Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, apríl 26, 2004
 
Hérna kemur aðeins rólegri pistill frá mér.
Skrifuðum undir íbúðarsamninginn í seinustu viku. Við erum sem sagt að flytja á Thunbergsgatan 9, 121 37 Johanneshov. Þetta er alls ekki stafsetningarvilla, gatan heitir Thunbergsgatan en ekki Þunbersgatan, bara til að hafa allt á hreinu. Ég er nefnilega alls ekki viss um að okkur bærist póstur sem væri með Þ í stað Th. Okkur leist báðum mun betur á íbúðina í þetta sinn og hlökkum mikið til að fá að hýsa þarna gesti. Árlegu haustgestirnir okkar geta farið að panta sér far því í íbúðinni er hægt að spegla sig hátt og lágt í eina og sama speglinum.
Það eru bara 2 og ½ vika þar til við flytjum. Díses, allt of nálægt. Við byrjuðum því að pakka niður í gær (þ.e. Auður, ég var að vaska upp sem er líka mjög mikilvægt). Sem betur fer eigum við engin ósköp af dóti og svo ætla Hrönn og Georg að hjálpa okkur að bera. Við leigjum sendiferðabíl sem við þurfum síðan að keyra sjálfar, kúlt.

Auður fékk sem sagt að segja upp íbúðinni sem við höfum núna (sem við leigjum af stúdentasamtökunum) þannig að við afhendum hana 15. maí. Konan sem talaði við Auði (sú sama og talaði við mig) sagði að hún hefði ekki treyst mér þegar ég kom og vildi segja upp íbúðinni, ég hefði litið grunsamlega út, ég hefði m.a. brosað of mikið. Halló, síðan hvenær brosi ég það mikið að það er glæpsamlegt!!!! Þessi kona er bara fífl. Og að láta sér detta í hug að segja þetta í stað þess bara að þegja og bera fyrir sig að reglurnar séu svona. Sem gjöf frá stúdentasamtökunum fékk Auður lítinn bækling um hvernig á að þrífa íbúðina, svona tips sem eru engin fjandans tips heldur fyrirskipanir því ef maður þrífur ekki þar sem þeir segja þá þarf maður að borga bætur. Allavega þarf maður að þrífa bókstaflega hátt og lágt. Loftið, veggina, gólfið, undir baðinu (sem er á fótum en ekki svona steypt og einangrað eins og á Íslandi), milli glugganna (Svíar eru með tvöfalda glugga og rimlagardínur á milli, mjög sniðugt), bakvið eldavélina og bakvið ísskápinn. Svo sem allt í lagi nema að við höfum ekki alveg hugmynd um hvernig við eigum að drösla eldavélinni og ísskápnum fram, þar sem bæði tækin eru nýþung og engin leið að ná taki í neitt til að draga þetta fram auk þess sem bæði smellpassa í innréttinguna. Þurfum víst aðeins að hugsa málið.

Í öðrum fréttum: Hann Valtýr okkar í Köben átti afmæli á laugardaginn og Baldur Bragi (mastersnemi hjá Meistara Jóni sem var prófessorinn minn á Íslandi) átti afmæli á fimmtudaginn. Þeir urðu nú álíka gamlir að hluta til; 1 árs og 31 árs. Til hamingju strákar.