Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, apríl 10, 2004
 
Ég er í deild í háskólanum sem heitir Department of biochemistry and biophysics. Flestir í deildinni nema structural biochemistry anginn, minn angi, eru staðsettir á sjálfu háskólasvæðinu í forljótri en mjög prakískri byggingu. Við í mínum hóp höfum lengi verið alveg hundfúl yfir því að þurfa að vinna lengst í burtu frá öllum hinum í deildinni því við höfum ýmislegt að sækja til deildarinnar, m.a. fyrirlestra.
En nú erum við guðslifandi fegin að vera ljótu börnin, falin langt í burtu frá öllum hinum. Það er nefnilega einhver eða einhverjir sem hafa undanfarnar vikur unnið ýmis skemmdarverk í deildinni. Það byrjaði á því að einhver setti ólyfjan í mjólkurduftið í kaffivél lífeðlisfræðingana þannig að nokkrir þeirra urðu veikir. Nokkrum dögum eftir að það uppgötvaðist og var tilkynnt til lögreglu hellti einhver rokgjörnu illa lyktandi ógeðsefni á gólfið á skrifstofu eins prófessorsins. Í byrjun síðustu viku var síðan slökkt á kælingunni í tveimur frystiherbergjum (-20°C og -30°C) og einn -80°C fyrstirinn var dreginn úr sambandi þannig að allt þiðnaði. Fyrir þá sem ekki vinna í þessum bransa, þá þýðir það að sýnin þiðna í flestum tilvikum að þau eyðileggjast og ef sýnin eyðileggjast er mjög mikið af vinnunni ónýtt. Á mánudagskvöldið var slökkt á öðrum -80°C fyrsti og á miðvikudagskvöldið gerðist eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað var en við fengum tilkynningu um að enginn mætti vinna eftir klukkan 21 á kvöldin eða fyrir 8 á morgnanna, sumsé útgöngubann (eða inngöngubann). Öryggisgæslan og starfsmenn deildarinnar hafa ekki græna glóru um hver það er sem er ábyrgur en húsakynni deildarinnar eru læst og fólk verður að hafa kort til að komast inn, sem þýðir að skemmdarvargurinn er annað hvort í deildinni eða þá að einhver hleypir honum inn á kvöldin. Rosa duló.