Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, apríl 22, 2004
Mjög stutt um þetta útlendingafrumvarp. Ætla ekki að tjá mig rosalega mikið þar sem ég veit ekki nógu mikið um málið en Halló! Hvert er vandamálið? Það er ekki eins og fólk liggi á dyrabjöllunni hjá útlendingaeftirlitinu til að komast inn í landið. Hver vill búa á pínulítilli rokrassgatseyju þar sem aldrei er gott veður, allir bæir eru bölvuð krummaskuð, enginn talar við þá sem ekki tilheyra fjölskyldu eða nánasta vinahóp nema eftir 4 bjóra (og þá oft á nótunum “mig hefur alltaf langað til að sofa hjá svartri”), þeir sem ekki tala tungumál innfæddra fullkomlega geta bara átt von á vinnu sem er langtum verri en það sem menntun þeirra og reynsla bíður upp á og þar sem tungumálið er þar að auki ómögulegt að læra. Að flytja til Íslands er eins og að flytja til Grænlands eða Færeyja. Við erum tæplega þrjúhundrað þúsund. Þrjúhundrað þúsund, pælum aðeins í þessu. Við þurfum fleira fært fólk í samfélagið til að geta færst fram á við. Það gengur ekki að byggja afkomum heillar þjóðar þó lítil sé á einum atvinnuvegi. Við þurfum nýjar leiðir og nýja möguleika. Málamyndunarhjónabönd myass! Það hefur kannski gerst þrisvar á þrjátíuárum á Íslandi og þá í einhverjum öfgatilfellum þar sem útlendingurinn á nákomna á íslandi sem hann vill vera nálægt en getur ekki gifst. Fólk vill ekkert flytja til Ísland, ekki einu sinni þeir sem hafa verið ofsóttir í sundursprengdum austurevrópuríkjum vilja vera á Íslandi. Því miður. Ísland er frábært, best í heimi en við verðum að taka hausinn út úr rassinum á okkur og gera okkur grein fyrir að við erum bara þrjú hundrað þúsund með þá skoðun. Það alvarlegasta í þessu frumvarpi er heimild lögreglunnar til að riðjast inn til fólks án dómsúrskurðar ef það liggur undir grun um málamyndunarhjónaband. Síðan hvenær var það að giftast útlendingi til að veita honum Íslenskan ríkisborgararétt (eða það að giftast til að fá landvistarleyfi) meiri glæpur en morð, fíknefnaviðskipti og fjársvik, þar sem lögreglan þarf dómsúrskurð fyrst til að gera húsleit hjá fólki? Reyndar er það afar undarlegt líka að gera atvinnurekendur sem nýta sér pappírslausa innflytjendur til að vinna illa borguð skítastörf sem enginn annar vill, stikkfrí. Og btw, það dettur engum í hug að Ísfirðingar séu almennt verra fólk ef Ísfirðingur verður Reykvíkingi að bana í sambandi við einhver miður heiðarleg viðskipti. Það eru enginn rök fyrir því að dæma sex milljarða útlendinga sem glæpamenn af því að nokkrir, í samstarfi við Íslendinga, reyndu að flytja hingað fíkniefni. Ég nenni ekki einu sinni að tala um það að útlendingar steli vinnunni frá Íslendingum, það er svo heimskulegt. Ef útlendingur utan evrópusambandsins er búin að redda sér vinnu á Íslandi þarf fyrst að bjóða hana örðum Íslendingum og atvinnurekandinn þarf að færa góð rök fyrir því af hverju hann vill ráða útlendinginn frekar en Íslending. Ef hann getur það ekki missir útlendingurinn vinnuna. The take home message: Ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn einu sinni enn, fíflin ykkar! |