Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
föstudagur, júní 04, 2004
Vil benda öllum á fína pistilinn hans Kalla um forsetann og fjölmiðlafrumvarpið. Persónulega hef ég alltaf sagt að forseti eigi að skrifa undir öll lög sem frá alþingi koma, hann er kosin til þess að vera andlit þjóðarinnar út á við en ekki til þess að ákveða hvaða lög taka gildi. Mér hefur fundist að þessi smuga um að forsetin geti neitað að skrifa undir lög sé bara til staðar til þess að þjóðin eigi sér einhverja von ef fókið sem það hefur kosið til alþingis tapar sér gjörsamlega. Til dæmis ef að einn maður stjórnar meirihluta þingmanna og hans hagsmunir og vina hans fara að skipta meira máli en heill þjóðarinnar og að hann nýti sér alþingi til að koma óvinum sínum í vandræði. Bara svona sem dæmi. Annars finnst mér að við eigum að hafa fjölmiðlalöggjöf í einhverju formi þannig að t.d. norðuljósahlussan geti ekki keypt upp og breytt öllum nýskapandi útvarpsstöðvum sem hlustandi er á í steríla færibandasíbylju, eins og þeir gerðu. En fyrr má nú rota en dauðrota B(J)ónus. |