Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, júní 29, 2004
 
Jéminn eini. Núna erum við búnar að vera í Danmörku í 5 daga og ekki fengið neinn lit enda sólin varla látið sjá sig. Í staðinn fáum við bara rigningu og ský sem þýðir að við höngum bara inni. Við fórum þó í sumarbústað um helgina sem var þrælfínt enda afskaplega fallegt úti á landi.
Verkefni dagsins er að búa til súkkulaðimús því okkur er boðið í mat til nágranna Hlínar og Bigga, þeirra Jóns og Ölmu. Fáum grillað íslenskt lambalæri og íslenskan reyktan lax.

Annars var ég að opna fyrir myndir sem ég steingleymdi í hálft ár, þetta eru nefnilega jólamyndir frá pabba: Jólamyndir 2003. Svo eru hérna jólamyndir frá okkur.

Og Lotta Skotta átti afmæli í gær, víííí, til hamingju stóra stelpa með að vera orðin 22.


fimmtudagur, júní 24, 2004
 
Erum farnar til Köben! Jibbi! Setjum isl simann inn her fljotlega (vitum ekki alveg numerid). Hlokkum til ad sja alla!


þriðjudagur, júní 22, 2004
 
Í gær fór Emelía og talaði við tæfuna á fyrstu hæðinni. Hún er bitur og furðuleg og virðist ekki eiga neina vini, nema strákinn sem við leigjum af. Hún vill sumsé ekki ræða við okkur ef einhver sambúðarvandamál koma upp, heldur við strákfíflið. Hann lætur eins og við höfum spreiað klíkumerkið okkar á stigaganginn, brotið alla gluggana þar og pissað síðan yfir útidyramottuna. Hann hafði aldrei upplifað partý sem stendur lengur en til ellefu (hann sagði það í alvöru) og ef að grannkonan okkar heyrði í okkur aftur eftir ellefu yrði leigunni sagt upp. Það mætti halda að þetta væri 30. partýið okkar en ekki fyrsta og að við hefðum verið að spila graðhestarokk á hæsta en ekki að spjalla og hlægja (reyndar sumir hærra en aðrir). Djísös. Við vorum að vonast til að þurfa ekki að flytja eftir ár því það er hundleiðinlegt að flytja en nú hlökkum við til 30. janúar þegar við segjum upp þessari ljótu íbúð. Bitra og leiðinlega fertuga kellingin á fyrstu hæðinni var skilningsríkari en 25 ára wannabe þungarokkarinn sem við legjum af. Hún virtist vita að annað fólk hefði hneigð til skemmtana sem dragast á langinn, þó hún vilji ekki sjá það nálægt sér og opna kattarglugganum sínum en hann gat bara ekki séð þetta fyrir sér gerast.
Sem betur fer höfum við ekki haldið partý í Fruängen eins oft og eins hávær og á Íslandi (aðalega af því að hér þekkjum við eiginlega engan) þannig að við lifum nú alveg af að taka því rólega á næstunni.


mánudagur, júní 21, 2004
 
Á laugardaginn héldum við innflutningsteiti í nýju íbúðinni. Buðum ekkert rosalega mörgum en flestir gátu komið. Auður bjó til alveg fullt af snittum sem voru alveg hrikalega góðar og ofsalega flottar. Hún Auður mín er svo rosalega klár í eldhúsinu enda reyni ég sjaldnast að hindra hana í að búa til eitthvað gott handa mér.
Við fengum fullt af gjöfum: tvo pastadiska, diskamottur og servéttur frá poolfélögunum; pottahanska og servéttur frá Míu; og alls konar ílát (fyrir snakk, nammi, sallat, ofnrétt, sykurkar og mjólkurkönnu) frá öllum Íslendingunum. Við erum ofsalega ánægðar með allt saman en erum í smá skápaplássvandræðum strax :)

Allt gékk friðsamlega fyrir sig, bara verið að spila tónlist og kjafta og svo byrjað að spila teningadrykkjuleikinn. Er þá ekki bankað hjá okkur um miðnætti og ég fer til dyra. Þar stendur dökkhærð, krullhærð kona sem hafði ekki fyrir því að kynna sig heldur byrjaði strax á að segja að það væri hávaði frá okkur. Ég sagði að sjálfsögðu að ég myndi reyna að lækka. Hún var eitthvað ekki nógu ánægð með það og krafðist að við myndum slökkva á tónlistinni því hún væri sko að fara að vinna daginn eftir. Ég var svo hissa á þessu að ég sagði ekkert. Þá skellti hún framan í mig að við hefðum líka verið með partý um seinustu helgi. Ég leiðrétti það því þetta er okkar fyrsta partý í húsinu og þá fór hún.

Við Auður vissum ekkert hvar þessi kona bjó. Sá við hægra megin við okkur er á elliheimili og sá fyrir neðan okkur hefur haft tvö partý síðan að við fluttum inn og ætti því ekki að vera að kvarta. Fræðilega ættu ekki aðrir en sá vinstra megin að heyra í okkur, nema þegar það er opið út á svalir.

Parýið var til tæplega 3 og konan lét ekki sjá sig aftur og héldum við þá bara að allt hefði verið í lagi. En neeeei, kellingardruslan hringi alla nóttina í strákinn sem við leigum af (Daníel). Næst ætlar hún að hringja í húsvörðinn og þá verður leigusamningnum sagt upp, eða það segir hún. Ég hef nú engar áhyggjur, það getur ekki verið svo auðvelt að henda fólki út og sérstaklega ekki fyrir eitthvað svona lítilvægt. Í Fruängen vorum við með frekar hávær partý og alveg til 5 um nóttina og aldrei kom nokkur maður og kvartaði.
Djöfull er gaman að eiga svona nágranna, svona vælukjóa og aumingja. Ég fattaði ekki fyrr en daginn eftir að ég hefði átt að láta hana hafa tvo eyrnatappa þegar hún fór.
Og við vitum sem sagt núna að konan býr á fyrstu hæð, tveimur hæðum fyrir neðan okkur og skiljum við ekkert í því hvernig í ósköpunum hún heyrði svona vel í okkur.


föstudagur, júní 18, 2004
 
Veiktist á helvítis ráðstefnunni og þurfti að vera heima einn og hálfan dag. Tapaði allt of miklum tíma á því í vinnunni og næ því kannski ekki að klára það sem ég vildi klára :(

Ég og þrjú önnur úr vinnunni erum með bókaklúbb og við héldum fyrsta fundinn á miðvikudagskvöldið. Við töluðum um bók sem heitir mina drömmars stad og fjallar um verkafólk á síðari hluta 19. aldar í stokkhólmi. Bókaklúbburinn klofnaði í áliti sínu á bókinni, en þó voru allir aðilar sammála um að hún væri svolítið ferköntuð og barnaleg. Næst ætlum við að lesa hundrað ára einsemd og ég ætla að lesa hana á íslensku. hlakka ýkt til.

Í kvöld erum við að fara í partý hjá stelpu sem var með mér í bekk í fyrra. Partýið byrjar klukkan sjö eins og öll almennileg partý og ég býst við að það verði bara horft á fótbolta því í kvöld spilar Svíþjóð á móti Tottílausum ítölum. Við Emelía ætlum að vera bara stutt svo við getum verið sæmilega hressar á morgun.


miðvikudagur, júní 16, 2004
 
Er veik og farin heim. Komnar nyjar myndir fra stokkholmi, ma nyja ibudin. Sja her


fimmtudagur, júní 10, 2004
 
Ég er búin að vera þvílíkt upptekin í vinnunni þessa vikuna. Ég er að reyna að klára ýmislegt fyrir sumarfrí og það gengur ekkert of vel. Þar að auki er ég að fara á ráðstefnu á morgun þar sem ég á að vera með poster sem er btw ljotur og óáhugaverður. Svo höfum við Emelía hjólað í vinnuna alla þessa viku þannig að við höfum rétt svo haft orku til að borða og halda Harry Potter uppi til að lesa þegar við komum heim.

Í kvöld ætlum við að fara út að borða á sæmilega fínum stað og sidan ad sja Harry Potter 3! jei! Það er að vísu rigning og við þurfum að hjóla um bæinn en það verður bara að hafa sig. Við erum líka sætar niðurringdar.

Ráðstefnan sem ég er að fara á er hér við eitthvert vatn ekki svo langt frá stokkhólmi og þar er víst voða fallegt. Næstum allur hópurinn minn fer og síðan verður þessi skemmtilegi borðherra minn úr útskriftarveislunni um daginn. Þetta er víst mest afslöppun og fyllerí en vona að það verði eitthvað áhugavert líka.

Er farin út í rigninguna,
24 óver and át
Sauður


mánudagur, júní 07, 2004
 
Ahhh, núna er sumarið sko heldur betur komið. Helgin var þvílíkt sólrík og við komnar með aðeins fleiri freknur. Við vorum þvílíkt duglegar á laugardaginn. Hringdum í Georg og báðum hann að baka handa okkur pönnukökur sem við áttum inni, við æltuðum nefnilega að hjóla til hans. Lestarkortin okkar Auðar runnu út um helgina og við vorum búnar að ákveða að hjóla í vinnuna þar til við færum í sumarfrí sem er bara eftir 2 og hálfa viku. Það var því alvega kjörið að æfa sig einu sinni, hvaða leið maður á nú að taka og svoleiðis þar sem Hrönn og Georg eiga heima á Universitet svæðinu (við Auður vinnum á Universitet svæðinu).

Hérna í Stokkhólmi er nokkuð vel hugsað um hjólandi fólk, það er allavega oft gert ráð fyrir því að þetta fólk þurfi smá pláss til að hjóla og eru því fullt af hjólastígum. Ökumenn eru líka vingjarnlegir og hleypa manni yfir göturnar.
Það var því svo sem ekki svo mikið mál að hjóla nema að því leyti að leiðin er nú soldið löng, tók okkur 1 klst og 10 mín alla leið til Georgs. Við töfðumst reyndar aðeins vegna fólksfjöldans í miðbænum því Stokkhólms maraþon var í fullum gangi og svo villtumst við líka örlítið. Eftir allt þetta voru ljúffengar pönnukökur kærkomnar. V.þ.a. það er bannað að fara með hjól í lestarnar hérna þá er eins gott að vera nógu ákveðinn í því að ætla að hjóla þegar maður fer af stað því annars verður maður að skilja hjólið eftir einhvers staðar.

Stoppuðum ekki mjög lengi hjá Georg því við vorum boðnar í innflutningspartý hjá Míu, finnsku djammvinkonu okkar. Við hjóluðum að sjálf sögðu ekki þangað. Þarna var þrusugaman, full af stelpum og fæstar sænskar. Þar sem húsráðandi (Karin, Mía leigir hjá henni) vann á Íslandi sumarið 1996 þá vildum við endilega sjá myndir. Hún var auðvitað himinlifandi því eins enginn annar hefur áhuga á að kíkja á myndirnar.
Þetta var almennilegt partý sem byrjaði ekki of snemma og var frekar seint á sænskum mælikvarða, til tæplega 3 sem þýddi að við náðum lestunum heim.

Á leiðinni frá Míu varð ég fyrir frábærri upplifun. Það er alveg mögulegt að ég hafi hitt núverandi uppáhalds dýrið mitt. Undanfarið hefur það verið íkorni en á laugardagsnóttina benti Auður mér á dýr í runna og byrjaði ég auðvitað strax að elta það. Þegar ég náði því þá sá ég að þetta var broddgöltur (man reyndar ekki hvort Auður var búin að segja mér að þetta væri broddgöltur og þess vegna hafi ég stokkið af stað). Ég strauk einu sinni yfir broddana og var það allt í lagi en svo fékk ég þá snilldar hugmynd að taka hann upp. Ég efa að broddgölturinn sé jafn hrifinn af mér og ég af honum því ég er með lítil stungusár á þremur fingrum sem ég átti reyndar fyllilega skilið. Ég er þegar áköf í að finna annan broddgölt því Auður sagði mér að þegar hún var í Danmörku þegar hún var lítil (10 ára) þá fékk hún að klappa broddgelti sem bjó í garðinum hjá einhverju fólki. Þetta snýst víst um að þegar broddgölturinn treystir manni þá finnst þeim ekkert mál að leyfa fólki að klappa sér, þeim finnst það víst ofsalega gott. Þá er bara málið að láta þá treysta sér :)

Á sunnudeginum gerðum við að sjálfsögðu ekki mikið. Sóluðum okkur smá og lásum. Ég er komin langleiðina með sænska Harry Potter, les hraðar því meira spennandi sem bókin verður.
Strákurinn sem við leigjum íbúðina af kom með borvélina sína og hengdi upp nýju gardínurnar okkar í svefnherberginu. Þær eru dökkbláar og þykkar og halda nánast öllu ljósi frá. Núna er algjör draumur að sofa þarna og íbúðin tilbúin fyrir innflutningspartýið.


föstudagur, júní 04, 2004
 
Vil benda öllum á fína pistilinn hans Kalla um forsetann og fjölmiðlafrumvarpið. Persónulega hef ég alltaf sagt að forseti eigi að skrifa undir öll lög sem frá alþingi koma, hann er kosin til þess að vera andlit þjóðarinnar út á við en ekki til þess að ákveða hvaða lög taka gildi. Mér hefur fundist að þessi smuga um að forsetin geti neitað að skrifa undir lög sé bara til staðar til þess að þjóðin eigi sér einhverja von ef fókið sem það hefur kosið til alþingis tapar sér gjörsamlega. Til dæmis ef að einn maður stjórnar meirihluta þingmanna og hans hagsmunir og vina hans fara að skipta meira máli en heill þjóðarinnar og að hann nýti sér alþingi til að koma óvinum sínum í vandræði. Bara svona sem dæmi.

Annars finnst mér að við eigum að hafa fjölmiðlalöggjöf í einhverju formi þannig að t.d. norðuljósahlussan geti ekki keypt upp og breytt öllum nýskapandi útvarpsstöðvum sem hlustandi er á í steríla færibandasíbylju, eins og þeir gerðu. En fyrr má nú rota en dauðrota B(J)ónus.


miðvikudagur, júní 02, 2004
 
Þetta er nú meira druslubloggið sem enginn nennir að skrifa á....

Jæja, á föstudaginn var þessi útskriftarveisla hjá vinnufélaga mínum. Vörnin gekk bara ágætlega þó andmælandinn hafi komið með fullt af asnalega basikk spurningum sem doktorsneminn gat ekki alveg svarað. Veislan var haldin á háskólasvæðinu en minn hópur er svo leiðinlegur að við erum geymd í 20 mín göngufæri. Við vorum nokkur sem vorum nógu dugleg til að mæta í vinnuna fyrir vörnina sem var klukkan tvö og rölta okkur síðan yfir með sparifötin.
Strax eftir vörnina sem tók næstum þrjá tíma var fordrykkur og síðan veisla þannig að við höfðum ekki mikin tíma til að gera okkur sæt en hlupum strax inn á klósett til að skipta um föt. Ég byrjaði á að fara úr ljótu vinnufötunum og setja á mig smá vellyktandi og teygði mig síðan í herðatréð með dragtinni minni til að sækja buxurnar sem áttu að hanga undir jakkanum. Þær voru horfnar! ég leitaði um allt á klósettinu og fór síðan inn í herbergið þar sem við geymdum fötin okkar og fann ekkert. Ég hljóp eins og hauslaus hæna sem hefur týnt buxunum sínum um allan háskólann og fann ekki neitt, spurði alla með örvæntingarfullum svip hvort þau hefðu séð einmana buxur einhverstaðar en fékk bara neikvæð svor. Mér datt nefnilega helst í hug að buxurnar hefðu runnið af herðatrénu einhversstaðar á leiðinni án þess að ég hefði tekið eftir og ákvað því að labba alla leiðina til baka á labið okkar og athuga hvort ég sæi þær í vegarkanti einhverstaðar, krumpaðar, moldugar og rifnar. Ég var komin næstum alla leið til baka og var næstum farin að grenja þegar ég sá buxurnar mínar hangandi á girðingu við strætóstoppistöð, rennisléttar, heilar og hreinar. Ég hoppaði hæð mína í fullum herklæðum af gleði og þakklæti til svíana sem höfðu hirt buxurnar mínar upp úr jörðinni og hengt þær þarna á staur. Þeir eru nefnilega alls ekki svo slæmir, greyin. Nema við ákveðum að þetta hafi verið innflytjandi.....

Veislan var vel heppnuð og skemmtileg, borðherrann minn var svona líka rosalega klár og hress, enda strúktúrlífefnafræðingur og sagan um buxnahvarfið gladdi marga. Samt var bara ein samstarfskona mín sem þorði að hlægja eins og hross þegar ég sagðist hafa týnt buxunum mínum, hinir vildu víst ekki særa tilfinningar mínar, þessar elskur.

Fór síðust úr veislunni eins og venjulega og tók strætó heim í nýja hverfið mitt. Því miður stoppaði strætó ekki á sama stað og lestinn og ég rataði ekki heim. Vafraði um hverfið í lengri tíma þegar ég loksins sá hús sem ég kannaðist við frá eina kvöldgöngutúrnum okkar Emelíu og þaðan komst ég heim, sárfætt og smá hrædd en í buxunum mínum.