Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, apríl 15, 2004
 
Það er að sjálfsögðu ekki sjálfgefið að það sé auðvelt að segja upp íbúðinni sem við höfum. Við leigjum sem sagt af stúdentasamtökunum í Stokkhólmi og er Auður leigjandi númer eitt og sú sem skrifaði undir samninginn en ég er leigjandi númer tvö. Það er einungis leigjandi númer eitt sem getur sagt upp samningnum, skiljanlega þar sem viðkomandi skrifar undir. Það komst sem sagt á hreint í seinustu viku að við gætum fengið þessa nýju íbúð og þá þyrftum við að segja núverandi íbúð upp annað hvort fyrir 15. þessa mánaðar eða 1. næsta mánaðar. Við kusum að segja henni upp fyrir 15. því maður er með eins mánaðar uppsagnarfrest og við kærum okkur ekki um að borga fyrir tvær íbúðir í hálfan mánuð, eða í einn einasta dag ef því er að skipta.

Þar sem Auður fór til Bandaríkjanna á þriðjudagsmorgun gafst henni ekki tími til að fara til stúdentasamtakanna og segja upp íbúðinni þar sem það hefur verið lokað yfir páskana. Hún skrifaði því uppsagnarbréf sem ég fór með í gær. Þegar stúdentasamtakakonan dróg fram upprunalega samninginn bar undirskriftunum ekki nógu vel saman og hún hafði fullan skilning á því að undirskriftir fólks breyttust með árunum. Ég skil hins vegar ekkert í fyrri undirskriftinni því hún var vel læsileg sem er ekki einkenni undirskriftanna hennar Auðar. Mig grunar að Auður hafi (kannski fyrir tillstillan mín) skrifað extra vel undir samninginn, þetta var nú einu sinni það fyrsta sem hún skrifaði undir í Svíþjóð.

Þar sem samtökin vilja auglýsa íbúðina um leið og þeir geta, þ.e. þann 16., þá gat það ómögulega gengið að í raun værum við búnar að segja íbúðinni upp og Auður myndi síðan staðfesta það í næstu viku þegar hún kemur. Það finnst mér soldið skrítið í ljósi þess að það er mikill skortur á íbúðum fyrir stúdenta í Stokkhólmi og þ.a.l. þurfa íbúðirnar aldeilis ekki að standa auðar og enn síður íbúðin okkar sem er svokölluð “sista minuten”, sem þýðir að íbúðin er auglýst eftir klukkan 18 einhvern dag og 9 daginn eftir hringir fólk sem vill íbúðina og þær eru alltaf farnar á innan við 5 mínútum, Auður hefur oft hringt.
Kellingin þóttist skilja vandamálið mitt og sagði að ef Auður gæti sent fax frá Bandaríkjunum til hennar þar sem stæði að hún vildi í raun segja upp íbúðinni og eitthvað svona. Undirskrift væri ekki nauðsynleg!!!

Ég hringdi í kellinguna áðan og þá hafði hún fengið faxið frá Auði. Faxið gat hún ekki tekið gilt þar sem það kom ekki fram á því hvaðan það kæmi, þ.e. úr hvaða símanúmeri (hef ekki hugmynd af hverju). Og svo stóð ekki á faxinu að ég hefði komið í gær með bréf sem Auður væri samþykk. Það var sem sagt ekki nóg að Auður skrifaði á faxið að hún vildi segja upp íbúðinni sinni og skrifaði undir ásamt kennitölu. Nei, nei, það sannaði ekkert fyrir þessari konu. Það var á þessum tímapunkti sem ég sprakk, hvurnig í fjandanum á fax að sanna eitt né neitt í raun. Það að þessari kellingu berist fax þar sem stendur að Auður sé samþykk bréfinu sem ég kom með í gær og samþykk því að ég hafi birst með bréfið sannar ekkert að Auður sé sá sem hafi faxað þetta og sé sammþykk öllu saman. Og það að þetta standi á faxinu sannar ekkert frekar að það sé Auður sem skrifar þetta heldur en þegar hún skrifaði “bara” á venjulegan pappír að hún vildi segja þessari fjandans íbúð upp og gæfi upp kennitöluna sína og undirskrift. Það er náttúrulega frekar duló að ekkert faxnúmer hafi staðið á faxinu en það sannar samt ekkert að Auður hafi skrifað faxið, það myndi hins vegar hins vegar passar betur við það að ég sagði kellingunni að Auður væri í Bandaríkjunum.
Allt í einu varð mögulegt (eftir að ég æsti mig) að óformlega séum við búnar að segja upp íbúðinni og þegar Auður kemur til þeirra í næstu viku og staðfestir söguna sé þetta orðið formlegt og við getum yfirgefið íbúðina fyrir 15. næsta mánaðar.

Sem sagt alveg eins og ég vildi í byrjun en bara með fullt af sænsku veseni sem fer hrikalega í taugarnar á mér.