ýmis skemmdarverk í deildinni. Það byrjaði á því að einhver setti ólyfjan í mjólkurduftið í kaffivél lífeðlisfræðingana þannig að nokkrir þeirra urðu veikir. Nokkrum dögum eftir að það uppgötvaðist og var tilkynnt til lögreglu hellti einhver rokgjörnu illa lyktandi ógeðsefni á gólfið á skrifstofu eins prófessorsins. Í byrjun síðustu viku var síðan slökkt á kælingunni í tveimur frystiherbergjum (-20°C og -30°C) og einn -80°C fyrstirinn var dreginn úr sambandi þannig að allt þiðnaði. Fyrir þá sem ekki vinna í þessum bransa, þá þýðir það að sýnin þiðna í flestum tilvikum að þau eyðileggjast og ef sýnin eyðileggjast er mjög mikið af vinnunni ónýtt. Á mánudagskvöldið var slökkt á öðrum -80°C fyrsti og á miðvikudagskvöldið gerðist eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað var en við fengum tilkynningu um að enginn mætti vinna eftir klukkan 21 á kvöldin eða fyrir 8 á morgnanna, sumsé útgöngubann (eða inngöngubann). Öryggisgæslan og starfsmenn deildarinnar hafa ekki græna glóru um hver það er sem er ábyrgur en húsakynni deildarinnar eru læst og fólk verður að hafa kort til að komast inn, sem þýðir að skemmdarvargurinn er annað hvort í deildinni eða þá að einhver hleypir honum inn á kvöldin. Rosa duló.


fimmtudagur, apríl 08, 2004
 
Jaeja, tha er thad akvedid. Vid Emelia aetlum ad flytja fra fruängen naest best i heimi til Skärmarbrinken nalaegt midbaenum. Held ad thad verdi rosa fint.

Sidan er eg a leid til bandarikjanna a thridjudaginn a radstefnu i Utah. Eg verd i heila viku, thvi tho radstefnan se bara i fimm daga, tekur heilan dag ad koma ser hvora leid.

Adan forum vid Hronn og keyptum gjof handa Evu poolkennara sem baud okkur i afmaelid sitt a laugardaginn. Vid keyptum Fotspor a himnum og Draumar a Jördu eftir Einar Ma a saensku, saman i einni bok. Badar saman kosta thaer 550 ISK og grenjidi nu.

Her er vedrir aedislegt, e-d yfir 10 gradur og heidskirt. Vonum ad thetta haldist um paskana svo vid getum solad okkur svolitid og haett ad minna svona mikid a gamlan hundaskit.


mánudagur, apríl 05, 2004
 
Satt hjá Auði, ég mun bara vera heima á morgun og á miðvikudaginn því það er próf á fimmtudaginn. Ég má samt til með að monta mig á flottasta páskaskrauti í heimi, þ.e. mínu, ehhh, okkar. Á laugardaginn klippti ég fullt af greinum fyrir utan veröndina okkar og setti í vasa. Á hengdi ég svo 9 gegnsæ ámáluð egg (sem ég keypti á föstudaginn) og á toppinn á hverri grein festi ég fjaðrir í mismunandi litum. Ég hef aldrei séð svona flott páskaskraut. Ég er greinlega meðfætt páskaskreytari því þetta er bara í annað skiptið sem ég geri þetta, sá aldrei ástæðu til þess þegar ég bjó hjá mömmu og pabba því mamma gerði þetta alltaf og svo snérust páskarnir bara um páskaeggið.

Föstudagurinn var örlítið viðburðaríkur. Ég léttist ábyggilega um 1 gramm þar sem ég lét taka kúlu á hausnum á mér. Mér var næstum því farið að þykja vænt um kúluna því ég hef haft hana ábyggilega í 3 ár. Hún var nú ekki það stór að fólk úti á götu snéri sér við, en engu að síður pirraði hún mig því hárið á mér hafði þann skemmtilega eiginleika að snúa sér frá miðjunni á kúlunni svo ég sá stundum skína í hana þegar ég leit í spegil, efa samt að nokkur annar hafi tekið eftir þessu. Einnig var hún sjáanleg þegar ég rakaði á mér hárið. Það sem mestu máli skipti auðvitað var að hún pirraði Auði mína þegar hún klippti mig :) Þessi fjandi virðist vera ættgengur, allvega hafa pabbi og amma oft fengið svona. Réttast væri því að senda reikninginn till föðurhúsanna en þar sem elsku Svíarnir eru ekkert að okra á manni þá sleppi ég því í þetta sinn.

Eftir “aðgerðina” (svo sem engin aðgerð, bara tvö spor) fór ég heim að taka til og hitti síðan Auði í bænum. Við byrjuðum nú á því að skipta vekjaraklukkunni sem Auður keypti fyrir þremur vikum. Alveg hreint merkilega stórgallaður gripur, einungis hægt að ýta tvisvar á “snooze” en eftir það kemur ekki píp úr kvikindinu fyrr en sólarhring síðar líklega. Hvers vegna framleiðir maður svona klukkur, af hverju ekki að leyfa fólkinu að hafa þann möguleika að snooza oftar en tvisvar sinnum sem voru samtals 10 mínútur í okkar tilfelli.
Svo röltum við um bæinn og gáfum gítarspilaranum hennar Auðar nokkar krónur. Auður tók þennan kall ástfóstri fyrir löngu enda ekki annað hægt. Hann er á besta aldri, eldrauður í framan (þetta er þó ekki prófessor Bragi að drýgja tekjurnar) og mikið hás en heldur samt lagi. Sem sagt mjög sérstakur náungi sem spilar í jafnvel skítakulda og ávallt á sama stað í miðbænum. Hann byrjaði að spjalla við okkur og ákvað síðan að hætta að spila og spurði hvort við vildum koma með sér á kaffihúsið 3. hæð. Ég var nú með nei á vörunum en náði ekki að segja það því áður en ég vissi var Auður búin að segja já, já, mér til mikillar undrunar btw því stúlkan hún Auður er ekki vön að vilja tala við ókunnuga. En hvað getur maður gert þegar manni býðst tækifæri að drekka kaffi með uppáhalds miðbæjarpersónunni manns. Hann reyndist vera frábærlega fyndinn skoti sem hefur búið hérna í 5-6 ár og framfleytir sér með spilamennsku, ekki bara í bænum heldur líka af og til í ferjunum sem ganga til Finnlands eða Eistlands. Oft minnti hann mig á Bersta og stundum á Hauk bróður.

Þarf að fara heim, sé að ég mun missa af fyrstu 15 mínútunum í CSI, æ, æ, æ.


 
Um helgina vorum vid gedveikir islendingar. Hronn og georg komu til okkar a laugardagskvoldid og vid grilludum. Thad var rosa gott, svaka mikid grillbragd, ummi namm en dalitid kalt, ca. 5 gradur. Sviarnir i blokkinni okkar eru örugglega farnir ad thekkja okkur a grilllyktinni thvi vid grilludum svo mikid i fyrrasumar og alveg langt fram eftir hausti og nuna byrjum vid i byrjun april.

Annars var Emelia bara ad laera um helgina og eg ad lesa, vaska upp og dunda mer. Eg er ad lesa thessa bok tharna eftir konuna sem var einu sinni gift uppahalds herskaa femininstanum minum. Thessi höfundur er saensk yfirstettarfroken og hefur imyndunaraflid eftir thvi. Bokin a ekki einu sinni skilid ad heita skaldsaga, thetta er bara bein kopia af theim atburdum sem hun upplifdi sem gerir thad ad verkum ad adalpersonan er sjalfhverf med eindaemum og atburdarrasin er einstaklega hagstaed fyrir hana. Og svo getur hun roflad og roflad og roflad....... En eg er sem betur fer ad verda buin med thessa bok.

nu aetla eg ad fara i pool. Emelia er sumse enn einu sinni ad laera fyrir prof og mun liklega ekki skrifa mikid i thessari viku en eg skal reyna ad standa mig, t.e. ad skrifa amk einu sinni fyrir paska.


fimmtudagur, apríl 01, 2004
 
Við erum næstum búnar að fá nýja íbúð. Við erum ekki alveg búnar að ákveða hvort við viljum taka hana og strákurinn sem á hana er ekki alveg búin að ákveða hvort að hann vill leigja hana með þeim skilyrðum sem við setjum, s.s. að hann skilji ekki eftir skápana fulla af drasli. Þessi íbúð er ódýrari og nær en hún er ekki eins fín og íbúðin okkar og ekki í eins góðu gettói. Við sjáum til hvernig allt fer.