Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, júní 29, 2004
 
Jéminn eini. Núna erum við búnar að vera í Danmörku í 5 daga og ekki fengið neinn lit enda sólin varla látið sjá sig. Í staðinn fáum við bara rigningu og ský sem þýðir að við höngum bara inni. Við fórum þó í sumarbústað um helgina sem var þrælfínt enda afskaplega fallegt úti á landi.
Verkefni dagsins er að búa til súkkulaðimús því okkur er boðið í mat til nágranna Hlínar og Bigga, þeirra Jóns og Ölmu. Fáum grillað íslenskt lambalæri og íslenskan reyktan lax.

Annars var ég að opna fyrir myndir sem ég steingleymdi í hálft ár, þetta eru nefnilega jólamyndir frá pabba: Jólamyndir 2003. Svo eru hérna jólamyndir frá okkur.

Og Lotta Skotta átti afmæli í gær, víííí, til hamingju stóra stelpa með að vera orðin 22.