Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, ágúst 30, 2004
 
Um helgina fór ég með spænskri stelpu sem er að vinna með mér að kaupa skó. Fann rosa fína í skopunkten sem sum ykkar kannast við, á 2500 ISK. Veðrið hér er enn mjög gott þannig að það var mjög skemmtilegt að labba í bænum og versla, kíkja á kaffi hús og spjalla og þannig. Emelía var heima alla helgina að læra, þessi duglega elska. Ég gerði nú mitt besta til að trufla hana og mútaði henni með friends. Það virkaði upp að vissu marki. Mútaði henni líka með vöfflum í gær og þá náði ég henni frá tölvunni í góða stund. Á morgun ætla ég að hjálpa henni eitthvað með pósterinn, þó mér hafi sýnst á öllu í morgun að hún þyrfti nú ekki á neinni hjálp að halda.
Þessa vikuna er ég að kenna sænskum krakkafíflum. Nenni því alls ekki en þar sem ég fæ fullt af pening fyrir þetta læt ég mig hafa það. Get ekki gert neinar tilraunir á meðan L


föstudagur, ágúst 27, 2004
 
Ég var búin að lofa að reyna að vera jákvæðari gagnvart Svíunum og hætta að kveina yfir þeim en ég verð að segja bara eina litla kaffistofusögu enn. Þannig var að konan sem er að hjálpa mér með allt frumulíffræðidótið sem ég kann ekkert í, tók strætó í gær í rigningunni. Hún var með regnhlíf og þurfti að hlaupa á eftir strætó þannig að hún var ekki búin að spenna regnhlífina fullkomlega niður þegar hún kom inn í strætóinn og af regnhlífinni skvettist einn dropi á handlegg bílstjórans og tveir á borðið hans. Hann hnussaði og var yfir sig hneykslaður og hún bað hann afsökunar og fór að leita að strætókortinu sínu. Við það hristist hálfniðurspennda regnhlífin og annar dropi lenti á bílstjóranum. Hann fussaði og sveiaði og sagði “Ursäkta kannske en gång men inte två gånger!” sem útleggst “Þetta var mögulega afsakanlegt einu sinni, en tvisvar!” Þessa sögu sagði hún á kaffistofunni og út frá því spunnust miklar umræður um geðvonda og geðgóða strætóbílstjóra. Úthverfamamman með fullkomnunaráráttuna sagði frá manni í úthverfinu sínu, Nacka-Tyresö, sem fékk strætisvagnabístjórarósina fyrir nokkrum mánuðum, en það eru verðlaun sem farþegar veita einstaklega geðprúðum bísltjórum. Þessi fékk verðlaunin fyrir það að hann er vanur að stjórna fjöldasöng með farþegunum á leiðinni, sem var eitthvað sem allir á kaffistofunni nema íslendingurinn, voru sammála um að væri alveg makalaust frábært og skemmtilegt. Það væri bara óskandi að það væru fleiri eins og þessi bílstjóri, fannst þeim.


fimmtudagur, ágúst 26, 2004
 
Hér er skammt stórra högga á milli. Í gær fengum við alvöru sænskan rafmangnsreikning fyrir notkunina þau tæpu tvö ár sem við bjuggum i Fruängen. Fyrir ári fengum við reikning fyrir línuna og gerðum þvílíkt grín að svíunum fyrir að vera sínöldrandi yfir rafmagnsverði sem er jafnvel lægra en heima. En það var auðvita bara hállf sagan og nú skuldum við rafmagnsveitunni 30. þús ISK. (skil ekki af hverju þeir vilja fá thetta í íslenskum krónum;). Þannig í næsta mánuði þurfum við að borga reikninga upp á 200 þús, LÍN og rafmang. Rosalega er ég orðin fullorðin.

Annars er ég að reyna að sleppa við að borga LÍN eftir ábendingu frá Snævar um að ég ætti að geta frestað afborgunum af því að ég er í námi og það ættu ekki að vera vextir af því á meðan. Er að vinna í málinu, vona að það takist.


þriðjudagur, ágúst 24, 2004
 
Big Fish
Um helgina gerdum vid ekki neitt frekar en venjulega. Hrönn kom a föstudagskvöldid og vid grilludum rosa godan kjulla og spiludum sidan skrabble. Aegilega villtar. Vid thrifum ibudina og thvodum allan thvott a laugardaginn, vorum alveg svakalega duglegar. I verdlaun fengum vid ad horfa a biomyndina Big fish, sem er alveg storgod. Maelum eindregid med henni, amk fyrir alla tha sem enn geta hlegid ad lygasogum.

I odrum frettum er ad Emelia fer eftir eina og halfa viku til prag og kemur ekki aftur fyrr en niu dogum seinna. Their sem hafa ahuga a ad brjotast inn til okkar er bent a ad gera thad tha, thvi tha tharf bara ad rada nidurlogum eins kvenmans en ekki tveggja.

Olympiuleikarnir
Sviar eru alveg yfir sig anaegdir med arangur sinn a olympiuleikunum, eru bunir ad vinna 3 gull i frjalsum og margir sviar hafa komst alla leidinna i bronsbarattu (en tapad). I gaer var keppt i tugthraut, thar sem Jon Arnar var ad keppa og thulirnir her toku langan tima i ad gera grin ad honum. Helv. fifl. Sogdu ad tho hann hefdi einu sinni fengid brons a einhverju moti tha vaeri hann thekktastur fyrir ad haetta keppni. Ekki thad ad sviar hafi verid med einhvern keppanda i tugthraut karla, theim fannst their greinilega hafa efni a thvi ad gera grin ad odrum.

Midad vid hofdatolu
A somu notum, tha er samdoktorsnemi minn her stundum ad feika ahuga a Islandi. Hun horfdi a opnunarathofn olympiuleikanna og sa thar lid islands. Hun hugsadi med ser ad af thvi ad Islendingar eru 30x faerri en Sviar ad tha hlyti eg ad thekkja einhvern i islenska lidinu og spurdi mig audvita strax a manudaginn hvort svo vaeri. Eg sagdi ad thad vaeri sjens ad eg kannadist vid einhverja sem hefdu verid med mer i skola eda svoleidis, en annars vaeri okkar sigursaga a olimpiuleikunum ekki mjog long. Vid hefdum fengid brons i Sydney og thar a undan hefdum vid unnid eitthvad adur en eg faeddist. Og tha maelti hun hin fleygu ord "Ja, thad er bara svona eins og svithjod, vid vinnum mjog sjaldan eitthvad. Thid erud orugglega betri en vid, allavega midad vid höfdatölu"


föstudagur, ágúst 20, 2004
 
Her eru myndir fyrir thig hlin og takk fyrir ad muna eftir thessu, dullan okkar.


fimmtudagur, ágúst 19, 2004
 
Jæja, nú erum við alveg að drepast á þessu hjólastandi. 22 km 5x í viku er einfaldlega of mikið af íþróttum fyrir mig.

Fékk sjokk í gær þegar ég komst að því að ég hafði gleymt að láta lín vita að ég hefði flutt, því þeir voru víst búnir að senda mér reikning upp á 140 þús því ég lét þá ekki vita að ég væri í námi. Ég gerði það ekki því ég fékk ekki tilkynninguna um að þeir yrðu að fá afrit af skattayfirlitinu mínu hér (af því að þeir eru ekki með heimilisfangið mitt). Thetta á maður nottla að gera á hverju ári og bara týpískt ég að geta ekki munað eftir því. Nú verð ég að borga þessa summu, sem er kannski bara jafn gott og að halda áfram að safna endalausum vöxtum á þessar gömlu syndir. Pasta og tómatsósa næstu tvo mánuðina.

Í öðrum fréttum: Ég er búin að horfa á ólympíuleikana tvö kvöld í röð og hef haft gaman af. Antisportistafélagið sem ég var rekin úr þegar ég byrjaði að spila pool, hefur nú bannfært mig og sagt að ég sé meiri óvinur þeirra en Jón Arnar og Bjarni Fel til samans. Svona eru breytingarnar í heiminum.


miðvikudagur, ágúst 18, 2004
 
Her eru myndir ur afmaelinu okkar thann 13. agust. munid ad taka fra ad ari


 
Her eru myndir ur afmaelinu okkar thann 13. agust. munid ad taka fra ad ari


þriðjudagur, ágúst 17, 2004
 
Myndasíðan komin í lag og myndirnar úr ferðalaginu okkar eru hér.


 
Erum i bolvudum vandraedum med myndasiduna okkar. AEtludum ad skrifa um fina ferdalagid okkar um helgina og birta af thvi myndir um leid eins og alvoru taekninordar en thad gekk audvitad ekki og vid verdum bara ad saetta okkur vid ad vid erum langt fra thvi ad vera taekninordar og kunnum i raun ekki neitt a thetta allt saman.

Eniveis, forum i ferdalag med poolkennurum okkar og tveimur odrum nemendum inn i midja svithjod og heimsottum karl thar sem byr til biljardkjuda i rennibekknum sinum. Thetta var rosa fin ferd thar sem vid fengum medal annars ad borda ferskvatnsraekjur, en nu er ferskvatnsraekjutimabil i svithjod. Sidan forum vid i siglingu um vatn tharna sem var rosa fint og sidan ad skjota af riffli/haglabyssu (veit ekki muninn). Eg vildi reyndar ekki skjota, er hraedd vid byssur en Emelia var rosalega pro med byssuna. Fyrst og fremst vorum vid tho ad spjalla um billjad og skoda kjuda og svoleidis skemmtilegt. Vid unnum tvo sigra i ferdalaginu: Emelia haetti ad drekka eftir thrja bjora og eg gat latid thad vera ad skipta mer af thvi sem mer ekki kom vid tho eg vaeri buin ad drekka trja bjora og eitt raudvinsglas. Thannig var nefnilega ad stelpa sem var med okkur i ferdalaginu og karlinn sem kenndi okkur ad skjota voru thvilikt ad kafa a hvoru odru (bokstaflega), tho hann aetti ungabarn og konu a naest bae og hun thyskan kaerasta. Og eg steinhelt kjafti og sleppti thvi alveg ad thykjast haf a efni a ad predika eitthvad yfir odrum. Er mjog stolt af mer.

Annars veit eg ekki alveg hvad verdur med myndirnar, thad vaeri nu fyndid ef myndasidan haetti ad virka um leid og vid erum komnar med digital....


föstudagur, ágúst 13, 2004
 
Ég á ekki eitt einasta orð og áfram ísland bara. Var að skoða myndir frá Gay pride á Ísl og ég er ekki frá því að pride heima hafi verið miklu MIKLU flottara í Reykjavík (íbúafjöldi 150 þús með úthverfum) en í stokkhólmi (íbúafjöld 1.5 millj. með úthverfum). Rosalega flott atriði sýndist mér á öllu sem mikið var fyrir haft. Ísland ER best í heimi.


 
Adeins i takmarkadan tima: Myndir fra Gay pride i Stokkholmi. Thaer eru svo margar ad vid munum liklega henda theim ut fljotlega til ad spara plass.


fimmtudagur, ágúst 12, 2004
 
Enn fleiri myndir. Svona er hverfið okkar, Hammarbyhöjden


 
Það var svo heitt hjá okkur í seinustu viku að við gátum eiginlega ekki sofið. Á Sunnudaginn sváfum við því með rök viskustykki á táslunum. Við sáum að þetta gengi nú ekki lengur og keyptum viftu, svona til að standa á borði. Þvílíkur munur að sofa núna. Reyndar verð ég að sofa með eyrnatappa útaf viftunni þótt hún sé alveg einstaklega lágvær blessunin, ég er bara soddan prinsessa.

Þið verðið víst að bíða lengur eftir myndunum frá Íslandsferðinni því það gleymdist að setja þær á disk þegar við létum framkalla. Þessar myndir voru nefnilega teknar á gömlu myndavélina. Núna notum við að sjálfsögðu bara nýju digital myndavélina okkar sem hann Baldur var svo elskulegur að kaupa fyrir okkur, takk æðislega Baldur! Lífið er orðið miklu skemmtilegra eftir að við fengum myndavélina. Við (eða ég öllu heldur) er oft að taka video með henni (hún er svo tæknileg) og auðvitað smellum við ótt af hinu og þessu. Þið munum því sjá mun fleiri myndir héðan í frá og líka mun fyrr en áður. Það gengur náttúrulega ekki að vera að sýna ykkur hálfs árs gamlar myndir eins og við höfum verið að gera :)miðvikudagur, ágúst 11, 2004
 
og loks myndir úr sumó með múttu og Þorvarði í júlí


 
Og hér er mynd af hjólunum okkar fyrir mömmu ;)


 
Og hér eru rosa fínar myndir teknar á nýju myndavélina okkar. Þetta er hjólatúrinn sem við fórum í um helgina í góða veðrinu. Leiðin var 12 km því við villtumst dálítið.


 
Og hér eru nýjar myndir úr útskriftarveislunni hans Hauks litla í sumar


 
Komnar nýjar gamlar myndir frá jólunum í fyrra og heimsókn mömmu og ammanna minna í fyrra. Þetta eru allt myndir frá mömmu og Þorvarði. Meira góðgæti er á leiðinni...


mánudagur, ágúst 09, 2004
 
Til hugleiðingar:

Dauðarefsingar hafa verið teknar upp í Írak af öryggisástæðum. Dæma má menn til dauða fyrir morð, mannrán og fíkniefnabrot (skv. sænska ríkissjónvarpinu).


 
Á laugardaginn fórum við í hjólatúr að vatni sem á að vera rétt hjá nýja hverfinu okkar. Við villtumst aðeins á leiðinni og tókum risastóran aukahring en þegar honum var lokið sátum við við vatnið og spiluðum scrabble og borðuðum ávexti. mmmMMMmmmm. Það var rosa kósí og rómó. Í gær var of heitt til að gera nokkuð, við urðum að vera inni.

Annars kom Hrönn til okkar á föstudagskvöldið og við grilluðum og horfðum á DVD frá Hauki. Við fylgdum henni að lestarstöðinni um hálfeitt til að viðra okkur. Íbúðin okkar er svo ógeðslega heit, þar er næstum ólíft í þessum hita sem er núna. Ef við viljum tala saman eða horfa á sjónvarpið getum við ekki haft opið út því þá gæti tussann heyrt í okkur :(

Í dag fáum við myndirnar okkar frá íslandi til baka. Við munum reyna að setja þær á netið í vikunni en á morgun ætlum við að reyna að setja inn myndir sem Emelía setti texta við í gær.


föstudagur, ágúst 06, 2004
 
Setti þessa ótrúlega flottu mynd af Unni Mariu og Islandi a desktoppinn hja mér.


 
Jæja, mér sýnist að Emelía ætli sér ekki að skrifa neitt þannig að ég tek það bara að mér. Hittum tussuna á neðstu hæðinni þegar við vorum að bera upp töskurnar okkar á fimmtudagskvöldið í síðustu viku. Hún labbaði smá á eftir okkur upp stigann framhjá sinni íbúð, horfði síðan á Emelíu, snéri við og þegar hún var komin í hvarf sagði hún “eruð þið komnar heim?”
Annars fórum við að horfa á kynvillingagönguna á laugardaginn, hún var rosa flott, en ekki eins löng og í fyrra. Emelía er orðin svo gömul að hún nennti ekki út um kvöldið svo við vorum bara heima að spila nýja scrabble spilið okkar. Um helgina ætla ég að reyna að minnka myndirnar sem við tókum á nýju rosalega góðu myndavélina okkar svo ég geti sett þær hér inn á mánudaginn. Síðan koma myndirnar frá íslandi í næstu viku.

Annars erum við búnar að vera rosalega duglegar að hjóla alla vikuna. Ég svindlaði reyndar á miðvikudaginn og var heima að skrifa. Á að skila plani um verkefnið mitt í lok ágúst og það gengur ekki alveg nógu vel að skrifa innganginn, a.m.k. ekki hér í vinnunni þar sem eru svo miklar truflanir alltaf.
Hér er búið að vera manndrápsheitt síðustu tvo daga og varla hægt að hjóla og spáð sama veðri um helgina. Fékk svo mikið far á binguna á íslandi að ég hugsa að ég reyni að vera í sólbaði til að ná því af mér. Emelía var eitthvað að tala um að fara í vinnuna en ég vona að hún ætli bara liggja í sólbaði með mér.


mánudagur, ágúst 02, 2004
 
Bara ad lata vita ad vid erum komnar aftur til Sverige :( Thad var aegaet ad vera komin heim til sin en annars er thad frekar fult og vid soknum allra a klakanum svakalega mikid. Vid lofum orugglega ad reyna ad skrifa i vikunni en eg efast um ad vid nennum ad skrifa ferdasogu. Thad helsta var ad vid erum mjog anaegdar med ferdina, hofdum thad alveg svakalega gott og allir voru alveg yndislegir vid okkur. Vid hlokkum ykt til ad koma heim naest, en thvi midur verdur thad ekki fyrr en eftir ca nakvaemlega ar.