Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, apríl 23, 2004
 
Óréttlæti heimsins, hluti tólf.

Ég var alveg sjóðandi í gær. Fyrst lísti enn einn karlkyns vinur minn frati á femínista enn einu sinni en sem betur fer var ég upptekin í vinnunni svo ég hafði ekki tíma til að skrifa enn einu sinni pirringspistil um jafnrétti og baráttu fyrir því. Það er ástæða fyrir því að kvenkyns ungabörn eru send heim af fæðingardeildinni með bleikar húfur. Ræddi jafnréttismál við hommahatarann sem vinnur með mér um daginn en hann er sannfærður um það að á kynjunum sé sá grundvallarmunur sem réttlæti t.d. launamismun og val karla í ábyrgðarstöður. Hann gat samt ekki nefnt nein dæmi um störf sem konur gætu ekki unnið, nema það að bera áburðarpoka. Hvað er svona merkilegt við það?
Síðan fékk ég tímaritið “Kom ut” sent heim í gær sem er fréttablað samtakanna hér. Þar las ég grein sem varð til þess að ég sauð aftur upp úr. Nú á að leyfa lesbískum konum í staðfestri samvist Svíþjóð að fá gjafasæði á sjúkrahúsi og barnið sem fæðist í kjölfarið verður sjálfkrafa löglegt barn móður sinnar, þ.e. þeirra sem ekki fæðir það. Jíbbíjei hugsaði ég náttúrulega, loksins loksins. En það var auðvita ekki svo gott. Konur í staðfestri samvist hafa lægri forgang að gjafasæði en heterópakkspör þannig að þær þurfa að bíða miklu lengur eftir sæði en heterópakkið. M.v. kerfið hér í svíþjóð þar sem ég þurfti að bíða í fjóra mánuði eftir að láta taka fæðingarblett, þrátt fyrir tilvísun frá heimilislækni, verður þetta líklega til þess að lesbískar konur þurfa að bíða í einhver ár eftir sæðinu. Þá eiga þær orðið enn erfiðara með að eignast börn og þar sem þær geta bara fengið að reyna þrisvar er þetta nokkuð vonlaust. Rökin fyrir lægri forgangi eru að lesbíur eru ekki haldnar neinum sjúkdómi sem gerir það að verkum að þær geta ekki eignast börn saman. Það er nefnilega það. Ef mínar heimildir eru réttar þá er heldur ekkert að 1/3 þeirra para sem leita sér hjálpar við barnleysi, þau einfaldlega geta ekki eignast börn saman og það er ekki hægt að útskýra það á neinn annan hátt. Ekki er þeim hent aftast í röðina og sagt; “Tja, þú hefur val, finndu þér einhvern annan til að eignast börn með.” Við þurfum svo auðvita ekki að velta því neitt fyrir okkur hversu framarlega í röðina kona í staðfestri samvist sem vegna einhvers sjúkdóms á erfitt með að eignast börn, kemst. Ekki neitt framar.
Raunveruleg ástæða fyrir forgangsröðuninni er auðvita sú að stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfsfólk er með nákvæmlega sömu skoðun og flestir aðrir í samfélaginu: “Ég er ekkert á móti samkynhneigðum, þeir mega sko alveg gifta sig” (frjálslyndisandvarp) “en það er ekki heppilegt fyrir börn að alast upp hjá tveimur konum/körlum” (áhyggjusvipur). Sem er búllsjitt sem ég nenni ekki einu sinni að ræða. Samtökin NARTH (national association for the research and treatment og homosexuallity) geta ekki einu sinni snúið rannsóknarniðurstöðum um börn samkynhneigðra sér í hag og þurfa að grípa til meðaltala um sjálfsvíg, geðsjúkdóma og fíkniefnanotkun meðal samkynhneigðra almennt til að reyna að sýna að samkynhneigðir foreldrar séu verri. Eini mælanlegi munurinn á börnum samkynhneigðra og ósamkynhneigðra er að börn samkynhneigðra hafa frekar prófað að sofa hjá sama kyni. Sem er reyndar stór mínus í augum NARTH.
Það að börnin verði síðan sjálfkrafa börn móður sinnar, að frumættleiðing þurfi ekki að fara fram er auðvita líka skilyrðum og útúrsnúningum háð. Það gerist bara ef hægt er að sanna að barnið hafi komið undir á Sjúkrahúsi Svíþjóðar og hvergi annars staðar. Konur sem leita sér hjálpar hjá útlenskum sæðisbönkum eða fá sæði frá vini sínum þurfa að sækja um frumættleiðingu eftir að barnið er fætt. Það gildir auðvita ekki um heterópakk; eignist gift kona barn er það bara sjálfkrafa barn mannsins hennar, hvaðan sem hún fékk sæðið. Pappírsvinnan í kringum frumættleiðingar er auðvitað í ætt við Ástrík og þrautirnar tólf, og krakkinn búin að vera til í marga mánuði ef ekki ár þegar hann er loksins barn beggja foreldra sinna. Grrrrrr........
Skilaboðin eru sumsé þessi. Við sjáum að það er smá óréttlátt að þið sem borgið jafnmikin skatt til samfélagsins fáið ekki það sama frá samfélaginu og aðrir en af því að við erum fordómafull svín ætlum við að gera ykkur eins erfitt fyrir og frekast er unnt að nýta ykkur þá þjónustu sem aðrir hafa fullan rétt til.