Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, apríl 14, 2004
 
Jæja, ég lifði nóttina af og Auður er líka á lífi því hún hringdi í mig í morgun frá hótelinu.

Ég gleymdi alltaf að segja að á miðvikudeginum eftir páska bjó ég til fullt af vatnsdeigsklöttum, annað árið í röð. Þar sem ég nota uppskrift frá mömmu hefði maður getað ímyndað sér að baksturinn gengi betur en vanalega þar sem maður hefur fullan aðgang að uppsprettunni (“the source”). En neeeeei, aldeilis ekki. Ég var orðin langt leidd í samsæriskenningum, að húsmæður gæfu ekki upp nákvæma uppskrift til að aðrir gætu ekki fylgt þeim auðveldlega eftir, svona eins og vísindamenn gera í greinunum sínum. Ekki varð ég beint glaðari þegar Hrönn prófaði síðan helgina eftir og ekkert mál fyrir Jóni Pál.
Hins vegar tókst mér loksins að gera þessar fjandans bollur (3 vikum eftir bolludag), þær voru alveg þrælfínar í útliti, þrívíðar og allt og góðar á bragðið. Ég vissi að ég gæti þetta, þó það væri ekki fyrr en í 7. skiptið. Ætli málið sé ekki bara að fylgja uppskriftunum nákvæmlega :)

Já og fyrst ég minntist á Jón Pál. Þegar við Auður vorum á Íslandi um jólin þá fórum við á Þorláksmessu á Pizza Hut eins og við ræddum hérna um daginn (fyrir tæpum 4 mánuðum). Með í för voru pabbi og Haukur, Össi (maður Kötu frænku) og hans börn, Bella og Gilli. Eitthvað varð okkur Auði á að segja “ekkert mál fyrir Jón Pál”, svona eins og maður gerir, eða það héldum við. Það er samt kannski ekkert venjulegt fólk sem segir þetta heldur gamalt fólk því krakkarnir (Bella og Gilli) komu lengst ofan af fjöllum þegar við sögðum þetta. Ég get svo svarið það, okkur Auði hefur nú liðið aðeins eldra eftir þetta. En er það satt, þekkja krakkar undir 18 ára ekki til þessa orðatiltækis!!!