Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
miðvikudagur, júní 02, 2004
Þetta er nú meira druslubloggið sem enginn nennir að skrifa á.... Jæja, á föstudaginn var þessi útskriftarveisla hjá vinnufélaga mínum. Vörnin gekk bara ágætlega þó andmælandinn hafi komið með fullt af asnalega basikk spurningum sem doktorsneminn gat ekki alveg svarað. Veislan var haldin á háskólasvæðinu en minn hópur er svo leiðinlegur að við erum geymd í 20 mín göngufæri. Við vorum nokkur sem vorum nógu dugleg til að mæta í vinnuna fyrir vörnina sem var klukkan tvö og rölta okkur síðan yfir með sparifötin. Strax eftir vörnina sem tók næstum þrjá tíma var fordrykkur og síðan veisla þannig að við höfðum ekki mikin tíma til að gera okkur sæt en hlupum strax inn á klósett til að skipta um föt. Ég byrjaði á að fara úr ljótu vinnufötunum og setja á mig smá vellyktandi og teygði mig síðan í herðatréð með dragtinni minni til að sækja buxurnar sem áttu að hanga undir jakkanum. Þær voru horfnar! ég leitaði um allt á klósettinu og fór síðan inn í herbergið þar sem við geymdum fötin okkar og fann ekkert. Ég hljóp eins og hauslaus hæna sem hefur týnt buxunum sínum um allan háskólann og fann ekki neitt, spurði alla með örvæntingarfullum svip hvort þau hefðu séð einmana buxur einhverstaðar en fékk bara neikvæð svor. Mér datt nefnilega helst í hug að buxurnar hefðu runnið af herðatrénu einhversstaðar á leiðinni án þess að ég hefði tekið eftir og ákvað því að labba alla leiðina til baka á labið okkar og athuga hvort ég sæi þær í vegarkanti einhverstaðar, krumpaðar, moldugar og rifnar. Ég var komin næstum alla leið til baka og var næstum farin að grenja þegar ég sá buxurnar mínar hangandi á girðingu við strætóstoppistöð, rennisléttar, heilar og hreinar. Ég hoppaði hæð mína í fullum herklæðum af gleði og þakklæti til svíana sem höfðu hirt buxurnar mínar upp úr jörðinni og hengt þær þarna á staur. Þeir eru nefnilega alls ekki svo slæmir, greyin. Nema við ákveðum að þetta hafi verið innflytjandi..... Veislan var vel heppnuð og skemmtileg, borðherrann minn var svona líka rosalega klár og hress, enda strúktúrlífefnafræðingur og sagan um buxnahvarfið gladdi marga. Samt var bara ein samstarfskona mín sem þorði að hlægja eins og hross þegar ég sagðist hafa týnt buxunum mínum, hinir vildu víst ekki særa tilfinningar mínar, þessar elskur. Fór síðust úr veislunni eins og venjulega og tók strætó heim í nýja hverfið mitt. Því miður stoppaði strætó ekki á sama stað og lestinn og ég rataði ekki heim. Vafraði um hverfið í lengri tíma þegar ég loksins sá hús sem ég kannaðist við frá eina kvöldgöngutúrnum okkar Emelíu og þaðan komst ég heim, sárfætt og smá hrædd en í buxunum mínum. |