Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, apríl 13, 2004
 
Ertu þá farin
Ertu þá farin frá mér
Hvar ertu núna
Hvert liggur þín leið

Auður fór sem sagt í morgun til útlandsins. Hún á fyrir höndum sér heillangt ferðalag, um 14 tíma flug til að komast til Salt Lake í Utah í Bandaríkjunum þar sem hún verður á ráðstefnu. Í raun skiptir engu máli hvað hún er að fara að gera, bara að hún verður allt of lengi burtu frá mér! Og ég sem er ennþá soldið myrkfælin og býst yfirleitt við því að innbrotsþjófur bíði eftir mér þegar ég kem ein heim og muni drepa mig. Svo held ég líka alltaf að Auður og reyndar allir aðrir sem ég þekki muni deyja í flugslysi. Báðar hugmyndirnar eru allavega slæmar.

En afmælispartýið á laugardaginn var þrælskemmtilegt, við vorum seinastar út, auðvitað. Við erum reyndar örlítið hissa á að okkur sé boðið í þessi partý hjá poolkennurunum okkar því það virðist sem engum öðrum af nemendunum sé boðið, allavega mæta þeir þá ekki. En við höfnum ekki partýi og okkur var meira að segja boðið í annað partý hjá þeim eftir 2 vikur þar sem við ætlum að byrja á að skoða fullt af myndum frá Íslandi því kona eins kennarans (Henke, sem er heimsmeistari í hjólastóla 8-ball og 9-ball) fór þangað fyrir nokkrum árum. Við hljótum bara að vera svona skemmtilegar.